Vísir - 29.08.1962, Blaðsíða 6

Vísir - 29.08.1962, Blaðsíða 6
 mótin 1600 seni farið er að nefna staðinn Akureyri I skjöl- um. Þegar einokunarverzlun var sett á 1602 fengu kaupmenn I Heisingjaeyri á Norður-Sjálandi leyfi til að verzla í „Akkeröen". Eftir það er Akureyri þekkt sem aðalverzlunarstaður Norð- urlands allt einokunar- og kon- ungsverzlanatíinabilið. Ekki hafði það þó i för með sér að þorp risi upp þar, né að fram- kvæmdir ykjust neitt að ráði. Viðskiptin stóðu þar aðeins nokkrar vikur seinnihluta sum- ars, fram yfir sláturtíð. Lands- menn sjálfir eða þeir sem á- byrgð báru meðal þeirra voru ekki hrifnir af þvi, þegar það kom fyrir að eftirlegukaupmenn urðu eftir vetur etu. því að vetrarviðskipti þeirra voru nær þvi eingöngu brennivín og tó- bakssala. íjað verður að frra hratt yfir þetta tímabil, en í stuttu máli má segja, að um aldamótin 1700 er risið upp syðst á Akur- eyrinni eitt stórt timburhús, sem var krambúð ( öðrurn enda en íbúð í hinum, tvö lítil geymslu- Fj arðardroí tnin ■ • ,, f Akureyri í kriugum 1930. Goðafoss siglir að bryggjui . — •' V-, \7’art getur fegurri og frið- ~ sælli sýn en að standa á brúninni fyrir framan Lystigarð- inn á Akureyri í logni og sól- skinL PoIIurinn breiðir úr sér fyrir neðan og Vaðlaheiðin speglast í honum með öllu lita- skrúði síntL Stundum er sjáv- arflöturinn svo sléttur að varla verður greint hvar skilin eru milli hlíðarinnar og spegilmynd- arinnar. Á þessum stað fær vegfar- andinn bezta yfirsýn yfir Akur- eyrarbæ. Hin sérkennilegu tví- tymi kirkjunnar blasa við í norðurátt, hátt yfir aðalbyggð- inni á Torfunefinu og þar fyrir handan breiðir Oddeyri síðan úr sér út í fjörðinn með lágreistri en þéttri byggð. Á síðustu árum hafa íbúðarhúsin breiðst út um brekkurnar, efri byggðin með fjölda nýtízku íbúðarhúsa. Þetta er Akureyri nútímans, blóm- legur bær, sem nálgast 10 þús- und manns að íbúatölu. En þegar litið er inn eftir sést fyrir neðan Tunnuverksmiðjan oft með háum tunnuhlöðum á hinni svokölluðu Hoepfners- bryggju. Þar standa enn í hnapp gömul verzlunarhús úr timbri og byggðin í kring og inn eftir fjörunni, ber þennan sama svip gamla tímans. Flest húsin eru Iítil timburhús og jafnvel eitt torfhús. jPirimitt þarna er hin gamla og upphaflega Akureyri. Hér stóð aðalbyggð staðarins á þessari litlu eyri fram undir síðustu aldamót. Hér voru aðal- verzlanirnar, kirkja, aðsetur bæjarfógeta, prentsmiðjan, spít- alinn og barnaskólinn. En all- ar þessar stofnanir hafa nú flutzt út í bæjarhverfin á Torfu- nef og Oddeyri, nema sjúkra- húsið, sem reist hefur verið nýtt og glæsilegt uppi á brún- inni rétt fyrir ofan gömlu Akur- eyri. Fyrir svo sem tveimur öldum var varla nokkur byggð á þess- um stað, nema fáein bændabýli. Norðan við Glerá var land Krossaness, milli Glerár og læksins f Búðargili var land Eyrarlands og þar fyrir sunnan var svo land Nausta. Eyrar- land var i tölu islenzkra höfuð- bóla og I kringum það stóðu nokkur kot eða hjáleigur. Nú stendur Akureyrarbær að mestu í landi Eyrarlands. Hér hefur eins og vfðar gerzt það krafta- verk, að stór mannmargur og þróttmikill kaupstaður hefur ris- ið upp úr móanum og þúfununi ^ fyrstu öldum tslandsbyggð- ar er Akureyri vart nefnd Hennar er aðeins getið á einum stað I fslendingasögum og þá neira að segja vafasamt, hvort það er þessi Akureyri. Það er öirðulegt að fyrstu landnáms- nenn i Eyjafirði skyldu ekki koma auga á það, hve tilvalið skipalægi var á Pollinum. t stað bess settu þeir aðalverzlunar- stöð sfna úti á Gásum i mynni Hörgárdals, þar sem lélegt skipalægi er. Á Gásum stóð verzlunarstaðurinn i margai aldir og má enn sjá þar fjölda gamalla tófta, leifar verzlunar- staðartns. Við vitum ekkl, hvenær verzl unarstaðurlnn var fluttur til Akureyrar né tilvik að þvl. Sennilega hefur það gerzt í kringum árið 1500 og hugsan legt að einhverjir skipsskaðar . hinu lélega skipalægi við Gásai hafi orðið þess valdandi, að menn leituðu að betri höfn Akureyri er lfka meira rnið- svæðis f Eyjafirðinum. Það er ekki fyrr en ure aida- hús úr timbri og fáeinar búðir eða torfhús, sem slátursfólk bjó f á haustin. Þarna var fjöl- menni og mikil ös á sumrum og haustum, en á vetrum var þar enginn maður. Þannig var þetta nær alla átjándu öldina. Af skjölum þessara tíma má auðvitað finna mesta fjölda danskra kaupmanna og verzlun- armanna, sem komu til Akur- eyrar flestir aðeins skemmri tíma. í augum innfæddra Is- lendinga hefur Akureyri þá ver- ið eins og Sódóma. í íslenzkum skjölum er hennar helzt getið sem bælis drykkjuskapar, slags- mála, þjófnaðar og jafnvel kyn- sjúkdóma. þannig stóð Akureyri að mestu óbreytt fram til árs- ins 1786 er hún fékk kaupstað- arréttindi I fyrra sinn. Það ár gerðist það að Danakonungur gaf út tilskipun um að 6 verzl- unarstöðum á Islandi yrðu veitt kaupstaðarréttindi, en í því fólst aðallega að kaupmenn og hand- verksmenn sem vildu setjast að á stöðum þessum og koma sér upp atvinnurekstri skyldu fá ókeypis lóð undir hús og garða. Þetta ártal 1786 varð upphaf Reykjavíkur og hleypti miklu fjöri í hana. Fjöldi danskra og slésviskra kaupmanna notaði tækifærið og settist þar að. Og smám saman tóku embættis- menn og opinberar st.ofnanir einnig að flytia til Reykjavíkur. En á Akureyri tókst tilraunin ekki að sinni. Bæði var áhugi kaupinanna ekki eins mikill að setjast þar að, og einnig voru enn meiri brögð að þvf á Akur- eyri en i Reykjavík, að fáir kaupmenn sölsuðu undir sig allt byggilegt land, svo að aðrir komust ekki að. Eftir nokkur ár var því ákveðið að Akureyri skyldi aftur verða aðeins verzl- unarstaður. sögu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.