Vísir - 24.06.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 24.06.1963, Blaðsíða 9
VISI R . Mánudagur 24. júní 1963. 9 * pkFT sést hann út um norður- ^ gluggann á háhýsinu við Austurbrún, sifrangandi á svöl- unum milli álmanna á Hrafn- istu, hálf-níræður, f sundskýlu einni kiæða í alls kyns veðri, skrokkurinn Ieðurbrúnn með fjaðurmýkt fjallarefs og seigiu úlfs. Starfsstúlkumar koma stöku sinnum í ljós f svaladyrunum og horfa hugfangnar á þennan ungl ing, sem spriklar af lífi eins og Adonisímynd þeirra f ástinni. Annað veifið baðar hann út höndum, beygir sig snögglega og sveigir — svo tekur hann á rás, hleypur, næstum stekkur — ja, þvílik orka. Fyrlr neðan hann vappa yngri menn, ekki nærri þvf eins brattir. Um hádegisbil nokkrum dög- um eftir hvftasunnu var skotizt úr skýskafanum yfir í öldunga- hótelið til þess að sjá Þorstein Kjarval. Sú hugmynd hafði snortið, að af því væri hægt að læra, kannski meira en lesa klassískt verk Cicerós, „Um ell- ina (De Senectute)", sem menntl ingar em látnir paufast f gegn- um í latínunámi. Goethe gat áttræður barn við komungri stúlku (eða varð hann sem viðurkenning fyrir tilfellin. Kjarval er þó þeirra röskvastur, því að hinir unnu dáð sína í kyrrstöðuhemaði, að minnsta kosti til að byrja með, að því er sagan hermir. Enginn fer upp á Snæfellsjökul án fyrirhafnar, eins og menn vita. Það er áhlaupaverk fyrir ungan jafnt sem aldraðan mann. Þorsteinn Kjarval lék sér að því og hefur oft leikið það áður. Jfe* „TjEIR eru að birta myndir af mér í blöðunum", sagði hann glettnislega, um leið og hann bauð inn í herbergi sitt, sem helgað er Bimi Ólafs, sæfara úr Mýrarhúsum. „Svo kom hingað blaðamaður til min I fyrra----- já, hann var frá Akureyri (og nú horfði hann á mann alveg eins og bróðir hans meistari Jóhannes, þegar hann spaug- skýtur) ... hann talaði við mig eitthvað — það var vel tii fund- ið að birta mynd af kálfum". Svo dregur hann gulnað ein- tak af Lesbók Tímans upp úr pússi sínu. „Sjáðu þetta fólk“, segir hann og bendir á kálfamyndina. „Þú ert gamansamur". „Ha?“ segir hann. „En þetta eru kálfar, ekki fólk". Nú fitlar hann við Hifi-heyrn artækið og segir: „Þegar ég er að spauga, held- ^ BSggggS wwpw „Keep smiling!“ sagði Þorsteinn Kjarval, þegar smellt var af. í baksýn tvö málverk eftir bróður hans, meistara Jóhannes; annað er af Þorsteini með austfirzk fjöll í bakgrunni, hitt er vestfirzk skútumynd. _____ UN6UR MÁ, CNSAMAU SKAL... bara ástfanginn?), og bóndi fyr- ir norðan, ævagamall orðinn og blindur, átti næstum því tvlbura með griðkonu á bænum, Þor- steinn Kjarval hoppaði upp á Snæfellsjökul nú á hvltasunnu- dag — allt eru þetta afrek, góðra gjalda verð. Venjulegur riddarakross nægði alls ekki ur fólk að ég sé bandvitlaus". Myndir eftir bróður hans eru á veggjum: Skútumynd frá Vest fjörðum, málverk af Þorsteini með Byronskraga og austfirzk fjöll 1 baksýn. Jóhannes túlkar bróður sinn eins og æskumynd af snillingi — sjarmör („Steini bróðir er fallegasti maður, sem ég hef séð“, sagði meistarinn eitt sinn, „ja, það var kannski einn fallegri (hvort hann átti við Jóhann Sigurjónsson eða Einar Ben er óvíst). „Það voru fínar skammir", sagði Þorsteinn, þegar imprað var á þessu. „Af hverju lætur hann þig vera með Byronskraga?" „Hann lætur mig bjóða fjöll- unum byrginn með Byrons- kraga — auðvitað", sagði hann hvellt, „það er ekki hægt annað ... auðvitað". „Kemur Jóhannes oft til þín?“ „Ég kem oftar til hans — ég vil ekki ónáða hann að óþörfu, þótt hann sé alira góður bróðir og félagi. Þú veizt, hvemig er með þessa frægu menn“. „Þú ert líka frægur“. Nú heyrði hann ekki eða þótt- ist ekki heyra. „Málar þú eins og bróðir?" „Ég — ég hef eiginlega aldrei verið neitt. Hann er alltaf að segja mér að mála. Það er óvlst, hvort við hefðum verið góðir vinir, ef ég hefði tekið upp á því ...“. Nú spratt hann upp og söngl- aði: „Þú mikli myndasmiður, sem myndar undraher út um alla geima með önd I gandreið fer“. Svo horfði hann bláum b^rns- augum út I fjarskann og raul- aði lágt, svo rétt heyrðist: „Draumur kær dýrlegt er þitt yndi. Draumur kær deyr sem Ijós I vindi .. „Maður gettiy drepið.. sig á mat offc á dag, ef maður vill .:. Ungur má, en gamall, skal. Hýr er alltaf matur Við mat“, „Hvemig kanntu við þetta hótel?“ „Ég kann sæmilega vel við mig — mér hefur aldrei verið eins þjónað og hér“. „Lifirðu á jógafæðu?" „Borða allt, sem að kjafti kemur — ég hef alltaf tann- lækninn minn I vasanum" (Hann dró fjöðurstaf upp úr vasanum. „Hann er billegur þessi og vand virkur“, og nú beraði hann tann garðana og sýndi, hvemig tann- læknirinn færi að. Á veggnum gegnt honum eru heiðursskjöl frá Skógræktarfé- laginu og í. S. í., testamentum um, að hann sé gerður að heið- ursfélaga fyrir vel unnin störf I þágu hugsjóna. Hann hefur líka hlotið viðurkenningu frá Náttúrufræðifélaginu og ýmsum fleiri félögum og stofnunum — alls staðar getið sér orðstlr, þar sem hann hefur unnið að llfræn- um málum. „Þú lézt þig ekki muna um að ganga á Snæfellsjökul á hvíta- sunnunni?" „Eins og vant er fór ég með þeim“. „Hverjum?" „Þeim frá Ferðafélaginu". „Hvaða leið fóruð þið?“ „Það var farið upp að húsinu og gengið kringum jökulinn yfir að Rifi“. „Er erfitt að ganga á Snæ- fellsjökul?" „Misjafnlega erfitt að ganga hann, eftir þvl, hvað háll hann er. Maður getur lent I alls kon- ar færi — stundum sekkur mað ur I bringspalir, ef snjór er ...“. Dulfróð manneskja, fleiri en ein (þó ekki Steinunn S. Briem) sagði, að indversku jógarnir teldu Snæfelisjökul mestu orku- stöð heims. Þess vegna skryppu þeir, sem það gætu, þangað til þess að sækja sér kraft, þegar þeir brygðu sér úr skrokknum. Kjarval annaðhvort heyrði þetta ekki vel eða vildi ekki gefa neitt út á það. „Hann er ákaflega hressilegur að sjá hann", sagði hann, „það er heilnæmt að ganga á hann og önnur fjöll". Ófreskt fóik, sem býr undir Jökli, trúir á mátt hans enn þann dag I dag, kannski meira en á guð. Jökullinn svarar ýmsum spurn ingum í hugleiðslu þessa sér- kennilega fólks: Það er gömul hefð þar um aldaraðir. „Þú hefur gengið á fjöll alla þína ævi?“ „Þegar ég var ungur austur á Fjörðum, gekk ég yfir Hofs- jökul frá Hofsdal yfir I Víðidal — allt fór ég á postuiunum". „Þetta eru þeir“, og bendir á fæturna, klæðir sig úr öðrum skónum og sokknum. „Ég lét höggva inn úr þessu beini, því Framh. á 10. síðu. „Maður gleðst, að þau (blómin) sýna manni þakkiætisvott, þegar þeim er þjónaS... Þau eiga það skilið, að komast á mynd einu sinni á lífsleiðinni“, sagði hann. — Blómin, Mariu- lauf (aspidistra) og röðulblóm (clivia), hefur Þorst. Kjarval ræktað í Hrafnistu. — 1 baksýn á myndinni eru Askur Yggdrasils eftir bróður hans og trjóna af geirháfi. Síðast dró alveg niður I hon- um. fkt ”ÉGU hef annars verið að trufla þig frá matnum", segir komumaður (sem ekki hafði at- hugað, að nú var matmálstími). TALAÐ VIÐÞOR SWN KJARVAL

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.