Vísir - 23.06.1961, Blaðsíða 15

Vísir - 23.06.1961, Blaðsíða 15
Föstudagur 23. júní 1961 V ! S I R 15 persónurnar í tilveru hans. Eruð þér ekki sammála? Ég stóðst þá freistingu að reyna hvemig hún mundi bregðast við, ef ég færi for- málalaust að kalla hana Rose- mary. Og þá kom Adam. Hann afsakaði að hafa gert mér ó- næði, þakkaði mér hæversk- lega, sá um að ég fengi glas og bað mig um að fá mér bíl á firmans kostnað þegar ég færi heim. Auðvitað var það ekki nema í hugsanum sem ég kall- aði hann Adam, þó að hann væri fyrir löngu hættur að kalla mig ungfrú Stephens. Ég man vel daginn sem hann réð mig. Firmað Brett & Fairlie var eitt af fomstufyrirtækjunum í raftækja-iðnaði. Einkaritari Bretts hafði einn góðan veð- urdag komið með ungan mann með sér, og sagðist ætla að giftast honum. Ég var ein þieirra mörgu, sem sóttu um stöðuna, og nú átti ég að ganga fyrir höfuðpaur- inn. — Ég krefst ekki mikils, hafðL.hann sagt. — Ég þarf manneskju sem hefur greind og framtak, sem er betri í réttritun en ég og getur log- ið fyrir mína hönd, ef með þarf. Það er kostur ef við- komandi getur pikkað á rit- vél, að ég nú ekki tali um að það væri ágætt ef hún gæti lesið það sem hún hraðritar. Svo leit hann á mig og 2 sagði: — Mér sýnist þér vera af- ar ung? Ég barðist við hræðsluna og svaraði, að það væri galli, sem tíminn mundi ráða bót á, og hann hleypti brúnum og sagði þurrlega: — Mér sýnist þér hafa möguleika. Eigum við að segja einn mán- uð til reynslu, og sjá hvernig gengur ? Nú eru sex ár síðan. Meðan ég sat og var að hugleiða þetta, tók ég eftir að hurðin að skrifstofu Adams féll ekki alveg að stöfum og að ég gat heyrt það sem talað var inni. — Það er ekki nema þrjár vikur að ræða, sagði Gilbert Slade ákafur, þá er ég kominn á réttan kjöl aftur .. — Ekki fyrir peningana mína, svaraði Adam með þjósti. — Hvað hefurðu gert ? Leigt íbúðir, sem ekki eru til, og stungið fyrirframgreiðsl- unni í vasann? Þetta væru fjársvik af versta tagi, hugsaði ég með mér. Adam hafði útvegað frænda sínum atvinnu hjá húsamiðlara í West End, eft- ir að hann hafði orðið að segja honum upp starfinu, sem hann hafði hjá Brett & Fairlie. — Því miður, Gilbert, en þú eyðir bæði þínum tíma og mínum til ónýtis. Mér finnst ég hafa gert eins mikið fyrir þig og hægt er að krefjast af ættingja, og meira en það. — En heyrðu nú, Adam .. . Ég verð að f á þessa peninga! Nú var röddin orðin- klökk. — Ég segi að ég verð að fá þá. Ég get ekki leitað til neins annars manns, ég hef engan . .. — Þú mátt ekki búast við að ég verði upp með mér af því. Þú verður að afsaka mig, en ég neyðist til að biðja þig um að fara. — Og svo segir fólk að blóð sé þykkara en vatn! Þitt er svo þykkt að það mundi ekki drjúpa þó maður skæri þig á háls! Reyndu bara, og sann- aðu til að ég hef rétt fyrir mér! Ég stóð upp og heyrði hann segja: — Og ég geri ráð fyr- ir að þú ímyndir þér að ung- frú Rosemary Cope-Smith giftist þér vegna bláu augn- anna í þér. Aumingja auðtrúa bjálfinn! Ég lokaði dyrunum hægt. Þegar ég fór inn til hans skömmu síðar, með tölurnar sem hann þurfti að fá fyrir fundinn með Selwyn Locke, var skrifstofan tóm. Á þessum sex árum hafði ég eignast tryggan tilbeið- anda. Að minnsta kosti héldu flestir að við værum harðtrú- lofuð, en það var sjaldgæft SKYTTURNAR ÞRJÁR 15 Og eftir allt saman heppnaðist de Treville að lýsa hinum algjöra sigri skyttuliðanna yfir hirðmönn- um kardinálans, að konungurinn lét sannfærast um að hirðmenn- irnir hefðu átt sökina og hefðu þvi aðeins fengið verðskuldaða útreið. Til allrar óhamingju tók d’Artagnan aftur þátt i ólöglegu einvígi, sem þarfnaðist nýrrar kurteislegrar útskýringar af hálfu de Trevilie. Við það kallaði konungurinn d’Artagnan á sinn fund, hrósaði hinum unga manni og gaf honum að lokum 24 gull- peninga fyrir hreysti hans og tryggð. Á þessum timum var það ekki niðurlægjandi fyrir aðalsmann að taka við peningum. D’Artagnan skipti peningunum milli féiaga sinna og farið eftir þeirrn ráð- um: Borða góðan mat, fá sér fal- lega stúlku og tryggan þjón. Hann réði sér strax mann að nafni Planchet, sem laðaðist af pening- um húsbónda sins og dáðist að skyttuliðabúning hans. Þjónn Porthos hét Mousqueton, var frá Normandi, og þegar hús- bóndi hans ásamt vinum sinum gekk Coiumbus götuna, birtist hann alltaf í glugga, sem snéri út að götunni, og hrópaði upp: Hér bý ég. Engum var þó nokkru sinni boðið inn, og vissi þar af leiðandi ekki hvernig húsakynni voru bak við hina skrautlegu framhlið þessa húss. að okkur finndist það sjálf- um. Mike Treherne var efna- fræðingur en jafnframt lang- aði hann til að verða skáld. Það kom stundum fyrir að við töluðum saman um hitt og þetta, sem við skyldum gera þegar við værum gift, en hinsvegar töluðum við aldrei um hvenær við ætluðum að giftast. Við vorum alltaf að bíða eftir einhverju. Ýmist þurfti Mike að bíða eftir kauphækkun eða koma skáld- sögunni sinni í peninga. — Því að ég vil ekki eiga konu, sem hefur meiri tekjur en ég, sagði hann. Og þá kom fyrir að ég svaraði: — Þá er ekki annar vandinn en að ég segi upp stöðunni. En -sannast sagt gat ég ekki hugsað mér þá tilveru, sem Adam Brett væri ekki miðdepillinn í. Mike gat hlaupið illilega upp á nef sér þegar við höfð- um aftalað að hittast til að fara í kvikmyndahús eða því- líkt, og ég varð að síma til hans og segja að það gæti ekki orðið af því vegna þess að Adam þyrfti á mér að halda. — Hversvegna getur hann ekki haft ákveðinn vínnutíma, eins og annað fólk? sagði Mike þá. Og svo spannst venjulega þetta samtal upp úr því: — Mér finnst þú ættir að spyrja hann að því, sagði ég. — Ekki ræð ég skrifstofutím- anum hjá honum. HðZZf ‘Stí'rr<kC K V — Hann má gjaman vinna til klukkan þrjú á morgnana fyrir mér. En hann hefur engan rétt til að kref jast þess af þér. — Ég fæ mjög gott kaup, sagði ég hæg, — og ástæðan til þess er sú, að ég verð að vera til taks þegar þörf er á. Síðast þegar við áttum svona samtal hafði hann bætt við: — Ég skil þig ekki, Kata. Ég hélt að þú yrðir manna síðust til að sætta þig við að vera fótaþurrka annara. — Ég íhugaði þessi orð vegna þess að ég varð hissa á þeim. Fram að þessu hafði ég aldrei litið á mig sem fóta- þurrku. Vas hugsanlegt að ég væri orðin fótaþurrka? Þetta kvöld varð ég snemma laus og við gerðum okkur dagamun. Mike hafði selt smásögu fyrir sæmilega borgun og við fórum og borð- uðum á uppáhalds veitinga- staðnum okkar í Frith Street og drukkum hálfa rauðvínsflösku með, í tilefni af sögunni. — Ég hélt að þú yrðir him- inlifandi, en þú virðist ekki hafa neinn áhuga fyrir þessu, sagði Mike. — Víst varð ég glöð, væni minn, sagði ég og brosti. — Mér finnst þetta vel af sér vikið. Það fer að greiðast úr fyrir þér. Heyrðu, Mike ... Ég hafði ætlað að segja: heyrðu, Mike, nú skulum við —Auðvitað elska ég þig ennþá, getur þú ekki komið því inn í þinn heimska haus. — Auðvitað megið þér giftast dóttur minni. Hvern ta\a. p.sr við?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.