Vísir - 20.06.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 20.06.1963, Blaðsíða 8
8 V í S IR . Fimmtudagur 20. júní 1963. VÍSIR Ctgefandi: Blaöaútgáfan VlSIR. R!tstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensea Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og '•♦greiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 65 krónur á mánuði. t lausasölu 4 kr. eint. — Simi 11660 (5 línur). Prentsmiðja VIsis. — Edda h.f. Framkvæmdirnar í Reykjavik Allir harma hækkuð gjöld. Menn vilja auðvitað borga sem allra minnst í skatta og útsvör. En borgin þarf á tekjum að halda. Ella er hætt við að lítið yrði um framkvæmdir og þjónustan við borgarbúa versn- aði úr hófi. Útsvarsskráin kom fyrir almenningssjónir í morg- un og skattskráin einnig. Útsvörin hafa hækkað í Reykjavík um 30 millj. krónur frá því í fyrra. Það er há upphæð. En hvernig stendur á henni? Orsök hækk- aðra útsvara er sú að á árinu hafa bæjarstarfsmenn fengið um 20% kauphækkun en það jafngildir tæp- lega 10 millj. krónum í auknum útgjöldum fyrir borg- arsjóð. f öðru lagi stendur nú yfir malbikun flestra gatna borgarinnar og verður heildarkostnaður við það verk rúmlega 60 millj. króna á þessu ári. Hefir reynzt nauðsynlegt að verja meiru fé til þessa en upphaflega var áætlað og munu víst flestir fagna því að götur borgarinnar verði sem fyrst fullgerðar. Þannig eru hækkanir útsvaranna tilkomnar. En hér verður að taka fleira með í reikninginn en einungis tölulega hækkun útsvaranna. Hér kemur á móti, að gjaldendum í borginni hefir fjölgað um 1577 eða 6% og dreifist því hækkunin á fleiri bök. Og hér verður enn að hafa í huga, að afsláttur á útsvörum verður nú gefinn meiri en var í fyrra, eða 17%. Á síð- asta ári var hann einungis 15.5%. Leiðir það og af sjálfu sér að með auknum ibúaf jölda í borginni hlýtur kostn- aðurinn við framkvæmdirnar í borginni að aukast. Að- alatriðið er hér það, að útsvarsstiginn hefir ekki verið hækkaður frá því í fyrra. Nú er iágmarksútsvar 600 krónur og það ber allur þorrinn af öldruðu eða efna- litlu fólki. Á borgarstjórnarfundi lögðust fulltrúar kommún- ista gegn þessum hækkunum á útsvörum borgarbúa. En þeir komu þó ekki fram með neinar tillögur um það, hvemig hjá þeim væri komizt. Framkvæmdir borgarinnar eru miklar og það er óhjákvæmilegt að þær kosti mikið fé. En fyrir vikið búum við í fegurri, heilnæmari og þægilegri borg en ella. Það er mergurinn málsins. Vinum fagnað Hálft annað hundrað Vestur-íslendinga gistir nú hið gamla ættland sitt. Þeir eru góðir gestir, aufúsu- gestir. Með eindæmum er sú tryggð, sem þeir hafa bundið við landið og þjóðina, bókmenntir hennar og tungu, þótt löng hafi búsetan orðið í fjarlægri heims- álfu. Þá hollustu og þann vinarhug sem felst í hinni fjölmennu heimsókn felst, kunnum við Austur-íslend- ingar vel að meta. Heimsóknin mun verða til þess að tryggja vináttu, ættar- og þjóðræknisböndin og sýna að íslendingar eru jafnan íslendingar hve víða sem þeir halda. KENNEDY Á ERINDI Deilt hefir verið um hvort Kennedy forseti ættl að fara í Evrópuheimsókn sina nú eða síðar, en viðurkennt, að hann eigi þangað erindi. Næstkomandi laugardag legg- ur John F. Kennedy Banda- ríkjaforseti af stað í ferðalag sitt til Evrópuianda, sem ráð- gert er að standi 10 daga. Eins og getið hefur verið í fréttum hefur verið mikið um það rætt, hvort ekki væri heppilegra að heimsóknum forsetans til ann- arra landa væri frestað að sinni, þar sem horfur heima fyr- ir og erlendis væru að ýmsu 6- tryggar, en forsetinn sjálfur var á öðru máli. Hann telur nauðsynlegt að hafa tal af öðr- um vestrænum leiðtogum og kynna enn frekar skoðanir sfn- ar, en hann hefur einmitt ný- iega flutt eina merkustu ræðu sína tii þessa, um hversu vinna betri að friði og öryggi á ó- kyrrðartímum eins og nú eru f heimi, og var ræðunni tekið vel hvarvetna — einnig mæta vel f Moskvu. Það er gert ráð fyrir, að for- setinn komi til Vestur-Þýzka- John F. Kennedy. lands á sunnudagsmorgun. Hann verður í Vestur-Þýzka- landi og Vestur-Berlín dagana 23.—26. júní, írlandi 26.—29., Englandi 29.—30. og Ítalíu 30. júní til 2. júlí. f Bonn situr Kennedy forseti fund með fréttamönnum og verður fundinum sjónvarpað. Hann ræðir þar við dr. Aden- auer kanslara og Erhard vara- kanslara og aðra stjórnmála- leiðtoga, og í Frankfurt flytur hann ræðu. í Vestur-Berlín flytur hann ræðu í hinum Frjálsa Berlínar-háskóla og hann mun staldra við á ferð sinni um borgina á tveimur stöðum við múrinn. Á frlandi, landi forfeðra sinna, mun Kennedy heimsækja ættarslóðir, og þar ræðir hann við De Valera forseta, Lemass forsætisráðherra o. fl. Kennedy og De Valera skrifast raunar iðulega á. f Dyflinni ávarpar Kennedy forseti frska þjóð- þingið. í Lundúnum ræðir hann við Macmillan forsætisráðherra. Vegna stjómarkreppunnar á Ítalíu hefur ekki verið endan- Iega ákveðið um heimsókn Kennedys þar, en vitað er, að hann ræðir við Segni forseta og aðra leiðtoga. Um heimsókn Kennedys til Vestur-Þýzkalands er þetta frekara kunnugt: Hann flytur stutta ræðu í ráðhúsinu eftir komuna til Kölnar, þar sem þota hans lendir, og hlýðir þar næst messu í hinni frægu Kölnar-dómkirkju ásamt Aden- auer kanslara. Sama dag fer hann f heimsókn í ráðhúsið í Bonn og situr boð Adenauers kanslara í Schaumborgarhöil. — Fréttafundurinn verður kl. 16.30 á mánudag í utanríkisráðu neytinu i Bonn og litið á hann sem aðalviðburð dagsins þótt hann ræði einnig þennan dag TIL EVRÓPU við Lubke ríkisforseta og dr. Adenauer. Þriðjudag flýgur Adenauer til höfuðstöðva Bandaríkjahers I þyrlu og ekur þaðan til Frank- furt, eftir liðskönnun í Hanau. — Ræðuna í Frankfurt flytur hann í Pálskirkju. Þennan dag ræðir hann við Erhard vara- kanslara í Wiesbaden. í Vestur- Berlín verður Kennedy gerður heiðursdoktor við Frjálsa Ber- línar-háskólann á miðvikudag. Ættarslóðir þær, sem Kenne- dy heimsækir á frlandi, eru í Dunganstown og New Ross. Hann mun einnig heimsækja bæina Wexford, Cork og Limer- ick. Dyflinnar-háskóli (The University of Dublin) og Þjóð- arháskólinn írski (The National University of Ireland) sæma hann heiðursdoktorsnafnbót. Frá Ítalíu er forsetinn vænt- anlegur heim árla miðvikudag- inn 3. júlí. Kennedy forseti hefur áður ferðazt mikið um Evrópulönd, en þetta verður fyrsta heim- sókn hans sem forseta til Vest- ur-Þýzkalands og italíu. Um ræðu þá, sem fyrr var að vikið, og þykir ein mikil- vægasta og bezta ræða Kenne- dys segir Nei* York Times með- al annars, að i henni hafi Kennedy í reyndinni fallizt á stefnu Krúsévs um friðsamlega sambúð þjóða milli samtengda friðsamlegri keppni. Blaðið bendir á, að með þessu sé girt fyrir alla breytingu á núver- andi ástandi (status quo) með valdi, og einnig að nota hana sem verkfæri til „að greftra okkur“, en eins og menn muna sagði Krúsév eitt sinn við Bandaríkjamenn: Við munum greftra ykkur. „Vér leituni friðar“, seg- ir blaðið, „sem er réttlátur og hagfeldar (practical) og byggður á lögum og sjálfs- ákvörðunarrétti allra þjóða. Til þess að koma á slikum friði hvetur Kennedy Banda- ríkjaþjóðina til þess í anda Jóhannesar Páfa XXIII., að taka til endurskoðunar af- stöðuna bæði til Sovétríkj- anna og köldu styrjaldarinn- ar, og til þess að örvænta ekki um rússnesku þjóðina, vegna þeirrar andstygðar sem vér höfum á einræðis- legu stjórnarfari. Og sam- tímis — að hætti Woodrow Wilson — skorar hann beint á rússnesku þjóðina að end- urskoða afstöðuna gagnvart oss (þ. e. Bandaríkjamönn- um) og sameinast oss í bar- áttunni fyrir friði.“ Um það leyti sem Kenne- dy forseti kemur til Evrópu er framundan fundur i Moskvu, sem kínverskir komm- únistar sitja, en þeir hafa ný- lega harðlega gagnrýnt stefnu Krúsévs um friðsamlega sam- búð og skrifað um þetta bréf til sovézka kommúnistaflokksins, sem hann hefur nú ákveðið að birta ekki, þar sem það gæti spillt fyrir samkomulagshorfum, sem raunar virðast ekki miklar, fylgi Krúsév sömu stefnu og áður. Einnig er fram undan ut- anríkisráðherrafundur Banda- ríkjanna, Bretlands og Sovét- ríkjanna i Moskvu um bann við tilraunum með kjarnorku- vopn. Hvort tveggja, að ó- gleymdu því, að treysta þarf kynni og samstarf vestrænna þjóða, einkum innan N-Atlants- hafsbandalagsins, þarf að treysta með auknum kynnum og viðræðum. Viðurkenna menn nú yfirleitt brýna þörf aukinna kynna og framhaldsviðræðna helztu ieið- toga, telja stefnt í rétta átt með fyrirhuguðum utanríkisráð herrafundi, er gæti orðið til þess að flýta fyrir fundi æðstu manna, en margir telja, að slík- ir fundir og þeir tiðir, séu það sem as meiri þörf verður fyrir. Og þótt deilt hafi verið um — hvort Kennedy ætti að fara nokkrum vikum fyrr eða seinna til Evrópu, er ekki deilt um, að hann eigi þangað erindi. A. Th.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.