Tölvumál - 01.01.1978, Blaðsíða 5

Tölvumál - 01.01.1978, Blaðsíða 5
TÖLVUMÁL 5 Breytingarnar ná einmitt til allra þeirra sæta sem ISO tekur frá til alþjóðlegra þarfa. Sú vinnutilhögun var jafnframt samþykkt, að broddu&u sér- hljóÖarnir verÖi geymdir sem broddur fyrst og síðan staf- urinn t.d. ^E fyrir É. Loks er föst samsvörun (sjá ISO 2021) milli sæta í ISO 7-bita kódanum og gataspjaldsins. Þannig eru tilgreindu séríslenzku sætin götuð sem hér greinir: Sæti Tákn Gataspj aldakódi 4/0 Ð 8-4 5/11 Þ 12-8-2 5/12 * 0-8-2 5/13 Æ 11-8-2 5/14 Ö 11-8-7 6/10 ð 8-1 7/11 Þ 12-0 7/12 12-11 7/13 æ 11-0 7/14 ö 11-0-1 Hafa ber í huga, að einungis er rætt um stöðlun á gögnum til upplýsingaskipta (information interchange). í til- teknu gagnavinnslukerfi meö ákveðnum hug- og vélbúnaði getur þurft að bylta og breyta kódunum hið innra á ýmsa vegu. Það er einungis þegar gögn eru send milli kerfa eða til varðveizlu að stöðlunar er þörf. TILLAGA AÐ 8-BITA EBCDIC KODUN Þess er vænzt innan tíðar, að ISO gefi út staðal um 8-bita kódann og þá jafnvel að séríslenzku stafirnir verði teknir með sem einn valkostur. Þegar þar að kemur, verðum við væntanlega að endurskoða okkar mál. EBCDIC 8-bita kódinn í IBM útgáfunni er víða notaður hér- lendis. 1 algengustu myndinni (t.d. hjá SKÝRR) hafa sér- íslenzku stafirnir Ð, Þ, Æ, Ö, Á og É verið felldir inn í kódann á tiltekinn hátt, í rauninni út frá lyklaborði gömlu gataranna. Sé nú 7-bita kódinn tekinn sem útgangspunktur þá leiðir hann til ákveðinnar staðsetningar í EBCDIC töflunni og er gataspjaldakódinn í rauninni tengiliðurinn: 7-bita sæti gefur ákveðna gataspjaldasamstæðu sem aftur gefur tiltekið sæti í EBCDIC töflunni. Mynd 3 sýnir útfærslu 7-bita kódans í EBCDIC, þ.e. sér- íslenzku táknin Ð, ð, Þ, þ, Æ, æ, Ö, ö, ', hafa verið sett í sín sæti. Sætin sem Á, Ð, É, Þ og Æ sátu í, þ.e. <, &, $, %, # losna þá og Ð færist þangað sem Ö var. Mikilsvert er í summn tilvikum, að ofangreind tákn losni undan íslenzkri ásetu. Miðað við 7-bita tillöguna væru brodduðu stafirnir allir, Á og É meðtaldir, geymdir sem broddur-stafur, t.d. '0 í stað ó. Tillagan nær með þessu til alls stafrófs nútíma íslenzku, stórra og lítilla stafa.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.