Alþýðublaðið - 05.12.1965, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 05.12.1965, Blaðsíða 8
! i i / i 1 t J j .1 í’ i Ingimar Erlendur Sigurðsson: Borgarlíf Skáldsaga Helgafell, Reykjavík 1965. 350 bls. Skáldsögur um blöð og blaða- mennsku eru að verða furðutið- ar á' íslenzku. Þetta er nýung. Þó jafnan hafi verið margt um rijfhöfunda í blaðamannastétt á íslandi hafa þeir sjaldnast gert sér hversdagsstarf sitt að skáld skaparefni; nú er hins vegar bætt um betur og rekur hver bókin aðra á síðustu árum. „Ein er síð ust og mest“. Nýkomin skáldsaga Ingimars Erlends Sigurðssonar er umsvifamesta tilraun sem hingað til hefur verið gerð til að lýsa ís- lenzkri blaðamennsku, eða réttara sagt: gera upp við hana sakirnar. En það er því miður næsta lít ið sögusnið á þessu stórvaxna rit verki. Sjálfur söguþráðurinn er furðulítill fyrir sér í svo umfangs mikilli sögu, röð atvikana fábrot in og losaraleg. Hitt er verra að söguna brestur innri rökvísi, rök tengsl atvikanna innbyrðis eru með allra fábrotnasta móti. Það verður til að mynda aldrei ljóst hversvegna Logi, söguhetjan, ræðst að Blaðinu. Viðbrögð hans við því eru neikvæð frá upphafi og virtist eðlilegt, samkvæmt lýs lirtgu hans, að hann afþakkaði starfið sem honum býðst þar. Það verður aldrei séð hvers Logi vænt ir sér af Blaðinu, né Blaðið af hon um; tröllatrú yfirmanna hans og BÍLAKAUP Bílakaup Bílasala Bífaskipti Bílar við allra hæfi. Kjör við allra hæfi. BÍLAKAUP Sími 15812 Skúlagötu 55 (Rauðará) samstarfsmanna á honum verður að því skapi tortryggileg, og fær enda engan stuðning í atvikum sögunnar. Þessl rökleysa kippir fótunum undíin lýsingu Loga, sem þó er aðalefni sögunnar, og blaða mannsstarfi hans, og þar með lýs- ingu Blaðsins sem starfandi- stofn unar.. ^ Lýsing Loga er aðalefni sög unnar, hugleiðing hans um það sem fyrir sjónir ber á Blaðinu og í borginni. Lýsing Blaðsins, allt umhverfi Loga í sögunni lýtur þessarj einu mannlýsing; fólk og atvik hafa þann eina tilgang að stuðla að henni. Og mistök sögunn ar virðast mér einkum fólgin í ófrjóu og einhliða viðhorfi höfund arins við þessari söguhetju sinni agaleysið í stil sögunnar, hömlu laus mælgi hennar, kemur til af gagnrýnisleysi hans á Loga sjálfan. Þetta er í raun réttri eng in saga heldur uppmálun höfund arins á mannshugsjón sinni um vafin aðdáun hans allt frá fyrstu blaðsíðu; — að þessu Ieyti minnir Borgarlíf með undarlegu móti á aðra skáldsögu frá i haust, Torg ið eftir Kristmann Guðmundsson. Báðum höfundum eru yfirburðir söguhetu sinnar svo hugstæðir að þeim verður um megn að skipa í nothæft sögusamhengi. Þetta kann að skýra hve söguþráður Borgar lífs er fáskrúðugur þótt voveifleg um atvikum sé flíkað þar ótt og títt Logi tekur engri þróun í sögu sinni; hann er alskapaður á fyrstu síðu og viðbrögð hans við hverju einu ráðin fyrirfram. Og höfund ur reynir mannskilning sinn aldr ei í neinni tvísýnu. Þess vegna er ekki unnt að tala um neina eigin lega persónusköpun í Borgarlífi hvorki Loga né annarra; enda get ur höfundur með engu móti skrif að samtöl; fólkið í sögunni stend ur allt í hlutfalli við Loga, háð sjón og skynjun hans. Það er ein ungis leitt fram til að lýsa yfir burðum hans, koma að karl- mennsku hans, hugsjónum, vits- munum, skáldgáfu; verða tilefni og veita farveg ljóðrænu hugar flugi hans með langsóttu mynd- ríki. Þess vegna er ferill hans aldrei áhugaverður í sjálfum sér, þar sem fólk og atvik takist á af röknafuðsyn sögunnar; hann er einungis ný og ný tilbrigði sömu speglunar. En höfundi og Loga sjálf- um, brennur heimsádeila fyrir brjóstinu. Ingimar Erlendur megn ar að vísu ekki að fá skoðun, boð skap, ádeilu sinni listrænt síigu snið. En hún brýzt löngum fi;am berum og beinum orðum svo sem, þessari hugleiðing Loga, broti; úr samfelldum kafla í sama dúr: „Þetta voru að sögn afkomend ur víkinga, manna sem fyrsti þjóð- skipuleggjari Norðmanna stökkti úr landi, manna, sem drukku til dáða og rændu varnarlítið fólk eða brenndu sofandi inni, manna sem bruddu æðisjurtir til hugrekk is og láujimyrtu svo helzt hver annan. — Eina þjóðin í heimin um sem hafði skipt um lífstrú eins og að skipta um föt, eina þjóðin sem hafði afhenzt erlendu ríki án þess að til þyrfti eina herdeild, 'eina þjóðin sem hvorki gerði skipu lagða né óskipulagða uppreisn gegn kúgurum sínum í sjö aldir. — Þjóð sem gjafseldi hernaðar veldi sjálfa sig og land sitt um leið og hún saup ókeypis af sjálf- stæðisbikarnum, þjóð sem skóp glæsilegustu grobbbókmenntir heimsins en hafði nú söðlað yfir í óþýðanlega fræð'imennsku og huglausa blaðamennsku, þjóð sem lagðist .vembilfláka í þjóbraut fyrir hVérjum viðrekstri ef hann var erlefidur, þjóð sem ærðist og hélt sig!vera að glata þjóðarein kennumjsínum ef skáldin — sem hún haipi alltaf svelt — settu saman rfmiaus Ijóð en lét erlend an her íraðka á sögu sinni, þjóð sem haíði ekkert að leggja af mörkumi til heimsins annað en ríkiisborgaralausafn þorsk og lal þióðlegt|sex dætranna, siálfsvirð ingarlaus bióð sem þáði fé og sjón varo fvrir afnot af siálfri sér — hóra meðal þjóðanna." Þessi ádrepa og annað hliðstætt í bókinní er að sönnu ekki beys- in þjóðlífslýsng né söguskoðunar. Næstkpmandi miðvikudag 8. des ember eru liðin 100 ár frá fæð ingu fihnska tónskáldsns Jean Sibelius. Að undanskildum Norð manninum Edward Grieg er hann hið einasta tónskáld Norðurlanda er hlotið hefir alheimsfrægð. Ríkisútvarpið minnist þessa við- burðar í- miðdegisleikum kl. 14 á sunnudag. Flutt verða þá nokk ur verk :höfundarins, sem annars eru sjaldheyrð, sönglög, píanólög kórlög ög 7. synfónían, í upptöku finnska útvarpsins. Á afmælisdegi Sibelíusar flyt ur svo Áfni Kristjánsson minning arerindi-um höfundinn. Verða þá einnig fiutt tónverkin. En saga, fiðlukonsertinn og tónljóðið Tapi Ingimar Erlendur Sigurðsson Sem þáttur í alvarlegri persónu sköpun er þetta markleysa; höf undurinn hefur gefizt upp við verk sitt og talar blaðalaust frá eigin brjósti; hér hafnar ádeila hans í alkunnum pólitískum og mórölskum glósuburði sem jafn an verður því marklausari sem hann gerist stórorðari. Samt er mér nær að halda að sá fitons andi sem tilvitnunin lýsir sé með því upprunalegasta og einlægasta í bók Ingimars Erlends Sigurðsson- ar. Að slepptum öllum skáldleg um tilburðum lýsir bók hans reiði vonsvikum, uppgjöf sem brýzt fram í öskri; hún er ekki ádeila en yfirlýsing vantrausts á samtíð ola. Erindi tónlistarstjóra hefst kl. 22,30 á miðvikudag. Sibelíus er átthagaskáld í tón um. Finnsk náttúra og gerðsagn ir eru honum óþrjótanlegt yrkis efni, tákn öflugrar ættjarðarástar En einmitt þetta þrönga þjóðlega svið hefir tryggt honum alþjóð- lega áheyrn. Verk hans eru nú fast ur liður á öllum konsertprógrömm um hins menntaða heims. Þar er hann Nestor Norðurlanda og stór meistari tónanna veldi. Leiðarorð Sibelíusar er him- kvæmni i frjálsu formi. Upp af smáum frjóöngum spretta smám saman íturvaxnir stofnar, í myrkri bjarmar fyrir birtu, fábreytileiki böfundar og samfélag. En því mið ur lýsir bókin hliðstæðri uppgjöf í listrænum vinnubrögðum, sem kynnu þó ein að gera vantraust höfundar áhugavert, og viðleininn- arað skilja samtíð sína röklegum skilningi Og jákvæður mannskiln- ingur höfundarins, eins og hann birtist í lýsingu Loga virðist að svo komnu alltof sjálfhverf- ur til að verða haldreipi og miðill umtalsverðrar samtíðarlýsingar. Ingimar Erlendur Sigurðsson hefur sem kunnugt er sjálfur starf að sem blaðamaður sú saga hefur gengið staflaust á undan bók hans að hún byggðist að verulegu leyti á hans eigin starfsreynslu á Morg unblaðinu. Allténd eiga höfund ur og söguhetja það sameiginlegt að báðir taka sér fyrir hendur að semja bók eftir blaðamennsku sína: „Skrifaðu bók og segðu hvað þér finnst um lífið — þetta Úf,“ . segir ástmey Loga nýfundin við hann í lokakafla sögunnar sem hann lætur sér að kenningu-verða. Hér er annars ekki ætlunin að reyna neitt mat á því hvaða lík ingu kunni að mega finna með Blaðinu í Borgarlífi og Morgun- blaðinu í Reykjavík, — en einsætt virðist mér að Morgunblaðinu sé lítið grand búið af „ádeilu” þess- arar sögu. Reynsla Ingimars Er lends af blaðamennsku hefur ekki orðið honum nothæft skáldskapar efni. En saga lians virðist mér benda til að sjálfur hafi hann orð ið fvrir umtalsverðum áhrifum á blaðinu sem mjög móti svip þessarar bókar. Ég hefi að vísu ekki gert nákvæm an samanburð, en málfar Ingimars í Borgarlífi minnir mig ósjálfrátt á rithátt og stílstefnu hans foma húsbónda, Mathíasar Johanness- ens, með eftirsókn sinni eftir ó væntri uppmálandi myndasmið og langsóttum fjarstæðum líkingum eða þá andríkri umræðu um efni eins og líf og Ijóð og þjóð. Þessi líking sé hún rétt greind, er minnsta kosti skrýtin tilviljun. En hvaðan sem þessi ritháttur er runninn er agaleysi hans, hjúpur- inn sem liann spinnur um meinta hugsun, merkingu málsins með leiðinlegri lýtum á Borgarlífi Ingi mars Erlends Sigurðsonar — -Ó.J. verður auðugur og það sem virð ist laustengt reynist samofið. Þetta heyrist bezt í verki hans En saga, sem er breiðablik finnskra tón bókmennta. Hér blikar dökkvi for sögulegra skógargrunda út til heiðríks og voldugs viðernis. Síbelíus er ekki aðeins mesta tónskáld Norðurlanda, heldup er hann einkum og sérílagi ímynd og átrúnaður finnsku þjóðarinn ar. Stórafmæli hans voru finnskir þjóðhátíðardagar meðan hann lifði, o<z andlát hans 20. septem ber 1957 var sorgardagur þjóðar innar. En eftir lifa verk hans, stolt og g'eði föðurlandsíns og allra þeirra manna, sem unna söng og samhlióm norræns anda i eyr um alheims. Dr. Hallgrímur Helgason. Frsegðarljómi Finnlands lR 5. des. 1965 - .ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.