Vísir - 05.05.1962, Side 13

Vísir - 05.05.1962, Side 13
Laugardagur 5. maí 1962. VISIR m og greiðslukerfi Nýlega var í Vélsmiðjunni Ham- ar h.f. lokið við smíði á mjög ein- stæðum síldarsjóðara fyrir Gísla Halldórsson verkfræðing, en Fiski- málasjóður hafði, að fengnum með mælum ýmissa sérfræðinga, veitt Gísla kr. 80.000,00 fjárveitingu til að byggja og reyna tæki þetta og skila um tilraunina skýrzlu í sam- ráði við sérfræðinga Fiskifélagsins. Hefur sjóðarinn nú fyrir skömmu verið sendur til Síldar og Fiski- mjölsverksmiðjunnar á Akranesi, þar sem fyrirhugað er að reyna hann, svo fljótt sem aðstæður leyfa En vegna hins mikla landburðar, sem þar hefur verið af síld, hefur ekki enn verið unnt að koma sjóð- aranum í samband við vinnzlukerf- ið, vegna þess að til þess þarf að stöðva verksmiðjuna á meðan. Frumhugmynd að sjóðara þess- um kveðst Gísli hafa fengið fyrir einum 8 árum, er hann var að reikna út og síðar reyna mjög af- kastamikinn síldarsjóðara. Kvaðst hann þá hafa fengið grun um að afköst slíkra sjóðara takmörkuð- ust ekki fyrst og fremst af stærð og afköstum hitaflatanna, sem leiða varmann inn f síldina, heldur af því að suðutíminn í þessum svokölluðu óbeinu sjóðurum væri of skammur. Samkvæmt tilraunum er gerðar voru fyrir mörgum árum í Noregi reyndist síld þurfa um 2-4 mínútur til að hitna upp í suðuhita, þegar bein gufa var notuð og um 10-12 mínútur til að sjóða, þar á eftir, ef bezti árangur átti að názt þann- ig að sem flestar fitusellur hefðu náð að springa og skila úr sér lýs- inu við eftirfarandi pressun, með sem þurrastri og beztri pressuköku og auðveldustu þurrkun. Við mjög velkta og lina síld gat jafnvel lengri 'suðutimi við Iægra hitastig gefið bættan árangur. Ef nú, að athugaður er suðutím- inn í þeim óbeinu sjóðurum, sem tíðkast æ meir í öllum síldar- og feitfiskverksmiðjum, vegna þess að þeir spara e.t.v. 15-20% af elds- neyti því sem ella þyrfti að nota, þegar unnin er soðkjarni, sem telja má að nú sé óumflýjanlegt afkom- unnar vegna, þá kemur í ljós að hann er oft ískyggilega stuttur. Sjóðarar þessir eru langir síval- ingar, t.d. fyrir 20 tonn af síld á klst. ca. 14 metrar og um - meter í þvermál, með gufukápu og innspýt ingsop fyrir beina gufu og með víðum holum skrúfuöxli og holum skrúfublöðum, sem full eru af gufu og þannig útbúnir að þéttivatnið tæmist út úr öxlinum við hvern snúning. Þungi slíks sjóðara er nær 12 tonn og verð hans nálega 800.000 til ein milljón krónur. Því miður er lítið vitað um hvern ig síldin og suðan hagar sér í slíku tæki. Flestum kemur þó saman um að slíkur skrúfusjóðari fylli sig tæplega nema að hálfu leyti af síld. Nú tekur það nokkurn tíma að hita síldina upp í suðuhita, varlá skemmri tíma en 3 mínútur að ná suðuhitanum. Eftir eru þá aðeins 6 mínútur fyrir suðutímann, ef síld in er 9 mín. að fara um sjóðarann. Hugmynd mín að hinum nýja sfldarsjóðara skapaðist út frá þess um grun um það að verið væri að fela hinum óbeina síldarsjóðara tvö hlutverk, eins og hér hefur verið skýrt, sem sé 1) að forhita sildina upp í suðuhita, sem oft verður að gera með beinni gufu og 2) gefa síldinni, þará eftir, nægileg- an tíma, eða a.m.k. lágmarks suðu- tíma. Ef þetta skyldi reynast rétt, eru tveir þriðju hlutar eða a.m.k. helmingur af lengd, þyngd og hita- fleti óbeinna sjóðara hreinn mis- skilningur og að mestu leyti óþarfa kostnaður, því að það er unnt að gefa sfldinni tima til að sjóða í sín- um jjgjn jyarma, ef hún er f vel ein ■ angruðu hylki. Og slíkt hylki get- ur verið margfalt ódýrara en hinn óbeini síldarsjóðari. Niðurstaðan af athugunum nún- um, varð því sú, segir Gísli, að taka bæri hið síðara hlutverk, að gefa j síldinni nægan suðutíma, frá hin- um óbeina sjóðara og fá það eins- konar moðsuðukatli, vel einangr- uðum og þannig búnum, að síldin geti fallið ofan í hann og sigið smámsaman niður eftir honum, að útrennsluopi á botninum. Suðuker það sem nú hefur verið smíðað og eftir er að reyna, er um 5 metrar á hæ og búið hitamælum við inntak og úttak, svo að fylgst verði með hita síldarinnar. Þá eru og á tækinu, sem er um 2 metrar í þvermál, fimm kýraugu, þar sem sjá má hve hátt síldin stendur í tækinu. Við neðsta kýrauga er innihald suðukersins 1 tonn. Við auga nr. 2 tvö tonn o.s.frv. Til þess að ákveða suðutímann þarf nú ekki annað en deila með innihaldinu í tonnum upp í hráefn- isafköst verksmiðjunnar í tonnum á klst. og fæst þá hve margar slíkar fyllingar þarf á klst. Ög ef deilt er með þeirri tölu í 60 mín- útur, fæst suðutíminn í mín. Þannig má sem dæmi taka, að ef soðin eru 30 tonn á klst. og síld- aryfirborðið er við auga nr. 5 þá j þarf 6 fyllingar á klst. og tekur þá hver fylling 10 mínútur. Þ.e.a.s. , suðutíminn er þá 10 mínútur. Ef aðeins væri afkastað 15 tonnum á j klst. mætti komast upp í 20 mín. | suðutfma, með því að halda yfir- j borðinu við auga nr. 5 En ef stytta j ætti suðuna væri yfirborðið lækk- að. 1 undirbúningi er hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur um þessar mundir að taka upp nýtt og hentugt fyrirkomulag fyrir almenning til greiðslu á reikn- ingum frá stofnuninni. Vísir hefur spurzt fyrir um hið nýja fyrirkomulag hjá Hjör- leifi Hjörleifssyni skrifstofu- stjóra Rafveitunnar. Kvað hann miðað við, að hið nýja fyrir- komulag yrði komið til fram- kvæmda í júlí og kvaðst þess fullviss, að það myndi verða til hægðarauka fyrir rafmagnsnot- endur, og að þeir myndu nota sér það eins og þeim hentar bezt. Rafmagnsveitan hefur frá upp hafi vérið til húsa í slökkvistöð- inni, en rúmleysis vegna dreifð- ist starfsemin síðar á 3 staði aðallega, og gátu menn greitt þar reikninga sína. Nú er Rafveitan að flytja allar skrifstofur sínar á einn stað, í vesturhluta Hafnar- hússins. Eru allar deildir þeg- ár fluttar þangað, nema inn- heimtan, en mun flytja þang- að upp úr næstu mánaðar- mótum. I samstarfi við Landsbankann verður tekið upp það fyrirkomu- lag, að menn geta greitt reikn- inga sína í bankanum og útbú- um hans, frá þeim tíma, sem auglýst verður, að hafin sé fram i kvæmd hins nýja fyrirkomulags. I Tæki er loks útbúið áhaldi sem getur látið það nötra þannig að efnið renni sem auðveldlegast nið- ur um það. Suðuker það sem nú hefur verið smiðað vegur nær 11/2 tonn og kostar undir 100 þús. kr. í verksmiðju með óbeinan sjóð- ara, sem afkastar 7-8 tonnum á klst. og gefur síldinni suðutíma, ætti að mega afkasta með sama sjóðara a.m.k. tvöfalt meira magni með nýju aðferðinni. Þyrfti þá að- eins við að bæta hinu nýja suðu- kerfi, sem er þó óþarflega stórt fyr ir þessi afköst og yrði kostnaður e.t.v. kr. 100.000,00. Ef hinsvegar ætti að nota þá suðuaðferð sem nú tíðkast og bæta við öðrum' óbeinum síldarsjóðara myndi hann sjálfsagt vega um 9 tonn og kosta um eða yfir 600 þús. kr. Sparnaður því með hinum nýja sjóðara er um kr. 500 þús. — Töl- ur þessar eru að vísu ekki nákvæm ar, en að ég hygg nærri lagi. Auk þess að spara geysilegar upphæðir’í stofnkostnaði vona ég að það komi i ljós, að unnt sé að ná betri árangri, í gufusparnaði, betri nýtingu í olíu og betri press- un og þurrkun, með hinum nýja sjóðara, segir Gísli. En úr'þessu verður reynslan að skera. Þess skal að lokum getið að Gísli Halldórsson hefur sótt um einkaleyfi á hugmynd sinni hér á landi og í mörgum öðrum löndum og væntir þess að framleiðsla og sala á hinum nýja sjóðara geti haf- ist fljótlega eftir að náðst hefur góður árangur og reynsla á Akra- nesi. Eftir þann tíma geta menn greitt reikninga sína frá Rafmagns- veitunni í Landsbankanum, Ayst urbæjarútibúinu, Vegamóta- og Langholtsútibúunum, á neðstu hæð vesturenda Hafnarhússins hjá Rafveitunni, og í Sparisjóði Kópavogs, — alls á 6 stöðum, og eftir 1 til 1 y2 ár í Lands- bankaútibúi Vesturbæjar, sem bankinn áformar að koma upp. Þá verða staðirnir orðnir alls 7, þar sem menn geta greitt þessa reikninga sína. Reikningum verður framvísað á heimilum eftir sem áður, en reynslan sýnir, að um það bil helmingur rafmagnsnotenda greiðir reikninga við framvísun. Hjá þeim, sem ekki greiða við framvísun, verða reikningarnir skildir eftir ókvittaðir, og geta menn svo farið með þá á ein- hvern ofannefndra 6 staði til greiðlu. Mönnum verður áfram í sjálfsvald sett að greiða tví- vegis fyrirfram ársfjórðungs- lega eða ársfjórðungslega. Helzt óbreytt fyrirkomulag í þessu efni. ► Macmillan er kominn heim úr ferðir.ni til Kanada og Banda- ríkjanna. Hann fer til Parísar í byrjun júní til viðræðna við De Gaulle Frakklandsforseta. ► Geimfararnir Titov hinn sovézki og Glenn hinn banda- ríski ganga á fund Kennedys forseta í dag í Hvíta húsinu., looo ára ís Óvenjulegt hlass lcom með járnbrautarbagni til Narvíkur í Noregi í sl. viku. Var þetta smá Iest af ís, sem tekinn hafði ver- ið í Tarfalajökli í Svíþjóð, og er talinn hvorki meira né minna en 1000 ár~ gamall. Flutningur þessi fór fram á vegum norsks vísindamanns, sem Iangar til að efnagreina ísinn til að fræðast um loftslag fyrir 1000 árum. Þjálfun — Framh. af 7. síðu. sem við manninn mælt að þjálfar- in. var tekinn til starfa af kappi og farinn að leiðbeina piltunum, en æfingin í gær var aðeins létt æfing í ýmsum grundvallaratriðun- um. John iVood mun einnig kenna pilt ;um 16 ára* og-ygri 4 -Valshúsinu, -en góðkunni þjálfari ÍR, kenna. Fara tímar þessir fram kl. 6 — 8 á mánu- dögum — föstudags og hefjast á mánudaginn n.k. Innritun á nám- skeiðin fer fram sem hér segir: í dag í Langholtsskóla kl. 5 — 6, á morgun i KR-heimilinu kl. 2 — 3, Valsheimilinu ki. 2 — 3, Vfkings- heimilinu kl. 2 — 3 og ÍR-húsinu kl. 2 — 3. Þátttökugjaldið, sem er að- eins 15 krónur á viku óskast greitt fyrirfram. Björgvin — Framh: af 7. síðu. an var einfaldlega sú að leiknum var sjónvarpað. Einnig var fjailað um leiktíma í unglingaflokkunum, en hann er mjög misjafn eftir löndum. Þannig er leiktímim. 2x45 mín. í Dan- mörku, 2x40 í Finnlandi og Noregi, en Svfar hafa 2x30 mínútur. Hér á landi leikur 2. flokkur 2x35 mfn. I veizlu er haldin var á Grand Hotel í tilefni 60 ára afmælisins af- hentu íslenzkv fulltrúarnir norska sambandinu fagran Jceramikvasa að 'gjöf eri hann 'yar*'kkfeyttur mjög smekklega knattspyrnumyndum af leirbrennslunni Fúna. íslendingar 1 leika landsleik við -NoFðmenn tíiRaýicjavík i sumar þ.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.