Tölvumál - 01.02.1989, Blaðsíða 19

Tölvumál - 01.02.1989, Blaðsíða 19
ÍSDATA: Ég er ekki viss um að félagsmenn þekki mikið til norræna samstarfsins og tengslum þess við ISDATA-ráðstefnu okkar. Þannig er að hin Norður- löndin borga aðildargjald til NDU með því að veita því hlut í veltu NordDATA-ráðstefnanna, sem þau halda til skiptis. Þegar SÍ varð fullgildur aðili að NDU varð ISDATA 86 til og sú hugmynd að NDU fengi á hliðstæðan hátt veltu hjá okkur. Nú tókst sem kunnugt er svo illa til að 400 þ.kr. tap varð á ISDATA 86. NDU hlífði því SÍ við að borga fyrir aðild, en áformað var að reyna aftur 1989. Á síðasta ári var unnið að því fram eftir árinu, en undir- búningur gekk því miður seint og brösuglega. í vetrarbyrjun ákváðum við að starfið væri komið of langt á eftir áætlun og að fresta yrði næstu ISDATA-ráðstefnu a.m.k. til 1991 (vegna samvinnu við hin Norður- löndin kemur 1990 ekki til greina). Jafnframt yrði að endurskoða rækilega ISDATA-hugmyndina og í tengslum við það, aðild okkar að NDU Þetta mál bíður nýrrar stjórnar. Okkur í fráfarandi stjórn eru vissulega vonbrigði hvernig fór með undirbúning ISDATA 89. Sjálfur efast ég hins vegar um að raunverulegur áhugi hafi verið fyrir hendi, ekki síst í ljósi þess að lægð virðist bæði í efnahagslífi hér og aðsókn að stórum ráðstefnum á þessu sviði erlendis. Þá hvílir skuggi tapsins á ÍSDATA ’86 enn yfir vötnum. E.t.v. reynist heilladrýgst að staldra ögn við og framkvæma þá endurskoðun, sem ég nefndi. Nefndir og starfshópar: Eins og erlenda samvinnan, þá er hér um að ræða þátt í félagsstarf- inu, sem oft fer hljótt, en skilar þó miklu. Fastanefndir félagsins eru orðanefnd. formaður Sigrún Helgadóttir, staðlanefnd. formaður Auðun Sæmundsson og ritnefnd. ritstjóri er eins og flestir munu vita Stefán Ingólfsson. Nefndirnar hafa starfað með nokkuð hefðbundnum hætti. Staðlanefnd tók m.a. fyrir lyklaborð tölva og ritvéla. Fulltrúi okkar í UT-staðlaráði er Helgi Jónsson. Ágæt samvinna hefur tekist við hinn nýja starfsmann staðlaráðsins Þorvarð Kára Ólafsson. Orðanefndin hafði m.a. frumkvæði að mikilvægu máli, sem snertir bæði nýyrðasmíði og stöðlun, en það er samræming á þýðingu hugbúnaðar á íslensku. Nú í byrjun ársins var haldinn viðræðufundur með innflytjendum og öðrum er málið varðar og varð þá til samstarfs- hópur um þýðingar undir forustu Lúðvíks Friðriksson. TÖLVUMÁL / 19

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.