Vísir - 25.10.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 25.10.1963, Blaðsíða 4
4 V1SIR . Föstudagur 25. október 1963. •£ftp« B&BWWtB IW&Æmm m WlW # • w ^ M. ~ Æ J? . « &uu pjonustu u Æ» rurrvmi mÆ Extrabladet i Kaupmannahöfn hafði á dögunum viðtal við um- boðsmann Loftleiða í Kaup- mannahöfn i tilefni af opnun SAS á hinni svokölluðu „billig- rute“ yfir Atlantshafið. Thomas, umboðsmaður sagði: Við vanmetum auðvitað ekki samkeppni SAS, en aftur á móti örvæntum við ekkl. Við bíðum rólegir eftir hvað gerist í mál- inu. Það hefur verið sagt að við getum farið enn mikið niður, en úr þvi SAS getur lækkað sitt verð svo mjög, þá er ekkert unn ið við það. Við ætlum ekki að hrófla við verðinu. Við höfum annað til að bjóða úr því orðið „billigrute“ er ekki til hjá okk- ur. Á fjórhreyfla DC-6B vélun- um okkar heitir það „iuksus- præget turistklasse“ (2. farrými með Iúxussniði). — Og hvað er það? spyr blaða maður Extrablaðsins. — Það eru veitingamar um borð. Góðar flugfreyjur, sem vaka yfir velferð farþeganna. Hjá okkur eru t. d. veittir áfeng ir drykkir ókeypis erns og hver vilL Nú og sVo eru margir sem ekki hafa flogið áður, og fólk sem ekki liggur svo lífið á og vill njóta flugsins og við teljum það hagræði að koma við f Reykjavík, rétta úr sér og fá stórkostlega máltfð. Fyrsta íslenzka oríabókm Komin er í bókaverzlanir ís- Ienzk orðabók, sem er hhi fyrsta ‘ með skýringum á íslenzku, og sú eina sem nær yfir bæði fommál og nýmál, bundið og óbundið, mælt mál og ritað. 1 bóklnni em öll ó- ! samansett orð íslenzkrar tungu, og ný, og fjöldi samsettra. Þá em Saklaus bílþjófnaður Um sexleytið í fyrrakvöld var lögreglunni í Reykjavík tiikynnt um að Moskovits-bifreið hefði ver- ið stolið af stæði í Brautarhoiti. Eigandi bifreiðarinnar hafði lagt henni við hlið annarrar Moskovits- bifreiðar fyrir utan bifreiðaverk- stæði í Brautarholti, en þegar hann vitjaði hennar að nýju var hún horfin. Við eftirgrenslan lögreglunnar kom í ljós að bifreiðinni hafði eng- an veginn verið stolið heldur tekin til viðgerðar á verkstæðinu í ógáti fyrir hina Moskovitsbifreiðina sem raunverulega átti að fara þangað til viðgerðar. Sagan hermir ekki hvað viðgerð- armennirnir fundu athugavert við bifreiðina né heldur hvað viðgerð- arreikningurinn varð hár að lokum. Það sem máli skipti var það að bifreiðin komst til skila! kenningar skáida, og heiti, mál- lýzkuorð, sérfræðiorð, orð um hluti og hugmyndir liðinna alda og kjamorkualdar, flokkuð eftir merk- ingum, og tekin eftlr beztu fáan- Iegum heimildum. Sumarið 1957, ákvað Mennta- málaráð að gefa út íslenzka orða- bók handa skólum og almenningi. I ráðinu sátu þá: Helgi Sæmunds- son ritstjóri formaður, Birgir Kjar- an hagfræðingur, Kristján Bene- diktsson kennari, Magnús Kjartans son ritstjóri, og Vilhjálmur Þ. Gísla son útvarpsstjóri. Um haustið var svo kjörin ritnefnd, og í henni voru: aðairitstjóri, Árni Böðvars- son, Eirlkur Hreinn Finnbogason cand. mag., Gils Guðmundsson rit höfundur, Jakob Benediktsson rit- stjóri Orðabókar Háskólans, Magn- ús Kjartansson og Vilhjálmur Þ. Gíslason. I formála bókarinnar segir Árni Böðvarsson m.a.: Þessi bók er eink um ætluð skólum og almenningi, en ætti að geta orðið til gagns flestum þeim, sem þurfa skýringar á íslenzkum orðum, í almennu les- efni gömlu eða nýju. 1 bókinni eiga að vera fiest eða öll íslenzk stofn orð sem komizt hafa í íslenzkar orðabækur (fornmáls og nýmáls) svo og algengustu samsetningar. Rétt er þó að minna á að íslenzk tunga á að sjálfsögðu miklu fleiri orð en rúmazt geta I orðabók af Síldarskipstjórar á fiskveiðasýningu Geysimikil fiskveiðisýning verð- ur haldin 1 Gautaborg næstu daga og munu margir síldarskipstjórar frá Islandi verða meðal sýningar gesta. Alis fara 30 síldarskipstjór- ar og konur þeirra utan bæði til skemmtunar og svo til að fræðast um nýjungar I veiðarfæragerð og veiðitækni. Ferð skipstjóranna og frúa þeirra hefst með Kaupmannahafnarferð og verður dvalizt þar I 5 daga, en að því búnu verður tveim dögum eytt til að skoða sýninguna í Gauta borg. Meiri tíma hafa skipstjóramir ekki til umnáða að sinni. — Suður landssíldin bíður þeirra hér heima. Allmargir síldarskipstjórar hafa lagt iand undir fót eftir sumarver- tíðina og brugðið sér yfir pollinn til annarra landa. Margir hafa farið til Spánar og annarra sólarlanda, en aðrir styttra. Innbrot Innbrot var framið I fyrrinótt I skrifstofur og verzlun trésmiðjunn ar Dvergs í Hafnarfirði. Farið hafði verið inn um glugga eftir að rúða í honum hafði verið brotin. þessari stærð. 1 bókinni munu vera um 65 þúsund feitletruð uppfletti- orð. Ritstjórn bókarinnar er ljóst að ýmislegt muni hafa orðið út undan sem hefði átt að koma með f bók- ina, og sumt mun hafa verið tekið með sem átti minni — eða jafnvel engan — rétt á sér. Reynsla orðabókahöfunda er sú að fram hjá slíkum skerjum verður ekki siglt, sízt í fyrstu útgáfum. Auk þess skortir fullnægjandi stór ar orðabækur um íslenzka tungu, til að unnt sé að gera skólaorða- bók af þessari stærð nægilega vel úr garði. Úr því verður ekki bætt, fyrr en orðabók Ámanefndar (til siðaskipta) og orðabók Háskóla ís- lands (eftir 1540) eru komnar út. Setning og prentun fór fram í prent smiðjunni Odda og bókin var bund in hjá Sveinabókbandinu h.f. Hún mun kosta um 720 krónur úr búð, en kostnaður við hana var áætlað- ur 3 y2 millj. króna. Skóiafólk get- ur fengið 20% afslátt, ef það pantar hana f sameiningu, og skóla stjóri ábyrgist greiðslu. Þarf ekki að pantji nema 5 bækur til að þessi afsláttur fáist. Forseti íslands kom í heimsókn til Ottó Michelsen I vikurmi og skoðaði IBM 1620 rafreikninn. Vann ársverk á 8 klukkutímum íslenzkir vísindamenn hafa und- anfarnar 3 vikur notið góðs af hin um snjalla rafeindareikni IMB 1620, sem Ottó Michelsen hefur haft að láni frá IMB í Bandaríkjunum. Má segja að reiknirinn hafi verið í not kun nótt sem nýtan dag og hefur hann unnið að hvers konar útreikn ingum, sem spara vfsindamönnum stórkostiegan tíma. T. d. reiknaði heilinn flókið dæmi á 8 klukkutfm- um fyrir einn vísindamanninn, en annars hefði lausnin ekki fengizt fyrr en eftir ársvinnu! Um 60 manns hafa að undan- fömu verið á svoköliuðum FORTRAN-námskeiðum en Fortran er það mál, sem „heilinn" skilur. Þar eru 20 verkfræðingar og 40 menn úr ýmsum stéttum, veður- fræðingar, viðskiptafræðingar, tæknifræðingar, og ýmiss konar vísindamenn. Koma rafreiknisins til íslands hefur leitt margt gott af sér, en þeg ar hann hverfur aftur utan vaknar sú spurning hvort íslenzkar vísinda stofnanir þurfi ekki á slíku verkfæri að halda. Rafreiknar af þessari stærð eru að vfsu geysidýrir, kosta að sögn á 7. milljón króna, en sparnaður af slíkum heila yrði ekki lengi að renta sig. Héðan fer IMB 1620 flugleiðis á sunnudaginn til Finnlands. Danski verkfræðingurinn Mogens Hansen, hefur verið hér að undanfömu og kennt notkun „heila“ þessara. Flyt- ur hann fyrirlestur í 1, kennslu- stofu Háskólans í kvöld kl. 17,30 um notkun rafreiknisins. Aflasölur Eftirtaldir togarar hafa selt afia f erlendum höfnum að undan- förnu: Fylkir i Cuxhaven 131 tonn á 94.018 mörk, Harðbakur 121 tonn á 87.800, Surprise 102 tonn á 71.300, Víkingur 141 tonn á 107,- 500 mörk, Gylfi 82 tonn á 76.600, aðstöðu til Tekið hefur til starfa I Kópa vogi nýtt fyrirtæki, Bilaþjónust an í Kópavogi, Auðbrekku 53 en hér er um að ræða bifreiða- verkstæðj af þeirri tegund, að menn geta þar fengið leigt verk stæðispiáss fyrir bifreiðir sínar, svo og verkfæri, til þess að ann ast viðgerðir sjálfir. Verður hið nýja fyrirtæki opið alla daga, virka sem helga, frá kl. 9—22, og er þar rúm fyrir 10—14 bíla f senn, eftir stærð. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að oft reynist erfitt að fá gert við bifreiðar í Reykja vík og nágrenni og kemur þar m.a. til stóraukinn bifreiðainn- flutningur á síðustu árum og að því er virðist of fá bifreiðaverk stæði til þess að mæta þeim aukna innflutningi. Á hinn bóg- inn eiga margir laghentir menn oft auðvelt með að gera sjálfir við farartæki sín, en skortir oft ast nauðsynleg verkfæri, að- stöðu o. fl. Bílaþjónustan í Kópavogi hef- ir viljað reyna að koma til móts við bifr^piðaeigendur í, þessum efnum, og geta menn fengið þar leigt verkstæðispláss fyrir bifreiðir sínar fyrir kr. 30 á klst. og er þá verkfæraleiga innifal in. Auk þess mun fyrirtækið kappkostá að hafa jafnan á boð stólum ýmislegt smávegis, sem nauðsynlegt er til bifreiðavið- gerða, svo sem bolta, rær, olíu og fleíra. Auk verkfæra geta menn feng ið aðgang að gastækjum til log suðu, og einnig hefur Bílaþjón- ustan á að skipa nýtízku gufu- þvottatækjum til hreinsunar á mótorum o. fl. Þá hefur fyrir tækið rafgeymahleðslu, og einn ig geta menn fengið þar stóra og kraftmikla ryksugu til þess að þrífa bifreiðir sfnar. Ættj sú aðstoð að, koma mörgum vel 1 vetrarkuldanum. Þá mun fyrir- tækið einnig annast hreinsun og bónun bifreiða, sé þess óskað. Eigendur hins nýja fyrirtækis eru Hinrik Karlsson, AÍcel Páls- son og Halldór Þorláksson, og munu þeir sjálfir starfa við það. w »W!I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.