Vísir - 14.08.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 14.08.1963, Blaðsíða 7
'VISIR . Miðvikudagur 14. ágúst 1963. 7 Sigvaldi Hjálmarsson segir frá Guðspekifélaginu og kenningakerfi guðspekinnar „Frelsi, frelsi og aftur frelsi. Ég get ekki end- urtekið of oft, að frjálst viðhorf er alger nauðsyn í andlegum málum. All- ar kreddur hljóta að vera til hindrunar, fólk þarf að læra að hugsa sjálf- stætt, og hver maður á að vera húsbóndi á sínu eigin andlega heimili. Hugsanafrelsi, skoðana- frelsi, engar kennisetn- ingar til að fylgja í blindni, ekkert kenni- vald. Sannur þroski er kannske í því fólginn að k u n n a að vera frjáls“. Sigvaldi Hjálmarsson hallar sér fram í sætinu og augun ljóma, þegar hann talar um hugsjón stn a og hugðarefni, guðspekina. Hann er forseti Is- landsdeildar Guðspekifélagsins og er nú á förum austur til Ind- lands og ætlar að kynna sér starfsemina í höfuðstöðvum fé- lagsins í Adyar. „Hvernig myndirðu skilgreina guðspekina í stuttu máli, Sig- valdi? Hvað er markmið féíags- ins, og að hverju starfar það?“ „I stuttu máli? Það er nú hægara sagt en gert. Og eftir 16 ár í blaðamennskunni er ég vanari að spyrja en svara í við- tölum — það er hálfruglings- legt að vera alit í einu sá, sem yfirheyrður er!“ um. Þetta er stefnuskrá félags- ins orðrétt. Það er algjörlega kredduiaust félag sannleiks- ieitenda án kennivalds af nokkru tagi“. „Einkunnarorð þess eru: ,Engin trúarbrögð eru sannleik- anum æðri'. Teljið þið ykkur hafa höndlað sannleikann?" „Nei, hamingjan góða, langt frá því! En við gerum ráð fyrir þeim möguleika, að til séu al- gild sannindi, sem hægt sé að nálgast eftir ýmsum leiðum, þótt enginn sannur guðspeki- nemi ímyndi sér, að hann hafi þegar tileinkað sér þau. Orðið guðspeki er þýðing á gríska hugtakinu ,Theosop4iia‘, sem táknar hin hinztu sannindi um eðli tilverunnar, þ. e. a. s. að til séu algild og ó- umbreytanleg sannindi en ekki er þar með sagt, að nokk- ur maður geti skilið nema ör- lítið brot af þeim. Ég verð að játa, að mér finnst .guðspeki' ekki mjög heppilegt orð, þvf að það felur í sér svo stóran hlut, að það getur verkað fráhrind- andi á fólk. Sérstakiega tekur maður eftir þvf í fslenzkunni; í öðrum málum hefur það ann- an blæ“. „En hefur ekki öll þessi sann- leiksleit leitt ykkur að neinum niðurstöðum?" „Ja, ég vildi heldur nefna þær leiðsögutilgátur, því að við reynum að forðast staðhæfíng- ar, sem ekki er hægt að sanna. Það er til nokkuð, sem kallað hefur verið guðspekilegt kenn- ingakerfi, og það hefur orðið tii með árunum sem ávöxtur af tilfaunum manna til að skilja lífið og tilveruna, en öllum fé- iagsmönnum er í sjálfsvald sett, hvort þeir aðhyllast ein- hverjar eða engar þessara kenn- inga — þeir eru hvorki álitnir verri né betri félagsmenn, hvort sem þeir álíta þær réttar eða rangar. Aðeins eins er krafizt af þeim, er þeir ganga í félagið: úr steinarfkinu, o. s. frv. Að mannkynið sé ekki síðasta stigið í þessari þróun, heldur séu 6- endanlegir þroskamöguleikar fram undan og fyrir ofan mann- kynið sé yfirmannlegt stig full- numa eða meistara". „Og maðurinn þá ekki kóróna sköpunarverksins?" „Nei, en heldur ekki botninn. Þvf er haldið fram í þessu kenningakerfi, að maðurinn sé ódauðlegur í eðli sínu og andi hans eða vitund fari ekki for- görðum við líkamsdauðann, heldur birtist aftur og aftur í jarðneska heiminum við þau skilyrði, sem bezt fái stuðlað að þroska hans hverju sinni. Hver maður sé fyllilega ábyrgur gerða sinna, skapi sér örlög og ytri skilyrði með framkomu sinni, hugsunum, tilfinningum og athöfnum og skammti sér sjálfur sælu eða þjáningu. Þar kemur til greina hið svokallaða karma eða lögmál orsaka og af- leiðinga. Karma er ekki refsari, heldur kennari. Það, sem van- rækt er í einu lifi, verður að bæta í hinu næsta. Sár, sem veitt eru, verður að græða. Maðurinn verður smám saman göfugri vera og fjarlægist æ meira þroskastig dýrsins. Með- an hann hefur litla sem enga tilfinningu fyrir þroska og Kjarni allra trúarbragða hinn sami. „Hver er afstaða ykkar til trúarbragðanna?" „Guðspekiféiagið er hlutlaust gagnvart öllum stefnum og straumum f andlegum málum og jafnvinsamlegt allri viðleitni mannanna til andlegs lífs, þar af leiðandi öllum trúarbrögðum. Það er almennt álitið, að heil- brigt og vakandi trúarlíf sé hverjum manni eðlislæg nauð- syn, og ég held, að flestir þeir, sem leggja stund á samanburð trúarbragða með algerlega opn- um huga, sannfærist um, að kjarninn í þeim öllum sé sá sami“. „Þú vilt ekki segja, að Guð- spekifélagið boði Hindúisma eða Búddhadóm hér á landi?“ „Nei, þá mætti með sama rétti halda fram, að það stund- aði kristniboð f Austurlöndum. Það ýtir undir menn að stunda samanburð trúarbragða, og það hefur leitazt við að kynna kristindóminn í Austurlöndum og austræn trúarbrögð" á Vest- urlöndum, en ekki með það fyr- ir augum að taka eina trú fram yfir aðra, heldur reyna að finna hinn sameiginlega grundvöll allra trúarbragða". „Þegar þið talið um endur- fyrir þeim möguleika, að til séu aigild sannindi, er og gert ráð fyrir, að einhver fótur kunni að vera fyrir þvf, að innra með manninum leynist öfl, sem enn hafi ekki verið könnuð nema að litlu leyti. Innan félagsins starfar hópur vísindamanna að rannsóknum á öllu þvf, sem nefnt hefur verið ,dulskynjun‘ — skyggni, dulheym, forspár, draumar, huglækningar og aðrir dulrænir hæfileikar. Undir þetta atriði heyra lika tilraunir til að rannsaka og ávinna sér æðra vitundarástand, sem um er rætt í mystískum bókmennt- um trúarbragðanna og víðar. Þá er mikill áhugi á nýjustu upp- götvunum sálfræðinnar, djúp- sálarfræðinni og ESP rannsókn- unum. í flestum heimsálfum eru komnir upp eins konar vfs- ar að guðspekilegum rannsókna- stöðvum, þar sem lærðir efnis- vísindamenn vinna að hlið- stæðum rannsóknum á raun- vfsindum og svonefndum dul- vísindum og reyna að finna það, sem sameiginlegt er með báðum tegundum". Vettvangur frjálsrar hugsunar. ,Tívað um hugleiðingu og aðrar hugrænar æfingar? Eru Frelsið er hans trúarjátning „Þú hefur gott af því að vera einu sinni fórnarlambið". Sigvaldi er fréttastjóri Al- þýðublaðsins, var um tíma rit- stjóri Úrvals og hefur fengizt við flestar ef ekki allar tegundir blaðamennsku á sínum starfs- ferli. Tilgangur félagsins. „Jæja, við skulum sjá“, segir hann og hugsar sig um. „Það er kannske bezt að byrja á til- gangi félagsins. Hann er þre-' faldur — 1. að móta kjama úr allsherjar bræðralagi mann- kynsins, án tillits til kynstofna, trúarskoðana, kynferðis, stétta eða hörundslitar. 2. að hvetja menn til að leggja stund á sam- anburð trúarbragða, heimspeki og náttúruvfsindi. 3. að rann- saka óskilin náttúrulögmál og öfl þau, er leynast með mönn- að þeir viðurkenni bræðralag allra manna og séu fúsir að veita öðrum sama frelsi og þeir áskilja sjálfum sér“. Óendanlegir þroskamöguleikar. „Og hver er kjarninn í þessu kenningakerfi?" „1 fáum orðum sagt, að allt líf sé f innsta eðli sfnu eitt og ósundurgreinanlegt; vitund og ytri heimur, efni og andi, Iff og form séu ekki ósættanlegar andstæður, heldur mismunandi hliðar hins sama veruleika. Að samhliða hinni efnislegu þróun fari fram andleg þróun, sem eigi sér engin takmörk. Að mann- kynið hafi einhvern tíma þróazt upp úr þroskastigi dýranna og dýrin sömuleiðis upp úr þroska- stigi jurtanna og jurtirnar upp göfgi, knýja alheimslögmálin þann áfram, hvort sem honum Ifkar betur eða verr, en þegar hann fer að vitkast, opnast honum möguleikar til að vinna með alheimsviljanum og hraða þannig þroska sínum og auðvelda hann til mikilla muna. Tilraunir hans í þá átt kallast þroskaviðleitni, og það eru til allgreinileg fyrirmæli og reglur um meginatriði skipulagðrar þroskaviðleitni ... Auðvitað eru þessar kenningar ekki álitnar nein endanleg skýring á vanda- málum\tilverunnar og þeim ekki haldið að félagsmönnum, en margir hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að í þeim felist a. m. k. nokkur sannleikur, er orðið geti að gagni sem leið- sögutilgáta og skýringatilraun — leið til sanninda, ef ekki sannindin sjálf“. holdgun, þá eigið þið ekki við, að menn geti fæðzt aftur sem dýr, ef þeir hafa hagað sér mjög illa í jarðlífi sfnu?“ „Nei, nei, þar er ruglað sam- an tveimur gagnólíkum kenning- um, þ. e. endurholdgun og sálnaflakki. Kenningin um sálnaflakk gerir ráð fyrir, að menn geti fæðzt aftur í dýra- líkömum, en endurholdgunar- kenningin heldur fram, að þró- unin geti aldrei farið aftur á bak, m. ö. o. að vera, sem eitt sinn hefur náð þroskastigi mannsins, geti aldrei aftur fæðzt í líkama dýrs“. „Það er á stefnuskrá félags- ins að .rannsaka óskilin nátt- úrulögmál og öfl þau, er leyn- ast með mönnum'. Að hve miklu leyti eru þessar rannsóknir stundaðar?" „Á sama hátt og gert er ráð þær ekkj iðkaðar mikið í fé- laginu?“ „Jú, hugleiðing eftir ýmsum kerfum er talsvert mikið iðkuð, einkum í þeim tilgangi að kynn- ast betur möguleikum manns- hugans, bæta skapgerðina og framkalla æðra vitundarístand, ef unnt er, en það eins og ann- að er félagsmönnum algerlega 8 í sjálfsvald sett. Þroskaviðleitni I hlýtur alltaf að vera einstak- | lingsbundin að miklu leyti, þótt § margt sé hægt að gera í félagi | við aðra, en samstarf í bróður- | legum anda hlýtur ævinlega að | vera jákvætt. Við leggjum á- | herzlu á, að Guðspekifélagið sé 8 vettvangur fyrir frjálsa hugsun | I andlegum málum, og tvennt teljum við þýðingarmikið: að þar ríki algert skoðanafrelsi, og að menn geti unnið saman þrátt Framh. á bls. 8. D

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.