Vísir - 28.02.1961, Blaðsíða 9

Vísir - 28.02.1961, Blaðsíða 9
ÞrjLðj udaginn t28. ■ febriiar-,19ðl *» V.t S1 K IV X A R \ EFTIP VERUS ☆☆☆ kjagan af Edwin H. Land og myndavélinni Kasfaði komi sinni í á. Oéonsmál úr l^or^i&r-EHúEasýslu. í septembermánuði 1854 var stúlka nokkur, Guðrún Mikaels- dóttir að nafni, dæmd fyrir aukarétti í Norður-Múlasýslu í 3 ára frelsistjón í betrunarhúsi fyrir aS bera út andvana og ófuUburða bam sitt. í dómsskjölum frá þessum tíma segir svo: „í máli þessu sannaðist það um hina ákærðu vinnukonu, Guðrúnu Mikaelsdóttur, að eft- ir að hún, svona ógift, hafði áður verið orðin legorðsssek að fjórum barneignum, sitt með hverjum, var hún í fyrravetur orðin vanfær í fimmta sinn. Komu þá, eins og hún sjálf hef- ur borið, hastarlega yfir hana fæðingarhríðarnar, í 3. viku góu, frammi við hlóðirnar, þar sem hún er við eldhússtörf, og datt frá henni barnið með fylgj- unni á gólfið. Tók hún þá barn- -ið upp, sá að það var meybarn og andvana, og bar það út og snaraði því út í á, án þess að neinn yrði var við. Um öll þessi atriði var samt! hin ákærða ein til frásagnar, og eins um það, að hún hefði ekkert lífsmark fundið með fóstrinu 3 eða 4 dagana næstu á undan fæðingunni. Barnið fannst aldrei síðan, en það próf- j aðist síðar, að það hefði vant-1 að 7—10 vikur upp á að vera : fullburða, og staðfestist þetta meðfram fyrir framburð barns-1 föðurins. Hin ákærða varð ennfremur uppvís að því, að hún hefði Rak til hafs á ísjaka. Fyrir rúmri öld rak mann norðan af Skagaströnd til hafs á hafísjaka og spuröist aldrei til hans meir. Blaðið „Norðri“ á Akureyri ’segir svo um þennan atburð: Áttunda dag marzmánaðar (1855), þá hafísinn lejrsti aftur frá útkjálkum landsins, hafði Jón nokkur Bergsson frá Hvals- nesi á Skaga, verið ásamt fleir-j um við hákarlaveiði, upp um is austur af Skaganum, hálfa til heila mílu frá landi, og seinast verið að flutningi á veiði eða veiðarfærum. En þá tók ísinn sundur, svo að Jón komst ekki til lands aftur,og varð heldur ekki bjarg- að vegna ofveðurs og ísreks. Sást hann þó meðan ljóst var af degi og seinast í kiki, hlaupa aftur og fram um ísinn, til þess að ná landi, en fékk hvergi að gert. Hundur hafði fylgt hon- um, sem sex dægrum seinna hafði komið á land upp að Vik- um á Skaga. En til Jóns hef- ur ekkert spurzt síðan. Hann hafði verið lítt klæddur. Það er haldið, að hann varla muni hafa getað lengi lifað á ísnum, sem rak til hafs, þar hvassviðr- in og heljurnar fóru þá aftur í hönd.“ I hlaðið framan á sig fötum eft- ir fæðinguna, svo að síður yrði tekið eftir því að hún væri orð- in léttari. Að vísu bar hún fyr- ir, að hún hefði meðfram gert það til að verja sig kulda, og einnig sannaðist það upp á hana, að hún hefði borið á móti því um meðgöngutímann, að hún væri vanfær. ( i Hin sakfellda skaut héraðs- dóminum til yfirdóms, þar sem refsingin var milduð og breytt í 27 vandarhögg og jafnframt svo ákveðið, að hún skyldi vera undir sérdeilislegri gæzlu lög- reglustjórnarinnar um 2 ár.“ Brann Inni við að bjarga skepnum. Um miðjan desember árið 1854 brann inni kona. á Múla í Þingeyjarsýslu, er hún ætlaði sér að bjarga skepnum út úr eldsvoða. Frá Þessu segir í Þjóðólfi 27. janúar 1855 svolátandi: „Aðfaranóttina 16. fyrra mánaðar brann bærirf að prests- setrinu Múla í Þingeyjarsýslu að miklu. Mestöllum innan- stokksmunum prestsins, síra Skúla Tómassonar, var bjarg- að, en þar í móti brann upp mestallt það, sem aðstoðar- prestur hans, síra Benedikt Kristjánsson, átti þar innan húsa. Allt fólkið komst af óskadd- að, nema einn kvenmaður, sem þó var áður út komin, en hún fór inn aftur til að fá bjarg- að hrút og trippi, er í bænum var, og beið svo bana.“ Voðaskot á Álftanesi. í eftirfarandi frétt, sem birt- ist í 8.—9. tbl. Þjóðólfs 1855 segir frá voðaskoti, sem átti sér j stað á Álftanesi um miðjan jan- úar það sama ár. Þar segir: „Þann 16. þ. m. kom yngis- maður Þorlákur Jónsson, sem næstliðið ár var skipstjóri fyrir fiskijakt hér syðra, innan úr Hafnarfirði sjóveg með ýms- an flutning, er séra Snorri Norðfjörð átti í Sviðsholti, og lentu á Álftanesi. Þeir fóru báð- ir út sínu hvoru megin báts- ins, seildust með fæturna á fjörusteina til að vaða ekki, og studdu svo bátinn, því þeir væntu sér aðstoðar til að setja. En á meðan seildist Þorlákur annarri hendi til byssu, sem var hlaðin innanborðs með „knallhettu“ á, tók um hólk-j inn og ætlaði að draga hana I að sér, en lásinn hefur þá strok- j izt með, eða rekizt í, því byss- an hljóp af. Séra Snorri sá manninn standa eftir sem áður, og Framh. á 8. síðu. 1) Edwin H. Land er einn fremsti vísindamaður Baiida- ríkjanna á sviði sjón- og ljós- myndatækni. Það var hann, sem fann upp Polaroid myndavél- ina 1947, sem olli byltingu í ljósmyndatækni, en vélin skil- ar tilbúinni mynd innan einnar mínútu. Nýjustu uppgötvanir Lands benda til þess að vísinda- menn allt síðan á dögum Sir Isak Newtons, sem uppi var á 17. öld, hafi látið blekkjast af því hvernig augu þeirra sjá liti.--------Edwin Land fædd- ist í Bridgeport, Connecticut 1909. Hann gekk þar í gagn- fræðaskóla og síðar Norwich báskólann. Hann var iðinn við nám og framsýnn, enda hafði hann þegar á unga aldri fengið áhuga fyrir vísindiun. Þegar haim innritaði^t í Harvard háskólann í Cambridge 1926, hafði hann samt ekki ákveðið hvaða grein vísinda hann mmidi taka sér fyrir hendur. ---------Kvöld eitt árið 1926, er hann var staddur í New York í fríi, blinduðu bílljós liann. Hvers vegna ekki, hugs* aði hann, að framleiða sigti, sem mundi breyta eða polarí- sera stefnu ljósgeislanna frá bílljósunum, og gera akstur með ljósum þannig öruggari? Hann fékk þegar áhuga fyrir málinu og tók strax til að vinna að því. 2) Land fékk geysimikinn áhuga fyrir þessari hugmynd og fékk frí frá Harvard til að framkvæma nákvæmar rann- sóknir. Hann fluttist til New York og stundaði þar undir- búningsrannsóknir í 8—10 tíma á dag 1 bókasöfnum borgarinn- ar, og las þar allt, sem hann gat fundið um stefnubreytingu ljóss og hvernig hægt væri að framkvæma hana.-----------Til þess að auðvelda honiun rann- sóknirnar var honum veitt að- staða til að nota efnafræðirann- sóknarstofu í Kolumbía há- skólanum. Þar vann hann á nóttunni við tilraunir sínar. Hann vann nú 18 stundir á hverjum sólarhring eða lengur, og gekk vel.--------Loks, árið 1928, þegar Land var 19 ára gamall, tókst honum að fram- leiða fyrsta efnið, sem breytti 'stefnu ljósgeislanna, Hann fékk jeinkaleyfi á þessari framleiðslu aðferð og efninu, en liélt síðan áfram við að endurbæta hvoru- tveggja. Gamli skólinn hans, Harvard, heyrði um þennan árangur rannsókna hans og bauð honum að nota stóra og fullkomna rannsóknarstofu. Land tók þessu boði með þökk- um. 3) Nokkru eftir að Land Iauk athugun á fyrsta efninu, sem breytti ljósstefnumii, giftist hann Melen Maislen. Hún að- stoðaði liann mjög mikið við störf hans á rannsóknarstof- unni í Haiward. Síðan hætti frú Land rannsóknarstörfum sínum og helgaði sig uppeldi tveg’gja dætra þeirra, Jennifer og Valerie,-------Uppfinning Lands á polaroid-efninu reynd- ist ekki liagkvæm til notkun- ar við bílljós, eins og hann hafði upprunalega vonast til, en var fyrst notað í sólgler- augu við Ijósmyndun. Til þess að hann gæti haldið rann- sóknum sínum áfram við að framleiða ný efni, stofnaði hann Polaroíd fyrirtækið og safnaði til þess fé hjá einstak- lingum.----------Land reyndi stanzlaust að endurbæta þær vörur, sem hann þegar hafði fundið upp og jafnframt að finna upp nýtt. Sala Polaroid sólgleraugna og ljósmyndafílt« era jókst töluvert og síðan kom á markaðinn leslampi, sem gaf frá sér skæra, blindandi birtu. Land fann einnig upp aðferð til að sýna þrívíddarkvikmyndir, með því að horfa á þær í gegn« mn sérstök gleraugu. fil ' (Niðurl.) ;

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.