Vísir - 20.06.1962, Page 7

Vísir - 20.06.1962, Page 7
Miðvikudagur 20. júní 1962. 7 VISIR Nýlega var opnuð í Háskólabió- inu bflasýning. Eru þar til sýnis bflar, sem framleiddir eru af Root- es Group, sem er einn stærsti bíla- framleiðandi Bretlands. Sýning þessi mun verða höfð opin, utan sýningartíma bíósins, en bílarnir verða bíógestum til sýnis í anddyrinu. Á sýningunni eru 8 gerðir bíla. Fjórir af þeim eru fólksbílar og er Singer Vogue þeirra dýrastur og kostar 176.000 krónur. Ódýrastur fólksbílanna er hins vegar Hillman Minx, sem kostar 147.000. Á sýningunni eru tveir „station bí!ar“, Hillman Super Minx og Hillman Husky. Kostar þeir 163.000 og 136.000. Einnig eru sýndir þarna tveir sendiferðabílar af Commer gerð og kosta þeir frá 108 til 146.000. Fyrir sýningu þessari gengsi Raftækni h.f., sem nýlega hefur fengið umboð fyrir Rootes verk smiðjurnar. Hefur verið vel til sýn ir.gar þessarar vandað í hvívetna Annaðist Egill Bachman uppsetn ingu hennar. Raftækni hefur i hyggju ai, kynna með sýningu þessari fram leiðslu Rootes. Hefur verið flutt inn nokkuð af Hillman bílum hing- að á undanförnum árum, en Singer bílar kóma nú hingað í fyrsta sinn, Rootes Group er samansett af fyr- irtækjunum Humber, Hillman, Sunbeam, Singer Commer og Carr- ier. Þær kalla sig einu nafni „Skvettur", þessar blómlegu stúlkur, en það nafn dytti víst engum öðrum í hug að gefa þeim, og þegar ég spurði þær, hvernig þær hefðu fengið þetta samheiti, vissi í rauninni engin þeirra, hvernig það var til kom- ið, en þó mætti það heita opin- bert og allir félagarnir í skátahreyfingunni vissu, við t hverjar væri átt, þegar nafnið væri nefnt. Myndin var tekin á föstudag á heimili þeirrar lengst til hægri á myndinni, svo sem hálf tíma eftir að stúlkurnar komu heim úr hátíðasal Menntaskól- ans með stúdentsprófskírteinin undir hendinni og hvítu húf- urnar á sínum fallegu kollum. Og þótt þær heiti í einu lagi Skvettur, þá eru hin réttu skírn arnöfn þeirra þessi, talið frá vinstri og nöfn foreldra þeirra sett í svigum: Guðbjörg (Ing- ólfur Magnússon sjómaður og Kristbjörg Gunnarsdóttir), Hali- fríður (Jakob Tryggvason kaup- maður og Ragnheiður Jónsdótt- ir), Guðrlður (Friðfinnur Ólafs- son forstjóri og Halldóra Sig- urbjörnsdóttir), Elísabet (Þórð- ur Finnbogason rafvirkjameist- ari og Ingibjörg Jónsdóttir) Eygló (Haraldur Gíslason skrif- stofumaður oð Þórunn Guð- mundsdóttir) og Kolbrún (Sæ- mundur Sigurðsson málara- meistari og Sigríður Þórðar- dóttir). Fyrir framan þær standa á borðinu sex brúður, sem for- eldrar Kolbrúnar og yngri syst- ir hennar bjuggu til f tilefni stúdentsprófsins og gáfu stúlk- unuin, og auðvitað heita brúð- urnar líka Skvettur og eru með hvítt á höfðinu. © Skvettur voru bekkjarsystur „Skvettur í Menntaskólanum, síðast í 6. bekk C. Líka eru þær skáta- systur, foringjar hver fyrir sinni sveit. Ein þeirra, Elísabet, er fyrsti skátaforingi sinnar tegundar hér á landi, eini skát- inn, sem lært hefur erlendis til að þjálfa og stjórna sveit lam- aðra og fatlaðra skáta, sveit, sem í fyrsta sinn var stofnuð hér á landi fyrir rúmu ári og Elísabet og einn piltur eru for- ingjar fyrir. í þessari sveit eru rúmlega 15 skátar á aldrinum 10—15 ára og hefur þetta starf gefið góðan árangur. Tvær af Skvettunum, Kol- brún og Eygló, hafa fylgzt að á skólagöngu síðan þær byrj- uðu að ganga í barnaskóla og um líkt leyti byrjuðu þær að Iæra á píanó hjá Gunnari Sig- urgeirssyni. Þær hafa haldið áfram píanónámi og verið ; Tónlistarskólanum í Reykjavík jafnframt menntaskólanámi og eru ákveðnar að ljúka námi í tónlistarskólanum, þar sem kennari þeirra er Jón Nordal tónskáld. Þær hafa oftar en einu sinni komið fram á nem- endatónleikum tónlistarskólans. • Kolbrún og Guðríðuc. eru víð- förlastar af þeim stallsystrum, fóru íalla leið til Mexiko I hitt- eðfyrra og dvöldust þar f nokk- urra vikna boði á alþjóðaheim- ili kvenskáta í Mexikoborg. — Margt kom þeim framandi fyrir sjónir þar vestra, og furðuðu þær sig einna mest á hinum gífurlega muni fátækra og ríkra í landinu, og ægði þar þó öllum saman. Einu sinni vöknuðu þær við söng fyrir utan gluggann, og vitaskuld voru þar komnir nokkrir ungir Mexikanar, sem mæhdu upp í gluggann og sungu serenöður á gítarinn sinn. En svo siðavandir eru Mexikanar ,að engin hæfa þyk- ir í því að ungar stúlkur og piltar séu ein á gangi úti á kvöldin eða saman á skemmti- stöðum, það verður að vera í fylgd fullorðinna þangað til bú- ið er að pússa parið saman í heilagt hjónaband. Þá hafa þær stöllur sótt skátamót í Englandi og heim- sótt Norðurlönd, og Kolbrún var í fyrrasumar um tíma í Frakklandi og gætti barna á heimili suður í Pýreneafjöllum. Hún stanzaði og í París og er einna minnisstæðast þaðan ung lingadansleikur, sem haldinn var f Moulin de la Galette, veit- ingamyllunni ,sem listmálarar Hafa gert fræga í málverkum sínum. Engin var þarna sundur- gerð í klæðaburði, og fannst Kolbrúnu þetta vera einna lík- ast hlöðuballi, og þó máttu strákar ekki dansa á skyrtunni. Þegar Skvettur voru spurð- ar, hvaða háskólanám þær hugðust taka fyrir var aðeins ein búin að taka ákvörðun. Það var Hallfríður, sem ætlar út til Þýzkalands að leggja þar stund á þýzka tungu og bókmenntir, og sem áður segir, halda þær Eygló og Kolbrún áfram músik- námi. Skógræktin fær stórgjafir Skógrækt ríkisins hefur verið gefinn um fimmti hluti Sandeyjar í Þingvallavatni með það fyrir aug- um að þar verði gróðursettar trjá- plöntur. Það var Daníel Fjeldsted Iæknir sem gaf Skógræktarfélagi Islands eignarhluta sinn f Sandey, en hins vegar gáfu hjónin Guðrún og Jónas Jónsson frá Hriflu Skógrækt rík- isins sinn eignarhluta. Samanlagt er þetta land um það bil einn fimmti hluti eyjarinnar, en nokkrir einstaklingar eiga hina hlutina. Hins vegar er landið óskipt. Annar gefandinn, Daníel Fjeld- sted, hefur um mörg undanfarin ár farið með trjáplöntur, einkum birki og greni út í Sandey og gróðurse(;t þær í hvamma og bala, þar sem helzt hefur verið jarðveg- ur. Annars er Sandey eldgígur og mestur hluti hennar gróðursnautt og bert hraungjall. Hákon Bjarna- son skógræktarstjóri kvað það gegna furðu hvað plönturnar hafa dafnað þarna vel við ekki betri skilyrði. Þau hjónin Guðrún og Jónas Jónsson óskuðu eftir því um leið og þau afhentu Skógræktinni gjafa bréfið að eignarhluta sínum f Sand ey, að þar yrðu í framtíðinni gróð- ursettar ýmsar trjátegundir.- Mun þegar vera búið að gróðursetja þar nokkuð af plöntum og verður haldið áfram eftirleiðis. Skógrækt ríkisins og skógrækt- arfélögunum hafa borizt ýmsar aðrar ágætar og höfðinglegar gjaf- ir bæði í vetur sem leið og eins f fyrra. Má þar t.d. nefna gjöf, sem Steingrímur Davfðsson fyrrum skólastjóri á Blönduósi og kona lians gáfu nýlega Skógræktarfélagi Austur-Húnvetninga, en það var jörðin Gunnfríðarstaðir í Langa- dal. Er þessi gjöf til minningar um þau Önnu Einarsdóttur og Jón Hróbjartsson, foreldra konu Stein- gríms. Skógræktarfélag Austur- Húnvetninga hefur þegar girt stórt svæði úr landareigninni, þ^r sem settar verða niður trjáplöntur í vor og eftirleiðis. Enn eitt landssvæði hefur Skóg- ► Heath brezki ráðherrann sem fer með mál sem varðar aðild Breta að EBE býst Við að upp- kast varðandí skilyrði verðl fyr- ir hendi í júlf, svo að samveldis- ráðherrar ættu að geta kynnt sér það rækilega fyrir fund brezkra samveldisráðherra í haust. ræktarféiagi íslands borizt að gjöf, en það er skiki úr landi Efri- Reykja í Biskupstungum, sem hr. Árni Helgason ræðismaður íslands í Chicago og kona hans gáfu. En skika þessum höfðu þau hjón hald- ið eftir er þau seldu jörðina á sín- um tíma. Þetta land er upp með Brúará að austanverðu við Hlaup- tungufoss, það er meira eða minna skógi vaxið og er einn vinaiegasti staðurinn með allri ánni. Stjóm, félagsins mun láta gróðursetja í þetta land hið allra fyrsta. Þá hafa bæði Skógrækt ríkisins og skógreektarfélögunum borizt myndarlegar peningagjafir bæði á þessu og eins á s.l. ári frá ýmsum einstaklingum sem áhuga hafa á skógrækt. Hér skulu þær helztu taldar upp. Maður, sem ekki vill láta nafns síns getið, hefur afhent Skógrækt ríkisins 50 þúsund kr. að gjöf og óskað eftir að fjárhæðinni yrði varið til að gróðursetja skóg við botn Isafjarðardjúps. Hefur fengizt land í Laugarbólslandi og þegar hafizt handa þar um gróðursetn- ingu í nokkra hektara, auk þess sem landið hefur verið girt. Gróð- ursetningu verður haldið áfram á næstu árum. Annar maður, sem ekki vill held- ur láta nafns síns getið gaf 5 þús. kr. til skógræktar í Skorradal. Sá þriðji gaf 3 þúsund kr., og skyldi þeirri fjárhæð varið til skógræktar í eða við Hveragerði ef þess væri kostur. Vestur-íslenzk kona, frú María Stormer, hefur á undanfömum ár- um sent Skógrækt ríkisins nokkur hundruð dali til skóggræðslu, og hefur fénu verið varið til gróður- setningar í reit Vestur-íslendinga í Þingvallagirðingunni. Norðmaðurinn, Ludvig G. Braat- hen, sem íslendingum er Iöngu kunnur, ekki sízt fyrir skógræktar- áhuga hans og samskipti hans við Loftleiðir gaf fyrir nokkru 10 þús. norskar krónur til skógræktar, en frá heirri gjöf hefur áður verið skýrt. Er nú fullplantað í Braathen skóg í Skorradal og verður komið upp nýjum Braathenskógi í Hauka- dal í Biskupstungum. Kona, búsett í Reykjavík, hefur afhent Skógræktarfélagi íslands 10 þús. kr. að gjöf og er það eins konar afmælisgjöf í tilefni af 30 ára afmæli félagsins fyrir tveim árum. Ef peningagjafir þessar eru all- ar lagðar saman og norska gjöfin umreiknuð í islenzkum krónum lætur nærri að þessi fjárhæð nemi 130—140 þús. krónum. Er það Skógræktinni mikill styrkur þegar þannig er liugsað til hennar. Bílasýning ‘i I

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.