Vísir - 17.08.1962, Blaðsíða 13

Vísir - 17.08.1962, Blaðsíða 13
‘Föstudagur 17. .ágúst 1962. Föstudagsgreinin — Framhald af bls. 9. t. d. algerlega undir stærð geimskipanna komið, því stærri sem þau eru, því meiri birgðir geta þau borið. Það var auðvitað fyrir löngu viðurkennt, að Rússar komust fram úr Bandaríkjunum í eld- flaugnasmíði af því að þeir tðku beint við eldflaugafram- kvæmdum þýzku nazistanna i stríðslok og héldu þeim síðan linnulaust áfram, meðan Vest- urveldin tímdu ekki að leggja í slíkan „vígbúnað“/ á friðar- tfmum. En nú eru Bandaríkjamenn langt komnir með að smíða og fullkomna jafnvel helmingi stærri eldflaugar en Rússar eiga nú, eða með yfir 1000 tonna þrýstikrafti. Því hefur svo verið talað um að Banda- ríkjamenn séu að draga á Rússa í geimferðakapphlaup- inu, en engum hefur dottið í hug, að þeir kæmust einu sinni jafnfætis þeim fyrr en þeir eiga að minnsta kosti jafn kraft- miklar eldflaugar og þeir. Næstu sporin. Næstu mikilvægu áfangarnir í geimferðum eru að geta stýrt geimskipum út af sinni annars föstu braut „farið að sigla“ eins og mætti kalla það og síð- an að geta tengt fleiri geim- skip saman, búið til geimstöð. Hvorugt tókst Rússum f þess- um síðustu ferðum. Ætlar að verða undarlegur seinagangur hjá þeim að framkvæma þetta, þar sem þeir virðast hafa átt í mörg ár nógu kraftmiklar eld- flaugar. Því miður er svo mik- il leynd yfir öllurp aðgerðum Rússa, að ekki er vitað, hvaða þröskuldur hefur komið í veg- inn. Auðséð er af ummælum ýmissa vestrænna vísinda- manna, eins og prófessor Low- ells við Jodrell Bank, að þeir gerðu ráð fyrir þvf, að Rússar framkvæmdu slíka „siglingu" núna. En svo varð ekki. Getur hugsazt að meira elds- neyti þurfi til þess og enn stærri eldflaugar og má þá vera að Saturnus-eldflaugarnar sem Bandaríkjamenn eru nú að Sex biðu bana i „funnufiug;i" Frétt frá Melbourne hermir, að rannsókn sé lokið á hinu mikla flugslysi, sem varð i Ástralíu í fyrradag. í þessu flugslysi biðu bana fjórir af beztu flugmönnum ástralska flughersins og tveir farþegar, en þetta var á flugsýningu og flugu flugvélarnar, sem voru af Vampire- gerði í hóp með reglubundnu milli- bili og virtist allt í fullkomnu lagi og cins rétt fyrir slysið er flugvél- arnar skyndilega lækkuðu flugið — og hröpuðu til jarðar með ofan- greindum afleiðingum. Þær möl- brotnuðu allar. Flugmenmrnir voru í svonefndu „tunnuflugi“, er þetta gerðist, þ.e. flugu í hringa, eins og þegar velt er tunnu. koma fram með reynist heppi- legri til þess. Vel má líka vera að Rússar komi fram með ein- hverjar enn öflugri eldflaugar á næstunni. Kapphlaupið er dýrt. Milli þessara tveggja stór- velda er nú háð hart kapp- hlaup um það hvorir verði fyrri til að senda mann til tunglsins. Svo einkennilega vildi til, að New York Times og önnur bandarísk blöð höfðu birt nokkrum dögum áður en Rúss- ar skutu sínum tveimur mönn- um á loft, ýtarlegar frásagnir af svokallaðri átælun Appollo. I henni er stefnt að því að koma fyrstu bandarísku geim- förunum til tunglsins innan fimm ára. Kannski geta Rússar enn orðið á undan, en þó er svo mikið víst, að þegar Banda- ríkjamenn taka hinar voldugu Saturnus-eldflaugar sínar f notkun til geimflugs innan tíð- ar, hafa þeir komizt langt til jafns við Rússa, því að ekki virðist hafa verið um neinar stórmerkar tæknilegar framfar ir í þessum síðustu geimskot- um Rússa að ræða, þó vísinda- legur árangur af þeim geti kom ið að gagni. 1 kapphlaupinu mikla hafa Bandaríkjamenn í hyggju að eyða á næstu 10 árum um 30 milljörðum dollara, þ. e 1.20.- 000 milljónum króna. Mikið skal til mikils vinna. Hvarflar það oft að manni, að skynsamlegra væri fyrir þessi stórveldi að líta sér nær, halda sér við jörðina og nota þessar gríðarlegu fjárhæðir til að bæta lífsafkomu og aðbúð fólksins á jörðu niðri. Hér niðri á móður jörð er nóg verkefni að vinna, erfiðleikar og fátækt í öllum heimsálfum. En það er sagt, að vísindin verði að hafa sinn framgang. Það verður að kanna himin- geiminn. Það verður að sigla til nærri heima. Þorsteinn Thorarensen. Tveir sinsasf Tvö minni háttar slys urðu í Reykjavík í gærdag. Skipverji á m.s. Heklu datt í skipinu, þar sem það lá í Reykja- víkurhöfn, og meiddist hann eitt- hvað á höfði, en ekki alvarlega að þvi að talið var. Hitt slysið varð við innganginn að Búnaðarbankanum í Austur- stræti. Fimmtán ára piltur, Egg- ert Geirsson, Grettisgötu 44, var að aðstoða verkamenn sem voru við vinnu uppi á skyggninu fyrir ofan innganginn í bankann. En Eggert varð fótaskortur og hrap- aði niður. Hann meiddist eitthvað og var fluttur í slysavarðstofuna. ► Árekstur varð milli bifreiðar og járnbrautarlestar í vikunni við Dax í Suðvestur-Frakklandi. Fjórir menn biðu bana, en þrír særðust. Flakarar ÓSKAST STRAX. FROST HF. Hafnarfirði — Sími 50165. VISIR H9 skarar framur Sí-slétt efni — strauning óþörf Sportskyrtan Frábærlega falleg og vönduð skyrta að allri gerð Castro vaatar sápu Nú má heita, að alger skortur sé á sápu á Kúbu — og raunar ér þar skortur á mörgum öðrum nauðsynjum. ( Kommúnistablaðið Hoy hefir ritað nokkuð um þetta og bent mönnum á, að ekki geri til, þótt fullfrískt fólk geti ekki þvegið sér með sápu daglega. Jafnframt hefir eitt af skáldum flokksins verið látinn semja eins konar stríð- söng, sem fjallar um, að í rauninni sé sápuskortur til góðs! ítalska stjórnin hefir ákveðið að þjóðnýta öll raforkuver í landinu. Miklar deilur hafa verið um þetta mál innan ríkisstjórnar Italíu, en þó ekki svo heitar, að hætta væri á að stjórnin klofnaði eða missti þingfylgi. Að endingu var svo sam- þykkt á fundi í gær, að ríkið kaupi öll raforkuver, sem eru í einka- eign, samkvæmt mati. Matsveina- og Veit- ingabjónaskólinn Matsveina- og veitingaþjónaskólinn tekur til starfa í byrjun september. Innritun fer fram í skrifstofu skólans 18. og 20. þ. m. kl. 3—5 síðdegis. í októberbyrjun hefst 8 vikna kvöldnámskeið fyrir fiskiskipa-matsveina. Nánari upplýsing- ar hjá skólastjóra í síma 19675 og 17489. i Skólastjóri. T R E <x> cr> ers LAUGAVEGI 166 VERZLUNARSÍMI 22229 GLÆSILEG HÚSPRÝÐI ViSS-sófasett VÖNDUÐ OG STÍLHREIN FJÖLBREYTT ÁKLÆÐI PLAST-sófaseff EINKAFRAMLEIÐSLA FRA VlÐI HENTUG OG ÓDÝR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.