Vísir - 19.05.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 19.05.1962, Blaðsíða 9
Laugardagur 19. maí 1962. VÍSIR 9 Stærrí íbúBir en annarsstaðar Á Laugavegi 18 rekur Arki- tektafélag íslands fyrirtæki er nefnist Byggingaþjónustan. Hlutverk þessa fyrirtækis er að veita alls kyns tæknilegar upp- lýsingar þeim sem eru að byggja. Fyrirtæki sem verzla með byggingarvörur og heimil- istæki geta leigt þar rúm til að sýna vörur sínar og er þarna hægt að sjá á einum stað helztu byggingarvörur, sem eru á markaðnum. Fyrirtæki þetta var opnað 1959 og hefur Ólafur Jensson veitt því forstöðu frá byrjun. Um fimmtíu fyrirtæki sýna þama vörur sínar. Auk þess liggja þar frammi tímarit og bækur um byggingarmál, sem em mikið notuð. Biaðið átti ný- lega viðtal við Ólaf um starf- semina. — Hvað kemur mikið af fólki til ykkar á ári? — Milli 20 og 30 þúsund. — Hvað eru algengustu spurningarnar? — Einna mest er spurt um einangrun og hitunarkerfi. Þetta er þó talsvert árstíða- bundið. Nú em margir að ljúka íbúðum og því mikið spurt um gólfflísar og annað efni í loka- frágang. Erfiðar spurningar. — Fáið þið ekki stundum spurningar sem erfitt er að svara? — Það er mikið um það. Fólk spyr oft mjög barnalega, en það er ekkert við það að 'at- huga. Við erum hér til að fræða það á því sem það ekki veit. Það er líka mjög algengt að fólk spyrji spurninga, sem eru svo víðtækar að engin leið er að svara þeim. Til dæmis fékk ég nýlega bréf frá manni úti á landi. Húsið hans hafði skemmzt af eldi. Hann spurði einfaldlega: „Hvernig á ég að endurbyggja húsið?“ Þessu gat ég ekki svarað, þar sem ekki fylgdi með hvers kyns hús var um að ræða, né hvernig aðrir staðhættir voru. Það er efni í bók að svara spurningu sem þessari. Það er nokkuð algengt r.ð fólk spyrji okkur hvað það kosti að byggja hús, áður en það byrjar. Því getum við að sjálfsögðu ekki svarað, nema að sjá teikningar og vita hvar húsið á að vera. Jafnvel þá getum við ekki gert fullnaðaráætlun, því að fólk gerir oft svo miklar breytingar meðan á byggingu stendur. — Virðist þér fólk vera vand látt með byggingarefni? — Það hefur breytzt mjög mikið á þeim stutta tíma sem við höfum starfað hér. Fólk spyr miklu meira og athugar betur sinn gang, áður en það kaupir, en það gerði fyrrum. Yfirleitt kaupir fólk vandaðri vörur en áður, jafnvei þó að þær kunni að vera dýrari. Þetta stafar meðal annars af auknu frelsi í innflutningi. Vöruvalið er nú miklu meira og vandaðra en áður. Samt er það svo að ýmsar vörur hafa lækkað, þó að vörugæðin séu meiri. Þetta stafar af hagkvæmari inn- kaupum sem verða möguleg við aukið frelsi — Koma utanbæjarmenn mikið til ykkar? — Það rer vaxandi. Einn kom til mín nýlega og sagði: „Þetta segi ég að sé kjarabót án verkfalla. Hér ^et ég komið og séð á einum stað hvað fæst. Síðan get ég farið beint á stað- inn og keypt það sem mig vantar. Þannig losna ég við mikinn eltingaleik og snúninga. ÞaJ er orðið langt síðan menn sáu að þörf væri fyrir slíka þjónustu. Að því er ég bezt Ólafur Jensson veit, var þessu fyrst hreyft í Vísi fyrir 25 árum. Helztu villur. — Hvað eru helztu vitleysur sem fólk gerir við byggingar? — Tvímælalaust að hafa ekki sérfræðinga sér til að- stoðar, svo sem arkitekta og verkfræðinga. Þetta hefur fólki reynzt erfitt að skilja. Þó er það margsannað að það sem borga þarf sérfræðingi, borgar sig margfaldlega. Til þessa má rekja flestar vitleysurnar. Eitt af því sem fólk spyr mikið um er litaval. Það má þekkja fólk úr sem hefur látið arkitekta teikna húsin, því að það spyr ekki um þetta. Arki- tektarnir hafa lært þetta, en fúskararnir ekki. Það er vafa- samur sparnaður að vera með vitlausa liti í húsum. Það er margsannað mál að litir á heim- ilum hafa mikið að segja fyrir andlega vellíðan manna og þá um leið líkamlega. — Getur þú nefnt einhver dæmi um mistök sem fólk ger- ir? — Eitt það algengasta er að fólk notar ekki rétt efni saman. Ef t ,d. gólfdúkur er límdur á stein, með lími sem ekki þolir raka, eru allar líkur á að hann losni fljótlega upp. Þá er lím- inu kennt um, þó að verið sé að nota það í hluti, sem það aldrei var ætlað til. Stærstu vandmálin. — Hvað er stærsta vanda- málið í byggingaiðnaðinum hér? — Höfuðgallinn er að okkur vantar meiri rannsóknir á bygg ingarefni og byggingaraðferð- um. Atvinnudeild Háskólans hefur að vísu framkvæmt slíkar rannsóknir, en engan veginn í nógu ríkum mæli. Það er til dæmi. mikil þörf á frekari rannsóknum á aðal byggingar- efni okkar, steinsteypunni og meiri fræðslu um notkun henn- ar. Það er mjög algengt að ekki sé rétt kornastærð í steypunni og eins að of mikið vatn sé notað, en þá flýtur sementið upp. Einnig eru vibratorar not- aðir óhóflega. Þegar þeir eru notaðir of mikið til að færa steypuna til í mótunum, að- skilst hún um of og myndast lekablettir. — Er ekki byggingarkostn- aður hærri hér en víða ann- arsstaðar? — I fyrra var gerð rannsókn á þessu á vegum Atvinnudeild- arinnar, með tækniaðstoð Sam einuðu þjóðanna. Niðurstaðan var sú að meðalkostnaður á íbúð ' liér," nemur 5 meðalárs- ! -öi?. b inmrni launum. Til samanburðar nem- ur hann 2,5 meðalárslaunum í Bandaríkjunum, 2,7 í Bretlandi, 3,4 í Svíþjóð og Noregi, 3,6 í Danmörku og fjórum árslaun- um í Finnlandi. — Hvað veldur þessu? — Ein af meginástæðunum er sú að við erum fátækir að byggingarefnum, svo sem timbri. Erlendis er miklu meira um fjöldaframleiðslu, bæði á húsum og innréttingum. Hér aftur á móti má helzt enginn hlutur vera eins í tveim íbúð- um. Ef keyptar væru eins eld- húsinnréttingar í blokk með 40 íbúðum, mætti lækka verð þeirra um nærri helming, en þetta vill fólk ekki. Einnig eru íbúðir stærri hér og minna um stöðlun. Stærri íbúðir. — Hvernig er íbúðastærð hér, miðað við önnur lönd? — I fyrrnefndri skýrslu segir frá því að af nýjum íbúðum á íslandi eru 60 prósent fjögur herbergi og eldhús, eða stærri. í Danmörku ná aðeins 7% nýrra íbúða þessari stærð, í Svíþjóð 29%, og 45% í Noregi. Gólf- rými sem hverjum einstaklingi er ætlað, á íslandi, er 24,5 fer- metrar. Ef tekið er meðaltal af 24 vestrænum löndum, er hverj- um einstaklingi þar ætlaðir 15,8 fermetrar. Við höfum rúmt um okkur hér. — Hvað er þessi stöðlun sem þú nefndir? — Stöðlun beinist að því að takmarka fjölda tegunda, gerða og stærða á byggingarhlutum. Einnig að því að samræma gæði og gæðakröfur, I þeim tilgangi að lækka byggingarkostnað. Þjóðverjar telja sig t.d hafa lækkað byggingarkostnað um 40% með stöðlun. Samkvæmt lögum er það hlutverk Iðnaðar- málastofnunarinnar að vinna að stöðlun á sem flestum sviðum. Undanfarið hefur þó lítið verið hægt að gera í því, vegna skorts á verkfræðingum, sem stafar af kjaradeilu þeirra. — Þið hafið haft einhverja fræðslu út á landi? — Við höfum fengið sérfræð- inga í ýmsum greinum bygging ariðnaði og byggingarlist til að flytja fyrirlcstra fyrir okkur úti á landi. Hafa þegar verið farnar sex slíkar ferðir auk fyrirlestra sem fluttir eru hér. Þess má einnig geta að það er orðinn fastur liður í kennslu við Iðn- skólann, að nemendur í bygging ariðnaðinum heimsæki okkur í fylgd með kennurum sínum. — Viltu segja nokkuð sér- stakt að lokum? — Ég vil aðeins taka það fram að þjónusta okkar er al- gerlega ókeypis og öllum heim- il. Það er einnig rétt að geta þess að við getum ekki sagt fólki hvað það á að gera. Við getum frætt það svo að það eigi hægara með að kveða sig sjálft. æðratíagurinn er á morgun Mæðradagurinn er á morgun. — í gær ræddu um daginn við frétta- menn af hálfu Mæðrastyrksnefndar frú Jónína Guðmundsdóttir form., frú Svava Matthiesen og frú Guð- finna Jóhannsdóttir. Frú Jónína gerði fyrst grein fyr- ir starfsemi nefndarinnar sem væri þríþætt, rekstur skrifstofu til að- stoðar mæðrum, en hún er opin daglega og mæðrum veitt lögfræði- leg aðstoð einu sinni í viku, í öðru lagi væri sumarstarfsemin og svo jólastarfsemin, þ. e. að létta undir með einstæðum mseðrum og gleðja þær um jólin. — Ágóðinn af sölu mæðrablómsins, sem selt er á Mæðradaginn, gengur til sumar- starfseminnar, sem í því er fólgin að láta þreyttum mæðrum með ung börn í té tækifæri til að fara út úr bænum með börn sín um tíma á sumrin, og dveljast í mæðradval- arheimili nefndarinnar, Hlaðgerðar koti í Mosfellssveit, sem nefndin reisti 1955, með aðstoð Reykjavík- urborgar. Konunum, sem þar dvelj- ast er skipt í hópa, vanalega þetta 12 í hóp með 30 — 33 börn til 6 — 7 ára aldurs I fyrrasumar voru þarna 4 hópar og dvalardagar mæðranna 588 og tala barnanna 1526. Þar að auki voru gamlar konur dvalargest- ir seinustu vikuna og alls voru dval argestir 2269. Dvölin er mæðrun- um að kostnaðarlausu. Undir þess- ari starfsemi stendur sala merkj- anna, gjafir og áheit. Hver móðir fær að vera 16 — 17 daga með börn sín á fyrrgreindum aldri. Þessi starfsemi byrjar í júní og er fram í september. — Að ájálfsögðu reyn um við, sagði frú Jónína, að taka þær mæður sem erfiðast eiga. Frúin skýrði og svo frá, að ekki hefði í upphafi verið hægt að byggja dvalarheimilið eftir teikn ingu — það hefði orðið að slá á frest að byggja eina álmuna, og væri það enn mark nefndarinnar að koma henni upp, en upphaf bygg- ingarsjóðs var, að nefndinni barst 10.000 kr. gjöf, og oft hafa henni síðan borist gjafir, nýlega t.d. 18 þúsund króna gjöf, og oft smærri gjafir, til þakklætis fyrir það, sem nefndin hefur fyrir mæður gert. Grunnflötur dvalarheimilisins eins og það er nú er 400 ferm., og hef- ur hver móðir sérherbergi. Allur stuðningur við nefndina við þetta áform sem önnur störf hennar er 1 þakksamlega þeginn. — Mæðra- blóm seldust fyrir 126.000 kr. í fyrra Úthlutað var 206.000 kr. um jólin, auk fatnaðar og matgjafa. — Mæðrablómin verða seld á götun- um á morgun kl. 9:30 f.h. og kosta 10 kr. Börn fá sölulaun. Merkin verða afhént á skrifstofu félags- ins, Njálsgötu 3, KR-húsinu við Kaplaskjólsveg og öllum barnaskól unum og seld þar. Reykvíkingar munu að vanda á Mæðradaginn sýna góðan hug sinn til Mæðrastyrksnefndarinnar fyrir hennar mikla og góða starf og til mæðranna — og barna þeirra, sem í sumar, njóta þar góðs af, með því að kaupa mæðrablómið og bera. Sjálfstæðisféiag Ólafsvíkur stofnað Mánudaginn 14. maí kl. 8:30 e.h. var setttur stofnfundur Sjálfstæðis- félags fyrir Ólafsvík og nágrenni. Var fundurin haldinn í Félags- heimilinu . Ólafsvík. Á fundinum mættu m.a formaður Sjálfstæðis- flokksins Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra, Þorvaldur Garð ar Kristjánsson, framkvæmdastjóri flokkksins, Sigurður Ágústsson, al- þingismaður « Ásgeir Pétursson sýslumaður. Sigurður Ágústsson setti fund- inn og skýrði tildrög hans og til- nefndi sem fundarstjóra séra Magnús Guðmundsson, Ólafsvík og fundarritari var Gunnar Hjartar- son, kennari. Þá flutti Þorvaldur Garðar Krist- jánsson ræðu um skipulag og starf semi Sjálfstæðisflokksins með sér- stöku tilliti til Vesturlandskjördæm is og skýrði frumvarp að lögum fyrir hið nýja félag. Fundarstjóri las því næst upp nöfn stofnenda félagsins, sem voru 74 að tölu. Lög voru samþykkt fyrir félagið, og hlaut félagið nafn- ið Sjálfstæðisfélag Ólafsvíkur og nágrennis. I stjórn félagsins voru kjörnir þeir Bjarni Ólafsson, sím- stjóri, formaður, Ágúst Lárusson, bóndi, Hörður Sigurvinsson, verzl- unarmaður, Hinrik Konráðsson, oddviti og Böðvar Bjarnason, húsa Framh. á 10. síðu ^/VWWWVWWSA/W

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.