Vísir - 15.06.1964, Blaðsíða 7

Vísir - 15.06.1964, Blaðsíða 7
VlSIR . Máuudagur 15. júní 1964. Ung 'islenzk-dönsk hjón ÁRÓSUM heimsótt nDDDE3DDDQQD(3CSI3DI3QC9S3aaDE3DDBDI3Dn □□□□□□□□□□□□ Árósum í ma!. Áður en danski stúdent- inn Preben Meulen- gracht Sörensen lagði í fyrsta skipti upp til ís- lands varaði prófessor- inn hans hann við tvennu á íslandi, ís- lenzku brennivíni og ís- lenzkum stúlkum. Hið fyrra stóðst hann — en ekki hið síðara. Er hann hélt heim í júní 1962 eftir sex mánaða dvöl á íslandi fór hann með unga, íslenzka eiginkonu, Elínu Stefánsdóttur. Hún hafði stundað nám í Menntaskólanum í Reykjavík — „og þegar ég sá Preben fyrst var ég alveg viss um að ég myndi giftast honum — og hann að hann myndi kvænast mér, var það ekki?" segir Elín og lítur kímin á mann sinn. ritgerð, en hún fékk minna fyr- ir hana en hún hafði fengið fyr- ir aðrar, svo að ég reyni það ekki aftur“. Pað er eðlilegt að honum hafi þótt þetta harður dómur, honum, sem stundar dönskunám við Árósaháskóla og stefnir að magisterprófi. Hefur hann m.a. skrifað 180 síðna bókmenntalega ritgerð um Fóstbræðrasögu. Fóst- bræðrasaga er kannski ekki beinlínis danskar bókmenntir en tengist þeim gegnum kennsl- una f forn-íslenzku. Ritgerð um Fóstbræðrasögu „Fórstu upphaflega til Islands í sambandi við þessa ritgerð eða . . .“ „Nei, nei, þveröfugt. Það var hrein tilviljun að ég fór til íslands. Ég hafði verið í Noregi 1961, og þegar ég kom heim hafði verið boðinn út styrkur til náms í íslenzku við Háskóla íslands en enginn þegið styrk- inn. Hvatti prófessorinn mig Klukkan var orðin hálf sex og tfmi kominn til fyrir Elínu að taka fram reiðhjólið og halda af stað í skólann. Feðgarnir fylgdu henni út á stéttina, svo að Stefán Iitli gæti vinkað tii mömmu sinnar. — Er skólanum væri lok'ð klukkan 11 æt'aði Preben að koma til móts við Elínu á sínu reiðhjóli. — Auk reiðhjólanna eiga þau mótorhjól, sem þau nota ef um Iengri vegalengdir er að ræða. SKIPTA MEÐ SÉR HÚSVERKUM OG FARA HJÓLANDI 1 SKÓLANN . Stúdentspróf í kvöldskóla Elín hætti í skólanum á miðjum vetri og bekkjarsyst- kinin hristu höfuðið yfir þessari „vitleysu" og sögðu, að hún ætti nú aldeilis eftir að sjá eftir þessu. — „Já“, segir Elín, „okkur lá ekkert á að gifta okkur. Við hefðum vel getað beðið eftir að ég lyki námi í Menntaskólanum, en þá fannst okkur það óhugsandi“. Og klukkan hálfsex á hverju kvöldi tekur Elín fram reið- hjólið sitt og hjólar til kvöld- skólans, þar sem hún hyggst lesa til stúdentsprófs. Þetta er tveggja vetra skóli, og á þessum tveimur vetrum er lesið náms- efni þriggja bekkja venjulegra menntaskóla, svo að það verður að halda vel á spöðunum. Elín er afskaplega ánægð með kennsl una, einkum dönskukennsluna. Nemendurnir í kvöldskólanum eru yfirleitt eldri og áhugasam- ari en í venjulegum mennta- skólum og samvinnan milli kennara og nemenda sérlega góð. „Og hvernig gengur?“ „Ég byrjaði ekki fyrr en f febrúar í vetur og kom þvf inn í miðjan fyrri bekkinn. Frá degi til dags gengur þetta ágætlega, en ég veit ekki hvernig þetta verður, er ég þarf að fara að lesa nú fyrir prófin það náms- efni, sem búið var að fara í þegar ég byrjaði. Nái ég upp í vor get ég vonandi tekið stúd- entspróf næsta vor“. „Hefur bóndinn ekki getað verið þér hjálplegur við nám- ið?“ „Hún græðir nú víst lítið á mér,“ segir eiginmaðurinn held- ur hæðnislega. „Ég hjálpaði henni einu sinni með danska til að taka styrkinn, og varð úr, að ég hélt til Islands f desem- ber 1961. Þegar svo að þvf kom, að ég ætti að skrifa hér langa ritgerð bókmenntalegs eðlis, þótti mér vel hæfa að taka fs- lenzkt efni og valdi Fóstbræðra- sögu. — Það er búið að skrifa mikið um Fóstbræðrasögu en ennþá meira er þó óskrifað". „Kunnirðu eitthvað í íslenzku er þú fórst til íslands?" „Nei, bara dálítið í forn- íslenzku, sem ég hafði lært hér við háskólann", segir Preben á nærri lýtalausri nútíma fs- lenzku. „Hvað hyggstu fyrir að loknu námi?" „Það er ekki gott að segja. Flestir, sem ljúka magister- prófi í dönsku, fara að kenna í menntaskólum, en ég mun reyna að komast hjá því ef ég get. Ég hef meiri áhuga á fræðistörfum". „Hvað tekur nám til magist- erprófs í dönsku yfirleitt langan tíma?“ Preben brosir, er hann segir: „Það fer nú allt eftir þvf hvort maðurinn er kvæntur eða ekki, hve iangan tíma námið tekur“. Og líklega einnig eftir því hvort á heimilinu er indæll lft- ill Stefán eða ekki. Ungu hjón- in eiga tæplega ársgamlan son, sem gerir sínar kröfur til for- eldranna eins og gefur að skilja. Á morgnana, þegar pabbi er í skólanum og mamma að læra, leikur hann sér f rúminu, sem stendur í svefnherberginu við hlið skrifborðs Elínar. Síðdegis er hann úti í vagninum, og hafa þá pabbi og mamma bæði næði til lesturs, mamma í svefnher- berginu og pabbi f stofunni. Á kvöldin tekur pabbi svo vaktina meðan mamma er í skólanum. „Preben er alveg eins mikil húsmóðir og ég. Hann veit miklu meira um börn og barna- uppeldi en ég, og ef ég geri eitthvað, sem honum líkar ekki, vfsar hann mér bara á þessa eða hina blaðsíðuna f „Bogen om barnet“, segir Elfn og lftur stríðnislega á bóndann, sem virðist ekki fyllilega vilja sam- þykkja það sem hún segir. Sé hann eins góður kokkur og frúin — ja, þá er hann góður, þvf að Elfn býður okkur upp á þennan lfka fína spaghettirétt, sem hún segist vera að gera í fyrsta skipti. „Kunnirðu eitthvað til matar- gerðar er þú giftir þig?“ „Nei, ekki neitt. En það kemur fljótt, þegar maður fer að fást við það. Og það er mikill munur á að kaupa í mat hér og heima á Islandi, einkum er hér meira úrval af grænmeti allt árið um kring“. Þannig búa þau Við sitjum f dagstofunni, sem búin er bæði gamaldags og nýtfzkulegum húsgögnum. M. a. er þar skápur, sem á er málað ártalið 1882. Þá prýða bækur veggina, öðrum megin í stofunni eru danskar bækur og hinum megin fslenzkar. — „Við tæmdum „háuloftin" hjá ætt- ingjunum, þvf að við höfðum ekki ráð á að kaupa neitt sem heitir af nýjum húsgögnum", segja þau — og þeim hefur tekizt sérlega'vel að samræma gamalt og nýtt. Ibúðin er um 50 fermetrar, dagstofa, svefnherbergi, bað- herbergi, Idhús og forstofa. Hún er f sambýlishúsi, sem stendur í fallegu umhverfi við Möllevangsallé f Árósum. Það eina, sem ungu hjónin hafa út á að setja er há’ ’-i, sem blasir við úr stofuglugganum. I þessu sambýlishúsi búa aðeins „stúd- entahjón" og er þetta þvf eins konar stúdentagarður. Leigan er 205 danskar krónur á mán- uði ög er hiti, afnot af ísskáp o. fl. innifalið. Þegar flutt er inn þarf að borga vissa upphæð, sem sfðan er endurgreidd, þeg- ar flutt er út, að frádregnu því sem fer í viðhaldskostnað o. fl. Það er mikil eftirspurn eftir þessum fbúðum og ætíð margir á biðlista, því að húsnæðis- vandræði eru mikil f Árósum eins og f öllum stúdentaborgum. Þegar ungu hjónin komu til Árósa, nýgift, höfðu þau ekkert húsnæði þar sem Preben hafði áður búið á venjulegúm stúd- entagarði. Það reyndist ógern- ingur að fá húsnæði f Árósum, og bjuggu þau því fyrst um sinn f litlu húsi um 30 kílómetra sunnan við Árósa. I fyrra fóru þau svo heim. til Islands og dvöldust þar nokkuð lengi, og þegar þau komu út f haust fengu þau þessa fbúð. Þá var Nýlega opnaði Flugfélag Is- lands upplýsinga- og söluskrif- stofu í anddyri Hótel Sögu, Reykjavík. Skrifstofan mun veita al- hliða upplýsingar um ferðir innanlands og utan og jafnframt verður tekið á móti farpöntun- um, farmiðar seldir og önnur þjónusta er lýtur að ferðalögum veitt. Þessi nýja skrifstofa f Hótel Stefán litli líka fæddur og stúd- entar, sem komnir eru nokkuð langt með nám og eiga eitt eða fleiri börn ganga yfirleitt fyrir. Þarna geta þau svo' búið þang- að til ári eftir að Preben hefur lokið námi. ❖ Svona hafa þau það, þessi ungu dansk-íslenzku hjón f Ár- ósum. Þótt ekki sé mikill tfmi aflögu til fristundagamans og fjárhagurinn leyfi ekki alltaf það sem ungu fólki ef til vill finnst æskilegt, þá una þau glöð við sitt. Og er ég spurði Elínu hvort hún væri haldin nokkurri heimþrá eftir íslandi svaraði hún: „Nei, nei, ég kann alveg prýðilega við mig. Ég get þó ekki neitað að ég sakna fjöl- skyldunnar dálítið — en þann 25. júnf er ég búin f prófunum og þann 26. koma pabbi og mamma f heimsókn“. Þórdís Ámadóttir. Sögu, mun starfa sem deild úr aðal söluskrifstofu félagsins i Lækjargötu 2 og Birgir Óiafs- son skrifstofustjóri þar, mun hafa yfirumsjón með henni. Starfsstúlka á skrifstofunni verður Kristín Guðjohnsen, sem að undanförnu hefir starfað f bókanadeild Flugfélngsins í Lækjargötu 2. Á myndinni eru þau Birgir og Kristín. (Ljósm. Vísis B.G.). Flugfélagið opnar nýja söluskrifstofu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.