Vísir - 24.10.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 24.10.1962, Blaðsíða 7
V1SIR . Miðvikudagur 24. október 1962. 7 AUKIN UPPBYGGING NYRRA SKATTA Fjárlagaræða Gunaars Thor- oddsen á þingi í gær Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1963 liggur hér fyrir til fyrstu umræðu. Rétt er að gera fyrst grein fyrir afkomu ríkis- sjóðs á síðastliðnu ári. Þegar ríkisbókhaldið hefur lok- ið uppgjöri ríkisreiknings, — en það var nú á öndverðu sumri —, fara yfirskoðunarmenn Alþingis yfir reikninginn og gera athuga- semdir sínar. Af hálfu fjármála- ráðuneytisins eru samin svör og skýringar í sambandi við þær at- hugasemdir, og að því loknu gera yfirskoðunarmenn tillögur um, hvernig með skuli fara. Reikning- urinn er síðan prentaður með at- hugasemdum, svörum og tillög- um, og samkvæmt stjórnar- skránni ber að leggja frumvarp til laga um samþykkt á rikis- reikningnum fýrir . lþingi. Þessu er nú lokið og var frumvarp til laga um samþykkt á ríkisreikn- ingnum fyrir 1961 iagt fyrir efri deild Alþingis í gær, tekið þar fyrir til fyrstu umræðu og vísað til annarrar umræðu og fjárhags- nefndar. Mun það vera í fyrsta sinn sem fullgerður reikningur fyrir næst- Iiðið ár ásamt frumvarpi um sam þykkt á honum er Iagt fyrir Al- þingi áður en fyrsta umræða fjár- laga fer fram. Yfirskoðunarmenn gera að þessu sinni 28 athugasemdir við ríkisreikninginn, og er það með fæsta móti. Tillögur þeirra að svörum fengnum hafa samkvæmt venju verið ýmist á þá leið, að þeir telja athugasemdinni full- nægt með svarinu, eða málið sé upplýst, að þeir telja, að svo bú- ið megi standa, að athugasemdin sé til athugunar eða eftirbreytni framvegis og loks, að þeir vísa málinu til aðgerða Alþingis, ef þeim þykir sérstök ástæða til. I þetta sinn var ekkert atriði, sem yfirskoðunarmenn töldu ástæðu til að vísa til aðgerða Alþingis. Framlagður árið eftir. Ég hefi áður lýst þeirri skoð- un minni, að breyta þurfi þeirri venju, sem hér hafði tíðkazt um langan aldur um endanlega sam- þykkt ríkisreikninga á Alþingi, aö þeir væru ekki Iagðir fyrir AI- þingi til samþykktar fyrr en þeir eru orðnir tveggja til fjögurra ára gamlir. En þessi ósiður hafði við- gengizt lengi. Nú hefur þessu ver ið breytt. Ríkisreikningar fyrir árin 1959, 1960 og nú fyrir 1961, hafa verið lagðir fyrir Alþingi til samþykktar strax á næsta ári eft- ir reikningslok. Var að því stefnt varðandi hina fyrri tvo reikninga, að unnt væri að afgreiða þá endanlega á Al- þingi fyrir áramót, en sú regla þarf að komast á. En stjórnar- andstæðingar lögðu á það mikið kapp, bæði á þingi 1960 og ’61 að koma í veg fyrir, að þessi um- bót kæmist í framkvæmd, og tókst að tefja málið í bæði skipt- in. En allt er þegar þrennt er. Og nú er hin þriðja tilraun gerð til að fá ríkisreikninginn endan- lega samþykktan fyrir áramót, og vænti ég þess fastlega, að hátt virtir stjórnarandstæðingar Iáti sér nægja þá gleði að hafa tafið þessa umbót í 2 ár, og að allir háttvirtir alþingismenn telji nú tímabært að koma á þessari sjálf- sögðu reglusemi í ríkisbúskapn- um. Skal nú gefið hér yfirlit um afkomu ríkissjóðs á árinu 1961. Tekjur fram úr áætlun. Tekjur ríkisstjóðs voru áætlað- ar í fjárlögum 1589 milljónir króna, en urðu 1672 milljónir, og fóru þannig 83 milljónir fram úr áætlun. Liggja til þess aðallega tvær ástæður. Tekju- og eignar- skattur fór verulega fram úr á- ætlun. Það stafar einkum af rétt- ari framtölum, sem eiga rót sína að rekja til umbóta í skatta- og útsvarslögum. Og tekjur ríkis- sjóðs af innflutningi, sem mið- ast við hundraðstölu af verðmæti innfluttra vara, urðu meiri en fjárlög gerðu ráð íyrir. Á hinn bóginn urðu tekjur af rekstri rík- isstofnana, en þar er Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins stærsti lið- urinn, um 19 milljónum minni en fjárlög áætluðu. Útgjöld ríkisins eru í fjárlög- um greind sundur í rekstursút- gjöld samkvæmt 7.—19. grein og eignahreyfingar samkvæmt 20. grein. Rekstursútgjöldin, sem voru áætluð 1476.4 milljónir, reyndust 1509.8 milljó.num eða 33.4 milljónum umfram áætlun. Nemur það 2.3 af hundraði. Til samanburðar má geta þess, að á árunum 1946—1958 voru um- framgreiðslur á rekstrarreikningi að meðaltali tæplega 11 af hundr aði. Árið 1959 urðu þær 0.8 af hundraði, 1960 urðú reksturs- gjöldin lægri en fjárlög gerðu ráð fyrir, eða 3.7% undir áætlun. Ounnar l'horoddsen flytur ræðu sína í gærkvöldi. Þessar umframgreiðslur árið 1961 stafa einkum af hækkuðu kaupgjaldi á miðju ári, og geng- isbreytingunni, sem kom í kjöl- far þeirra. Launahækkun opinberra starfs- manna um 13.8% frá 1. júlí 1961 mun hafa valdið um 25 milljón króna hækkun ríkisútgjalda á ár- FYRRI HLUTI inu, og gengisbreytingin sjálf um 10 milljón króna hækkun. Þetta voru rekstursgjöldin. Gjöldin undir áætlun. Útgjöldin samkvæmt 20. grein fjárlaga voru áætluð 111.9 millj- ónir en urðu 77.1 milljón, eða 34.8 milljCnum undir áætlun. Flestir liðir 20. greinar, fylgdu áætlun, en vegna stofnunar Rík- isábyrgðarsjóðs, samkvæmt lög- um frá síðasta Aiþingi, þurfti ekki að greiða úr ríkissjóði 38 milljónir króna, sem áætlað hafði verið í 20. grein fjárlaga vegna áfallinna ríkisábyrgða. 1 Rfkis- ábyrgðarsjóðinn var ákveóið að rynni verulegui hh.fi af gengis- hagnaði útflutningsbirgða í ágúst 1961. Heildarútgjöld ríkissjóðs, það er bæði rekstursgjöld og útgjöld samkv. 20. gr. fjárlaga voru áætl. rúmar 1588 milljónir, en urðu tæpar 1587 milljónir, eða rúm- lega 1 milljón undir áætlun. Greiðsluafgangu síðustu ár. Þar sfem ríkisreikningurinn og frumvarp um samþ;kkt á honum liggur nú fyrir Aiþingi, get ég verið stuttorðari en ella um ein- stök atriði hans. Auk tekna og gjalda samkvæmt fjárlagalif'um eru ýmsar útborganir og inn- borganir hjá ríkissjóði, sem hafa áhrif á greiðslujöfnuðinn. Eru það einkum breytingar geymslu- fjár, veitt lán, aukið rekstrarfé ríkisstofnana, fyrirframgreiðslur vegna fjárlaga næsta árs o. fl. Þegar finna skal greiðslujöfnuð ríkissjóðs, þ. e. a. s. greiðsluaf- gang hans eða greiðsluhalla, þá hafa fleiri regla en ein verið við hafðar. í ríkisreikningi fyrir 1961 hef- ur nú, eins og 1960, ver.' tekin upp greinarg. um greiðslujöfnuð- . inn, en slíka greinarg. hefur ekki verið ’að finna áður í ríkisreikn. I þeim skýringum kemur bað m. a. fram, að sú aðferð, sem rík- isbókhaldið hefur haft, er nokk- uð frábrugðin þeim reglum. sem Seðlabanki íslands notar. Þessi munur liggur m. a. í því hvernig telja skuli breytingar á geymslu- fé, fyrningar ,o. fl. Samkvæmt aðferð rikisbókhaldsins varð greiðsluafgangur ríldsrjóðs árið 1961 um 57 milljónir króna. Seðlabanki íslands hefur um nokkurra ára skeið notað aðra . reikningsaðferð við ákvörðun greiðslujafnaðar ríkissjóðs, og hefur það komið fram í íímariti bankans „Fjármálatíðindum". — Seðlabankinn notar hér svipaða aðferð og ýmsar alþjóðlegar fjár- málastofnanir svo sem Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn, Alþjóðabank inn og Efnahags- og frámfara- stofnun Evrópu (OECD). f stuttu máli er hún fólgin í því, að reiknuð er sú breyting, sem orðið hefur á árinu á sjóði, bankainnstjeðum og lausaskuld- um ríkissjóðs. Ef breytingin á þessu þrennu samanlagt er já- kvæð, þá hefur orðið greiðslu- afgangur, sem því nemur, — ef hún er neikvæð, er greiðsluhalli Samkvæmt þessum reglum, sem nú hafa hlotið allalmenna viður- kenningu var greiðsluafgangur ríkissjóðs á árinu 1961 72.4 millj Þessi regla Seðlabankans og alþjóðlegra fjármálastofnana er einföld í notkun, gefur glögga mynd af útkomu ríkissjóðs og gerir auðvelt að átta sig á áhrif- um afkomu ríkissjóðs á efnahags lífið. ’ Til fróðleiks skal hér getið um greiðslujöfnuð ríkissjóðs árið 1960 og síðan, samkvæmt þess- ari aðferð Seðlabanka íslands, 1950 varð greiðsluafg. 23,9millj. 1951 — greiðsluhalli 9,1 — 1952 — greiðsluhalli 38,0 — 1953 — greiðsluafg. 7,2 — 1954 — greiðsluafg. 15,5 — 1955 — greiðsluhalli 5,0 — 1956 — greiðsluhalli 28,4 — 1957 — greiðsluhalli 36,8 — 1958 -— greiðsluafg. 52,7 — 1959 — greiðsluafg. 13,2 — 1960 — greiðsluafg. 35,4 — 1961 — greiðsluafg. 72,4 — Nú munu men.. spyrja: Þarf að ríkja einhver óvissa um það, hvernig reikna skuli raunveru- lega afkomu ríkissjóðs á hverju ári? Er ekki hægt að setja um það fastar reglur og skapa sam- ræmi frá ári til árs? Svarið er: Að þessu er einmitt unnið. Nú hefur á annað ár ver- ið undirbúin ný lörgjöf um ríkis bókhuld og endurskoðun. Er gert ráð fyrir verulegri breytingu á gerð fjárlaga og ríkisreiknings til þess að fá glögga mynd af af komu ríkissjóðs og gott samræmi milli fjárlaga og ríkisreiknings En eins og háttvirtum alþingis- mönnum er kunnugt, skortir mjög á, að svo sé nú. Oft er örð ugt um samanburð á fjárlögum ríkisreikningi og frumvarpi tit iaga um samþykkt a honum Mef undirbúningi bessarar nýju lög gjafar er m. a. að . ví stefnt að f;. Frh á 10 bls

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.