Tölvumál - 01.10.1992, Page 13

Tölvumál - 01.10.1992, Page 13
Október 1992 Microsoft Windows NT á leiðinni Vilhjálmur Þorsteinsson Greinin birtist áðnr í ÍF-fréttum, fréttabréfi Islenskrar forritaþróunar hf. í lok júlí var haldin í Brussel ráðstefna Microsoft um Windows NT stýrikerfið. Ráðstefnan var ætluð þeim sem hanna og smíða hugbúnað fyrir Windows og sóttu hana um 800 manns. Meðal ráð- stefnugesta var einn starfsmanna IF. Verðurhérgreintfráþví mark- verðasta sem fram kom, í stuttu máli. Flestir munu kannast við Microsoft Windows hugbúnað- inn, sem vinnur ofan á DOS- stýrikerfinu og lætur forritum og notendum í té samræmt grafískt viðmót. Windows NT er næsta kynslóð Windows-fjölskyld- unnar. NT þarf ekki DOS- stýrikerfið, enda innifelur það fullkomið 32ja bita stýrikerfi. NT er fyrsl um sinn einkum ætlað til notkunar á netþjónum og hjá kröfuhörðustu notendunum. Windows 3.1 mun lifa góðu lífi áfram og reyndar er von á viðbót við 3.1 sem nefnist Windows for Workgroups og innifelur ýmsa nettengimöguleika og rafeinda- póst. Á ráðstefnunni kynntu forritarar frá höfuðstöðvum Microsoft í Washingtonfylki í Bandaríkjun- um möguleika NT. Til reiðu var salur með um 30 tölvum þar sem ráðstefnugestirgálu sjálfirprófað kerfið. Jafnframt var öllum gestumaflienturgeisladiskurmeð for-útgáfu NT, en prófunarútgáfa (beta release) kemur í byrjun október og endanlegt stýrikerfi er væntanlegt á markað í byrjun næsta árs. NT er ólíkt DOS og Windows 3.1 að því leyti að kerfið er ekki einungis fyrir tölvur með Intel örgjörva. NT keyrir einnig á RlSC-örgjörvum frá MIPS og Digital, og er fyrrnefnda útgáfan innifalin á geisladisknum sem ráðstefnugestir höfðu með sér heim. Það var skemmtileg sjón að sjá Windows-viðmótið birtast á skjá MIPS RISC vinnustöðv- anna sem til reiðu voru í tölvusal ráðstefnunnar. NT getur nýtt sér fleiri en einn örgjörva ef þeir eru fyrir hendi í tölvunni. Þá er verkum skipt niður á örgjörvana eftir því sem þörf krefur. Með þessum mögu- leika horfa hönnuðir NT til fram- tíðar, og samhliða útbreiðslu NT munu sífelll fleiri tölvufram- leiðendur bjóða fjölgjörva tölvur sem rnunu margfalda aflcöst á við það sem nú þekkist. Á ráð- stefnunni var NT sýnt á Compaq Systempro tölvu með tveimur 486 örgjörvum, en á hliðstæðri ráðstefnu sem haldin var þrernur vikum fyrr í San Francisco var NT kynnt á NCR tölvu með átta 486 örgjörvum. Aðrir helstu kostir NT umfram DOS og Windows 3.1 eru meðal annars: * Stýrikerfið er 32ja bita út í gegn, sem þýðir meiri hraða og auðveldari meðhöndlun stórra gagnasafna. * Forriteru algjörlega varin hvert fyrir öðru. Forrit getur ekki fryst önnur forrit eða skrifað yfir minnisgögn þeirra. Þótt einn gluggi á skjánum hætti að taka við inntaki er unnt að halda áfram vinnslu við aðra glugga. * NT hefur öflugt öryggiskerfi sem mætir kröfum bandarískra yfirvalda á stigi C2. * Nýtt skráakerfi í NT, NTFS, gerir út af við CHKDSK for- ritið og býður aukið öryggi. NTFS hentar sérstaklega vel fyrir netþjónustu. * Nettengingar eru innbyggðar í NT, þar á meðal nánast allur Microsoft LAN Manager net- þjónshugbúnaðurinn. Boðið er upp á köll milli undirforrita áneti (RPC) samkvæmt DCE- staðli sem t.d. Hewlett- Packard, IBM og DEC fara einnig eftir. * NT getur hermt eftir POSIX (stöðluðu undirmengi UNIX stýrikerfisins) og OS/2 1.3 í stafaham. * Þýðingarmikið atriði fyrir Islendinga: NT notar svo- kallaða Unicode stafatöflu í allri innri vinnslu. Unicodeer 16 bita stafatafla sent inni- heldur flest tákn mannlegs ritmáls, þar á meðal íslensku táknin á góðum stað, þökk sé meðal annars baráttu gegn "Tyrkjaráninu síðara", sem komst í fréttir fyrr á árinu. Sífelldar þýðingar milli mis- munandi stafatafla verða úr sögunni og von er til þess að íslensk röðun, breytingarmilli hástafa og lágstafa o.s.frv. verði sjálfkrafa rétt í öllum hugbúnaði sem skrifaður er fyrir NT. Að auki getur NT keyrt eldri Windows 3.1 og DOS forrit. Þó má búast við að nokkur DOS 13 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.