Tölvumál - 01.02.1987, Blaðsíða 17

Tölvumál - 01.02.1987, Blaðsíða 17
Verulegt tap varö á ráðstefnunni, en verið er að vinna að þvi að fá afslátt á tveimur aðalreikn- ingunum. Félagið lærði margt á undirbúningi ráðstefnu þessarar. Ákveðið hefur verið að endurtaka ráðstefnuna eftir tvö ár og mun sú reynsla sem fékkst við undirbúning ÍSDATA reynast ómetanleg við undirbúning næstu ráðstefnu. Vil ég nota tækifærið hér til að þakka Hirti Hjartar og öðrum i undirbúningsnefnd fyrir hið mikla starf sem þau lögðu þar fram. ± byrjun desember efndi félagið til ráðstefnu um TÖLVUNET. Rástefna þessi tókst með miklum ágætum eins og ÍSDATA. 8 fyrirlestrar voru fluttir og voru ráðstefnugestir yfir 200. Páll Jensson sá um efnislegan undirbúning ráðstefnunnar og vil ég nota tækifærið til að þakka Páli fyrir. Félagið efndi til mjög viðamikils námskeiðs um TÖLVUNET OG TÖLVUFJARSKIPTI i april. Undirbúning og kennslu annaðist dr. Sigfús Björnsson. Námskeiðið sóttu 38 og komust færri að en vildu. Verður það því endurtekið nú i vor. 1. júní efndi félagið til KYNNINGAR Á TÖLVUNÁMI. Kynningin var haldin i nýja húsi Verzlunarskólans við Ofanleiti. Ekki var annað að sjá en að þetta væri kærkomið tækifæri fyrir marga, því stöðugur straumur gesta var á kynninguna allan daginn. Alls komu rúmlega 600 manns og voru þeir á öllum aldri. Yfir 20 aðilar tóku þátt i kynningunni. Voru það fulltrúar frá hinum ýmsu framhaldsskólum í Reykjavík og nágrenni, sem hafa tölvufræðslu á námskrá sinni, frá Háskólanum, tölvuskólunum og fyrirtækjum. Einnig voru þarna einstaklingar, sem hafa verið eða eru við nám í tölvufræði i erlendum skólum til að kynna tölvufræðslu við- komandi skóla. ± undirbúningi fyrir næstu mánuði af fundum og ráðstefnum má nefna PC-dag i febrúar. Ráðstefnu eða fund um hugbúnaðargerð sem að er stefnt að halda i mars. Einnig er i mars stefnt að fundi i samstarfi við MFA um áhrif tölvutækni á vinnuna og störf. i april er fyrirhuguð ráðstefna i samvinnu við Verkfræðingafélag islands og einnig er vettvangskynning i undirbúningi. i lok mai er 17

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.