Vísir - 20.08.1962, Blaðsíða 15

Vísir - 20.08.1962, Blaðsíða 15
f Mánudagur 20. ágúr ^62- VISIR SAKS^ÁLASAGA þ EFTIR CHARLES WILLIAMS FJÁRSJÓÐURINN 33. ég viljað losna við það. Ósjálf- rátt fór ég að leita að 5-centa peningi í vösynum, en fann eng- an. Og nú blátt áfram lak af mér svitinn — og það voru ekki nema þrjár mínútur eftir, þegar ég sá til hennar og hún nam staðar á næsta götuhorni til þess að bíða eftir mér. Ég ók af stað og renndi upp að gangstéttinni og hún hoppaði inn í sætið við hliðina á mér og var varla setzt er ég spurði: — Fékkstu þá? Gekk allt eins og í sögu? Engir. erfiðleikar? Hún hló. — Alls engir. Vertu nú ró- legur, og þegar þú rétt strax verður að nema staðar við rautt ljós, skal ég sýna þér dálítið. Og þegar ég nam staðar var taugaspennan orðin svo mikil, að ég rétt gat hvíslað hásum rómi: — Lofaðu mér að sjá — opn- aðu hana! Hún sat með töskuna í kjölt- unni og hún opnaði hana nægi- lega til þess að ég gæti séð seðlabúntin. — Sjáðu, Lee! Það-var dásamleg sjón. Og allt sem ég h'afði orðið að þola, var mér gleymt. Búnt á búnt ofan! Mig langaði til að rífa límbönd- in utan af og gramsa 1 hrúgunni. — Sjáðu, sagði hún og sprengdi límband utan af einu og rótaði dálítið í seðlunum, en ég kreppti hnefana svo fast um stýrishjólið, að hnúarnir hvítn- uðu. Hún lokaði töskunni og ég rétti henni þriðja lykilinn. Hún tók við honum og þrýsti hönd mína um leið og sendi mér löng- unarhýrt tillit. — Þegar þú ert búin að sækja það sem eftir er, sagði ég, — eigum við þá ekki að aka heim sem snöggvast — vera þar bara nokkrar mínútur. Susie hefur víst ekkert á móti því? Hún horfði á mig blíðlega. — Það hefur hún áreiðanlega ekki — í nokkrar mínútur. Hún lagði töskuna til hliðar við sig i sætinu og fór að dunda við að laga til sokkana, og var ófeimin að sýna fallegu fótlegg- ina sína, og svo brosti hún til mín enn einu sinni kærleiksríku brosi. Það var dásamlegt. Ég gat rétt aðeins heyrt hvísl henn- ar: — Það er víst skammarlegt að segja það, í glaða sólskini hér í miðri umferðinni niðri í bæ, en ég held að það verði eins og opinberun fyrir okkur bæði, hvernig Susie er. — Æ, ætlar aldrei að koma grænt ljós! Ef hún þagnaði ekki mundi ég missa stjórn á mér. Svo dá- samleg var hún. Þótt ég ætti tuttugu líf fyrir höndum, fannst mér ég mundi aldrei eiga neitt slíkt í vændum sem nú. — Hún hafði leikið á alla og hélt, að hún hefði líka leikið á mig. En undir eins og við værum komin í íbúðina og Susie leikið sínar listir mundi ég draga mig í hlé með 120.000 dollara, sem ég ætl aði ekki að láta neinn annan fá — ekki einn dollar. — Og allt mundi þetta ganga að óskum og hún mundi raunverulega hjálpa rr\ér til þess — það var allt svo ævintýralegt, að það var næst- um óskiljanlegt. Loks var komið grænt ljós og ég ók áfram, en það var svo mikil umferð fyrir utan Kaup- mannabankann, að ég varð að aka stóran hring og koma aft- ur, en þegr ég- kom öðru sinni, var maður að aka bíl sínum af bílastæði rétt fyrir framan okk- ur. Ég brosti yfir heppni minni og hún ldappaði mér á handar- bakið. Ég horfði á eftir henni, á æs- andi göngulagið, og ég hugsaði eitthvað á þá leið, að enginn sjómaður hefði séð jafn girni- lega konu, ekki e.inu sinni í draumi. Eftir svo sem tvær mínútur yrði biðinni lokið. Ég reyndi að kveikja mér í sígarettu, en var svo skjálfhent- ur, að ég gat það ekki. Og allt í einu kom lögregluþjónn og fór að athugá stöðumælana og mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Hann hélt áfram án þess að horfa á mig og ég dró andann léttara. Ég setti spegilinn þannig, að ég gæti séð, er hún kom, án þess að snúa mér. Svo greip ég báðum höndum í sætið og hélt j í það dauðahaldi. Mig hefði aldrei getað órað i fyrir, að seinustu mínúturnar yrðu svona hræðilegar. Ég hugs- aði um peningana. Ég hugsaði um svefnherbergið heima, um gluggatjöldin, um Susie. Svo reyndi ég að hrinda þessum hugsunum frá mér, en gat það ekki. Hve margar mínútur hafði hún verið fjarverandi? Ég vissi það ekki, Mér fannst allt, allt í heiminum halda niðri í sér and- anum í skelfilegri bið. Og svo kom ég auga á hana. Hún kom út úr bankanum og gekk niður tröppurnar-og á ská 1 í áttina til bílsins. Það leið eins og andvai-p frá brjósti mínu. Nú var þetta búið. Nú var að- eins eftir ökuferðin heim í íbúð- ina. Ég setti hreyfilinn í gang og ópnaði dyrnar brosandi. Hún , sá brosið og hreyfinguna — og ; brosti sjálf. En hún nam ekki staðar. Hún gekk fram hjá bílnum. Hún hélt á töskurmi í vinstri hendi og ég sá greinilega merk- ið sem hún gaf með þremur fingrum, um leið og hún fór fram hjá ... Það var kveðjumerki... ? A R 2 A N ...LATEK, IN TH5 7AKK OP M'GHT, TAKZAN WAS KOUSEI7 BY HÖKZI8LS 9CZBM\6. PRAMTlC VILLAGEKS STUM3LEP’ AN? FELL— TKYIMG TO ESCAFE A FK.EAFFUL TEKKOZ' AFTEK 5EIMG L0CKEF IM A CELL, THE AFE- A\AN FONFEKEF OVE8 THE STKANGE }, ZUA\5LINS SOUNR OF COUZSE! HE HAF 9EEN SFAKEF 5Y A FKEAK'SH ACT OF NATUZE— AVT. LUNYA MUST 5E VOLCANIC! VMÍllUj.- jeM CiiAKíO Þiúr* b‘ý*llniu4 rSTtuw Srvd’lMu' Eftir að þafa verið lokaður inni | um. j vera eldfjall, . ópum. í fangaklefa, velti Tarzan vöng-1 Auðvitað. Hann hafði fengið vís-1 Seinna um nóttina var Tarzan j Óðir þorpsbúar riðuðu og féllu um yfir hinum einkennilegu drun-' bendingu — Mt. Lunya hlaut að vakinn af hræðilegum, skerandi ' og reyndu að flýja borgina. 0 Barnasagan ' KALLI ®g græm pófa- goukur- C.O». MAITIN TOONOtl Þegar stýrimaðurinn kom til baka, stóð Kalli við boorðstokk- inn og augu hans skutu gneist- um. Ég skipaði þér að vera kyrr um borð og gæta skipsins. Og hvaða fugl er þetta? Hann verður okkur til gæfu, stamaði stýrimaðurinn, hann hef- ur gert það i hundrað ár, og ég keypti hann fyrir tuttugu og fimm silfurpeninga. 25 silfurpeninga fyrir þetta hruma dýr. En, sagði stýrimaðurinn, þetta er gamall sjómannssiður. Náung- inn sagði það. Heimskingi, öskraði Kalli. Þfeir vilja láta sjómennina halda að Rauða hafið sé úr berjasaft, þessir landkrabbar. —í Við förum í dag, farðu til þinnar vinnu, og þú ge^- ur tekið þennan arga fugl með þér. Aumingi! æpti páfagaukurinn. 15 Komið þér sælir, eruð þér ljónatemjarinn? Ég var í þann veginn að henda mér út úr bílnum og hlaupa á eftir henni, en ég hætti við það snögglega, — blákaldur sannleik urinn rann allt í einu upp fyrir hugskotssjónum mínum og hafði þau áhrif á mig, að ég lamaðist og gat ekki hrært legg né lið nokkur augnablik. — Ég heyrði eins og veikt bergmál af neyðarópi, sem kom úr innstu fylgsnum sálarinnar. En það heyrðist ekkert hljóð nema frá umferðinni allt í kringum mig. - Hún gekk hægt eftir gangstétt inni og vaggaði mjöðmunum. Nú vissi ég vart lengur hvað ég gerði. Ég ók út af bílastæð- inu og var slíkt óðagot á mér, að við lá að bíl væri ekið á mig. Sá, er honum ók, varð að nema staðar snögglega, rak hausinn út um bílgluggann og hellti sér yf- ir mig. En ég ók út í umferðina og þetta var sem illur draumur. Ég ók meðfram gangstéttinni, þar sem hún hélt rólega áfram, en hún hélt áfram eins og hún sæi mig ekki. En aðrir veittu mér athygli og ég reyndi að láta fara sem minnst fyrir mér. Ég ók á- fram á gönguhraða og þeir, sem eftir mér voru, blésu í ákafa í bílaflautur sínar, því að þeir voru orðnir óþolinmóðir yfir að verða að sniglast þannig áfram. Nú voru gatnamót framundan og nú kom rautt Ijós og hún nam staðar á gangstéttinni eins og aðrir og beið eftir grænu Ijósi og ég gaf henni veikt merki með flautunni, en hún sneri sér við hægt og horfði á mlg, eins og hún hefði aldrei séð mig ' fyrr. Ég reyndi að myn’da orð ; með vörunum: Vertu svók vin 1 samleg að — — ■**•:■*, I En hún hætti að horfa S-jnig. Það kom grænt ljós og hún gekk yfir götuna, fylgdist með straumnum, en svo sneri hún við allt í einu og fór inn í hlið- argötu, og ég var kominn of langt til þess að taka beygjuna! til þess að fara *. eftir henni.j en ég gerði það samt. — Mér! fannst ég vera í heimi, þar senv allir voru orðnir brjálaðir. Alltj var dimmt og stormur geisaðil og ég kastaðist til og frá í fjár- . viðri. Þannig fannst mér þaðl : vera. Ég straukst við bfl, sem hafði stanzað við rautt ljós f i hliðargötunni. Blásið var í flautu en ég hélt áfram og rakst á bíl, og nú var blásið í ótal bíl- flautur og allt var ein kös og lögreglumaður kom hlaupandi. Öll umferð hafði stöðvazt og f nokkurri fjarlægð hélt hún á- fram göngu sinni eins og ekkert óvænt hefði komið fyrir og allt væri í bezta gangi. Ég opnaði bílhurðina í skyndi og hljóp á eftir hgnni og ótal hendur reyndu að stöðva mig, þeirra ... i ( (• I. j * I l I í" I ,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.