Vísir - 04.08.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 04.08.1962, Blaðsíða 10
70 Vikan 5. ágúst til 12. ágúst. Hrúturinn, 21. mars til 20. apríl Kvartilaskipti mánans, benda til þess að ýmis viðkvæm atriði varðandi sameiginleg fjármál beri á góma, t. d. maka eða fé- iaga. Það er betra að hafa allt í lagi gagnvart skattayfirvöld- unum og fasteignum. Hætt er við að hagnaður, sem þú reikn- aðir fastlega með gangi þér úr greipum að sinni. Skemmtileg- ar fréttir í sambandi við ásta- málin síðari hluta vikunnar. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Vindurinn blæs nú með maka þínum og félögum. Þú ættir því fremur að leyfa þeim að hafa frumkvæðið í viðfangsefnunum, því það mun reynast betur. Ef til váll muntu þurfa að annast nokkuð viðkvæmt mál, sem þarfnast sérstaklega varfæinnar meðferðar. En það ætti allt að komast aftur í lag. Tvíburarnir, 22. maí til 21. júní: Þú ættir að forðast að blanda þér í málefni annarra í vikunni, þar sem ekki yrði eins auðvelt fyrir þig að losa þig úr því eins og að komast inn í málið. Á vinnustað er þér nauð- synlegt að vera ákveðinn gagn- vart samstarfsmönnum og yfir- mönnum. Otivist muhdi koma sér vel fyrir þig nú þar sem nokkur þreyta sækir að þér. Krabbinn, 22. júní til 23. júlí: Bezti hluti vikunnar er sunnndagur og mánudagur, en þá er hagstætt að sinna ýfnsu varðandi heimili og jafnvel i sambandi við vinnustaðinn. Ýmsir ánægjulegir, óvæntir at- burðir geta átt sér stað í sam- bandi við fjölskyldulífið. Af- staða bendir til að hagstætt sé nú að ráðgera og skipuleggja ýmislegt varðandi heimilið til langs tíma. Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst: Um þessar mundir er afstaða sem mun hafa í för með sér heillavænleg áhrif á Ljósmerk- inga næstu sjö árin. Þetta er aðallega varðandi persónuleg málefni, en meiri hluti þeirra hefur átt við nokkuð erfitt tíma bil að stríða undanfarið. Hvað þessari viku við kemur þá eru ýmsar blikur á lofti heimilis- iífsins og rétt að fara varlega, þegar um viðkvæm málefni er að ræða. En það ætti allt að komast í lag á sinum tíma. Meyjan, 24. ágúst tli 23. sept.: Þú ættir að ganþa úr skugga um það í vikunni að ferðalög, sem þú kannt að takast á hend- ur séu vel skipulögð fyrir fram, sérstaklega hvað tíma áhrærir, ef þú villt forðast vandræði. Ættingjar og nágrannar þínir munu koma talsvert við sögu hjá þér i vikunni og þarfnast sérstakrar eftirtektar þinnar og iagni. Vogin, 24. sept. til 23. okt: Fjármálin eru nú undir aðál- áherzlu í vikunni, og einhver þörf er á að endurbæta og endurskipuleggja tekjuöflun og fjármuni. Óvænt gjöf gæti á- skotnazt þér um miðbik vik- unnar. Þú ættir að eiga serh minnst peningaviðskipti við kunningjana, því að hætta er á að þú verðir hlunnfarinn í þeim viðskiptum. Takmarkaðu út- gjölcfin. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Vikan verður þér hliðholl á flest um sviðum, svo fremi að þú haldir niðri óþolinmæði, sem steðjar að þér. Máninn í þínu merki bendir til að athygli ann- arra muni fremur beinast að þér og þinum málefnum, heldurj en að öðrum I þeim hópi, semiþú umgengst. Nú er einnig mjög hagstætt að hefja nýjar fram- kvæmdir og láta hendur standa fram úr ermum. Bogmaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Vikunni væri bezt varið á þann hátt að halda sig á bak- sviðinu og láta öðrum eftir frumkvæðið. Ef þú ættir veikan vin eða kunningja, þá er ein- mitt hentugt að líta til hans nú og sinna honum eitthvað. — Bezt væri að slá botn- inn í ýmislegt það, sem setið hefur á hakanum nú um nokk- urt skeið og leita sér góðrar hvíldar á kvöldin. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Þú þarft að vera talsvert vandaður i vali vina í þessari viku, því hætt er við að allir muni þeir ekki reynast þér holl- ráðir. Annars er hentugt að fara að skemmta sér meðal vina og félaga. Flæktu þér nú ekki í vandræði annarra ef þú mögu- lega kemst hjá því eins og nú standa sakir. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Þú ættir ekki að treysta mikið á aðra til aðstoðar þér i þessari viku, sérstaklega ekki yfirmenn þína og nánustu ætt- ingja, þ. e. a. s. foreldra. Þú munt þurfa að taka ákvarðanir sjálfur og starfa sjálfstætt. Leiddu hjá þér' vandræði ann- arra á vinnustað, það mun reynast þér vel nú. Fiskarnir, 20. febr. til 20 marz: Vikan ber í skauti sínu samskipti við fólk, sem aðsetur hefur á fjarlægum stað hérlend- jis eða erlendis. Hætt er við að útkoman verði ekki hagstæð að sinni, en allt bendir til að það lagist síðar. Þú ættir ekki að trúa öðrum fyrir viðkvæmum leyndarmálum þínum, haltu þeim að þér sjálfum. —---------------> Devold — Framhaid af 4. síðu. hefur sífellt flutzt norður á bóg inn um Haugasund, Flórey og Álasund. — Þegar síldin hefir hrygnt við strönd Noregs, tekur hún stefnuna til íslands, en þar sem hún er svo seint á ferðinni, get- ur hún stöðvazt móts við Egga. Þar hefir átan nefnilega þokazt upp í efri sjólögin, og f stað þess að halda áfram göngunni til íslands, staðnæmist síldin þarna og etur. Þessi sild, sem er að nokkru leyti farin af braut sinni, hrygnir óeðlilega fljótt og hún leitar þá til stranda Norður-Noregs. Það er hlýi sjórinn, sem hraðað hefir þroska hennar. Að hrygningu lokinni, leitar síldin aftur út í kaldari sjó, en nú fer hún ekki hina eðlilegu leið til fslands, heldur með Noregsrennunni, þar sem hún finnur það hitastig í sjónum, sem þún hefir verið að leita að. Þess vegna mun svo fara, að ári eftir að þessi síld hefir hrygnt við Norður-Noreg, mun hún koma fram á Skagerrak. Hún er þá komin á eðlilega braut aftur. Nýtt „sænkt tímabil“ er hafið, en af því að síldin þarfnast aft- ur árs til að geta hrygnt á ný, verður hún að vera á úfelldu VÍSIR Föstudagur 3. ágúst 1962. ALLAR MOSKVASTÆRÐIR ALLIR GARNSVERLEBKAR STERKARI — ENDINGARBETRI LETTARI — FYRIRFERÐARMINNI SOKKVA FLJOTAR | HNUTALAUSAR NYLONNÆTUR ERU MUN ODÝRARI EN HNÝTTAR LEITIÐ UPPLÝS8NGA sims Hin hnútalausu BADIMOTLESS síldarnætur eru þegar komnar í notkun hjá íslenzkum skipum á sumarsíldveiðunum, og reynast afburða vel. Þeir sem hafa í huga að fá sér síldarnætur fyrir haustvertíCina ættu að hafa samband við okkaur sem allra fyrst. fiakki. Að lokum heldur hún út af Skagerrak, og Vesturlandið má þá búa sig undir nýtt dýrð- artímabil, segir Devold að end- ingu.“ Heriólffsddyr og - Framh. af bls. 9. ar fram á nótt en roskna fólk- ið situr við veizluföng í tjöidum inni og minnist æskuáranna, þeg ar það sjálft steig dans við ást- vini sína í húmi ágústnæturinn- ar. Þannig eru þjóðhátðir þeirra Vestmannaeyinga. ■þórsmörk hefur upp á allt ann- að að bjóða. Til skamms tíma voru það aðeins örfáir feg urðardýrkendur og hugrakkir ferðalangar, sem lögðu leið sína þangað. Leiðin var torsótt, því það þurfti að fara yfir mikil og illfær jökulvötn og þurfti ör- ugga fylgdarmenn og trausta hesta til. En Þórsmörk var stór gjöful þeim sem litu hana auga á sólríkum sumardegi, því nátt- úrufegurð mun vart finnast meiri á nokkrum stað á Fróni. Þar fara saman gróskumiklir skógar, hrikafjöli, tættir tind- ar og hyldjúp gljúfur, hvelfdar jökulbreiður, beljandi jökulvötn og eyðisandar. Við hvert skref, sem stigið er, opnast ný fegurð, nýtt sjónarsvið, sem er hvert öðru tilkomumeira og fegurra. Fjölbreytileikinn, stórbrotleik- inn og litafegurðin er meiri en annars staðar á íslandi. J^ú er aðstaðan til ferða inn á Þórsmörk breytt frá þvi sem áður var. Krakkar og öld- urmaðurinn leggja leið sína þangað jafnt og fólk á bezta skeiði. Markarfljót o'g Þverá, Afföll og Álar, sem áður tor- velduðu leiðina inn á Þórsmörk, eru nú allar brúaðar og ekki tor færur lengur. Krossá ein flæmist enn óbrú- uð yfir svarta sandana, gerir einstöku óvarkárnum bílstjóra skráveifur með því að grafa sandinn undan hjólunum í miðri ánni, en venjulega er þó einhver annar hjálpsamur bíl- stjóri tii aðstoðar og sjaldnast hefur hlotizt af þessu vosbúð eða hrakningar. Þórsmörk á ekki slíka sögu að baki sem Vestmannaeyjar, þó var þar byggð um skeið, in.a. á landnámlstíð. Ásbjörn Reyr- ketilsson og Steinfiður bróðir hans námu þar land, helguðu það Þór og kölluðu Þórsmörk. Talið er að byggð hafi lagzt í eyði í Þórsmörk á 14. öld og helzt getið til að orsakanna sé að leita til eldgosa. Er þess og skemmst að minnast að gífur- legt vikurfall varð þar í Heklu gosinu síðasta, enda þótt gróð- urinn skyti fljótlega upp koll- inum aftur. geinna byggðist Þórsmörk aft- ur, en aðeins skamma hríð og í það skiptið var talið að byggðin hafi lagzt í auðn vegna draugagangs og reimleika. Þar er hellif sem Sóttarhellir heitir, og varð frægur fyrir það að í honum dóu 17 menn á einni nóttu. Höfðu þeir í frammi ó- sæmilegt orðbragð kvöldið áð- ur, en enginn vaknaði til með- vitundar eftir að Iagzt var til svefns nema einn, en sá varð vitstola. Síðan er reimt á Þórs- mörk og jafnvel á allra síð- ustu árum hafa menn flúið þenn an fagra stað vegna drauga- gangs og óhugnanlegra sýna. Ayglýsið s Vísi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.