Vísir - 19.05.1960, Blaðsíða 7

Vísir - 19.05.1960, Blaðsíða 7
Fimmtudaginn 19. maí 1960 VlSIR 7 fí'Jary SurcLeK: MILLI TVfCUA Xbtarsaga ELDA 53 hikaði en átti erfitt með að neita og settist bljúg við hliðina á honum. Hann skellti aftur hurðinni. — Ertu að fara eitthvað ákveðið? spurði hann. — Nei. Hún hristi höfuðið. — Á ég þá að aka eitthvað út í bláinn? — Já, þökk fyrir. — En þá verður þú að hætta að gráta. Þao er ekki vís* að þú hafir gert þér það ljóst ennþá, en hann er ekki verður þess. — Hann? sagði Madeline og sem snöggvast leið skugginn af Morton hjá í endurminningu hennar. — Þú heldur þó varla að ég sé að gráta út af Morton? sagði hún reið. Hann leit forviða á hana. — Ég — ég hélt það. Ég hélt að þú værir að koma af þessum áríðandi fundi hans. — Jú, ég var að koma þaðan. En það var ekkert. Hann er lausagopi, eins og þú hefur alltaf sagt. Töfrandi mömmudrengur. Hann fer til London á fimmtudaginn, bætti hún við og gleymdi að Lanyon vissi það áður. — Það skiptir engu máli. Þessi síðustu orð gerðu þeim báðum ljóst, að Morton var þeim einskis virði. Svo varð einkennileg þögn. Ioks sagði Lanyon og hafði auð- heyrilega yfirvegað orð sín vel: — En hvers vegna varstu þá að gráta þegar ég hitti þig, Madeline? Ekkert svar. — Vonbrigði yfir lífinu í heild sinni? spurði hann með ofur- litlum gamanhreim. Það var þessi gamanvottur, sem reið baggamuninn hjá henni, með því að vekja afbrýðina frá deginum áður. — Nei, hrappurinn þinn, sagði hún gröm. Það.varst þú — í gær — sem sagðir að ég mætti ekki valda þér vonbrigðum — notaðir þér samúð mína — komst mér til að rifast við Morton — og fórst svo með mig eins og svæfil þarna í aftursætinu. Ef þér líst vel á Clarissu.... — Mér líst alls ekki vel á Clarissu, sagði hann og stöðvaði bílinn i fáfarinni hliðargötu. — Ég kæri rnig ekki meira um Clarissu en þú þig um þennan óþolandi dandaladreng, Morton Sanders. Það ert þú sem ég elska, og það hef ég gert siðan þú komst i öngum þínum í skrifstofuna til að biðja mig hjálpar gegn ungfrú Arlingley, Ég.... — Dr. Lanyon! hrópaði hún, hendúr hennar hnigu niður á hnén og hún starði á hann, sár og sæl af hamingjii. — Ég heiti Nat, sagði hann og faðmaði hana að sér og kyssti hvern blett á andlitinu á henni. — Ég trúi þessu ekki! Ég trúi þessu ekki! Hún hjúfraði sig að honum og svaraði kossum hans hlæjandi og tárfellandi. — Það getur ekki verið svo langt siðan. Hvers vegna léstu þá sem þú værir hræddur við að vera einn með Clarissu og við tilfinningar þínar gagnvart henni úr því að þú segist hafa verið hrifinn af mér löngu áður? — Hvemig gat ég fengið tækifæri til að vera ott með þér, með öðru móti, svaraði hann glaðlega. En hvað gerðir þú svo, þegar þú varst með mér? sagði hún ávítandi. Þú leist ekki á mig í allri ferðinni síðdegis í gær. Tal- aðir eingöngu við Clarissu, síhlæjandi. — Gat ég gert annað þá, úr því að eg vissi að þú áttir að tala til úrslita við Morton í kvöld, og hann ætlaði að segja þér eitt- hvað, sem drægi úr söknuðinum. — Æ, ég gleymdi þvi alveg. Hún hallaði sér að honum, svo ósegjanlega örugg i návist hans, en nú datt henni allt í einu nokkuð í hug, sem gerði hana áhyggjufulla. — Nat — þú veist að hann skiptir engu máli núna, er það ekki? — Jú, ég þóttist skilja það. — Ég meina — þú heldur vonandi ekki að ég hafi flúið til þín út af vonbrigðum yfir honum, til að leita huggunar? — Já, ef þú lofar mér því að láta þér aldrei detta í hug að ég hafi valið þig mér til huggunar og sem uppbót fyrir hana Clarissu, svaraði hann og brosti. — En segðu mér nú, — hvar og hvenær uppgötvaðir þú, að þú varst ástfangin í mér? — Núna fyrir klukkutíma, þegar Morton bar það á mig. — Gerði Morton það? Var það hann sem gat komið orðum að tilfinningum þínum? — Já. — Jæja, hann er kannske ekki eins vitlaus og maður skyldi halda, greyið, sagði Lanyon og brosti út undir eyru. — Við skulum hugsa hlýlega til hans — ef við þurfum að hugsa til hans á annað borð. Madeline hló og þrýsti sér feimnislega að honum. — Nat — ég vona að Clarissa verði ekki sár og vonsvikin. Þú skilur.... — Clarissu er alveg sama um þetta, sagði har.n hiklaust. — að öðru leyti en því — hann brosti við tilhugsunina — ég hugsa að hún vilji gjarna eiga mig fyrir mág. Madeline varð þögul er hún gerði sér þetta atriði fyllilega ljóst. Svo sagði hún: — Ég hugsa að Clarissa hirði ekki mikið um að eiga mága. — Ég held að hún hirði ekki mikið urn nokkurn skapaðan hlut, eins og stendur, annað en það, að nú er Gerald kominn til hennar. — Gerald! Madeline rétti úr sér í sætinu og starði agndofa á hann. Sagðirðu Gerald? Hvað áttu við? — Vissirðu það ekki? Nei, það er skiljanlegt. Hann er líklega! alveg nýkominn. — Ég leit inn í gistihúsið í áðan, ef ske kynni að ég frétti eitthvað af einu persónunni í fjölskyldunni, sem mér er ekki sama um. Hann strauk laust kinnina á henni. — Gerald hafði komið fljúgandi, og að því er mér skildist hafði hann komist að þeirri niðurstöðu, að hann gæti ekki verið Clarissulaus lengur. Þú átt við....? Segirðu að þau séu orðin sátt aftur? Unaðsleg hamingjukennd streymdi um hana alla. — Já, ég gat að minnsta kosti ekki betur séð. Nat brosti. — Ég flutti mínar allra beztu árnaðaróskir, í'annst mér vera óendanlega ofaukið þarna og þótti réttast að draga mig í hlé. Ég ók hægt heim á leið, þangað til ég kom auga á þig, skælandi upp við luktarstólpa. — Nat! Það er naumast þú lýsir mér fallega! Og athugaðu nú vel: — Hverjum var það að kenna að ég var að gráta? Hann faðmaði hana að sér aftur og horfði á hana með þeirri öruggu festu í augunum, sem oili því, að allir þorðu að trúa honum fyrir lífi sinu. — Þú skalt aldrei gráta einu einasta tári framar út af mér, sagði hann hljóðlega, — þangað til dauðinn skilur okkur. Og Madeline kyssti hann langan, innilegan sæiukoss, og nú fann hún, að einmitt þetta hafði hana langað til að gera — lengi. — ENDIR. — / KVÖLDVÖKUNNI Styrktarfél. van- gefinna þakkar. Bazarnefnd Styrktarfélags vangefinna þakkar af alhug öllum þeim, sem með rausnar- legum gjöfum og óþreytandi starfi hjáipuðust að við að gera hinn fyrsta „Bazar“ og kaffi- sölu félagsins svo myndarlega úr garði. Ekki siður þökkum við öllum þeim, sem með komu sinni í Skátaheimilið sunnu- daginn 8. mai sl. sýndu starf- semi félagsins skjJning og vel- vild. Breti kynnir sér eldflaugar. Watkinson landvarnaráð- herra Bretlands fer til Banda- ríkjanna og Kanada eftir nokkra daga. Hann er væntanlegur til Ott- awa 28. maí. Sagt er að Watkin- son muni í þessari ferð kynna sér nýjustu eldflaugar Banda- ríkjanna. Deilt er stöðugt mikið um ! eidflaugar á Bretlandi. R. Burroughs TARZAIM 3261 , ...TViE AVE-á\KM MCPEI7 TO CONrlP/A US BEL'.EF TWAT VIEKEE BLA.MC VVAS INl- VOLVEC7 |M THE WAR PLAMS OF THb MATIVES. Tarzan vildi fá staðfest- ingu á því að Pierre Blanc stðð á bak við uppreist svert- V4E QUIOCLV EMTEREI? THE BATISTE HOSPITAL ANP FOUMÞ THAT THE PLACE UN7 BEEN VACATEP— i.íj.f ingjanna. Hann hljóp til sjúkrahús3ins og sá að húsið var vfirgefið en þar var þó einn maður, Pierre sem kail- aði með veikum mætti á hjálp. „í hvert skipti, sem þú sércí fallega stúlku, gleymir þú þvi að þú ert kvæntur,“ sagði hún. „Nei, þá minnist eg þess.“ ★ — Hefi eg ekki séð andlit yðW ar á einhverjum stað áður? — Það er aðeins eitt svar vieg þessu: Nei, það hefur alltaf ver- ið á þessum sama stað, hingaðj til. ★ Listamaður sagði við gamlarj fjallamann: „Mig langar til að mála yður* Þér fáið fimm dali fyrir vikið.*4 Sá gamli hikaði. ( „Þér hafið aldrei unnið yðut! inn fimm dali með auðveldarai móti,“ sagði málarinn ennfrem«i ur og lagði að honum. i: „Það er ekki það,“ sagðl gamli maðuirnn. „Eg var bara( að hugsa um það hvernig eg ætti að ná málningunni af skrokknum á mér aftur.“ j * í Ný stúlka var hjá fn3 Brown. Dr. Brown, sem hafðl lækningastofu sína niðri í ba?, var kominn heim með rósir 3 annan-i hendi og böggla af gjöfum í hinni. \ „Eg er með fullar hendur,4® sagði hann við nýju stúlkuna, varð að halla mér á dyrabjöjl- una. Vilduð þér gera svo vel að færa frú Brown þessi blóní og segja henni að eg sé kom» inn.“ ji „Ykkur er betra að hafai hraðann á,“ sagði stúlkan að» varandi. „Hún á von á gamlai manninum á hverri stundu.“ f ★ ¥ Það fór hrollur um Sviss. Þa9 frét.tist nefnilega að barón Ed- mond de Rotschild, sem er einU i fjölskyldunni de Rotschild, Og einn af þeim ríkustu þar —* hann býr í Pregny við Genf —« hefði fækkað í húshaldi sínU og boðað sparnað þar. Gat það virkilega hugsast, að! Rotschild auðurinn væir a<8 þverra? II Nei, sem betur fer er ekkl svo. Það var nokkuð annað a?8 baki. Edmond barón er góðuc Zionista og hann var að endal við að setja hálfan milljarð i nýtt olíufyrirtæki í ísrael —* og hann getur ekki búizt við því, að peningarnir færi hon- um arð fyrstu árin. Þess vegnal þarf hann að spara! |i ★ í Betty kona Georgs UmerS' lifir yfirleitt mjög kyrlátu lifi, en nú hefir hann beðið hanat að taka við hlutverki í sýningi* sem hann ætlar að hafa á fjöl« leikahúsinu Alhambra í París. Og þar kemur Betty fram með- eldra.utt hár. — Georg Ulmeí leikur eiginmann hennar, —• hún kokkálar hann og hanrt. drepur hana. „Hún á að þroska leikara- hæfileika sína,“ segir hann. „Þér megið reiða yður á, að eg verð að sleppa mér alveg í hlutverkinu til þess að geta drepið mína elskuðu Betty.“ Hún kemur bará inn íVs mínútu, svo getur hún á hverju kvöldi byrjað lífið af nýju sem hin trygga eiginkona. 4

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.