Vísir - 22.08.1962, Blaðsíða 13

Vísir - 22.08.1962, Blaðsíða 13
— Umferðarsíða Vísis Miðvikudagur 22. ágúst 1962. Framhald af bls. 9. Ekki mikið um þjófnaði unglinga. I hýbýlum Rannsóknarlög- reglunnar við Fríkirkjuveg hitt- um við fyrir Tómas Einarsson og spjölluðum við hann stutta stund. — Er hægt að segja að það sé mikið um bílþjófnaði ungl- inga? — Nei, þ’að er varla hægt að segja það sé mikið um slík af- brot meðal unglinga, að minnsta kosti fáum við ekki mörg slík mál til meðferðar. Það var nokkuð mikið um þjófn aðarmál á skellinöðrum en það er nú í rénum. Á borðinu fyrir framan Tóm- as er skýrsla yfir bílþjófnað, sem níu unglingar eru meira eða minna viðriðnir. En aðal- lega kemur við sögu 11 ára gamall drengur og fer frásögn hans hér á eftir nokkuð stytt. Bjuggu til lykil. Það var enhvern tíma í sum- ar, sem ég fór að keyra bíla. Fyrst var strákur með mér sem heitir x, og keyrði hann fyrsta bílinn sem við tókum. Bjó hann til lykil, er hann notaði við bíl- inn og var lykillinn úr suðuvír. Við tókum Skoda. Þegar við höfðum keyrt hann tókum við Moskwitch og keyrði ég þá líka. 1 millitíðinni tók ég Skoda og keyrði hann einn, var þá strákur með mér sem heitir z. En strákurinn truflaði mig þvi hann var alltaf að segja við mig að keyra ekki of hratt eða of hægt, svo skein sólin líka í augun á mér. Við þetta sveigði ég bílnum út í kantinn, þá kall aði hann. „Þú ert að fara út af og rauk á mig og tók í stýr ið, svo bíllinn fór út af vegin- um og út í skurð. Þá sparkaði strákurinn framrúðunni úr og um leið brotnaði hliðarrúðan. Við fórum út um hliðarglugg- ann og hlupum burt með lífið í lúkunum, og bíllinn lá í skurð- inum og var í gangi. Þetta var áður en x tók Moskwitch-bílinn. Svo var það fyrir svona mán- uði að ég fór að strákdraugn- um, sem nú er staddur hjá Rannsóknarlögreglunni, ásamt mér. Hann stakk upp á því að við færum að keyra því hann hafði heyrt hvað hafði skeð hjá okkur z. Því z hafði kjaftað því í alla. Við tókum Skoda bíl. Ég notaði vír til að svissa í gang og 25 eyring til þess að kveikja á Ijósunum. Ég keyrði fyrst inn að F og svo Fveginn og í því kom lögreglan upp T- 'brautina á þessari djöfulsferð og skrensaði og munaði Iitlu að þarpa yrði árekstur. Sveigði ég því út í kantinn á veginum, en þá munaði litlu að ég væri bú- inn að aka á mömmu sem var þarna að leita að mér og heyrði ég hana kalla á eftir bílnum og hóta því að kæra bílstjórann, en hún vissi ekki að ég keyrði Síðan fór ég og skilaði bílnum alveg í topp standi. Næst tók ég svo Skodabíl, aftur, en hann var svartur. — Keyrði ég hann út um allar trissur og skilaði honum svo. Þá tók ég Moskwitch og keyrði ég hann um og tók upp í fullt af strákum og stelpum, og keyrðu flest þeirra. Fórum við að láta bílinn skrensa og láta öllum illum látum, og eftir það keyrðum við um alla tranta. Einn strákurinn var næstum því búinn að brjóta gírkassann í honum. Skiluðum við svo bíln- um aftur á sama stað og við tókum hann. Keyrsla um alla tranta. Næst tókum við svo aftur Moskwitch, en eitt kvöld Ieið á milli. Seinna um kvöldið tók um við svo annan bíl. Hann var grænn eða blár eða þetta var upplitaður andskoti. Tókum við hann og vorum að keyra út um allt. Létum hann fara að skrensa, keyra í S og fleira og fleira. Lenti bíllinn þá utan í rauðum jeppa og beyglaðist hann að framan. En við keyrð- um bara í burt og keyrðum hann á sama stað og hann var og stilltum honum upp eins og hann hefði runnið á bíl sem var rétt hjá. Kvöldið eftir tók- um við Skoda-bíl og keyrðum hann út um alla tranta og skil- uðum honum aftur heilum á húfi. Sá þá kunningi minn nokkra stráka og spanaði hann mig þá upp í að sýna þeim hvað við værum kaldir og tók- um við þá bílinn aftur og fór- um að keyra og gera alls kyns kúnstir með bílinn. Síðan skil- uðum við bílnum á sinn stað Um kvöldið kom svo löggan og tók mig. — Þannig hljóðaði _______ VISIR __________________ frásögn 11 ára gamals drengs er valdur er að eða viðriðinn þjófnað á níu bifreiðum. Frá- sögn þessi er því miður alveg sönn, en nokkuð stytt. Segðu okkur Tómas, þeir unglingar sem valdir eru að bíl þjófnuðum svona ungir koma þeir yfirleitt við sögu hjá ykkur aftur. — Já, það vill þvi miður oft brenna við. Flestir hætta alveg, svo þegar þeir eru orðnir átján nítján ára og farnir að drekka, eru margif þeirra teknir ölvað- ir undir stýri, í flestum tilfell- um á stolnum bíl. Gestur Ólafsson: Við leitum til Gests Ólafsson ar, yfirmanns bifreiðaeftirlits- ins og leitum álits hans á bíl- þjófnuðum. — Flestir bílþjófnaðir orsak- ast nokkurn veginn af kæruleysi eigendanna því þeir beinlínis bjóða hættunni heim með því að hlaupa frá bílum sínum ó- læstum. — Hvað kallast að ganga tryggilega frá bíl gagnvart bíl- þjófum, Gestur? — Til þess að hver sem er geti ekki vaðið inn í bifreið- ina verður að loka bifreiðinni vandlega og skrúfa upp rúðurn ar. — Hvað myndirðu ráðleggja mönnum að gera ef þeir gætu ekki læst bílum sínum. — Að taka einhvern hlut úr bílnum. — Og hvaða hlut heldurðu að handhægast sé að taka úr bílnum til þess að hann verði ó- virkur? — Ég myndi í þessum kring- umstæðum taka hamarinn úr kveikjunni. — En hvað geturðu ráðlagt dieselbílaeigendum? — Að loka fyrir aðrennsli olíunnar. Ólafur Þorlákssort: Næst lá leið okkar til Ólafs Þorlákssonar, sakadómara og töfðum við hann augnablik. — Til mín koma nokkrar af skýrslum lögreglunnar um bíl- þjófnaði, síðan sendi ég þær til saksóknara ríkisins og hann á- kveður hvort höfða skuli mál gegn þessum mönnum. — Er hægt að segja að bil- þjófnaðir séu nokkuð tíðir? — Já, það held ég að mér sé óhætt að segja, að þeir séu tíðir og þeim fer fjölgandi. Af þeim skýrslum að dæma sem fara gegnum mínar hendur eru lang flestir þeirra brotlegu ungir menn, eða innan við tví- tugt. — Eru flestir þessir verknað- ir framdir í ölæði? -— Já, lang flestir þeirra eru framdir í ölæði og nokkuð mörg um þeirar fylgir tjón, sem oft er mjög mikið. — Brjótast þessir menn yfir- leitt inn í bílana? Ég hef veitt þessu atriði í skýrslunum alveg sérstaka at- hygli, þeir brjótast . yfirleitt ekki inn í bílana. I mörgum tilfellum er það þannig að þeir hafa gengið bíl frá bíl, ef þeir eru læstir, snúa þeir frá og halda áfram þar til þeir koma að ólæstum bíl, þá virðast þeir ekki vera í vand- ræðum með að koma sér af stað Og að lokum er það min per- sónulega skoðun að það ætti að brýna það fyrir bíleigendum að ganga tryggilega frá bifreiðum sínum, veita þeim áminningar og ef það ekki dugar þá verður að grípa til þess ráðs að sekta þá sem má samkvæmt umferð- arlögunum. Annars myndi ég ráðleggja ykkur að tala við Gunnlaug Briem sakadómara, hann hefur dæmt mikið í þess um málum og er þeim því mjög vel kunnugur. Gunnlaugur Briem. Við göngum á fund Gunn- laugs Briem og spyrjum hann um réttarákvæðin. — Þetta tilheyrir undir það sem kallað er nytjastuldur. Að sjálfsögðu er þetta mjög mis- jafnt eftir því hversu brotið er mikið. Hegningarlöggjöfin gerir svo ráð fyrir að Ivegt sé að dæma menn mest í 4ra mán- aða refsivist ef þetta er smá- vægilegt geta menn sloppið með sektir. Ef þetta eru ungir menn og í fyrsta skipti sem þeir brjóta af sér er mjög líklegt að þeir fái ákærufrest oft tvö til þrjú ár, síðan fellur málið niður ef þeir brjóta ekkert af sér á þess um tíma. — Hverjir eru algengustu dómar i þessum málum? — Það er svona tveggja til þriggja mánaða fangelsi. Einn- ig fyígir þessum dómum mjög oft ökuleyfismissir í langan tí'- eins og t.d. í þessum dómi sem ég er með fyrir framan mig. Þar eru tveir ungir menn sem framið hafa nokkra bíl- þjófnaði, alltaf ölvaðir. Annar þeirra var með ökuréttindi, hann missti þau ævilangt, hinn _______________________ 13 var ekki með réttindi, hann var sviptur því að fá að taka bílpróf og einnig fá þeir báðir varðhald. — p. sv. — Að utan Framhald af bls. 8. Bretlands og samveldisins en nokkurt annað blað. Ritstjórn þess blaðs er þeirr- ar skoðunar, að hin miklu hlunn indi sem leiða af aðild Bret- lands, séu — að tekin verði til bráðrar athugunar heil röð stórraa vandamála, sem hefði átt að hefjast handa um að ráða fram úr fyrir löngu. Að því er varðar stjórnmála- lega framtíð Macmillans sjálfs og íhaldsflokksins, er þess að geta, að það eru ekki lengur aðeins spámennirnir, sem spá thruni hans og flokksins, sem nú er hlustað á, en játa verður að mikið er undir því komið sem gerist á fundi forsætisráð- herra samveldisins og hverjar undirtektir það fær og hvað ger- ist á fundunum í Brussel eftir að samkomulagsumleitanir sru hafnar á ný f október. Geti Macmillan knúið fram, að úr því verði skorið hvort Bret land gerist aðili að Efnahags- bandalaginu og sannfært aðra forsætisráðherra samveldisins um, að af því leiði ekki upp- lausn samveldisins hvorki hug- sjónalega eða viðskiptalega, mun hann geta stofnað til al- mennra þingkosninga, er hann álítur það hentugt, með dágóð- um Iíkum fyrir sigri íhalds- flokksins. ► Tyrkneskar herþotur hafa skotið á iranskar flugvélar, sem gert höfðu árás á þorp í Tyrklandi. Segir í fréttum frá Ankara, að flugvélam- ar frá írak hafi verið neyddar til að lenda skammt innan landamæra Iraks. ► Samkomulag hefur náðst um aðild brezku nýlendunnar Aden að Suður-Arabíuskaga-sambandsrík- isins, en í þessu sambandi eru smá- ríki sem njóta verndar Bretlands, og eru mörg þeirra olíuríki. Full- trúar frá öllum þessum löndum hafa verið í London og er ráð- stefnu þar nýlokið. HAUSTÚTSALA Á SKÓFATNAÐI STENDUR YFIR AÐEINS FÁA DAGA SLÉTTBOTTNAÐIE KVENSKÓR úr leðri með gúmmísöln kr. 198,00 KARINIANNASKÓR úr leðri með gúmmísöln kr.210,00 ENSKIR KVENNSYÓR með hæl kr. 298,00 o.m.fl. sem selt verður mjög ödýrt SKÓVAL Austurstræti 18, Eymundssonarkjuiluris

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.