Vísir - 28.01.1964, Blaðsíða 6

Vísir - 28.01.1964, Blaðsíða 6
6 VfSIR . Þrlðjudagur 28. janúar 1964. BREIK TOCARAUTCERD BIDUR WA RlKISSTYRK Afleiðing landhelgissamningsins Brezka togaraútgeröin hefir gefiö út yfirlýsingu þar sem far iö er fram á aðstoð brezku rik- isstjómarinnar sökum þess hve hagur útgerðarinnar muni versna við hið nýja landhelgis- samkomulag. Er jafnframt gefið í skyn að Iandanir islenzkra tog ara i brezkum höfnum séu mjög óæskilcgar fyrir brezku togara- útgerðina. Á þriðjudaginn gáfu formenn brezka og skozka togaraeigenda sambandsins út sameiginlega yf irlýsingu um málið. Þar segir að samningurinn um 6 mílna fiskveiðilögsögu og 6 mflna und anþágubelti að auki muni hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyr- ir brezka togara, þar sem hann loki verðmætum miðum við strendur annarra samningsrikja fyrir brezkum togurum. Muni þetta einkum hafa alvarlegar af- leiðingar fyrir útgerðína í Fleet wood og Milford Haven. 1 yfir- lýsingunni segir ennfremur að það hafi valdið brezkum togara eigendum miklum vonbrigðum að ekki tókst að fá fiskveiðirétt- indi I landhelgi norrænu ríkj- anna í staðinn fyrir aðgang að mörkuðum Breta og EBE land- anna, en slík verzlun var eitt af markmiðum ráðstefnunnar, að sögn togaraeigendanna. Nú telja togaraeigendumir að öll sund séu lokuð í því máli. Af- staða íslands og hinna Norður- landanna sýni að þau muni ekki hopa frá fyrri afstöðu sinni og ekki leyfa fisklandanir' útlend- inga né frjálsan ipnflutning fisk afurða í lönd sín. Bretland heim ili hins vegar frjálsar landanir og sé það mjög mikill hagur fyrir aðrar fiskveiðiþjóðir að eiga sllkan aðgang að brezka markaðinum. En þetta sé mikil! óhagur fyrir brezku togaraút- gerðina, þar sem fiskverðið lækki fyrir vikið og framboðið sé alltaf mikið. Þess vegna sé nauðsynlegt, segir í yfirlýsing- unni, að endurskoða rekstrar- grandvöll brezku togaraútgerð- arinnar og koma henni á traust- ari grundvöll, Frá þessari yfirlýsingu er skýrt í forsíðufregn Fishing News, sem út kom 24. janúar. Veðurspár með rafeindaheila Doktorsritgerð Islendings Geirmundur Árnason, veðurfræð ingur, sem er Akureyringur að ætt og stúdent úr Menntaskólanum á Akureyri 1939, varði í fyrradag doktorsritgerð við Stokkhólmshá- skóla. Rannsóknir þær, sem liggja til grandvallar þessari ritgerð, þykja merkilegt framlag á sviði veðurfræðinnar. Doktorsritgerð Geirmundar fjallar m. a. um hand- hæga aðferð til að lýsa ástandi Ioftsins 1 sambandi við útreikninga á veðurspáijy með rafeindaheila. Geirmúndur Árnason nam veður- fræðina p,. íýprðjirl^ndum á stríðs áranum, vann eitt ár eða svo hjá Veðurstofu íslands eftir strið, síðan starfaði hann í Svíþjóð um árabil, og sfðustu 10 árin hefir hann starf að að veðurfræðirannsóknum í Bandaríkjunum, aðallega í sam- bandi við veðurspár með rafeinda- heila. Oxnadalsheiiin mokui / dag Öxnadalsheiðl várð ófær um sið- ustu helgi og hefur verið það síð- an, en i dag eru iíkur til að hún verði rudd og fær öllum bílum eft- ir það. Á laugardaginn tók að snjóa norðanlands og snjóaði alla að- faranótt sunnudagsins. Ekki festi þó mikinn snjó á Akureyri né I byggðarlögunum þar austur af, hins vegar gerði kafaófærð á öxnadalsheiði og margir bílar sem vora á leið yfir hana sátu fastir. Það vildi þeim til happs að um nóttina brutust tveii* trukkbílar frá Vélasjóði ríkisins vestur yfir öxnadalsheiði og í slóð þeirra gátu hinir bílarnir síðan brotizt til byggða. Höfðu sumir þeirra þá sptið fastir í nokkrar ldukkustund- ir. Á sunnudaginn tókst einum stór- um bíl að brjótast yfir Öxnadals- heiði, en annars var hún algerlega ófær talin, enda hvassviðri og skafhrlð þar uppi. í gær hlánaði og gerði rigningar slyddu á Norðurlandi og var þá sú ákvörðun tekin að senda plógbtl frá Akureyri snemma í morguh upp á heiði til að moka snjónum af veginum. Biðu margir bllar beggja megin heiðarinnar eftir að komast I slóðina. Otför móður okkar EMILÍU KOFOED-HANSEN fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 29. þ m. kl. 14.00. Jarðsett verður í gamla kirkjugarðinum. Sigríður Eggertsdóttir Agnar Kofoed-Hansen. Bíllinn íór niiur um isinn á ánni Húsavík I gær. Það óhapp vildi til um síðustu helgi, að bíll Sigvalda Jónssonar að Garði I Kelduhverfi fór niður um ís á hálfuppþornaðri á, er liggur úr lónum skammt frá Arn- arnesi. Tókst Sigvaldá að komast upp við illan Ieik. Sigvaldi var á leið að leita reka I fjörunni, er óhappið vildi til. Voru þrjú börn hans með I bllnum, 8 ára, 9 ára og 13 ára. Sigvaldi ók eftir ísnum á hinum gamla ár- farvegi. Mun hann hafa talið ísinn Treg veiði hjá Siglufjarðar- bátum Gæftir hafa verið sæmilegar hjá Siglufjarðarbátum undanfar- ið, en hins vegar fiskazt lítið. Hraðfrystihús Síldarverksmiðjaf ríkisins gerir út tvo báta. Hring og Æskuna. Hjá hraðfrysti- húsinu ísafold leggja einnig tveir bátar upp, Særún og Hjalti. Þá eru og allmargir trillubátar sem stunda veiðar þegar veður leyfir. En 1 heild má segja að lltið hafi fiskazt enda þótt veður sé gott flesta daga. Engin teljandi atvinna er á Siglufirði 1 vetur og atvinnuhorf- ur versnuðu til muna við bruna tunnuverksmiðjunnar. Fjöldi fólks er nú farinn I atvinnuleit, flestir í verstöðvamar sunnanlands. öruggan og litið vatn undir. En skyndilega brast ísinn og bíllinn seig niður. Kom Sigvaldi börnunum út og upp á ísskörina en er hann ætlaði sjálfur að stíga upp á skör- ina brast hún undan honum. Skreið hann þ‘á til baka tll bíl'síns og -komst upp I hann og hafði sig upp á ísinn frá bílnum. Sótti Sigvaldi síðan hjálp að Arnarnesi en þar býr bróðir hans. Var sóttur krana- bíll til Kópaskers til þess að ná bílnum upp. — Reki hefur verið lltill undanfarið. Mísferll — Drengur fóthrofnar Drengur fótbrotnaði f umferð- arsiysi í Hafnarfirði síðdeg's á sunnudaginn. Þetta er 7 ára gamall drengur, Sigurður Karlsson að nafni. Hann hafði hlau.pið út á Reykjavíkurveg án þess að huga að umferðinni og lenti um leið á vinstra framhomi bifreiðar, sem ekið var eftir göt- unni. Framh. af bls. 1. kom í Ijós að eitthvað var óhreint í pokahorninu með 19 bifreiðar, sem áttu að vera til staðar en fundust ekki. Ákveðinn afgreiðslu- maður, sem starfað hefur við vöru- afgreiðslu hjá Eimskipafélaginu um margra ára skeið og hafði miklum trúnaðarstörfum að gegna, átti að vita um bifreiðarnar og þegar hann var krafinn sagna við- urkenndi hann að hafa afhent þær án uppáskrifaðra tollskjala né leyfis frá bönkum. Hjá viðkomandi innflutningsfyr- irtæki fengust engar fullnægjandi skýringar þegar forráðamenn þess voru inntir eftir hverju þetta sætti og þar sem hér þykir um hið al- varlegasta misferli að ræða var á- kveðið af hálfu Eimskipafélagsins að afhenda málið sakadómaraemb- ættinu til rannsóknar og meðferð- ar. Hefur það þegar verið gert og jafnframt hefur viðkomandi af- greiðslumaður félagsins verið lát- inn hætta störfum. Vísir spurðist fyrir um það I morgun hvort ekki gæti verið um meira misferli hjá afgreiðslumann- inum að ræða, en fékk þau svör að ekki væri ástæða til að ætla sllkt og annað en þetta hafi ekki komið I ljós við framangreinda vöra- könnun. Hins vegar var blaðinu tjáð að félagið liti alvarlegum aug- um á slíkt athæfi þvi að jafnan er lögð rík áherzla á að afhenda aldrei vörur nema öll tilskilin leyfi séu fyrir hendi, jafnt frá bönkum sem tollstjóraembættinu. Orðobék — Framhald af bls. 4. glóðarsteikja), karbónaði snitsell (hins vegar kóteletta) kokkteill (I merkingunni al mennt sem blanda), glassúr frostingur, viskaleður, spekka spekknál, gratin, grúppa, ordn ari, harmonikumappa, knallerta baldakin (á loftlömpum), volta kross, essens, atlas-silki, flíse lín, terilín, sett (samstæða), steli (vantar sem bíl eða hjólgrind. hins vegar sem bollastell), statíf /"kkkur, sem tókum þátt I þess um samkvæmisleik, blöskr aði það hve mörg orð vantaði Nú var komið kaffi, svo við urð um að hætta, en svo virtist sem þannig mætti halda áfram I það óendanlega. Hver er svo skýringin á þess- um ágöllum? Er hægt að afsaka þá með því t. d. að óþarfi sé að birta öll þessi erlendu tökuyrði? Þvl er til að svara, að fátt er nú einmitt þýðingarmeira en éin mitt að aðstoða fólk við notkun tökuorðanna, sem hellast yfir landið, ýmist að hjálpa fólki við að aðlaga sum þeirra að Islenzk- unni eða forkasta sumum með því að benda fólki á gott orð, sem megi nota 1 staðinn. Eða er hægt að af.saka þessar gloppur með því að slík almenn- ingsorðabók geti ekki innihajdið allt? Sú afsökun verður þó veik þegar bókinni er flett og hvar- vetna blasir við urmull, hundr- uð, þúsundir af gömlum, úrelt- um orðum, sem aldrei eru not- uð I nútímanum. Eða I þriðja lagi, er það af- sökun fyrir þessu, sem ritstjóri nefnir i formála, að hægt hefði verið að útrýma agnúum með þvf að vinna lengur að bókinni? Tjað getur kannski verið. Hins vegar grunar mig, að hér sé alvarlegra mál á ferðinni. Ég gæti trúað þvi, að þessi almenn ingsorðabók gefi okkur nokkra spegilmynd af því á hvaða stigi Háskólaorðabókin er nú stödd. Þessi spegilmynd gefur til kynna að nútímamálið, hið lifandi mál dagsins í dag, hafi verið van- rækt þar. Hins vegar hafi allt of mikill kraftur farið I að leita uppi úrelt og gömul orðtæki. Þáttur sá sem Háskólaorðabókin hefur í útvarpinu I hverri viku gefur þetta til kynna, þar sem málfræðingarnir eru nú alger- lega hættir að minnast á vanda- mál nútímamálsins en virðast staðnaðir í afgömlum sérvizku- hugtökum, sem þeir hafa heyrt einu sinni á seytjöndu öld á ein- um stað á landinu austur á Langanesi. Það væri illa farið ef sú getgáta mín er rétt, en varla er önnur skýring til á þessu. Þorsteinn Thorarensen. Miðstöðvarketill 2—3 ferm. miðstöðvarketill óskast, helst fyrir sjálftrekk. Sími 19092.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.