Vísir - 18.07.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 18.07.1963, Blaðsíða 6
V í S IR . Fimmtudagur 18. júlí 1963. 6 'eimdallup' Gjör rétt — Þol ei órétt Ritstjórar Ásgeir Thoroddsen og Ragnar Kjartansson Verður gripið til hinna illræmdu þrælalaga Stalíns? Efnahagsrannsóknamefnd Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópu hefur nýlega fulllokið og sent frá sér 160 bls. skýrslu um efnahagsástand innan sov- étblokkarinnar. Er skýrslan á margan hátt fróðleg og gefur nokkuð glögga mynd af hinum margvíslegu vandamálum og mistökum kommúnismans. Skýrslan greinir frá því að þjóðarteknanna í Sovét frá 1960 til síðasta árs hafi lækkað úr 8% niður í 6% þrátt fyrir áætlaða 8.5% hækkun. Útkoman f öðrum kommún- istaríkjum er jafnvel verri. Ár- ið 1962 varð t. d. aukning þjóð- arteknanna f. Tékkóslóvakíu engin. 1 Þýzkalandi Ulbrichts og Póllandi minnkaði aukningin niður í 3% f stað áætlana Pól- verja um 6% aukningu. Ná átti 9% aukningu í Ungverjalandi en útkoman varð aðeins 5%. Búlgarfa náði 6% í stað áætl- aðra 14%. Rúmenía náði 7% f stað 13% og f Albaníu hafði verið gerð áætlun um 15% aukningu þjóðarteknanna, en boginn hafði verið spenntur of hátt þar sem og f hinum kommúnistalöndunum enda varð hækkunin aðeins 8%. Þessi Iélega útkoma er talin stafa af mistökum aðallega f iðnaði og landbúnaði. Athug- anir sýna að árið 1962 tókst engu landanna austan járn- tjalds' að framkvæma til fulls fjárfestingaráætlanir sínar. Aukningin f Rússlandi varð að- eins 4%. I Tékköslavfu minnk- aði fjárfesting hins vegar um 5% frá árinu áður. í Þýzka- landi Ulbrichts hefur heildar- fjárfesting staðið í stað sfðan 1959 eða í 4 ár. Tölurnar hér að framan eru hvað sízt glæsilega'r og valda forsprökkunum aukn- um áhyggjum. Vandræði kommúnismans eru ekki einungis bundin við land- búnað og iðnað. Síðasta ár stóðust áætlanir um húsbygg- ingar hvergi f kommúnistalönd- unum og það langt frá settu marki, t. d. hefur áætlunin f Rússlandi fyrir þetta ár verið iækkuð til mikilla muna vegna mistaka síðasta árs. Hækkun launa í Rússland, á sfðasta ári var tekinn aftvr með töluverðri hækkun land búnaðarvara. Annars staðar stóðu laun í stað nema hvað þau lækkuðu f Þýzkalandi Ur- brichts. Á ógnartfmum Stalins gátu verkamenn ekki skipt um vinnu nema að fengnu sérstöku, tor- sóttu leyfi yfirvaldanna. Dregið var úr lögunum 1956 og þau afnumin 1960. Síðan þá hefur gætt verulegrar tilhneigingar hjá verkamönnum að skipta um vinnustaði og það of oft að mati sovétyfirvaldanna. Rannsóknar- stofnun í Rússlandi yfirheyrði 70.000 verkamenn í 670 iðn- verksmiðjum, sem skipt höfðu um starf að eigin ósk. Niður- staðan varð sú, að rúmlega þriðjungur hafði skipt um starf oftar en einu sinni og margir mjög oft á aðeins þremur árum, eða síðan Stalinlögin voru af- numin. Sama rannsóknarstofn- un hefur reiknað það út að það taki verkamann að meðaltali Höfuðverkur Kremlherranna: Standa róðþrota gegn spurningunni um hvuð koma skuii í stað þess gæða öryggis, sem frjáls samkeppni veitir. Á meðan brotna borarnir í tönnum Rússanna og eyða þarf meiri tíma í viðgerðir dráttarvéla en við stýri þeirra. Eftirlit með framleiðslu og vörugæðum f Sovét-Rússlandi eru viðurkennd mistök. Óá- nægjurómur eykst stöðugt þar í landi og gagnrýni í blöðum gæt- ir nokkuð. Ástandið er slíkt að segja má að á hverjum degi sé lagt til hiið ar til viðgerðar 6 af hverjum 10 bflum, 3 af hverjum 10 dráttar- vélum og 1 af hverjum 4 steypu- vélum. Stór hluti sjónvarpa, þvottavéla, síma og annars slíks vamings er einnig furðanlega lé. legur og í stöðugum viðgerðum. Ef takandi er mark á skrifum sovézkra blaða veldur léleg fram leiðsla allt frá jarðýtum niður f tannbora, stjórn Krústjoffs mikl um vandræðum, sérstaklega hv’að snertir WenglÍfSar verk- smiðju-áætlanir og megna óá- nægju fólksins. Athuganir á rússneskum skýrsl um sýna svo að nokkur dæmi séu tilgreind að um 10% allra dráttarvéla (framleiddar af Vladi mar verksmiðjunum) eru um leið og þær koma út af færibandinu settar aftur inn til viðgerðar og endurbóta vegna lélegs frágangs og smfðagalla. Margir rússnesk- ir dráttarvélanotendur kvarta sár an um að þeir eyði meiri tíma undir vélunum við viðgerðir en við stýri þeirra. Á árinu 1961 biluðu 60% af seldum sjónvörpum það sama ár innan hálfs árs ábyrgðartímans. Skýrslur sýna einnig að rússn eskir sfmar framleiddir af Latvin verksmiðjunum voru gefnir upp fyrir 500 kl.st. stöðuga hring- ingu en biluðu eftir 55 klst. Allar þvottavélar, sem Chelya. bius-verksmiðjurnar framleiddu í ágústmánuði síðasta árs, reynd ust meira en minna gallaðar og voru sendar aftur til verksmiðj- anna til viðgerða og endurbóta. Kúlulegur framleiddar f Sovét ríkjum þola samkv. sovézkum skýrslum helmingi minni notk- unartfma en t. d. sænskar kúlu- legur. Sömu sögu er að segja af öðrum ámóta vörutegundum. 90% tannbora framleiddir af Kazanverksmiðjunum stóðu ekki undir uppgefnum gæðum á siðasta ári. Samt sem áður gaf á að Ifta í opinberum skýrslum verksmiðjunnar að 98% fram- leiðslunnar hefðu staðizt gæða- eftirlit og reynzt 100% vörur. Ofangreind atriði sýna glögg- Iega grundvallarmistök komm- únismans og framkvæmd hans. í hinum vestræna heimi er slíkt ekki liðiS enda tryggir sam- keppnin gæði vörunnar. Fyrir- tæki, sem framlelða Iélegar vörur eru fyrirfram dæmd til að mistakast. Þrátt fyrir að Rússar séu í meira en 40 ár búnir að reyna að finna ein- hverja leið, sem gæti komið í stað hinnar frjálsu samkeppni hefur þeim ekkl teklzt það. Einfaldlega vegna þess að sú leið er ekki til. Hæfileikar mannsins fá ekki notið sfn nema að athafnafrelsi hans sé óskert. í þvf liggja hin stóru mistök kommúnismans. Þá má spyrja, hvemig geta Sovétrfkin f skjóli þessara vandamála byggt geimför, sem farið geta í kringum tunglið? Svarið við þeirri spurningu liggur í hæfileika hins gífurlega og tillitslausa einræðisskipulags að sameina beztu starfskraft- ana og næstum þvf ótakmark- að hráefni í að leysa það vanda- mál, sem leiðtogar skipulagsins Framh. á bls. 10. Sovét, land mikilla spútnika — en ónýtra dráttarvéla 20 daga að hætta í einu starfi og finna sér annað. Þetta finnst valdhöfunum það alvarlegt að í athugun er hvort ekki sé heppilegt að grfpa til Stalins- laganna illræmdu á ný. Þannig rekur eitt vandamálið annað þar austur í draumaland- inu Rússiá. ☆ Gaman eða alvara? Vinur sovézka geimfarans Popovitch kom til að heimsækja hann. Dóttir geimfarsns Natasha kom til dyra. „Er faðir þinn heima?“ spurði vinurinn. „Nei, félagi“, svaraði Natasha. „Hann er á hringferð f kringum hnöttinn og kemur ekki heim fyrr en eftir hádegi". „Er móðir þin þá heima?“ „Nei, félagi. hún fór út til að kaupa kjöt snemma í morgun og kemur ekki fyrr en seint í kvöld".

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.