Vísir - 09.08.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 09.08.1962, Blaðsíða 9
Fimxntudagur 9. ágúst 1962. V'lSIR 9 bylting í fj arskiptatækni Andover og á skerminn sáust síðan letruð orðin: Fyrstu myndimar frá Telstar. Síðan kom Mr. Kappel fram og flutti nokkur ávarpsorð í tilefni þessa viðburðar. Þá var sýnd mynd frá sendistöðinni í Andover og skýrt með myndum af Telstar, hvernig þessum tæknilega á- fanga hefði verið náð. Þegar þessu var lokið hafði Telstar færst svo langt austur yfir Atlantshaf að sambandið slitn- aði. Þessum fyrstu myndum var jafnskjótt sjónvarpað um öll sjónvarpskerfi Bretlands og Evrópu og kom nú í ljós, að Frakkarnir höfðu haft betur í fyrstu lotu, því að myndirnar voru óskýrar og strikóttar í Bretlandi, en skýrar á megin- landinu. En þegar næsta tilraun var gerð í sjöundu umferð Tel- star kringum jörðina höfðu Bretarnir stillt tæki sín betur og var sjónvarpsmyndin nú full komlega eins skýr og venjulegt sjónvarp . En vegna ferðar gervitungls- ins um himininn myndi þurfa þrettán slík gervitungl í 13 þúsund km hæð til þess að geta haldið uppi stöðugum sjónvarps sendingum. Áður en til þess kemur getur Mr. Kappel og Bell símafélagið hans verið búin að fá harða samkeppni. Þvl að tvö önnur stórfyrir- tæki i Bandarfkjunum eru að vinna að sínum hugmyndum um alheimssjónvarp. Það eru fyrirtækin RCA og Hughes Company. RCA er vel þekkt um allan heim. Það hefur frá upphafi staðið í fararbroddi í sjónvarps nýjungum. Það hóf fyrst allra reglulegar sjónvarpssendingar og nú hefur það um langt ára- bil unnið að því að fullkomna sjónvarp í eðlilegum litum. Gervitungl það sem RCA vinn ur að kallast „Relay“ og má þýða sem „endurvarp“. Það á að vera tilbúið í haust og verð ur þá skotið upp. Relay vinnur samkvæmt sömu lögmálum og Telstar, en verður fullkomnara og öflugra til sjónvarpssendinga þar sem það verður eina hlut- verk þess meðan Telstar hafði ýmsan annan útbúnað til fjar- skipta. í þriðja lagi kemur sjónvarps kerfi það sem Hughes Company vinnur að og er með öðrum hætti en kerfi hinna félaganna. JLTughes er ekki mikið þekkt fyrirtæki utan Bandaríkj- anna. En upphaflega var þetta flugvélaverksmiðja. Eigaipdi þess var hinn frægi flugmaður og milljónamæringur Howard Hughes sem átti mikinn hluta risaflugfélagsins Trans World Airlines og Lockheed flugvéla- verksmiðjuna. Á stríðsárunum stofnaði hann fyrirtækið Hugh- es Aircraft Company, sem skyldi vinna að nýjungum í flugvélasmíði. Þá smíðaði það m.a. stærstu flugvél sem nokk- urntíma hefur verið gerð í heim inum, risaflugbátinn Mars, sem hóf sig þó aðeins einu sinni til flugs. Siðan hefur Hughes snúið sér að smíði eldflauga og lagt sinn skerf af mörkum til smíði geim skipa. Það er út frá því sem þetta fyrirtæki er nú að undir- búa nýtt kerfi alheims^jón- varps, sem er frábrugðið hug- myndum hinna tveggja, og hef- ur því verið gefið nafnið Syn- com. sæir, þegar borið er saman við Telstar. Sé gervitunglið á sín- um fasta stað yfir miðju Atlants Maðurinn, sem fyrstur kom fram í Telstar-sjónvarpinu, Frederick Kappel framkvæmdastjóri bandariska símafélags- ins AT & T, sem átti hugmyndina að því að nota gervitungl til að senda sjónvarp milli heimsálfa. Samkvæmt því er meiningin að skjóta „Syncom" gervi- hnetti upp í 36 þúsund kíló- metra fjarlægð frá jörðu eða nærri þrisvar sinum fjær yfir- borði jarðar en gervitungl hinna kerfanna. Þar er ætlunin að tunglið hafi 10 þús. km. hraða á klst. og snúist í sömu átt og jörðin sjálf. Kjarninn í þessari hugmynd er sá ,að Syncom gervitunglið fylgi svo nákvæm- lega eftir snúningi jarðar að það haldist stöðugt á sama stað á himninum. Kostir þessa eru auð hafi, þá yrði stöðugt hægt að senda sjónvarp milli álfanna. TArðið „Syncom“ þýðir í raun- inni aðeins þetta eðli gervi tunglsins, að ferð þess sé „sam- ræmd" snúningi jarðarinnar. Og þannig myndi gervitunglið verka eins og geysilega há sjón- varpsstöng, örugg og alltaf á sínum fasta stað, hundrað sinn- um hærri en Eiffelturninn eða spíran á Empire State skýja- kljúfnum í New York. Syncom er í það mikilli hæð, að sjónvarpsbylgjurnar frá hon- um myndu ná greiðlega til ]/3 hluta jarðarinnar. Til þess að gera alheimssjónvarpið að veru- leika þyrfti aðeins að setja þrjár slíkar stöðvar á sporbraut í kringum jörðina. Það er áformað að skjóta Syncom gervitunglinu á Ioft á næsta ári 1963. Og ef þá tekst vel til er ekki ólíklegt að þrír hnettir af Syncom tegund verði komnir upp á himininn ár- ið 1964. Sendistöðvarnar í þeim eru svo miklu öflugri en í Tel- star, að hugsanlegt er að sjón varp frá þeim sjáist á móttöku- tækjum um allan heim án sér- stakra móttökustöðva. Þá gæti jafnvel ræzt sú hugmynd, sem virzt hefði ótrúleg fyrir nokkr- um árum, að hægt verði að senda sjónvarp frá Olympíleik- unum f Tókyó um gervalla ver- öld. Það er þegar búið að ákveða staðsetningu Syncom gervihnatt anna þriggja. Þeir eiga allir að vera yfir Miðjarðarbaug. Sá fyrsti yfir eyjunum Baker og Howland í miðju Kyrrahafi, ann ar yfir Malabar eyjum í Ind- landshafi. suður af Indlandi og sá þriðji yfir eynni St. Paul úti í miðju Atlantshafi milli Brasi- líu og Afríku. Einu byggðu landssvæðin sem yrðu utan dragvíddar sendistöðvanna með þessum hætti yrðu nyrsti hluti Skandinaviu og Norður Græn- land. Cyncom gervihnötturinn myndi ^ þannig hafa gerbyltingu í för með sér, en ekki aðeins á sviði sjónvarps, heldur líka og ekki síður, á sviði allra fjar- skipta. Þar er um svo stórkost- lega byltingu að ræða, að menn eru farnir að spyrja sjálfa sig, hvort allar hinar miklu síma- línur og sæsímar milli landa verði ekki algerlega óþarfar. — Gervihnötturinn Telstar gat tek ið samtímis á móti og sent á- Framh. á 13. síðu. minnti á þann sögufræga at- burð fyrir meir en hálfri öld, þegar italski uppfinningamaður- inn Marconi hafði látið reisa fyrstu loftnetsstengurnar á ír- landi og Nýfundnalandi og sendi fyrstu loftskeytin yfir Atlantshafið. Allir viðstaddir gerðu sér það enn ljóst, að hér var að gerast sögulegur við- burður. Ef þessar tilraunir gengju vel gat þetta þýtt upp- haf alheims-sjónvarps. En þarna var við ýmsa erfið- leika að stríða. Fyrst og fremst, að aðeins var hægt að senda sjónvarpsefni, stutta stund í einu, meðan Telstar gervitungl- ið væri yfir miðju Atlantshafi. Gervihnötturinn hélt áfram sinni hröðu ferð umhverfis jörð ina og í hverri umferð var að- eins hægt að nota hann um hálftíma til útsendinga. ■fjað var loks í sjöttu umferð hans kringum jörðina sem fyrsta tilraunin var fram- kvæmd. Fyrst fór fram útsend- ing frá Bandaríkjunum til Evr- rópu. Stjórnendur móttöku- stöðvanna í Bretlandi og Frakk landi ýttu á hnappa og allt í einu sást mynd á sjónvarps- skerminum. Það var bandaríski fáninn, sem blakti á þeirri stundu yfir sendistöðinni í Sjónvarpssendingin sást skýrt á sjónvarpstækjum hvarvetna í Vestur-Evrópu. Þessi mynd var tekin í Rómaborg á heimili kvikmyndaleikkonunnar Ginu LoIIobrigidu, þar sem hún horfir hrifin á samtíma sjónvarpssendingu af blaðamannafundi Kennedy forseta úr Hvíta húsinu I Washington. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.