Vísir - 14.11.1962, Blaðsíða 6

Vísir - 14.11.1962, Blaðsíða 6
V í SIR . ivíiC____iaagur i-________aber 1962. Gerda Ring setur Pétur Gaut á snð ar í heimsókn Hér eru staddir tveir ungir hag fræðistúdentar frá Helsingfors og eru þeir ( boðl félags viðskipta- fræðinema við Háskóla íslands. — Þeir heita Eero Hallamaa og Pertti Salminen, og nema báðir við hag- fræðiháskólann í Helsingfors. Komu þeir hingað á fimmtudag -í stúdentaskiptum milli viðskipta- fræðinema hér og KY — Kauppa- korkeakoulun Ylioppilaskunta, — sem er samtök stúdenta i háskól- . anum, sem þeir nema við Finnarn- J ir áttu að vera hér í 10 daga, en urðu óvænt að stytta heimsósm sína um helming. Þeir hafa fanð | ýmislegt að skoða og sáu meðal annars Sogsvirkjunina og afl- stöðvar hennar, undir leiðsögn ' fróðra manna í gær. Er á þeim að heyra að þeim iíki dvölin vei. Við reeddum stuttlega við þá um leið og myndinni var smellt af þeim. Þeir sögðu að 1700 nemend- ur væru í hagfræðiháskólanum og erfitt að fá inngöngu. Hefði orðið að vísa 50% umsækjenda | frá á þessu hausti. Sama sagan gerðist raunar um allt Finnland, vegna mikillar nemendafjölgunar. Hún á rót sína að rekja til stríðs- ins og fyrstu áranna á eftir, svo að j búizt er við að aðsókn muni fara heldur minnkandi á næstu árum. Á myndinni eru talið frá vinstri- Marino Þorsteinsson, stud oecon, E. Hallamaa, Gunnar Ragnars, stud. oecon og P. Salminen. — (Ljósm. Vísis: I.M.). Á fundi með fréttamönn- um í fyrradag kynnti þjóðleikhússtjóri þeim Gerdu Ring, annan leik- stjóra Nationalteatret í Osló. Hún hefur tekið að sér að setja á svið leikrit Ibsens Pétur Gaut, sem verður jólaleikrit Þjóðleikhúss ins og sýnt á annan í jólum. Frúin er víðkunn sem leikstjóri, utan Noregs sem innan. T. d. setti hún á svið Brúðuheimilið, bæði í Kaupmannahöfn og Odense, og leik stjórn hefur hún annazt í Svíþjóð og Kína. Hún hefur sett á svið 5 leikrit alls eftir Tennessee Willi- ams. Hér leikur Gunnar Eyjólfsson Pét ur Gaut, Arndís Björnsdóttir Ásu, en Margrét Guðmundsdóttir Sól- veigu. Hljómsveitarstjóri verður Paul Pampichler, en ballettmeistari Elizabeth Hogston, og var hún einn ig kynnt fréttamönnum. Hún er mjög kunn f London og víðar og hefur rekið ballettskóla í Brighton. VETRARAÆTLUN FLUGFÉLAGSINS frá heimilisstörfum mun hún að einhverju leyti halda áfram list- námi, en Borghildur er gift Vil- hjálmi Hjálmarssyni sem stundar nám I húsagerðarlist I Edinborg. Sýningin á Mokka-kaffi mun standa í hálfan mánuð, til 24. nóv Ástin i feluleik í Bolungarvík Síðastliðið laugardagskvöld var frumsýndur í Bolungarvík á vegum Kvenfélagsins Brautin og Ungmennafélags Bolungarvíkur gamanleikurinn „Ástin í feluleik" eftir Karl Wittlinger í þýðingu Halldórs Q. Ólafssonar. Leikendur voru Björn Jóhannesson skóla- stjóri, frú Hildur Einarsdóttir Halldór Ben. Halídórsson, frk. Margrét Hannesdóttir og frk Gunnfríður Rögnvaldsdóttir. Leik- stjórn annaðist Gunnar Róberts- son Hansen, sem dvalizt hefur hér f Bolungarvík á annan mánuð við æfingar með leikfólkinu. Þótti 'eikendum takast vel, og höfðu menn af hina beztu skemmtun Finnur. Vetraráætlun millilandaflugs Flugfélags íslands gekk í gildi um s.í. mánaðamót, og þar með breyt- ast brottfarar- og komutímar flug- vélanna verulega frá því sem var i sumaráætlun. Sem áður munu hinar vinsæ'u 1 Viscount-skrúfuþotur félagsins bera hita og þunga millilandaflugs- ins, en einstaka ferðir verða flogn- ar með DC-6B, Cloudmaster-flug- vél. j Brottfarartímar frá Reykjavík verða sem hér segir: Til London á sunnudögum kl. 10 Til Glasgow og Kaupmannahafn ar mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 08:10. í þeim ferð- um, sem Cloudmaster-flugvél fé- lagsins er í förum, er brottför kl. 7:45, tuttugu og fimm mínútum fyrr til þess að ná sama komutíma til Glasgow eins og ef um Vis- count-flug væri að ræða. Til Bergen, Osló og Kaupmanna- hafnar verður flogið á laugardög- um kl. 10:00. Flugvélar Flugfélags íslands fljúga ekki milli Kaup- mannahafnar og Hamborgar í vet- ur, en farþegar þangað, svo og til annarra staða í Þýzkalandi fara áfram frá Kaupmannahöfn með flugvélum S.A.S. eða Lufthansa. Að flugvélarnar halda ekki á- fram alla leið til Hamborgar staf- ar einfaldlega af því, að eftir því sem ofangreind flugfélög hafa fjölg að ferðum milli Knimmannahafnar og Hamborgar (milli bessara staða eru 6 til 7 ferðir daglega), hafa Ung listakona sýnir i Mo'.ka Um þessar mundir stendur yfir á Mokka-kaffi sýning á verkum ungrar listakonu, Borghildar Ósk- arsdóttur. Borghildur er Reykvík- ingur, tvítug að aldri og er þetta fyrsta sýning hennar. Borghildur kveðst hafa teiknað svo lengi sem hún man en ekki snúið sér fyrir alvöru að myndlist fyrr en árið 1959, að hún fór f Handlðaskólann. Veturinn eftir, 1960 — 61 fór hún til Edinborgar og var þar á kvöldnámskeiði á listaskóla, sem heitir Edinburgh College of Arts, og lærði þar nær einungis teikningu. Síðastliðinn vetur var hún við almennt listnám í þessum sama skóla og gerði þá þær 16 myndir, sem hún sýnir nú á Mokka. Myndirnar eru gerðar með koli. blýöntum og vatnslitum, ýmist af fyrirmyndum eða ekki. Það vekur eftirtekt áhorfanda að engin mynd anna er það sem leikmenn kalla abstrakt og aðspurð kvaðst lista- konan e ki vita hvort hún legði I út á þá braut síðar. I Eftir jól fer Borghildur aftur til I Edinborgar og ef tími vinnst til Nýtt bæ;arbóka«a'ns- útibú við Sóiheima Innan ska..nns mun verða opnaö nýtt útibú bæjarbókasafnsins að Sólheimum 27, þar sem reist iiefur verið sérstakt hús yfir útibúið. Vlsir hefur aflað sér nokkurra upplýsinga um útibúið, sem unnið hefur verið við af kappi að undan- förnu, svo að menn fara brátt að sjá fyrir endann á þessum fram kvæmdui.i Gera n enn sér vonit um, að unni verði að opna útibúið fyrir lok þessa árs, en þó er það i ekki víst, og r^al því ekkert um það fullyrt. Hillurými í þeim hluta safnsins, sem ætlaður verður fullorðnum. rúmar um 10,000 bindi, en heldur minna rúm verður I útlánadeildinni fyrir börn. Útibúið verður í tveim deildum, og verðt.. barn. leildin þannig, að þar verður sameiginleg ’esstofa og afgreiðsla á útlánum. Hús það, sem reist hefur verið yfir b -tta útibú bæjarbókasatnsms. er við Sólheima, sem fyrr segir. og er flatarmál þess um 200 fermetrar. færri farþegar til og frá íslandi ferðazt með flugvélunum alla leið, en notfært sér hinar tíðu ferðir milli þessara staða. Skrifstofa Flugfélags lslands í Hamborg starfar þrátt fyrir þessa breytingu í flugáætlun, áfram á sama hátt og verið hefir og veitir farþegum félagsins sömu fyrir- greiðslu og fyrr. i Yfirmaður skrifstofu Flugfélags | Islands I Hamborg er Skarphéðinn Ámason, en auk hans 'starfa þar | tvær stúlkur. i I yfirstandandi vetraráætlun er sama fyrirkomulag og verið hefir þrjá undanfarna vetur, að flugvél- ! arnar fara ekki fram og aftur sam- dægurs. Þetta hefir ýmsa kosti í för með sér, einkanlega yfir há- veturinn er veður eru válynd og dagsbirta skömm. j Þá hafa fjölmargir farþegar lát- j ið í ljós ánægju slna yfir komu- tíma flugvélanna til Réykjavíkur, en hann er frá kl. 15:15 til 16:45. i Haustfundur millilandaflugsins. Nýlega er lokið hinum árlega haustfundi stöðvarstjóra Flugfélags Islands erlendis. Fundurinn var að , þessu sinni haldinn 1 höfuðstöðv- um félagsins I Reykjavik og sátu ■ hann allir yfirmenn skrifstofanna erlendis en auk þeirra forstjóri fé- lagsins, og yfirmenn þeirra deilda, sem millilandaflug félagsins heyrir undir. i Slíkir fundir stöðvarstjóra er- lendis og heime .íanna, 0cn haldnir haust og vor og er verkefni þeirra m. a. að ákveða flugáætlanir fé- lagsins milli landa, sölumál, aug- lýsingastarfsemi o. fl. Að þessum fundi loknum, fór deildarstjóri flugdeildar Jóhann Gislason á „áætlanaráðstefnu" I. A. T. A. flugfélaganna sem að þessu sinni var haldin I Madrid. Slíkar ráðstefnur eru haldnar á hverju hausti og er þar rædd framkvæmd sumaráætlunar næsta sumars, brottfarar- og komutimar að og frá flugvöllum samræmdir. Hin stóraukna flugumferð krefst vax- andi nákvæmni og skipulagningar og komutímar til þeirra flugvalla, sem flestar hafa flugvélakomur. verða að ákveðast fyrirfram, og er raðað niður þannig, að margar flugvélar komi ekki á sama tim? og að komizt verði hjá töfum við lendingar og flugtök. sL’ae •jejmmuamasiuumes* sap

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.