Vísir - 16.10.1961, Blaðsíða 1

Vísir - 16.10.1961, Blaðsíða 1
t VISIR 51. árg. Laugardagur 16. október 1961. — 237. tbl. Ll.U.-fundur um haustsíld í KVÖLD klukkan 8.30 verð- ur fundur haldin á vegum Landssambands íslenzkra út- vegsmanna og fjallar hann um 4 ölvaðir við akstur. Lögreglan handtók þrjá ölvaða menn að akstri síð- astliðið föstudagskvöld, en sá fjórði bættist í hópinn aðfaranótt sunnudagsins. Auk hinna ölvuðu öku- manna tók lögreglan rétt- indalausan mann við bif- reiðaakstur á laugardag- inn. Á föstudagskvöldið hafði lögreglan hendur í hári leigubílstjóra — eins af mörgum — sem hún stóð að sölu áfengis úr bifreið sinni. haiistsíldarvertíðina hér við Suðvesturlandið. Það mun vera tilgangurinn hjá forráðamönnum L. í. Ú. að kynna sér afstöðu útvegsmanna til þeirra veiða. Nú er búið að semja við Rússa og Þjóðverja um sölu Suðurlandssíldar, og síldin virðist vera að síga að, þó flestir telji, að vertíðin muni ekki hefjast að neinu ráði fyrr en í næsta mánuði. Mörg atriði varðandi síld- veiðarnar eru í lausu lofti. T. d. eru samningar við sjómenn í öllum verstöðvum við Faxa- flóa og Breiðafjörð, nema Akranes, um kjör á veiðum, — lausir. Um þess mál mun fund- urinn að sjálfsögðu fjalla, , Eitt atriði varðandi þessar veiðar er það, að miðað við þá reynslu sem fékkst í fyrravetur, þá getur svo farið, að rekneta- veiðar leggist niður, og bátarn- ir stundi veiðarnar éingöngu með nót og kraftblökkum. U Thant frá Burma. Drengur slasast alvarlega. Á laugardagskvöldið laust fyrir klukkan 10.30 fór 13 ára skóladrengur, Jón Benediktsson Hraun- teigi 15, út í söluturn til að kaupa ís. Hann kom ekki aftur með ísinn, því að á Sundlaugaveginum varð hann fyrir bíl og barst með honum nokkurn spöl. — Sjúkraliði og lögreglu var þegar gert viðvart. Var far- ið með drenginn í slysa- varðstofuna og síðan í sjúkrahús. Þar kom m. a. í ljós, að hann hafði hlot- ið alvarleg meiðsl, því hann hafði mjaðmagrind- Framh. ó 7. síðu. j U Thant verður eftir- maSur Hammarskjölds. Adlai E. Stevenson ambassa- dor, a'Salfulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinu'ðu þjóðunum, til-, kynnti i sjónvarpsrœðu í \gær- kvöldi, U Thant, aðalfulltrúa Burma hjá S. þj. sem eftirmann Dags Hammarskjölds til bráða- birgða. Stevenson tók fram, að eftir vœri að ganga frá sam- komulagi um aðstoðarfram. kvœmdastjórá, frá hvaða lönd- um og hverjir skyldu til þess valdirt en í útvarpi og blöðum er gengið út frá að ágreiningur um það jafnist. Báðir gefa eftir. Eins og getið hefur verið í fréttum hefur verið mikið þóf um framkvæmdastjórnina eftir fráfall Dags Hammarskjölds, bæði um hvort hún skyldi skip- uð einum manni framvegis sem hingað til eða komið á þriggja manna framkvæmdastjórn að tillögum Rússa, og eins um Lá viö stórslysi í ndtt 'ts— á Hafnarfjarðarveginum 1 nótt rakst fólksbíll, sem var á 70—80 km. hraða á sveran ljósastaur suður við Fossvogslæk. í bílnum voru 7 manns, og meiddust allir en enginn alvarlega aS því aS taliS er. ökumaSurinn, 19 ára piltur, kvaSst hafa misst vald á bílnum. Þegar aS var komiS eftir slysiS, lá bíllinn ofan í skurSi og und- ir þaki hans í skurSvatni og aur ung stúlka. Aðkomkn var óhugnanleg er lögreglan og slökkviliðið kom á vettvang. Allt var i myrkri, því, götuljósin slokknuðu er ljósastaurinn brotnaði. Ofaní skurðinum við veginn lá bíll- inn á hvolfi. „Það er stúlka und ir bílnum“ sögðu þeir sem fyrstir komu að. Þar hitti lög- reglan ungan mann sem kvaðst hafa verið í bílnum en kastað- ist út úr honum rétt áður en slysið varð. Hitt fólkið var inni í bíjnum. Mannsöfnuður sá er kominn var að slysstaðnum hjálpaði lögreglunni til þess að lyfta bílnum svo hægt væri að bjarga stúlkunni. Var nokkurt vatn þá farið að safnast að henni, en hún gat enga björg sér veitt. Þrem ungum stúlk- um var síðan ekið í skyndi á læknavarðstofuna, og síðan piltunum þrem sem með þeim voru. Vorualls 7 manns í bíln- um. Allir höfðu hlotið meiðsl en engin alvarleg. Ein stúlkan, Astrid Jónsdóttir, Ránargötu 1, var látin liggja þar í nótt, vegna meiðsla i fæti^ en hún mun hafa brákazt. Hinn 19 ára gamli ökumaður bílsins (Ford R-12532), kvaðst við yfirheyrzlu i nótt hafa ver- ið á leið til kunningja suður í Kópavogi. Var sá maður í bílnum nýkominn af sjónum og hafði boðið unga fólkinu heim til sín en það hafði verið í Þórskaffi að skemmta sér. Það var hann sem kastaðist út úr bílnum áður en sjálft slysið varð. Hann meiddist á höndum, en honum tókst að bera þær fyrir sig er hann kastaðist út. Ökumaðurinn skýrði ennfrem- ur frá því, að rétt áður en hann hafði komið að Fossvogslækn- um hafi hann farið framúr bil, og ekið á 70—80 km. hraða. Er. bíllinn var kominn yfir brúna kveðst hann hafa misst allt vald á bílnum, sem síðan rakst Framh. á 7. síðu. bráðabirgðafyrirkomulagið, en að því er það snertir, hafa Rúss- ar slakað til og fallið frá þriggja manna framkvæmdastjóm, en á móti koma tilslakanir frá Bandaríkjunum varðandi að- stoðarframkvœmdastjómina, sem þó ekki hefur verið end- anlega samið um enn sem fyrr var getið. Þykja það að vonum mikil tíðindi, að samkomulag hefur náðst um U Tant, og allt talið benda til að Öryggisráð og Allsherjarþing gangi nú ein- róma frá afgreiðslu málsins. Lítt þekktur maður. U Thant er 52 ára og fyrrver- andi skólastjóri. Hann er fædd- ur í Rangoon. Hann hætti kennslustörfum 1947 til þess að taka við starfi sem yfirmaður blaða og útvarps, er Burma Framh. á bls. 7. Dagmar prinsessa jarösett. Norska seiidiráðið flaggaði í hálfa stöng i morgun. Ástæðan var sú, að í dag er Dagmar prinsessa jarðsett í Danmörku. Hún var systir Hákonar Noregs konungs og Kristjáns 10. Dana1 konungs. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.