Vísir - 17.06.1961, Blaðsíða 16

Vísir - 17.06.1961, Blaðsíða 16
Laugardaginn 17.júní1961 Lengstur og dýpstur allra Vestfjarða, þegar undan er skilið hið mikla ísafjarðardjúp, er Arn- arfjörður. Arnarfjörður ber í ýmsu annan svip en aðrir Vest- firðir. Fjöllin við utanverð- an fjörðinn standa gneyp með svipmiklum bursta- þiljum, hömrum girtum, er ganga í sjó fram. Undirlendi er þar yfirleitt lítið nema helzt í dalskvompum sem ganga inn á milli þessara ferlegu hamrabursta. Kunn- astir þeirra dala eru Ketil- dalir við sunnanverðan fjörðinn. Þegar innar eftir firðinum dregur breyta fjöllin nokkuð um svip, þau eru ekki jafn sæbrött, og yglibrúnir þeirra ekki jafn stórbrotnar og þungar. Innst inni S fjarð- arbotninum vekur athygli manns hvít rák sem sker fjallsbrúnina þvera, frá' efstu brún og niður á jafn- sléttu. Þetta er FjaUfoss í Dynjandi, einn hinn fuiðu- f legasti og fríðasti foss sem til er á öllu íslandi. Breiðir áin sig þar yfir breitt hamra- þilið og fellur stall af stalli í hvítfyssandi flaum og úða allt niður undir jafnsléttu. Alllangt utar og norðan fjarðarins rís fagurt og svip- mikið fjall. Ánarmúli heitir það. Undir því stendur reisu- legt býli með lítilli kirkju. Heiti þess býlis verður ó- dauðlegt meðan íslenzk tunga er töluð og saga lands og þjóðar skráð, því þar er Jón Sigurðsson fæddur. — Þetta er Eyri við Arnarfjörð, sem við nú köllum Rafns- eyri. Rafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstaður Jóns Sig- urðssonar, hét fyrst Eyri, seinna breytist nafngiftin í Hrafnseyri eftir Hrafni Sveinbjarnarsyni, en síðari kynslóðir hafa breytt því í Rafnseyri, og undir þvi nafni gengur jörðin almennt nú. j Landnáma skýrir svo frá að Ánrauðsfeldur, sonur Grímo loðinkinna úr Hrafn- istu hafi vegna missætti við Harald konung hárfagra flú- ið land, farið fyrst í vestur- víking, en síðan haldið' til íslands. Kom hann að Jandi i Arnarfirði og gerði bú að Eyri. Þar þótti Grelöðu konu hans hunangsilmur úr grasi. Talið er að enn sjáist tóttir þar sem bær þessara fyrstu á- búenda Eyrar hafi staðið. Þannig er fyrsti bóndinn á Eyri höfðingjaættar og kvæntur jarlsdóttui en semna varð Eyri mann fram af manni bústaður mikils- menna, ættstóra manna og höfðingja. — Frægust varð Eyri í tíð Hrafns Svein- bjarnarsonar, eins hins mesta höfðingja á íslandi á sinni tíð, spakviturs manns og mikilhæfs, lögfróðs í bezta lagi og einstaks lækn- is. Er Hrafn talinn hafa ver- ið mestur læknir allra ís- lendinga á þjóðveldistímun- um og raunar borið hæst norrænna lækna í fornum sið. Hann var flestum ís- lendingum víðförulli og í héraðsmálum var hann at- kvæðamikill höfðingi. En þau urðu örlög Hrafns Sveinbjarnarsonar — svo sem kunn eru — að Þorvald- ur Vatnsfirðingur frændi hans og fyrrum skjólstæð- ingur lét vega að honum þar sem Hrafn var varnarlaus fyrir og þótti það níðings- verk. Þessi atburður hafði óspektir, illdeilur og mann- víg í för með sér, sem varð viðamikill þáttur í óöld Sturlungaaldarinnar og dró þungan dilk á eftir sér. Kom Eyri í Arnarfirði þar oft við sögu. Meðal annars tók Þórður kakali þar við búi um hríð og seinna Hrafn Oddsson sem herraður var af Noregskonungi og seinna gerður að hirðstjóra yfir öllu íslandi. Það er ætlun manna að kirkja hafi verið fyrst byggð á Eyri á 11. öld og kirkja er þar örugglega snemma á 12. öld. Fyrsti prestvígður maður sem sög- ur fara af á Eyri er Markús Sveinbjörnsson, hraustmenni mikið og frægur fyrir krafta. En síðan um eða jafnvel fyrir aldamótin 1500 hefur Eyri í Arnarfirði verið prest- setur og svo er enn. Hafa ■búið þar ýmsir merkir prest- ar bæði fyrr og síðar, en ekki unnt að rekja sögu þeirra hér. Þess skal aðeins getið að árið 1802 varð aðstoðar- prestur að Eyri maður sá sem Sigurður hét Jónsson, fæddur að Stað á Snæfjalla- strönd. Sigurður prestur var lærdómsmaður mikill og var m. a. kunnur fyrir það að halda einskonar skóla fyrir verðandi menntamenn. — Hann var og atorku- og dugnaðarmaður, stundaði sjálfur sjóróðra á vorin og þótti sjómaður góður og aflasæll. Hann var að heim- an við sjóróður þegar hrað- boði var sendur til hans þann 17. júní. 1811 með þau gleðitíðindi að honum væri sonur ifæddur. Með þeirri sonarfæðingu er blað brotið í sögu íslendinga og frelsis- baráttu þeirra. Sonurinn var Jón Sigurðsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.