Vísir - 10.09.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 10.09.1963, Blaðsíða 15
V í SIR . Þriðjudagur 10. september 1963. 75 Peggy Gaddis: Kvenlæknirinn kannski ekki sjálfbjarga, og pú veizt væna mín, að slíkt líf er ekki eftirsóknarvert, þótt skylda hvers manns sé að bera þær byrðar, sem lífið leggur á hana. Þú hefur orð- ið að reyna það, að sjúklingur þinn dó á skurðarborðinu, en þú getur ekki áfellst sjáifa þig um neitt, né heldur Nichois læknir. Slíkt getur ávallt gerst — stundum er orsök- in augljós, stundum ekki. Ég er ekki dómbær um þessa hluti, en ég held ekki, að neinn hefði getað bjargað lífi Marthy frænku. Hún hefir verið of langt leidd, þegar nokkur gat gert sér grein fyrir hversu komið var. Svo að mín skoð un er óbreytt, að þú sért ágætur læknir, sem getur vænst þess, að verða eins mikils metinn sem lækn ir og Jónatan — og þegar ég segi það veiztu vel hvað ég meina. Og þegar þú nærð því marki muntu sjálf telja, að allt hafi farið eins og þú bezt gazt vonað, og ekki hirða um að setja þér nýtt mark. — Nei, það mun ég ekki, sagði hún hrærð. Hugh brosti til hennar, en það var eins og það vottaði fyrir ein- hverjum skugga í tilliti augnanna, sem brosið hafði ekki getað hrakið burt. — Og meira hef ég ekki um þetta að segjn, sagði hann svo, eins og þetta væri úíkljáð mál. Hún sat grafkyrr drykklanga stund, horfði á hann brosandi. Svo lyfti hún upp höndum sínum og lagði að vöngum hans, og kyssti hann af innnileik og blíðu. — Þakka þér fyrir, elsku Hugh minn, hvíslaði hún. Þrettándi kafli Um klukkustund var Iiðin og Meredith hafði setið þögul við hlið hans. Hún horfði beint fram, en Hugh leit á hana við og við. Hann spurði hana einskis, því að hann vissi að hún mundi bráðum segja honum um hvað hún væri að hugsa og þegar það Ioks kom varð hann all undrandi. — Það, sem við í rauninni höf- um mesta þörf fyrir í River Gap er sjúkrahús, sagði hún. Hugh lyfti brúnum lítið eitt. — Sjúkrahús, — í smábæ með fimmtán hundruð íbúum. — Já, athugaðu það, að River Gap er miðdepill sveitahéraða, og allir sem þar eru, og þurfi eru fyrir sjúkrahúsvist, myndu kjósa frekar að fara þangað en annað. Þegar ein hver veikist hastarlega eða meið- ist og þarf að leggjast inn í sjúkra hús, kostar það miklar hvatningar og fyrirhöfn, að fá menn til að fara til Midland Ciry.Það væri ekki strangheiðarlegt af mér gagnvart stéttarbræðrum að greina frá á- stæðunum, en hvað sem því Iíður þurfum við sjúkrahús. Á Englandi hafa þeir lítil sjúkrahús — jafnvel í smáþorpum, — ef til vill er það aðeins læknastofa í skóla, og svo tveir eða þrír skálar fyrir sjúkl- ingana. Mér skilst, að þetta fyrir- komulag hafi marga kosti — kosti, sem meðal annars hafa komið í ljós seinustu 2 — 3 árin. — Ég gæti trúað því, sagði Hugh að það mundi kosta mikið fé að koma upp þótt ekki væri nema litlu sjúkrahúsi hér — og starf- rækja það. — Ég hefi oft hugsað um þetta, Hugh, — og mér hefi rdottið í hug hvort ekki væri hægt að koma á einhverju tryggingafyrirkomulagi eitthvað í áttina við sjúkrasamlag fyrirkomulag, fá menn til að greiða mánaðargjald, sem veitti þeim rétt indi til sjúkrahúslegu, ef þeir þyrftu á að halda, en það mundi vitanlega ekki innifela kostnað við uppskurði. — Ég — veit ekki, væna mín, hvort þetta væi framkvæmanlegt — En ég er sannfærð um það — og undirtektir fólksins. Hug- leiddu hversu miklu betur við hefð um staðið að vígi ef við hefðum haft sjúkrahús, þótt lítið væri, þeg ar hvirfilvindurinn lagði hluta af River Gap í rústir. Við hefðum get- að bjargað fleiri mannslífum. — Það er gullsatt, sagði Hugh, en — Hann lauk ekki við setninguna, og það var nú eins og áhugi Mere- dith lamaðist dálítið, og hún sagði dálítið þreytulega: — Kannski þýðir ekki að ræða slíka drauma. Ef við hefðum sjúkra hús gætum við rekið það, án vafa hún leit allt í einu til fjallanna, — þegar ég finn gull í fjöllunum þarna byggjum við sjúkrahús. Hug- I myndin er að minnsta kosti góð. — Ég er þér sammála um það. Ég skyldi koma upp sjúkrahúsi fyrir þig á morgun, ef ég gæti. Og þegar styrjöldin er um garð geng- in og ég get farið að vinna eins og maður. skal ég hjálpa þér. — Þú komum við upp sjúkra- húsi í sameiningu með aðstoð margra annarra, sagði hún og brosti til hans, og svo felldu þau þetta tal niður. Er þau nálguðust River Gap stöðvaði hann bílinn sem snöggv- ast, tók hana í fang sér og kyssti hana. — Þetta var kveðjukoss til unn- ustu minnar, þar til við hittumst næst. Svo kyssti hann hana aftur og sagði: — Og þessi er til þess að hylla Meredith Blake lækni. Meredith svaraði engu, hjúfraði sig bara að honum, og þau voru sæl í ást sinni sem jafnan á sam- verustundum, og svo óku þau inn í bæinn. Hið snögga fráfall Marthy frænku kom yfir menn eins og reið- arslag ekki sízt vegna þess, að eng- an hafði grunað, að hún hafði hald ið þjáningum sínum leyndum í ein veru sinni. Enginn nágrannanna hennar var við þessu áfalli búinn — engan hafði grunað að hún væri veik, hvað þá að hún hefði haft krabbamein. — Ég skil þetta ekki, sagði Liz Fowler, er fundum hennar og Mere dith bar saman. Liz stóð á óhrein- um tröppum húss síns og horfði á hana með grunsemd í augum. Hún Ieit nú bara vel út þegar hún fór héðan og enginn hafði heyrt hana kvarta. — Marthy frænka hafði krabba- mein, hafði grafið svo um sig, að ekki var hægt að bjarga llfi henn- ar með uppskurði. — Uppskurði, við krabbameini! Og allir vita, að ekkert er hægt að gera þegar menn hafa fengið krabbamein. Ég skil ekert í Marthy frænku að leyfa þessum borgarlæknum að skera sig upp. — Það var einhver bezti skurð- læknir landsins, sem gerði upp- skurðinn, sérfræðingur í krabba- meini, sagði Meredith alvarlega, — og krabbamein er hægt að lækna, ef það er reynt í tæka tíð. Ég vildi óska þess, að ég gæti komið ykk- ur í skilning um þetta. Liz herpti saman þurrar varirn- ar og sagði svo af fyrirlitningu: — Það verður víst býsna erfitt fyrir stúlku eins og þig, Merry Iæknir, að sannfæra fólk hér um* að allt sé öðruvísi en það hefur allt af vitað, að það sé. Við vitum öll, að það þýðir ekkert að skera upp fólk, sem hefir krabbamein. Ef menn fá krabbamein deyja þeir og það er það, og þar með fór hún inn og skellti hurðinni að stöfum fyrir nefinu á Meredith. Fólkið í Afdalnum hafði sloppið við hörmungarnar af völdum hvirfil vind.sins, sem fólkið í River Gap varð að þola, en það hafði heyrt Meredith lofsungna fyrir leikni og áræði og fórnfýsi, og það hafði orð ið til þess að það fékk aðra trú á kvenlækninum unga. En mjög gerð ust nú margir efagjarnir vegna þess að Marthy frænku var burtu kippt svo snögglega — og með þessum hæti. Og Meredith gerði sér ljóst, að það mundi engan veginn verða auðvelt, að vinna aftur traust fólks ins. Mundi það ekki reyna um of á þolinmæði hennar — var barátt- an þess virði, að hún Iegði sig fram til þess? Þá minntist hún þess, að fólkið í Afdalnum mundi ekki til neins geta leitað, nema gamla Wartels, uppgjafalæknis, sem að sögn hafði ekki runnið af seinasta áratuginn eða lengur. Hon- um hafði mistekizt margt með hin- um hörmulegustu afleiðingum, með al annars tekið drukkinn móti barni Martins-hjónanna, en barnið varð fábjáni og móðurin beið þess aldrei bætur, sem hún varð að þola. Nei, hún mundi aldrei geta snúið baki við fólkinu í Afdalnum, meðan hún þurfti á því að halda. Það mundi verða erfitt, og alltaf á brattann, að vinna traust þess, en það mundi koma svona smátt og smátt. Þegar Meredith ók heim þetta síðdegi, fyrir fjallsöxlina á leið nið- ur í gilið, fannst henni allt þarna eyðilegra en vanalega, skuggalegt og draugalegt, og það gengu líka sagnir um, að það væri eitthvað óhreint á seyði á þessum slóðum, einmitt á öxlinni og í gilinu, og voru hugsanir hennar alldapurleg- ar, er hún keyrði niður slakka að timburbrú á fjallalæk, sem fossaði fram vatnsmikill, en á aðra hönd, er niður var litið var hyldýpi og fyrir handan fjallstindur, sem i tign ýnm og hrikaleik horfði sem tröll með fyrirlitningarsvip á þær mannverur sem dirfðust fara þessar slóðir, er skyggja tók. Og Mereth hugsaði sem svo, að væru draug- ar til fnyndi þeim finnast þetta hinn ákjósanlegasti staður til þess að skjóta mannanna börnum skelk £ bringu, en svo brosti hún lítið eitt að þéssum hugsunum sínum, því að aldrei hafði það flögrað að henni, að draugar væru til. En þarna hafði hún ekið á öllum tím- um sólarhrings, að morgni dags, er sól var £ hádegisstað, er kveldaði, jafnvel eitt sinn f kolamyrkri, en alltaf hafði hið hrikalega og eyði- lega við þessar slóðir haft svipuð áhrif á hana —- og aldrei mætti hún neinum á þessum kafla leið- arinnar. Og nú er hún ók þarna um fannst henni allt f einu nfstings- kalt, þrátt fyrir sumarhitann. Hún skipti um gír, þvf að nú var bratt fram undan, handan brúarinnar. Og svo allt í einu, var eins og eitt- hvað kollveltist á veginum fyrir framan hana, en samtímis var sem greinar brotnuðu og grjótsruðning- T A rt 1 A i Ptl.lSHTEP, CAZTAIKl WIL7CAT!' ! KEWEttSet-WU'RE A NAVAJO 516 , J CUief V.'Hö UKES LIOKl heart! ' < ! *\Awy MOTO-MOTO EVES STUFY yOU' TELL ME yOUg PLANIJAgZAN- FOR tVHICH WE MUST HAVE BRAVE HEAKTS! IS IT 1/ER.Y I7ANGEROUS? TAgZAN AKIP CAPTAIW WILPCAT SHAZE THEIZ. UON'S R.OASTEC’ HEAET WITH OLV CHIEF GANA, AS THE 'FEAST OF FRIENPSHIP' SEGINS . 5'LL Eiuott I Tarzan og Joe Wildcat, taka þátt f veizlunni, og á borðum er ný Ijónasteik. Moto-Moto menn- irnir hakka í sig ljónið, en Joe segir: Þetta er í fyrsta skipti sem ég bragða Ijónasteik Tarzan, og það er eins og að borða (og hann stafar til þess að Moto-Motoarnir skilji hann ekki) gúmmí. Láttu sem þér þyki það mjög gott, hvíslar Tarzan að honum. Moto- Motoarnir horfa allir á þig til þess að vita hvernig þér falli mat- urinn, og þeir yrðu móðgaðir ef þeir sæju að þér þykir hann vondur. Og veslings Joe, verður að setja upp sælusvip, og halda áfram að rífa í sig ljónið þó að honum þyki það viðbjóðslegt. Segðu mér nú frá þessari ráða- gerð, sem þarf svo sterk hjörtu til þess að framkvæma, segir höfðinginn. Er hún mjög hættu- leg? ur barst að eyrum. Hún nam stað- ar svo skyndilega, að ískraði f hemlunum, og hún þóttist sjá eitt- hvert grátt ferlíki andartak rétt fyrir framan bílinn, og hverfa svo milli runna hinum megin. Engin mannleg vera hefði getað tyllt fæti þeim megin, sem hún heyrði skruðninginn, — þeim er reynt hefði að klifra þarna, hefði verið bráður bani búinn, og hun hugsaði sem svo, um leið og hún fann, að hún var næsta óstyrk, að þetta hlyti að hafa verið einhver skepna, Hárgreiðslustofan HÁTÚNI 6, sími 15493. Hárgreiðslustofan S Ó L E Y Sólvallagötu 72. Sími 14853. Hárgreiðslustofan P I R O L A Grettisgötu 31, sími 14787. Hárgreiðslustofa VESTURBÆJAR Grenimel 9, sími 19218. Hárgreiðslustofa AUSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) Laugaveg 13. sfmi 14656 Nuddstofa á sama stað. Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINU og DÓDÓ Laugaveg 18 3. hæð (lyfta). Sfmi 24616. Hárgreiðslustofan Hverfisgötu 37, (horni Klappar- stígs og Hverfisgötu). Gjörið svo vel og gangið inn. Engar sérstakar pantanir, úrgreiðslur. P E R M A, Garðsenda 21, sfmi 33968 — Hárgreiðslu og snyrti- stofa. Dömu, hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN, Tjarnargötu 10, Vonarstrætis- megin Simi 14662 Hárgreiöslustofan Háaleitisbraut 20 Sími 12614 Ódýror þykkar drengjapeysur HA£KAUP Miklatorgi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.