Tölvumál - 01.06.1995, Side 7

Tölvumál - 01.06.1995, Side 7
Júní1995 Kostir myndsímunar Aukin samskipti fyrirtækja, sér- staklega á milli landa. Auðveldar ákvarðanatöku. Tímasparnaður vegna ferðalaga Peningasparnaður einnig vegna ferðalaga. NánariJjölskyldutengsl, þau verða alltaf nánári þegar að við sjáum hvort annað. Vandamál vegna myndsímunar Vöntun á ISDN í mörgum löndum en þetta vandamál fer sífellt minnkandi. Verð búnaðar, fleiri kostir mögulegir en sérstök tæki, t.d. búnaður í tölvu. Gæðin á samspili hljóðs og myndar, fer batnandi en hvað erum við tilbúin að sætta okkur við Hrœðsla notenda við nýjan búnað er alltaf til staðar. Tæknin á eftir að verða almenn og á tækniöld eru flestir vanir því að sjá eða vinna með tölvu. Símafundir - Video conference Vegna þess hve tækjabúnaður var dýr þá leituðust fyrirtæki, sem þurftu að halda símafundi, við að leigja aðstöðu til fundanna. Núna hafa verðin lækkað og þá er meira um það að fyrirtæki komi sér upp eigin búnaði til þess að halda símafundi. Sú þróun sem haft hefur mest áhrif á útbreiðsluna er: - Þróun á kóðunarbúnaði og þjöppun sem gerir það að verkum að hægt er að nota upp- hringisamband inn á ISDN net og náð fram fullnægjandi myndgæðum. - Alþjóðlegir staðlar varðandi símafundi hafa komið fram. - Vaxandi markaður fyrir einka- tölvubúnað til samskipta á milli tveggja aðila eða lítilla funda. - Verðlækkun búnaðar gerir símafundi að nærtækri lausn. - Þróun samskiptatækni og út- breiðsla á ISDN. Þessi þróun hefur haft í för með sér að símafundir eru ijárhagslega innan seilingar hjá fyrirtækjum. Fyrirtæki sjá meira og meira hvernig þau geta hagnast með notkun símafunda - lækkun kostn- aðar vegna ferðalaga, tímasparn- aður og auðveldari og meiri skoð- anaskipti. Bandvíddarþörf vegna ásættanlegra myndgæða hefur fallið þar sem 128Kb/s ISDN tenging er álitin fullkomlega nægjanleg. Aukin þjöppunartækni og aðferðir sem byggja á því að ijarlæga upplýsingar úr myndsend- ingunni, sem augað ekki nemur hafa orsakað þessa minnkun á sendihraða sem krafist er til þess að ná fullnægjandi gæðum. Tölvumál - 7

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.