Alþýðublaðið - 19.11.1965, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 19.11.1965, Blaðsíða 10
Stefán Júlíusson: HENT Á LOFTI Alltaf eru miklar umræður \vm Skálholt, og er varla nema a& vonum: mikil söfnunarher- ferð vcgna staðarins er í gangi. En nú er sannarlega kominn tími til, að almenningur geri sér grein fyrir þvi, hvert á að nalda með Skálholt. Allt verð- ur það aö vera við hsefi, ef vel í 'i á að fara. I . I Ég kom í Skálholt á síðast- [ liðnu sumri. Þetta var á rúm- | helgum degi og ekkert um að i pera. Ég gekk þar óáreittur vm garða, án þess að hitta nokkurn mann, og gat virt fyr- \r mér hús, hlöð, kirkfu og Iún i mestu ró. Ég gladdist yfir myndarbrag á framkværnd- jim, góðri umgengni og hirðu- •|cmi. Það var gaman að sjá ■jtiið eridurreista Skálholt. Ég bar ánægður með það, sem ‘gert hafði verið. ■ En einhvers staðar verður að nerna staðar. Ævintýralegir stórdraumar um Skálholt eru engum hollir. Þar á að verða kirkjuleg menningarstöð, sum- arsetur biskups, ef hann vill heiðra staðinn með návist sinni, orlofsheimili presta og sam- ’komustaður fyrir prestafundi og trúarlegar ráðstefnurr-Þar má að sjálfsögðu halda nám- skeið fyrir presta og prests- efni, kirkjulega leiðtoga og starfsmenn safnaða. Sem sagt: Skálholt á aö vera trúarlegur menningarstaður. Ekki get ég amazt við þvi þótt kirkjan eigi gott bóka- safn, og það þótt stærra væri en safn Þorsteins heitins Þor- steinssonar. Það er ekki ámæl- isvert að halda söfnum til haga, ekki erum við svö áhugasamir um menningarleg verðmæti, ís- lendingar. Og ef kirkjuleið- togar telja bókasafnið koma að rnestu gagni í Skálholti, þá er það þeirra mál. í þjóðkirkju- legri menningarstöð þarf að vera gott bókasafn. En er það nokkur meining að þenja hlutverk Skálholts út um allar jarðir. Allar fyrir- ætlanir um einhvern almenn- an skóla þar, eru vægast sagt mjög hæpnar. Söfnun til Skál- holts getur ekki gengið yfir landslýðinn ár og síð og alla tíð, eins og veðurgnýr, sem enginn fær við ráðið. Á meðan þjóðin getur ekki séð öllum börnum og unglingum fyrir lögskyldri fræðslu vegna -fé- leysis, eru milljónatugir til reikullar skólahugmyndar l Skálholti varla til umræðu. — Skólasetur sem stynur undan féleysi er á næstu grösum, og kaupstaður, sem margs þarf við í menningarlegum efnum, ekki nema bæjarleið frá Skálholtí. Nær væri að beina afgangsaur- um almennings, sem hann vill verja til skólaiialds, til þess- ara staða l Árnesþingi. Enginn talar um skóla í Odda eða í Haukadal, þótt þar hafi einu sinni verið skólar. Lýðháskól- afyrirkomulagið festi ekki ræt- ur með þjóðinni, þegar hugs- unarhátturinn var mcira í anda lýðskólahugsjónarinnar dönsku en nú er. Ætli kirkjan sér að rækta hugarfar þjóðarinnar, svo að hún kunni betur að meta andleg verðmæti og smii baki við kaupsýslutrúnni, er það vel. En er það ekki að seilast um hurðarás til lokunn- ar að stofna til þess vafasaman skóla? í stuttu máli: Skálholt á að verða kirkjuleg menningarmið- stöð, sumarsetur biskups og or- lofsheimili islenzkra presta. Þetta er ærið verkefni, þótt ekki sé í meira ráðizt, og ætti reisn staðarins og tign að vera sæmilega borgið á þann hátt. Hægari aukning á heimsframleiðslu iOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO Samkvæmt síðustu upplýsing- um er gert ráö fyrir að samanlögð fFamleiðsla hemtóms og aliþjóðleg viðskipti muni aukast hægar á ár inu 1965 en í fyrra, og lítil von er til nýrrar örvunar fyrri hluta árs ing 1966. Þetta er ein af niðurstöðunum sem Efnahagsnefnd Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópu (ECE) hef ur komizt að og birt í ársyfirliti sínu í „Economic' Bulletin for Eur ope". Árið 1964 jókst framleiðslan og verzlunin jafnmikið og hún hafði aukizt á tveimur undanförn um áratugum. Hinar háu tölur áttu ekki rætur að rekja til skyndi legra aukningar eftir faturkipp eins og árunum . 1959—60. Innflutningur Vestur-Evrópu minnkaði á fyrra árshelmingi 1965 og var það mest vegna mjog óveru legrar aukningar á innflutningi frá löndum utan Evrópu. Viðskipti milli vestur-evrópskra landa juk ust einnig með hægara móti en á árinu 1964. Að svo miklu leyti sem dæma má af hagskýrslum frá Vestur- Evrópu og Norður-Ameríku, liélt innflutningur vanþróaðra landa á fram að aukazt á fyrra árshelmingi 1965. Aukningin á útflutningi þess ara landa var samt mjög veruleg og leiddi það til áframhalds á þeirri tilhneigingu sem kom fram seinni hluta árs 1964. Að vissu marki má rekja þessa breytingu til þess að útflutningsverð hætti að hækka, og sennilega líka til þess að sveiflur urðu á þróun verðlags. Viðskiptakjör vanþróuðu land anna sýndu þannig tilhneigingu til afturkipps á árinu 1965, og það ásamt hægfara útþenslu út flutningsmagnsins hefur í för með sér, að innflutningsgeta þessara landa minnkar, nema til komi aukn ing á erlendri fjárfestingu. í yfirliti yfir síðustu viðburði fjallar „Sconomil Bulletin fa Eur ope“ m.a. um ráðstefnu Samein uðu þjóðanna um utanríkisverzl un og þróun, um EFTA, ÉEC og GATT. r Nýr fjölshyldubíll fyrir minni fjölshyldur \TA.XJ X H A L L Hefur unniö margfalda sigra í kappakstri í torfærum Astralíu, slegið sölumet i Kanada -og fengið mörg vérðíáun á bílasýningum í London. VÉLADEILD VIVA Armlla 3 Gluggiiin Framhald af 6. síðu í ljós, sem kemur fram á film- unni. Myndun með infra-rauðum geisl- um nota jarðfræðingar til þess að finna olíulindir og ýmsa málma. Einnig nota verkfræðingar hana til þess að ákveða byggingarstæði og fornleifafræðingar nota slíkar myndir til þess að finna forn- minjar neðanjarðar. Nú er líka verið að byggja fyrstu stjörnu- rannsóknarstöðina, þar sem með hjálp infra-rauðra geisla er hægt að athuga plánetur og stjörnur. Stjörnurannsóknarstöðin er á Maui-eyju á Hawaii. Þar geta stjörnufræðingar fengið ýmsar upplýsingar um pláneturnar með því að rannsaka hitageislana, sem ] jrá þéim koma. ÖNNU BORG ENDURMINNINGAR Önnu Borg eru komnar út hjá Skuggsjá í þýð ingu Árna Guðnasonar. Poul Re umert safnaði og gaf út. Bók þessi kom út í fyrrahaust í Danmörku og náði þar þegar miklum vin sældum og hlaut hún mjög góða dóma í blöðum þar í landi. í bók inni eru margar myndir af Önnu í leikhlutverkum, svo og mynd ir úr einkalífi leikkonunnar. 10 19. nóv. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ . ;• .Li UúiM'i.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.