Vísir - 04.06.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 04.06.1962, Blaðsíða 4
4 Mánudaeur 4. iúní 1962. VÍSIR ■ ■ Samkennd með mann- eskjum og áhugi á þeim * Viðtfli við Odd Björnsson Eitt kvöld seint í maí liggja sporin niðár í Norðurmýri. í Auðarslræti við hús nr. 15 — eign ÍseAcs Jónssonar, skóla- stjóra, er staldrað. Á neðri hæð inni kvað tíúa maður, sem fæst við að búa' til leikrit, að auki bókavörður við Bæjarbókasafn- ið og gagnrýnir á leiklist. Hverfið er hljótt, húsið er eins og melódramatísk persóna í leikriti eftir Eugene O’Neill, sem bíður eftir næsta þætti. — Þv£ ekki að koma leikritaskáld- inu að óvörum og fá það til að segja hug sinn? Lafði hússins svarar dyrabjöll unni, vísar inn í stofu. Oddur Björnsson er þar, gengur um gólf. — Þarf að spjalla við þig — þú veizt um hvað, segir komu- maður. — Ég hef verið að afgreiða bækur í útibúinu vestur í bæ, er þreyttur. — Þeim mun betri ve'rðurðu viðfangs. — Hlífðu mér í þetta skipti í öllum bænum. - ímyndaðu þér bara, að þú sért að hugsa um leikrit, en ekki að skapa leikrit, þá lagast allt. . — Fáðu þér sæti, segir Odd- ur. Sterefóniski plötuspilarinn með klassísku tónlistinni var ekki 1 gangi þessa stundina. Frá útvarpinu barst jazz frá evr- ópskri stöð, minnandi á hljóm- fall aldarandans. — Hlustarðu á jazz? — Já, ekki síður en Bach. Það fer ekkert illa saman að hafa gaman af hvorttveggja. — Er það af þvl að við lif- um jazzöld? — Við lifum á tímum, þar sem lífstjáningin leitar út í öll- um myndum. — Hvenær byrjaðirðu að skrifa leikrit? — Það gerðist á Gullfossi á leið til Vínar haustið ’54. — Hvað varstu að gera til Vínar? — Að flýja ísland. — Ekki sjálfan þig? — Ég geri ráð fyrir, að þegar íslendingar flýja ísland, séu þeir líka að flýja sjálfan sig. Svo langaði mig í ódýrt gott hvítvín og öl á þeim tímum. — Þú hefur verið þyrstur? — Maður var búinn að sitja sex ár f menntaskóla og hafði lifað ,tuttugu og tvö ár á ís- lenzkri fæðu og unnið að auki hálft ár á beisnum — það er eðlilegt, að maður yrði þyrstur. — Af hverju skrifarðu leik- rit, Oddur? — Það er ekki ásetningsatriði. Sjálfur var ég leiksoppur ým- issa árekstra, og þannig vildi til, að leikritsformið hentaði slíku sálarástandi. Það gerðist eiginlega sprenging. Fyrsta leik- ritið var af Sturm und Drang — tæi, með svo miklu hugar- flugi og íburði, að það var ekki heil brú í því — og blótsyrðum og gauragangi, að mig sjálfan flökraði við. Strax og ég las það yfir, lá við, að ég fengi ofnæmi fyrir leikritagerð yfir- leitt. Mér var sagt, að ég hafi Oddur Björnsson áhuga. a peim. tn pao Kostar klof að ríða röftum. — Áttu kannski við, að það sé ekki hægt nema með vissu tillitsleysi? — Það var einmitt það, sem ég átti við . . . Ég hef það stund- um á tilfinningunni, að þegar ég stend upp frá iðju minni, þá hafi ég sært kviku þannig, að maður þurfi á vissri náð að halda eftir þann harða Ieik, sem hefur verið háður í manneðlis- könnun, er þessum vinnubrögð- um er samfara. — Samkvæmt þessu er leik- ritsformið sýnishorn af sam- vizkubiti — er ekki svo? — Vissulega. Leikritsformið er líka miklu meira — það er allt: Músik, myndlist, högg- myndalist, húsagerðarlist, lýrik, saga — sem sagt innra raunsæi. — Hvernig skilyrði er fyrir leikritahöfunda til að hasla sér völl á íslandi? — Það er ekki komið í ljós ennþá fremur en í annarri and- legri nýrækt. — Telurðu persónuleg, hlut- dræg sjónarmið ráða mati og vali á leikritum í okkar nýju Hellas — Reykjavík? — Þau ráða allsstaðar — ekki satt — en undir hælinn lagt, hvort þeir, sem ráða, beri skyn á innra lögmál verksins. — Hvað hefurðu skrifað mörg leikrit? — Kannski ekkert — kannski fimm. — Hefurðu komið þeim á framfæri? — Ég hef sýnt átorítetum tvö eða þrjú, hins vegar ekki dirfzt að bera þau á Háborðið, þ. e. fyrir Þjóðleikhúsið. — Fékkstu ekki viðurkenn- ingu fyrir eitt? — Jú, sex þúsund kall . . . í leikritasamkeppni Menningar- sjóðs ásamt Gestagangi eftir s. verið óalandi og óferjandi á þessu tímabili. — Hvað var svo næsta skref- ið eftir fyrstu ósköpin? — Næsta stigið var tvö ár, sem fóru £ ekki neitt — and- Iegur nihilismi — og andleg framleiðsla aðallega fólgin £ ljóðagerðinni, smbr. Stefni ’55 — ’57. Ljóðagyðjan var næstum búin að ganga af mér dauðum, og þá vildi til, að ég fékk lyf hjá sérfræðingi, sem bjargaði. — Svo þú hefur snúið aftur að Sturm und Drang? — Nei . . . ekki í þeim dúr — þótt ég hefði snúið mér að leikritaskrifum. Nú hvarf ég frá innhverfunni, hafði fengið á- huga á umhverfinu — stóra leiksviðinu. Ég losaði mig hæfi- lega við sjálfhverfuna og önnur sjúkdómseinkenni henni sam- fara og fór að litast um og skoða leiksviðið, þ. e. mannlíf- ið, óhlutbundið — eins og en rejscnde pá jorden. — Hvernig fer þessi efna breyting fram? — Hún fæðist við þrenging- ar og hæfileg áföll . . . og náttúrlega við þá persónulegu reynslu, sem maður aflar sér sem ábyrg manneskja. — Verða ekki leikritahöfund ar að segja skilið við ýmsar kenndir? — Þeir verða að glæða hjá sér vissa samkennd með mann- eskjum og siðmenningarlegan a. m. og unuu ijusneiuiu eiui Bjarna frá Hofteigi og Trillunni eftir Einar Pálsson. — Hvers vegna fékkst þú ekki þitt leikrit sviðsett eins og Sig. A. Magnússon fyrst þitt af- sprengi hlaut ekki slðri viður- kenningu hjá hæstdómendum? — Þjóðleikhúsið hefur ekki efni á þvl að sýna nema eitt misheppnað leikrit árlega. — Skortir þig einurð og vissa ýtni til þess arna? — Sannleikurinn er sá, að þegar ég hef lokið við að skrifa leikrit, fyllist ég örvæntingu, og finnst það óskaplegt að vera að þessu. Mér finnst móðgandi að vera að trana þessu fram. — En þú hefur gaman af að skrifa þau? — Ætli það sé ekki ástriða. Þótt maður sé blindaður af gleð inni við vinnubrögðin, á meðan á þessu stendur, fer sú tilfinn- ing, og við tekur öryggisleysið og óvissan — ekki vegna þess að verkið kemst ekki á fram- færi, heldur af þvf að maður hefur prettað persónurnar i verkinu eða þær mann sjálfan .... eins og gerist £ lífinu. — Þorirðu að sverja fyrir, að þú skrifir leikrit ekki til að ota þinum tota eða af metn- aði fyrir sjálfs þin hönd? — Ég vil ekki sverja fyrir neitt, en þegar ég skrifa leikrit, hugsa ég um það eitt, að skrifa leikrit. Maður er alveg háður þv£ og engu öðru — Hvort leggurðu meiri á- _ herzlu á leikræna gerð verksins eða bókmenntalegt inntak — boðskap? — Ef leikrit er ekki leikrænt, þá er það eitthvað annað en leikrit. — Er ekki margt að skrifa um nú á tfmum? — Það er margt áð skrifa um. Valið er óendanlegt, samt er hljómfall samtíðarinnar hið eina raunhæfa. - s t g r. Tvær hæðir ofan á svo kjallarinn fljóti ekki upp Sl. föstudag voru i blaðinu mynd ir frá hinu nýja stórhýsi Iðnaðar- bankans við Lækjagötu. Þar var þá sagt frá ýmsu varðandi húsið og bankann. Því til viðbótar má rekja nokkur atriði enn þá: Lóð undir þetta glæsilega hús keypti bankinn i árslok 1953. Á árunum 1951 — 1957 var unnið að jarðvegsrannsóknum undir húsinu og teikningar gerðar að því, en á þeim árum þótti ekki ráðlegt að byrja framkvæmdir. Fjárfestingar- leyfi lá ekki á lausu og aðeins var leyft að byggja kjallarann, en vatns þrýstingur er þarna svo mikill að tvær hæðir þarf a. m. k. ofan á kjallarann til þess að hann fljóti ekki uppi, þegar hásjávað er. í júnf 1959 var svo byrjað að grafa fyrir grunni hússins. Árið 1960 var það steypt upp, enda þá orðið laust um leyfi til bygginga. Árið 1961 og það sem af er þessu ári hefur svo farið i að múrhúða húsið að innan og utan og ganga frá því. í kjallara hússins verða geymsluhólf fyrir peninga, er aðeðins beðið eftir því að setja þau upp. Húsið er sem fyrr segir fimm hæðir, en byggt með það fyrir augum að hægt sé að hækka það upp í níu hæðir, ef skipulag leyfir. Hlutafé Iðnaðarbankans er nú kr 6.500.000,00 og þar af á ríkið þrjár milljónir. Á síðasta Alþingi var heimilað að auka hluta féð upp í 10 milljónir. í bankaráði eiga nú sæti Kristján Jóhann Kristjánsson, Guðmundur H. Guðmundsson, Magnús Ástmarsson, Sveinn Guð- mundsson og Einar Gislason. — Bankastjóri er Guðmundur Ólafs, en aðalbókari Jón Sigtryggsson. RÖNNING H.F. Símar: verkstæðið 14320 skrifstofur 11459. h'ávarbraut 'l við Ingólfsgarð Raflagn:. viðgerðii á heim- ilistækjum. efnissala. Fljót og vönduð vinna. Vibratorar fyrir steinsteypu leigðir út. Þ. ORGRÍMSSON & CO. Borgartúni 7. — Sími 27235

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.