Alþýðublaðið - 03.11.1965, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.11.1965, Blaðsíða 4
Rttstjórar: Gyltt Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Ritstjómarfutt- trúl: Eiöur Guönason. — Simanc 14900 - 14903 — Auglýslngasími: 14906. ABsetur: Alþýöuhúsið vlö Hverfisgötu, Reykjavlk. — Prentsmiðja Alþýðu- blaðslns. — Askriftargjald kr. 80.0Ó. — I lausasöiu kr. 6.00 eintakiö. Dtgefandl: Alþýöufiokkurinn. Hagur Gylfa vænkar HAGUR Gylfa Þ. Gíslasonar viðskiptamálaráð- herra í landbúnaðarmálum vænkaði allmjög á Al- þingi í fyrradag. Umræður um iverðlagsmál landbúnaðarins hófust fyrir síðustu ’helgi. Gylfi tók ekki til máls fyrsta dag- inn. Greip Tíminn tækifærið og tilkynnti lesendum sínum, að nú hefði Gylfi runnið af hólmi og væri lágt risið á landbúnaðarpólitík hans. En umræðunni var ekki lokið. Á mánudag kvaddi .Gylfi sér hljóðs og flutti ítarlega ræðu, þar sem hann réðist á þá skoðun Hannibals Valdimarsso'nar, að .neytendur ættu ekki að koma nærri verðlagningu búvöru. Síðan gerði Gylfi grein fyrir þeim vandamál 'um/landbúnaðarins, :sem hann telur alvarlegust, og lýsti þeim frá sínum bæjardyrum. Gerði bann að lok um öllum ljóst, að hann óskar eftir blómlegum land ýoúnaði og telur hann þjóðinni nauðsynlegan, hvort sem er frá efnahagslegu eða menningarlegu sjónar- ;miði. Einmitt þess vegna væri ekki sama, hvernig landbúnaðarpólitík væri rekin, og yrði iað endurskoða þau mál frá grunni. - Halldór Sigurðsson talaði næstur fyrir hönd fram 'sóknarmanna. Byrjaði hann á því að segja, að Gylfi Þ. Gíslason hefði rætt þessi mál af meiri skilningi en oft áður og væri vel hægt að ræða við hann um land búnaðarmál, er hann héldi þannig á máli sínu. I þessum orðum Halldórs fólst meiri viðurkenn- ing fyrir Gylfa en hann hefur áður fengið úr her búðum framsóknarmanna. Nú er játað, að Gylfi tali um þessi mál ,,af skilningi“ og að vel megi ræða við hann um þau. San’nleikurinn er sá, að landbúnaðarmál eru einn vandasamasti þáttur í efnahag flestra þjóða. íslend- ingar eru þar engin undantekning. Stafa þessir erfið leikar af því, <að hinn gamli og hefðbundni atvinnu- vegur hefur mjög sérstæðu hlutverki að gegna og er ólíkur yngri framleiðslugreinum. Hér á landi er landbúnaður ekki aðeins atvinnu- grein. Hann er allt líf þeirra, sem stunda hann. Við bæinn, sveitina og búskapinn eru tengdar næmar tilfinningar, sem margt fólk í þéttbýlinu finnur einn ig og skilur. Af þessum sökum hættir bændum til að telja hvem þann, sem gagnrýnir ríkjandi stefnu í landbún aðarmálum, fjandmann sinn. Þannig hefur farið um Gylfa Þ. Gíslason. En þetta er mikill misskilningúr. Eins og Halldór Sigurðsson viðurkenndi, er ekki sama hvernig búskapur er rekinn. Enginn getur neit iað því, að íslenzkur landbúnaður á við mikil vanda *mál að etja, ekki síður en landbánaður annarra landa. Þessi vandamál verður að ræða hreinskilnislega, ef takast á að leysa þau. 4 3. nóv. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Húsgagnamarkaðurínn AUÐBREKKU 53 - KÓPAVOQI. SVEFNSÓFAR — SKRIFBORÐ — SÓFABORÐ — SVEFN- HERBERGISSETT, ÞRJÁR GERÐIR — SVEFNBEKKIR — KASSABEKKIR — STILLANLEGUR HVÍLDARS TÓLL MEÐ SKAMMELI. 20% afsláttur gegn staðgreiðslu. ÍSLENZK HÚSGÖGN HF. Auðbrekku 53, Kópavogi. sími 416-90. ■a^TrwTi ag‘lhBhl G. S. HEFUR SAMIÐ smásögu — dænu\s/igu, og- nefnir hana: „Ríkasti maðurinn í garðinum.“. Hann hefur sent mér hana — og ég birti hana hér á eftir.: ÞEIR VORU margir í garðinum Á öllum aldri, ríkir og fátækir — en liann var þeirra rikastur. Auð • æfin voru mikil, tún og lendur, verksmiðjur, skip og næstum allt sem nöfnum tjáði að nefna. — Peningar og verðbréf, hlutabréf málverk og svo ótalmargt fleira átti hann, — og nú var hann kom inn í garðinn — kirkjugarðinn fyrir fullt og allt. — Oft hafði hann komið þangað áður — var að fylgja hinum síðasta spölinn, og alltaf létti lionum satt að segja þegar hann var aftur kominn á skrifstofuna. STUNDUM HAFÐI það hvarfl- að að honum, að einhvern tímann kæmi röðin að honum, en hann vildi ekki vera að hugsa um neítt óþægilegt. — Heilsan var góð, við skiptin gengu vel og heimilsá- stæðurnar prýðilegar. Hvers vegna að vera að hugsa um garðinn? Jú, raunar hafði honum komið til hugar að rétt væri að gefa mynd arlega fjárúpphæð tii mannúðar- og líknarmála — en hann mundi þá eftir Tryggingunum og öll- um þeim styrkjum og hjálp, sem fólkið fær frá því opinbera. Voru það ekki peningarnir hans sem blessað fólkið fékk? í sveitinni hans voru þeir ekki margir eftir 3—4 fermingarbræður hans voru þó ennþá við búskapinn — mest af stífni og þrjózku. NÁTTÚRULEGA HEFÐU þeir átt að gera eins og hann — að fara suður og þar í alls konar biss- ness — eins og það er kallað. — Reyndar er stundum sagt, að bóndi sé bústólpi — og bú lands stólpi — en þetta eru gamlar kerl ingabækur. Hann hafði líka ó- spart sagt þeim til syndanna þarna um árið, þegar þeir voru að gera að kirkjunni og báðu um fjárhags legan stuðning. — Þe!m hefði verið skammar nær að vera ekki við þetta hokur — jæja, þeir um það. — Þessar tíu þúsund sem hann rétti þeim voru nú aðeins ■i OOOOOOOOOO OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO* Dæmisaga úr nútímanum. „Ríkasti maðurinn í GarðinunT. Hann ætlaði að gera svo margt, en mátti ekki vera að því.< oooooooooooooooooooooooooooooooo einn tíundi af hagnaðinum af einni | vont kvef — og svo dróst þetta íbúðinni í blokkinni — en þær j allt á langinn. voru þrjár og íbúðir samtals 48. ! j HUGMYNDIN UM að stofna EINU SINNI — þarna um árið ' Framfarasjóð í sveitinni þar sem þegar skipið fórst — mannbjörg j hann ólst upp var ágæt. Höfutf varð sem betur fer — þá j stólinn mátti aldrei skerða og ætlaði hann að gefa Strandarkirkju en það gleymdist svo margt. Ungi læknastúdentinn, sem hann ætlaði að styrkja er nú læknir. En hann gat nú svo lítið gert fyrir hann í þá daga. Reyndar gekk forretn ingin allvel, en það þarf svo m’kið veltufé — og þær voru ekki teknar upp úr rennusteininum, krónurn ar, þá frekar en nú — og hvers vegna eru bláfátækir menn að gifta sig — hlaða niður börnum og léggja fyr'r sig þungt og langt háskólanám? Þeir verða að hafa ráð á þessu — þeir geta ekki ætl azt til að altt sé lagt unp í hend- urnar á beim, enda þótt þeir séu bróðursynir. JÚ. RÉTT VAR að hann ætlaði að stofna sióð til styrktar efn;leg um námsmönnum og hann var meira að segia búinn að gera skipulagsskrá — en svo fékk hann hann átti að vera myndarlegur — hálf milljón — minna mátti þa3 ekki vera ef að einhverju gagnl skyldi verða. Vöxtum átti að verja til menningar og líknarmála, en í stjórn sjóðsins skyldu vera sókn arpresturinn, sýslumaður og odd viti. Mannvalið ágætt — en ekkert varð þó úr þessu. ÓTAL TÆKIFÆRI komíll oft var leitað hjálpar, oft var tal að um þjóðþrifamálin, sem áttu öll eitt sameiginlegt — Það vant aði peninga til þess að gera þaS sem gera þurfti. — Þessa peninga átti hann — hann var vellauðugur maður — en hann hafði aldrel tíma — eða var það áhugann sem vantaði? Og nú er hann kominn í garðinn fyrir fullt og alllt — eins og svo margir á undan hon um. En hann var ríkasti maður inn í garðinum." VERZLUNARSTARF Viljum ráða röskan og ábyggilega'n mann, 25—40 ára, til afgreiðslustarfa á fiskum- búðalager, nú þegar eða 1. des. Upplýsing- ar gefur Starfsmannáhald SÍS.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.