Vísir - 21.05.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 21.05.1962, Blaðsíða 4
VISIR Mánudagur 21. maí 1962. Heimsókn í geðverndardeildina Fyrir nokkru var sagt frá því hér í blaðinu, að Barnaverndar- félag Reykjavíkur gaf í annað sinn álitlega fjárupphæð f söfn- un þá, sem hafin er í þeim tii- gangi að byggja í Reykjavík eða nágrenni hæli fyrir taugaveikl- uð börn, og hafa sérfróðir menn látið í ljós þá skoðun, að slíkt hæli sé aðkallandi nauðsynja- mál, sem þurfi að leysa áður en Iangir tíma líða. í sambandi við þetta fékk fréttamaður Vísis leyfi til að heimsækja Geðverndardeild barna, sem tók til starfa við Heilsuverndarstöð Reykjavíkur fyrir rúmlega hálfu öðru ári, hitti þar starfsliðið að máli, og fer hér á eftir spjall við for- stöðumann deildarinnar, Sigur- jón Björnsson sálfræðing. Auk hans starfa við deildina tveir sálfræðingar aðrir, Guðrún Theódóra Sigurðardóttir og Gyifi Ásmundsson, tveir læknar Halldór Hansen (yngri) barna- læknir og Jakob V. Jónasson geðlæknir, félagsfræðilegur ráðunautur er Margrét Margeirs dóttir og skrifstofustörf og skjalavörzlu annast Ingibjörg Pála Jónsdóttir. |7R þetta fyrsta stofnun sinnar tegundar hér á landi? — Já. Þetta er í fyrsta sinn, sem opinberir aðilar gangast fyr ir slíku starfi hérlendis. Og eins og gefur að skilja, eigum við við ýmsa byrjunarerfiðleika að stríða. Þeir eru einkum £ því fólgnir, að flest þau rannsókna- tæki, sem við notum, eru gerð fyrir erlendar aðstæður og því oft óhentug hér, nema þeim sé breytt. Ennfremur háir það okk ur, að svo til engar fslenzkar rannsóknir hafa verið gerðar á geðheilsu og uppeldisháttum. Meðan ekki er bætt úr þessum örðugleikum, fer ekki hjá því, að starf okkar er talsvert ó- fullkomið. — Eru geðverndardeiLdir orðnar algengar með öðrum þjóðum? — Já, og þó ekki ýkjalangt síðan. Líklega lnfir sú verið fyrst, sem komið var á fót í Matarbiti og mjólkurglas er bömum mjög hollt, róar þau, sem em kvíðin og yfirspennt á taugum. (Mynd úr amerískri geðvemdarstöð). New York 1921. Annars var það ekki fyrr en um 1930, að slíkar stofnanir fóru að starfa að ráði, í Evrópu hefir það trúlega verið í Vfnarborg. — Er það eitthvað að rel^a til Freuds eða sálarfræði hans? — Freud fékkst sjáifur lítið við barnasálarfræði. En eins og kunnugt er, rakti hann orsakir taugaveiklunar til bernsku Það sjónarmið hefur hins vegar vald ið því, að menn tóku að gefa geðheilsu barna meiri gaum en áður. Svo að vissulega hafa kenningar Freuds haft mikil á- hrif á geðverndarstarf meðal barna. — Hvaða börnum er þessi deild ætluð? — Hún er ætluð börnum fram að skólaaldri. En þar sém hér er mjög mikil þörf fyrir að- stoð við eldri börn og unglinga, höfum við ekki séð okkur fært að einskorða okkur við 7 ára aldursmarkið, hingað koma því allmörg skólabörn og unglingar. Svo verð ég að taka fram, að við getum aðeins tekið við börn um, sem eiga heima innan lög- sagnarumdæmis Reykjavíkur. — Er þetta eins konar sjúkra deild eða lækningastofa? — Nei, hér eru ekki skilyrði til að hafa börn til dvalar. Hing- að koma eingöngu líkamlega Framh. á 10. síðu. Ein hin bezta aðferð til að vinna bug á vonleysistilfinningu og minnimáttarkennd hjá börnum er að fá þau að leik og starfi, því að aðgerðarleysi er eitur í þeirra beinum. (Mynd úr amerískri geðverndarstöð) Starfslið Geðverndardeildar barna í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, frá vinstri: Jakob V. Jónasson Iæknir, Ingibjörg Pála Jónsdóttir skjalavörður, Gylfi Ásmundsson sálfræðingur, Halldór Hansen (yngri) læknir, Guðrún Theódóra Sigurðardóttir sálfræðingur, Margrét Mar- geirsdóttir félagsfræðingur og Sigurjón Björnsson sálfræðingur og forstöðum. deildarinnar. Það er mikils vert, að barnið hafi frið og ró til að sinna hugðarefnum sínum. (Mynd úr danskri geðvemdardeild).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.