Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1996, Blaðsíða 9

Tölvumál - 01.10.1996, Blaðsíða 9
Október 1996 Tölvutæknin í Grunnskólanum í Borgarnesi Eftir Þór Jóharmsson í grein þessari er ætlunin að reyna að gefa nokkra hugmynd um hvernig þróun tölvumála hefur verið í Grunnskólanum í Borgar- nesi síðastliðin 10 ár eða svo. Hvers konar verkefni það hefur verið fyrir kennarahópinn að finna þessari tækni stað í skólastarfinu. Námsgreinintölvur í Grunnskólanum í Borgarnesi hafa verið til tölvur frá árinu 1985. Keypt var ein tölva í byrjun og notkunin einskorðaðist fyrstu tvö til þrjú árin við örfáa kennara sem unnu ýmis kennslugögn í rit- vinnslu, aðallega próf. Sú jákvæða reynsla sem af þessu hlaust átti síðan stóran þátt í því að ráðist var í kaup á 10 PC- tölvum til nota fyrir eldri hemend- ur. Um sama leyti tölvuvæddist ritari skólans og skömmu síðar fékk sérkennslan eina tölvu til afnota. Tölvukennslan var sérstök námsgrein. Kennarinn var tölvu- kennarinn í skólanum með stóru T- i og það sem hann var að gera tengdist engri annarri námsgrein. Kennt var á DOS-stýrikerfið, forritunarmálið Basic, kynnt var ritvinnsla og töflureiknir var kynntur. Engar umræður fóru fram um innihald kennslunnar frekar en smíðakennarinn eða líffræðikenn- arinn ræddu innihald sinnar kennslu. Tölvukennarinn hélt rit- vinnslunámskeið fyrir kennarana og hafði það þær afleiðingar að sífellt stærri hópur kennara fór að nýta sér þessa tækni til verkefna- gerðar o.fl. Viðhorfsbreyting veldur „árekstrum“ Það er síðan árið 1989 sem grundvallar hugarfarsbreyting byrjar að eiga sér stað gagnvart skólastarfinu í heild sinni þegar stór hluti kennarahópsins tekur þátt í svokölluðu „Starfsleikni- námi“. Frli. á nœstu sfðu Frli. afjyrri síðu Erlent samstarf Mikilvægt er að íslendingar taki virkan þátt í erlendu samstarfi í notkun upplýsingatækni á sviði menntamála. Þekkingu sem aflað er í slíku samstarfi þarf að miðla markvisst í menntakerfinu og nýta upplýsingatækni til að auka hagræði í erlendu samstarfi. Rannsóknir og þróun Efldar verði grunn- og hagnýtar rannsóknir í nánu samstarfi við fyrirtæki og stofnanir. Stuðlað verði að rannsóknum á möguleik- um upplýsingatækni í kennslu og áhrifum hennar á menntun, menn- ingu og siðferði. Styðja þarf þá aðila sem vinna að staðlamálum og stuðla að því hægt verði að nota íslenskt mál hnökralaust á tölvubúnaði sem notaður er á Islandi. Framkvæmd stefnunnar Stefnt er að því að flestar til- lögur í ritinu verði komnar í fram- kvæmd eða á framkvæmdastig árið 1999. Gerðar verða árlegar fram- kvæmdaáætlanir og vinnuhópar skipaðir um umfangsmestu til- lögurnar. Fjármagn takmarkar fram- kvæmdahraða stærri verkefna og er því mikilvægt að nýta vel það fé sem varið er til upplýsingamála. Menntamálaráðuneyti hyggst efla þá fjárlagaliði sem tengdir eru upplýsingatækni og auglýsa reglu- bundið styrki til verkefna á þessu sviði. Guðbjörg Sigurðar- dóttir er deildarstjóri tölvudeildar Ríkis- spítala Tölvumál - 9

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.