Vísir - 20.09.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 20.09.1962, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 20. sept. 1962. Geta steypt — Framhald af bls. 1. mulningsvél. Komið var með öll tækin á staðinn 21. ágúst s.l. og var þá hafizt handa um að koma þeim fyrir. Til marks um það hve vinnuvélarnar eru stórar má geta þess, að piltar sem vinna við að setja sementspoka í hana, segjast setja í vélina átta poka á mínútu. Fimm stórir bílar eru notaðir til þess að aka steypunni og lauslega áætlað hærir vélin sextíu rúm- metra af steypu á klukkustund. Þegar lokið hefur verið lagn- ingu hins nýja vegar ér áætlað að vegurinn verði milli 40 og 50 km. og mun hann þvf styttast nokkuð. Aðalakbrautin verður um m. á breidd, en báðum megin við hana verða steyptar svokallaðar „Axlir“ og mun Vegagerðin sjálf annast það verk. í gær gekk vel að steypa og voru steyptir um 100 m. Áætlaði verkstjórinn að steypt yrðu 100 til 200 m. á dag og er mótum slegið upp fyrir 1 km. í einu. VISIR loffleiðir — Framhald af bls. 1. urinn af þessu orðið geysilegur. Er bent á það að í fyrra hafi sætanýting hjá Loftleiðum ver- ið 87% og séu SAShnenn sárir yfir því, að sætanýting hjá þeim á sömu flugleið hafi að eins verið 56% og sé það mest Loftleiðum að kenna, sem hafi „stolið" farþegum frá þeim, eins og blaðið orðar það. Sérstaklega hefur það komið SAS illa að missa farþega á þeim tímum, t .d. á veturna, þegar minnst er að gera. En á sumrin þegar ferðamanna- s'traumurinn er mestur, er nóg að gera hjá öllum flugfélögum. RÁÐSTEFNA IATA. BT segir að SAS hafi hvað eftir annað verið að hugleiða að fá yfirvöld til að taka lend- ingarleyfin af Loftleiðum, en hætt við það, vegna þess hve slíkar aðgerðir myndu verða ó- vinsælar. En nú eygir SAS sýja aðferð. Á ráðstefnu IATA, sem haldin verður innan skamms og á- kveða mun verð á farseðlum mun brezka flugfélagið BOAC leggja fram tillögu um aðheimil að verði lægra fargjald en áður hefur tíðkazt með eldri flug- vélum, sem eru knúnar skrúfu- hreyflum. NÍU DC-7 VÉLAR. Ef Englendingum tekst að brjóta ísinn, þá mun SAS feta í fótspor þeirra og auglýsa ó- dýrar ferðir með eldri flugvél- um sínum yfir Atlantshafið. Þannig vonast SAS-menn til að geta tekið upp samkeppni við Loftleiðir og boðið ferðamönn- um upp á ódýrari óg þó nokkru hraðari og þægilegri ferðir. SAS á nú níu skrúfuflugvélar af tegundinni DC-7, sem eru stærri og hraðfleýgari en DC-6 flugvélarnai sem Loftleiðir eiga. Hafði SAS verið að hugsa um að selja þessar vélar, en mun taka þær í notkun ef verðlagningarreglum IATA verður breytt. ðþróttir — Framhald af bls. 2. eftir hlaupið kvaðst þessi rauð- hærði skrifstofumaður hlaupa í vinnuna á morgnana og væri það liður í 100 mílna æfingakerfi sínu, að hlaupa spottann að heiman frá sér á skrifstofuna en það væri um 10 kílómetrar. Þetta gerir hann allt árið en æfir auk þess nokkuð í aukatímum. Fá íslendingar — Framh. at 16. síðu: Embætti umboðsmannsins er algjörlega sjálfstætt, óháð rík- isvaldinu, stjóminni eða þing- inu. Embættismaðurinn er að vísu kosinn af þinginu til fjög- urra ára í senn, en hann er engu að síður algjörlega óháð- ur því. Gat dr. Hurwitz þess að oftar en einu sinni hefði um- boðsmaður tekið mál þing- manna og ráðherra til meðferð- ar. Hlutverk hans er fyrst og fremst að verja rétt borgaranna gegn yfirvöldunum og gæta þess að þeir sem með stjórnar taumana fari misnoti ekki að- stöðu sína. Á það jafnt við um alla opinbera starfsmenn. Umboðsmaðurinn ákveður sjálf- ur hvaða mál hann tekur til með- ferðar og er þá enn óháður stjórn málum, flokkum og öðrum utan- aðkomandi aðilum. En umboðs- maður verndar ekki aðeins rétt borgaranna gegn stjórnvöldunum, heldur líka gegn kirkjunni og dóm stólunum. ■ Það síðastnefnda á þó aðeins við í Svíþjóð, því í Dan- mörku mótmæltu dómarar svo kröftuglega þeirri fyrirætlun þar í landi að það þótti rétt að fella þá tilhögun niður. í Finnlandi og Noregi heyra dómstólar heldur ekki undir umboðsmanninn. Sveitastjórnir og aðgerðir þeirra falla einnig undir verkahring hans. Fyrirhugað var áð hafa tvo um- boðsmenn, annan fyrir hin borg- arlegu yfirvöld, en hinn fyrir her inn, en þess hefur ekki þurft, að- allega þar sem hermenn hafa ekki séð sér ástæðu til að kvarta í eitt einasta skipti. Umboðsmaður nýtur þeirra sér- réttinda fram yfir alla aðra þegna þjóðfélagsins, að hann hefur að- gang að öllum gögnum sem hann Datt í tröppum — Framhald af bls. 1. aftur. Varð honum þá fótaskortur á kjallaratröppunum og var með- vitundarlaus þegar að var komið. Mun strax hafa sézt til hans og þegar í stað náð í sjúkrabíl, sém flutti hinn slasaða mann fyrst í slysavarðstofuna og síðan í sjúkra- hús þar sem hann lézt í nótt. álítur að gagni megi koma í rann- sóknum sínum. Er engin hindrun til hvorki lítil né stór. Niðurstöður hans eru ekki fulln aðardómar, en hann má láta þær f ljós opinberlega og segja álit sitt að Ioknum rannsóknum. Að meðaltali berst umboðs- manninum um 1000 kærur á ári. Hann tekur ekki nema 300 þeirra fyrir til rannsókna. Dr. Hurwitz kvað embætti þétta hafa vakið mikla athygli víða um heim, sérstaklega í þeim engilsaxn eska. Bjóst hann við að umboðs- maður gæti orðið mikil þjóðfélags leg lyftistöng þar. Hins vegar vildi hann sem minnst segja um framtíð slíks embættis hér á landi. Það hlýtur þó að vera rannsókn arefni, ráðamönnum hér, hvort ekki sé tímabært að setja á fót embætti sem þetta. Gluggafjöldin brunnu í fyrradag kviknaði í húsinu að Háteigsvegi 28, en eldurinn slökkt- ur áður en teljandi tjón hlauzt af. Orsökin til þessarar íkveiknunar var sú, að krakkar höfðu sett raf- magnsofn í samband án þess að athuga að ofninn stóð helzt til ná- lægt gluggatjöldum. Þegar ofninn hitnaði læstist eld- urinn í gluggatjöldin og fuðruðu þau upp í einni svipan. Sömuleiðis skemmdist gluggakarmurinn nokk- uð, en fólk bar þá að og slökkti eldinn áður en hann næði frekari útbreiðslu. Búið að grafa — Framhald af bls. 1. svokallaðar kjarnaholur til að kanna jarðveginn. Virkjunarvatnið verður tekið úr Þjórsá í lægð við Sámstaðamúla þar sem heitir Bjarnalækjarbotnar. Þaðan verður það Ieitt að inntak- inu og síðan fellur það niður i rúm lega 100 metra háum lóðréttum pípum niður að túrbínunum f stöðvarhúsinu. Þegar vatnið hefur gegnt hlutverki sínu með því að snúa vélasamstæðunum verður það leitt um nær 1800 metra löng jarð- göng sem Iiggja undir, eða réttara sagt gegnum Sámstaðamúla þver- an og þar beljar vatnið út f Fossá, skammt fyrir neðan Hjálp í Þjórs- árdal. Verður að gera ráð fyrir því, að stækka verði farveg Fossár þar til hún fellur í Þjórsá skammt fyr- ir neðan Búlfell. Rögnvaldur verkfræðingur sagði að lokum, að enda þótt rannsóknir o mælingar á virkiunarsvæðinu hafi gengið að óskum og veiga- miklar niðurstöður fengizt, væri þó enn eftir að taka endanlegar ákvarðanir um virkjun við Búrfeli og um það gæti hann ekkert sagt frekar. i t Héraðsmót að Mónagarði Síðast liðinn sunnudag efndu Sjálfstæðismenn í Austur-Skafta- fellssýslu til héraðsmóts að Mána- garði. Mótið var mjög vel sótt, þrátt fyrir óhagstætt veður og fór hið bezta fram. Samkomuna setti Egill Jónsson, ráðunautur og stjórnaði henni síð- an. Dagskráin hófst með því, að Kristinn Hallsson, óperusöngvari söng einsöng, undirleik annaðist Skúli Halldórsson, píanóleikari. Þá flutti Jónas Pétursson, al- þingismaður ræðu. Síðan söng Þórunn Ólafsdóttir, söngkona ein- söng. Þessu næst flutti Ingólfur Jóns- son, landbúnaðarráðherra, ræðu. Að ræðu ráðherra lokinni lék Skúli Halldórsson, píanóleikari ein- leik á píanó. Að siðustu sungu þau Kristinn Hallsson og Þórunn ÓI- afsdóttir tvísöng. Var ræðumönnum og listafólkinu mjög vel fagnað. Lauk samkomunni siðan með því að stiginn var dans fram eftir nóttu. Bifreiðasala Stefúns Willys station og Jeppi 1955. Volkswagen 1960 og 1961. Ford Consul 1955. Ford tveggja dyra 1953, góður bíll. Bifreiðasala Stefúns Grettisgötu 80. Sími 12640. Eitt málverkanna eftir Sigurð Kristjánsson. Hann kallar myndina Bakkus. Sigurður Kristjáns- son sýnir málverk Um þessar mundir stendur yfir sýning á málverkum eftir Sigurð Kristjánsson í málverkasölu Krist- jáns Guðmundssonar að Týsgötu 1. Á þessari sýningu kennir margra grasa, því listamaðurinn er lítt bundinn myndlistarstefnum og heldur sína eigin leið, og þess vegna eru verk hans ólík innbyrð- is. En þau hafa öll yfir sér sér- stæðan blæ og búa mörg hver yfir einkennilegum töfrum. Sýningin verður. opin til mánaðamóta frá kl. 1—6 síðdegis. Húsgagnasmiðir og laghentir verkamenn óskasti Trésmiðjan Víðir EiginmaSur minr FRIÐRIK V . vMJ/1 FSSON, skólastjóri, andaðist 19. þ.m. Lára Sigurðardóttir, börn og tengdabörn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.