Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1992, Blaðsíða 25

Tölvumál - 01.04.1992, Blaðsíða 25
Apríl 1992 hafði verið möguleg, þar sem allar heimsóknir höfðu áður verið skráðar í um 10 bækur allt eftir eðli heimsóknarinnar. Fljótlega sýndi sig að ekki var nægjanlegt að geta bókað eina og eina heimsókn í einu heldur þurfti að vera hægt að skilgreina heila meðferð og bóka hana í heild, t.d. ef sjúklingur á að koma daglega næstu 25 daga í geisla- meðferð á línuhraðli. Farin var sú leið að skilgreina meðferðar- skemu sem lýstu heilum með- ferðum og bóka allt skemað í einu. Allt árið 1988 var unnið að þessu og því að gera kerfið sveigjanlegra og opnara með því að hafa það töfludrifið. Hinn 1. mars 1989 opnaði hin nýja K-bygging Landspítalans, en hún hýsir Geislameðferðar- einingu Krabbameinslækninga- deildarinnar, og um leið var ný útgáfa af kerfinu tekin í notkun. Þessi útgáfa var hin fyrsta sem segja má að staðið hafi undir þeim væntingum sem gerðar voru 4 árum áður þegar verkefnið hófst. Tölvuþekking hf. og útflutningur í júlí 1988 var Tölvuþekkingu breytt í hlutafélag og stærstir hlutahafa urðu, ásamt Oddi Benediktssyni, Ríkisspítalar og Tækniþróun h.f. Um sama leyti var farið að huga að sölu kerfisins erlendis. Helst voru bundnar vonir við að selj a kerfið til dönsku Ríkisspítalannaen þær vonirbrugðust. Þávarmérásamt Gunnari Ingimundarsyni, for- Conference invitafion t Félagsmenn munu hafa fengið sendan bækling um NordDATA'92, ráðstefnu norrænu skýrslutæknifélaganna, sem að þessu sinni verður haldin í Tampere í Finnlandi, 15. - 18. júnín.k. Ibæklingnummásjáað dagskrá verður mjög fjölbreytt og fyrirlesarar koma víða að (m.a. frá Islandi). Að beiðni Skýrslutæknifélags íslands hefur ferðaskrifstofan ALÍS í Hafnarfirðir tekið að sér að útvega hagkvæmustu fargjöldin og annast aðra fyrirgreiðslu fyrir feiagsmenn. Þeir sem hafa hug á að sækja ráðstefnuna er því bent á að snú sér til ferðaskrifstofunnar ALÍS. ÆÍC Jr mwmmmr FERÐASKRIFSTOFA 25 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.