Vísir - 07.05.1960, Side 8

Vísir - 07.05.1960, Side 8
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir osr annaS lestrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar háifu. Sími 1-16-60. wisxit Laugardaginn 7. maí 1960 Munið, að þeir sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. IXIemendatónieikar ión- listarskólans haldnir í dag og á morgun. Frumflutt verk eftir nemanda skólans. ' Nemendatónleikar Tónlistar- bkólans verða haldnir í Austur- hæjarbíó í dag og á morgun. Kl. 15 í dag leika fjölmargir nemendur skólans einleik á píanó, fiðlu og selló og samleik- ur á 3 selló. Flutt verða m. a. ,verk eftir Beethoven, Bartok, Boccherini, Mendelsohn og Saint-Saens, ennfremur eftir Leif Þórarinsson og frumflutt sónata etfir einn nemanda skól- ans, Gunnar Reyni Sveinsson. Á morgun kl. 13.30 leika svo tveir nemendur, sem útskrifast í píanóleik, Halldór Haraldsson Kvenstúdenta- kaffi á morgun. Kvenstúdentafélag Reykjavík «r ætlar á morgun (sunnudag) að efna til kaffisölu fyrir bæj- arbúa í Sjálfstæðishúsinu. Til þessa er efnt vegna fjár- söfnunar, sem félagið heldur uppi á hverju ári í styrkveit- ingasjóð félagsins. Hefur tveim Styrkjum verið úthlutað á s.l. •ári, og fengu þá tveir kvenstú- dentar, sem fóru erlendis til náms við háskóla þar. Kven- stúdentafélagið hyggst halda þessari starfsemi áfram — að styrkja ísl. kvenstúdenta til náms og efn.ir þess vegna ,til þessa kaffi „boðs“. Það eru gömul sannindi, sem þæjarbúar vita fullvel, að þeg- ar kvenfólk tekur í sig að fram- kvæma einhverja hluti, skal allt undan láta í baráttunni, og má jafnan mikið af því læra. Það þýðir því ekkert fyrir bæj- arbúa að spyrna við fótum, — ef einhverjum dytti það í hug. Það er eins gott að gefast upp þegar í uphafi og fara í „húsið“, njóta þar kræsinga og láta fara vel um sig um stund. Ekki mun það spilla, að kvenstúdentar • sjálfir annast allan beina, enda hafa þær bakað kökurnar í hjá- verkum frá námi. og Sverrir Ragnarsson. Þeir leika verk eftir Beethoven, Schuman, Robert Fuchs og Carl Nielsen. Þá flytur Nemenda- hljómsveit skólans konsert í d- moll fyrir píanó og hljómsveit eftir J. S. Bach. Einleik á píanó leikur Helga Ingólfsdóttir. í hljómsveitinni eru 27 hljóð- færaleikarar, stjórnandi Björn Ólafsson konsert'meistari. ___•----- Sýning opnuð í Bogasalnunt. í dag verður opnuð málverka- sýning í Bogasal Þjóðminja- safnsins. Það er Kristján Davíðsson listmálari, sem^sýnir í Bogasaln um næstu tvær vikurnar, og verður fróðlegt að sjá, í hvaða ham hann verður að þessu sinni, því að hann stendur yfirleitt ekki í stað. Sýningin veður opn uð gestum kl. 4 e.h. Ryk frá Safaara berst til Noregs. Frá fréttaritara Vísis — Oslo. Snjórinn í fjöllum Noregs fékk á sig dökkan lit um skeið í vetur. Rannsókn leiddi í ljós að hér var um að ræða fíngert ryk sem borist hafði með suð- lægum vindum frá Saharaeyði- mörkinni og úr héruðunum kringum Svartahaf. Það er ekki óvenjulegt að ryk berizt með loftstraumum til Norðurlanda frá Sahara.Þess eru ekki svo fá dæmi að sót berzt til íslands frá iðnaðar- héruðum Vestur-Evrópu og Skotar hafa fengið yfir sig ösk- una úr Heklu. Þauleika í Nemendahljómsveit Tónlistarskólans á morgun. Ungi fiðluleikarinn er víst sá yngsti í hljómsveitinni, Haim er 10 ára og heitir Siguður Jónsson. Sá elzti er á sextugsaldri. „Ástir í sóttkví“ Nýtt leikhús frumsýndi í sl. viku gamanleikinn „Ástir í sóttkví“ eftir Harald Brooke og Kay Brennan. Leikstjóri er FIosi Ólafsson. Fjórar sýningar hafa þegar farið, fram fyrir fullu húsi og við fagnaðarlæti áhorf- enda. Leikur þessi er annað verkefni Nýs leikhúss, en hið fyrsta var „Rjúkandi ráð“ eftir Pír Ó. Man með músik eftir Jón Múla Árnason. Sá leikur var sýndur yfir 50 sinnum. — Myndin að ofan er úr „Ástum Sammarkaðslöndin 6 * V.- Evrópu juku framleiðslu sína um 14 af hundraði árið sem leið. í sóttkví“, leikendur taldir frá vinstri: Nína Sveinsdóttir, Elín Ingvarsdóttir, Baldur Hólm- geirsson, Jón Kjartansson og Jakob Möller. Ákveðið hefur verið að efna til ráðstefnu flokksráðs Sjálf- stæðisflokksins og formamia allra Sjálfstæðisfélaga dagana 10. og 11. júní n. k. í Reykja- vík. A ráðstefnu þessari verður rætt stjórnmálaviðhorfið al- Fuilkomnasta orgel landsins. I smíðum fyrir Matthías- arkirkju á Akureyri. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri I fyrradag kallaði sóknar- nefnd Akureyrar blaðamenn á sinn fund og skýrði frá undir- búningi að orgelkaupum fyrir Akureyrarkirkju. Einnig mætti orgelsjóðs- nefnd og séra Pétur Sigurgeirs- son sóknarprestur. Skýrt var frá því að verið væri að smíða fullkomnasta kirkjuorgel, sem smiðað mun hafa verið fyrir íslenzka kirkju. Er það 43 radda og smíðað í Þýzkalandi. Áætlað er að orgelið verði tilbúið n.k. haust. Heyrst hefur að það muni kosta um einá milljón króna og mun allmikið skorta á að nægilegt fé sé fyrir hendi til kaupanna, þótt tals- verðu hafi verið safnað. Er sóknarnefnd og sjóðsnefnd nú að athuga mögulegar fjár- öflunarleiðir til orgelkaupanna. ★ í alþjóðavörusýningunni í New York taka 65 þjóðir þátt. Sýningin er til að kynna í Bandaríkjunuin fjölbreytileik erlendraar framleiðslu. mennt og ennfremur skipulags- mál flokksins. Til ráðstefnunnar eru boðað- ir allir flokksráðsmenn og for- menn allra Sjálfstæðisfélaga, fulltrúarráða, héraðssambanda, fjórðungssambanda og lands- samtaka innan flokksins. Flokksráðs- og formannaráðstefna Sjáífstæðisflokksins. FIMMTUGASTA ÍSLANDSGLÍMAN Teksf Árm. J. Láruss. að sigra í afmælisglímunni — Hann hefur sigrað í keppni um Grettisbeltið sjö sinnum - Fimmtugasta Íslandsglíman verður háð að Hálogalandi kl. 5 á morgun sunnudag 8. maí Geir Hallgrímsson, borgarstjóri setur mótið. Keppendur verða 12 frá 3 fé- lögum: Glímufélaginu Ár- manni, Ungmennafélagi Reykja víkur Sambyggð Árnessýslu. Meðal keppændanna eru marg ir beztu glímumenn okkar. Ber þar að nefna beltishafann Ár- mann J. Lárusson og efnilega glímumenn úr Ármanni og UMFR auk Ármanns J. Lárus- sonar, Kristján Heimi — bróður hans, Hilmar Bjarnarson og Guðmund Jónsson. Úr: UMF Sambyggð er einn kappandi, Guðmundur Steindórsson. Kristján Heimir hefur oft, verið næstur Ármanni í keppn,i og mun eftirvænting hjá mörg- um að sjá hvor bræðranna hef- ur betur að þessu sinni, en þeir eru líklegastir sigurvegarar, en í flokki Ármenninga eru líka hættulegir keppinautar, svo að hyggilegast er að spá engu um úrslitin. Ármann hefur sigrað 7 sinn- um í þessari keppni og þar af sex sinnum í röð. Til íslandsglímunnar var stofnað á Akureyri árið 1906 af Glímufélaginu Gretti og þá var Grettisbeltið — nú tíðkast kall- að íslandsbeltið — og enn er keppt um, búið til. Var keppt um.-.það í fyrsta skipti 20. á- gúst ofannefnt ár og varð Ol- ur V. Davíðsson sigurvegari. Beltið er úr leðri með silfur- spennum sem á er grafin hug- mynd af Gretti og á spennunai í kringum myndina er grafið i með höfðuletri „Glímuverðlaun; íslands" ,,Grettír“. Um beltiðí hefur verið keppt á hverju ári nema stríðsárin 1914—’18 að báðum árum meðtöldum_ Eftir hverja keppni á að láta silfur- skjöld á beltið með nafni sigur- vegarans. Þessir menn hafa unnið Grett isbeltið: Ólafur Valdimarsson (Ó. V.Davíðsson) Jóhannes Jós- efsson. Guðmundur Stefánsson, Sigurjón Pétursson, Tryggvi Gunnarsson, Hermann Jónas- son, Sigurður Greipsson, Þor- geir Jónsson, Sigurður Gr. Thor arensen, Lárus Salomonsson, Skúli Þorleifsson, Ingimundur Guðmundsson, Kjartan Berg- mann Guðjónsson, Kristmund- ur Jóhann Sigurðsson, Guð- : mundur Ágústsson, Guðmund- ur Guðmundsson, Rúnar Guð- j mundsson, Ármann J. Lárus- I son.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.