Vísir - 18.10.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 18.10.1962, Blaðsíða 2
2 V1SIR . Fimmtudagu. .8. óber 1962. '////4M^///áM!57////A ru “i i 1 j G J "///////// \ „ Ófært til Eyjo" Flugveður hamlar úrslitum 2. flokks Það lítur sannarlega ekki vel út með að úrslit fáist í íslandsmótinu í knattspymu hjá 2. flokki. Snemma í ágúst áttu Valsmenn að fara til Vestmannaeyja en er þeir ætluðu að fara suður á flug- völl var svarið: „I>ví miður, það er ófært til Eyja“. Nokkru síðar var enn reynt og enn fór á sömu leið. Reynt var svo um síðustu helgi en hamingjan var enn ekki hliðholl Valsmönnum og svar af- greiðslumanna á vellinum var hið sama. Keppnin í 2. flokki er nú mikið undir þessum leik komin, en sigur- vegararnir, Vestmannaeyingar eða Valsmenn munu leika til úrslita í flokknum gegn Fram. Um næstu helgi verður enn gerð tilraun til að komast til Eyja en fari svo að Valsmenn komist ekki má búast við að hvað úr hverju verði ekki keppnishæft í Eyjum og yrði þá að fresta úrslit- um til næsta vors. SKÍÐALANDSMÓT Á AUSTFJÖRÐUM Stjórn Skíðasambands Islands hefur nýlega ákveðið að fela Ung- menna- og íþróttasambandi Aust- urlands að sjá um Skíðamót ís- lands á næsta vori. Er gert ráð fyrir því að landsmótið fari fram um páskana í Neskaupstað og Norðfirði. Mun það verða í fyrsta sinn, að íslandsmeistaramót í íþróttum er haldið á Austurlandi. Formaður Ungmenna- og íþrótta- sambands Austurlands er Kristján Ingólfsson, Eskifirði, en formaður Skíðaráðs UIA er Gunnar Ólafs- son, Neskaupstað. Firmakeppni í golfi Firmakeppni Golfklúbbs Akur- eyrar er nýlokið, en 80 fyrirtæki tóku þátt í henni. Til úrslita kepptu Einir hf., kylf- ingur Jóhann Þorkelsson, og Fata- verksmiðjan Hekla, kylfingur Haf- liði Guðmundsson. Þeir léku 3 hol- ur og fóru leikar þannig að Jó- hann Þorkelsson sigraði fyrir Eini h.f. með þv£ að hafa 3 holur upp þegar tvær voru eftir. 62000 sáu Frúaleikfimi í Langholtsskóla Eins og áður hefur verið skýrt frá hafa nokkur af íþróttafélögun- um gengizt fyrir frúalcikfimi víðs vegar um bæinn. í kvöld hefst slík starfsemi á vegum Í.R. og verður hún í leik- fimisal Langholtsskóla og hefst kl. 8.30. Verður kennt á mánudögum kl. 9.20 og fimmtudögum kl. 8.30. Hefur verið mikil aðsókn að þeim stöðum, sem frúalelkfimi hefur verið tekin upp, geta konur, sem búsettar eru í Langholti og Vogahverfi, sótt hressingarleik- fimi í hvcrfinu, í Langholtsskóla. leik í 2. deilcl ðþróttir í Bunduríkjunum: Hæðarmetið í svifflugi er 46.267 fet eða 14.102 metrar og var sett árið 1961 af Bandaríkjamanninum Paul Bickle. S VIFFL UG Meðal þeirra íþrótta, sem stöðugt ryðja sér mcira til rúms í Bandaríkjunum er svifflug, því vissulega er svifflugið íþrótt og það mjög góð. Stafar aukningin ekki minnst af því að siðan 1956 hefur flugmönnum fjölgað í landinu um 500%. Venjulega starfa svifflugmenn saman í félögum eða klúbbum og borga sameigin- lega kostnað við svifflugurnar, en margir áhugamenn byggja líka eigin flugur sem þeir síðan fljúga. Mynd þessi var tekin i leik í Newcastle milli heimaliðs þeirrar borgar og Sunderland, sem er eitt bezta liðið í 2. deild i Englandi. ! Leikurinn var allsögulegur og ! sker mtilegur fyrir mctáhorfenda- fjöldann sem kom að horfa á | keppnina, en um 62.000 manns sá I Ieikin ), sem lauk með jafntefli 1:1. KR-bros á móti „Bikarnum" Þeir brosa sínu sætasta brosi þessir 3 varnarstólpar KR-inga, bræð- urnir Hörður og Bjarni Felixsynir, sem þarna klemma hinn frækna h. bakvörð Hreiðar Arsælsson á millisín. Kannske stafar brosið af hlut- verki því sem þeir hafa nú fengið að glíma við, en það er að hrinda frá sér öilum sóknaraðgerðum Framara, en KRR hefur nú ákveöiö að leikurinn fari fram á laugardag kl. 15.30 á Melavellinum. Án efa yrði Ieikurinn rólegur varnar „tríóinu“ á myndinni, ef Fram léki eitthvað 1 líkingu við það sem þeir gerðu gegn Keflavík, en eflaust verður bar- daginn við KR meiri og ekki gott að vita hvernig bikarúrslitin vcrða, en þess má geta að KR hefur unnið bikarinn í bæði skiptin, sem um hann hefur verið keppt. Nýr sýningartími hjá FILMÍU 10. starfsár kvikmyndaklúbbsins Filmíu hefst á föstudaginn kemur með sýningu þýzk-búlgörsku verð- launamyndarinnar „Stjörnur". Alls verða sýndar 10 myndir í vetur. 4 fyrir og 6 eftir jól. Auk búlgörsku myndarinnar verður sýnd ný spænsk mynd, „Los Golfos", nýleg pólsk gamanmynd, „Eva ætlar að sofna" og japönsk stríðsmynd, „Birmaharpan“. Þá hafa þegar ver- ið pantaðar myndir fyrir síðari hluta starfsársins, þótt staðfesting á Ieigu þeirra sé enn ekki fyrir hendi. Myndir þessar koma allar frá Bretlandi og eru með enskum texta. Filmía í Tjarnarbæ. Svo sem kunnugt er, voru sýn- ingar Filmíu I 8 ár i Tjarnarbíó, en sökum óvissunnar í fyrra um framtíð þess húss, fóru sýningar fram í Stjörnubíó. Nú hefur Filmía aftur flutt starfsemina á sínar fornu slóðir, og verður sýnt í Tjarn arbæ í vetur. Þá er hafin samvinna Æskulýðsráðs og Filmíu um stofn- un Ung-Fi!míu, þar sem sýndar yrðu góðar kvikmyndir sérstak- lega ætlaðar unglingum á gagn- fræðastiginu. Yrðu það bæði leikn- í myndir og fræðslumyndir. Æsku lýðsráð og Filmía munu síðar skýra frá fyrirkomulagi unglingadeildar- innar. Nýr, betri sýnlngartími. Það hefur háð nokkuð starfsemi Filmíu, hve sýningartlmi undan- farinna ára hefur verið mörgum óhagstæður, einkum sýningar, sem hófust kl. 1 á sunnudögum. Nú hefur þetta færzt I betra horf, því sýningartímarnir í ár verða kl. 9 á föstudagskvöldum og kl. 5 á laugardögum, nema sýningin á föstudaginn kemur, sem hefst kl. 7 af sérstökum ástæðum. Nýjar, frábrugðnar myndir. Aður fyrr sýndi Filmía fyrst og fremst gamlar úrvalsmyndir, sem komnar voru úr umferð kvikmynda húsanna. Enn verður svo, að Filmía mun leitast við að kynna eldri, klassískar myndir. Þó verður höf- uðáherzla lögð á það í vetur að kynna nýjar eða nýlegar myndir, sem eki:i eiga leið um alfaravegi kvikmyndahúsanna af ýmsum á- stæðum, ýmist eru þær of fjarlæg- a. smekk fjöldans, svo að ekki þykir borga sig að sýna þær opin- berlega eða þær eru „tilraunir" til nýs forms f kvikmyndagerð eða hreint og beint er bannað að sýna þær opinberlega. Stjörnur. Fyrsta myndin, „Stjörnur", eftir Konrad Wolf, er frá 1959 og fjallar Framhald á bls. 10,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.