Vísir - 04.09.1961, Blaðsíða 8

Vísir - 04.09.1961, Blaðsíða 8
ÚTGEt’ANDI: BLAÐAÚTGAFAN »/JSII» Ritstjórar: Hersteinn Pólsson Gunnar G Schram. Aðstoðarritsfjóri \xel rhorsteinsson Préttastjón ari Sverrlr Þórðarson, *>orsteinn ó Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofun Laugavogi 27 Auglýsingar og afgreiðsla; Ingólfsstrœt) 3. Askriftargjold er krónur 30.00 ó mónuði - t lausasolu krónur 3.00 eintakið Slmi HóóC '5 linur). - Félaps- prentsmívjar h.f., Steindórsprent h.f., Eddo n.» V.VAV.V.V.V.W.V, •WA1 Helský á lofti. Löngum hafa Sovétríkin haldið því fram á alþjóða- vettvangi að þau væru mjög friðelskandi og berðust þjóða ötulast gegn því að til styrjaldar drægi. Vera má að þessar fullyrðingar Sovétríkjanna hafi verið teknar góðar og gildar af ýmsum, hér á landi ekki síður en annars staðar. Þeir hinir sömu hljóta að hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum nú rétt fyrir helgina, þegar Sovétríkin til- kynntu að þau myndu aftur hefja tilraunir með kjarn- orkuspreitgjur. Það þýðir með öðrum orðum að Sovét- ríkin hafa aftur hafið kjarnorkukapphlaupið, sert) stövað hafði verið um langt skeið. Hér hafa Sovétríkin tekið á sig þunga ábyrgð. I fyrsta lagi stíga þau stórt skref í vígbúnaðarkapp- hlaupinu, sem vitað er að hlýtur að enda með styrjöld, ef það fær að halda áfram. Með því að hefja aftur kjarnorkutilraunir hafa Sovétríkin því fært mannkynið allt skrefi nær hyldýpi nýrrar styrjaldar. Hitt er þó jafn alvarlegt að hér hafa Sovétríkin aftur hafið leik að eldi, sem þegar í stað getur haft ógnvænleg áhrif á þjóðir heims. Er hér átt við þau hættulegu geislunaráhrif, sem af kjarnorkutilraununum stafa. Það er löngu sannað að kjarnorkutilraunirnar auka mjög á geislavirkni andrúmsloftsins og hafa því mjög skaðleg áhrif m.a. á fóstur, jafnt manna sem dýra. Erfitt mun formælendum Sovétríkjanna reynast að réttlæta það að þau hafa aftur hafið kjarnorku- kapphlaupið. Bretar og Bandríkjamenn hafa haldið að sér höndum um allar tilraunir og því var Sovétríkjun- um alls engin hætta búin. Hvað vígstöðuna varðar að öðru leyti, þá er herafli Sovétríkjanna mun stærri en Atlantshafsbandalagsins, svo ekki verður réttlætingin fundin þar. Fordæming hlutlausu ríkjanna, sem nú sitja á ráðstefnu í Belgrad, sýnir bezt hve glæpsamleg þessi ákvörðun Sovétríkjanna er. Með henni hafa þau þyrlað upp helskýi og skugga þess leggur yfir allar þjóðir jarðar. Formælendum Sovétríkjanna hér á landi mun reynast erfiðara hér eftir að sannfæra fslendinga um friðarást stórveldis, sem magnar atómeld á jörðu. Hermann á Laugum. I ræðu þeirra sem Hermann Jónasson hélt nýlega á Laugum í Reykjadal boðar hann nýja stjórn kom- múmsta og framsóknarmanna. Hér sannast málshátt- urinn, að erfitt er að kenna gömlum hundi að sitja. Engin stjórn hefir siglt þjóðarskútunni svo gjörsam- lega í strand sem vinstri stjórnin, enginn forsætisráð- herra fallið svo fullkomlega á prófinu. Samt hrópar Hermann enn á ný á liðveizlu komm- únista! Stórt skáld og lítið af stjórnmálum. Bandaríkin hafa aldrei eignast lávarðarskáld og munu sennilega aldrei eignast neitt slíkt skáld. Andi bandarísks ljóða- skáldskapar fer djúpt og stillilega undir yfir- borði hversdagslegra viðburða en tekur ekki undir sig léttileg stökk og lætur ekki mótast af atvikunum. — Eins og Robert Frost komst að orði: „Ljóðið verður ekki fyllt áhyggjum til að vera.“ •*í T r5*J'rr!Vrrr>-> Innanríkisráðherra Bánda- ríkjanna, Stewart Uddell, hefur ritað grein þá, sem hér fer á eftir örlítið stytt. Hún er um bandaríska ljóðskáld- ið Robert Frost, eitt fremsta ljóðskáld Bandaríkjanna. gANDARÍKIN eiga kannske ekki lárviðarskáld, en þau eiga skáld sem öðrum fremur holdgar í ljóðum það, sem v,ér viljum öðru fremur hugsa oss sem okkar þjóðareðli. Þetta skáld er auðvitað Robert Frost sjálf- ur, sem á embættistökudag Bandaríkjaforseta lagði skáldblessun sína yfir John F. Kennedy Bandaríkjafor- seta og hina nýju ríkisstjórn hans. Á eftir hvarf Frost til síns vetrarheima og tók með sér hið nýlega orkta Ijóð, sem hann hafði ætlað að lesa við embættistökuna. j|RUM SAMAN hefur Frost verið á þeirri skoðun að þeir leiðtogar, sem halda um lyftistengur ríkisvaldsins John F. Kennedy Bandaríkjaforseti og Robcrt Frost ræðast við tveim dögum eftir að Kennedy vann cmbættiseið sinn og Frost las upp Ijóð sitt við það tækifæri. þarfnist þeirrar endurleys- andi innsjár, sem listamenn búa yfir. í augum hans er ljóðlistin ekkert kögur á hugsun sjáandans, heldur flæðandi ljós, sem eykur göfgi við lífið og gerir það sannlega skapandi. Skáldið á, að dómi Frosts, að vera virkur starfandi kringum þungamiðju mannlegra mál- efna: stundum getur skáld- ið lært af stjórnmálamönn- unum; mjög oft getur hann veitt þeim innsýn vegna þess, eins og Frost ritaði eitt sinn, „Most of the change we think we see in life Is due to truths being in and out of favor.“ Ég komst að raun um skoðun Robert Frosts á stjórnmálum, þegar ég dag nokkurn vorið 1959 las. í dagblaði, að eftir tveggja ára starf sem „ráðunautur“ við bandaríska þingbóka- safnið, þá hefði hann fram að færa eina umkvörtun. Hún var einstaklega lítil- fjörleg. „Til mín hefur verið leitað af einhverjum úr Hvíta húsinu og jafnvel af ýmsum úr Hæstarétti Banda ríkjanna. En til mín hefur enginn leitað frá bandaríska þinginu." Ég heimsótti hann, kynnti mig og bauð honum heim til mín til að leita hjá hon- um ráða. Mundi hann gera sér það að góðu að heim- sækja okkur hjónin eina kvöldstund? Hann hafði mikla ánægju af því, og í þrjár klukkustundir um- breytti hann sumarkvöldi í það, sem hann segir, að gott ljóð eigi að vera, „eitthvað sem hefst í gleði og lýkur í vizku.“ Frost ræddi með ákafa um skáldskap og stjórnmál og eftir því sem á kvöldið leið sáum við okk- ur öll í nýju ljósi. Skáldið, sagði hann, er leiknara en flestir stjórnmálamenn að nota hluta af tákni til að skýra heild. Notaðu tákn í skáldskap illa og þú verður óskýr og óvandaður. En kennið það stjórnmálamönn- um eins og Henry George Frh. á 10. síðu. VÍSIR Mýnudagur 4. september 1961

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.