Tölvumál - 01.12.1985, Blaðsíða 14

Tölvumál - 01.12.1985, Blaðsíða 14
14 Nú hefur tekist samvinna milli stjðrnar Skýrslutæknifélagsins, Islenskrar málnefndar og Orðanefndarinnar um endurskoðun Tölvuorðasafns. Stefnt er að því að gefa það út aukið og endurbætt á næsta ári. í þeirri útgáfu verða sennilega um 3000 hugtök með enskum og íslenskum heitum og Islenskum skýringum. Stjorn Skýrslutæknifélagsins sér um að afla fjár til þess að Orðanefndin geti haft 2 starfsmenn á launum, ritstjðra og aðstoðarmann. Ritsjðrinn skrifar og þýðir skýringar, safnar viðbðtarefni, leitar efir aðstoð ýmissa sérfræðinga og býr efnið I hendur nefndarinnar, sem heldur fundi einu sinni til tvisvar I viku. Starfsmenn orðanefndarinnar hafa fengið inni I Islenskri málstöð, sem er aðsetur íslenskrar málnefndar. Einnig lætur Islensk málnefnd I té aðstöðu til þess að vinna orðasafnið I tölvu. Gert er ráð fyrir að Tölvorðasafnið verði aftur gefið út I ritröð málnefndarinnar. Allt frá stofnun Skýrslutæknifélagsins hefur eitt af verkefnum þess verið að fá félagsmönnum slnum I hendur gott orðasafn svo að þeir geti talað og skrifað um tölvumálefni á íslensku. Til þess að geta skrifað eða talað á gððu máli um tiltekna fræðigrein eða atvinnugrein þarf þrennt til. Hugtök sem koma við sögu I greininni þurfa að hafa gðð Islensk heiti, sem eru auðskilin og lúta lögum Islenskrar tungu. Æskilegt er að samvinna sé milli sérfræðinga og málfræðinga um myndun slíkra fræðiheita eða Iðorða. Gðð fræðiheiti eru þð lítils virði ef umhverfis þau er óskýr og illa saminn texti. Sérfræðingar I ýmsum greinum kvarta oft undan þvl að erfitt sé að skrifa um fræðigreinina á Islensku vegna þess að öll fræðiheitin séu á erlendum málum og eigi sér enga samsvörun I Islensku. Þetta er að vísu stundum satt, en ekki nema hálfur sannleikurinn. Sömu menn fussa og sveia sé þeim boðið upp á íslensk heiti. Það er nefnilega svo flnt að slá um sig með erlendum slettum. Gðð íslensk fræðiheiti geta líka verið eins og perlur meðal svlna ef þau koma fyrir I hroðvirknislega unnum texta. Auk fræðiheitanna sjálfra þarf þess vegna vilja til þess að nota þau og getu til þess að búa þeim gott og fagurt umhverfi. Menn hafa nú áttað sig á því að orðabækur verða ekki til af sjálfu sér og að ekki er hægt að skrifa þær I

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.