Tölvumál - 01.12.1987, Blaðsíða 6

Tölvumál - 01.12.1987, Blaðsíða 6
FRÉTTAPISTILL Hupbúnaðarnámskeið SÍ tókst vel. Dagana 2. - 6. nóvember s.l. hélt Skýrslutæknifélagið námskeið i hugbúnaðargerð, sem einkum var ætlað þeim, sem þurfa að skipuleggja og stjórna stórum hugbúnaðarverkefnum. Námskeiðið sóttu 23. Þar sem að námskeiðið tókst mjög vel bendir allt til þess að siðari hluta vetrar verði það endurtekið, þó liklega með aðeins breyttu fyrirkomulagi. Kvnningarátak. Útbreiðslunefnd Skyrslutæknifélagsins kom saman i haust og undirbjó átak i kynningu á félaginu og söfnun nyrra félaga. Um 200 fyrirtæki og stofnanir fengu kynningarbréf. Svörun hefur verið góð og hafa margir látið innrita sig. Eru þeir boðnir velkomnir i félagið. Félagsfundur um höfundarétt hugbúnaðar. Skyrslutæknifélagið heldur félagsfund 10. desember og var félagsmönnum sent sér fundarboð að þvi tilefni. Efni fundarins er "Höfundaréttur hugbúnaðar". Skyrslutækni- félagið leitast við að halda félagsfundi um þau málefni sem áhugaverðust þykja i tölvu- og upplysingatækni hverju sinni og svo er um efni þessa fundar. Litið hefur verið gert til að móta reglur um' höfundarétt hugbúnaðar hér á landi en löggjöf um hann er i undirbúningi á Norðurlöndum. í næsta tölublaði TÖLVUMÁLA verður skrifað tun það sem fram kemur á fundinum. Minnkar siálfstæð hugsun hiá hönnuðum? Á ráðstefnu sem Rannsóknaráð rikisins hélt nýlega um rannsóknir á þágu atvinnuveganna, flutti Rikharður Kristjánsson, verkfræðingur, erindi i flokknum um mann- virkjagerð. Þar hélt hann þvi fram að notkun tölva við hönnun á brúm hefði haft það í för með sér, að fjölbreytni i hönnun brúa minnkaði stöðugt og þar með mætti halda þvi fram að tölvunotkun á þessu sviði drægi úr sjálfstæðri hugsun og notkun imyndunarafIsins hjá hönnuðunum. Þess má 6

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.