Vísir - 18.06.1964, Blaðsíða 16

Vísir - 18.06.1964, Blaðsíða 16
VÍSIR ÞriBjudagur 16. júní 1964. Farþegi á m.s. Guilfossi félB fyrir borð 1 nótt skeði sá válegi atburð- ur að einn farþeganna á m.s. Gullfossi, sem var að koma frá útlöndum, féll útbyrðis og drukknaði. Scinkaði komu skipsins til Reykjavíkur í morg- un af þessum sökum. Maðúr varð áhorfandi að þvi þegar slysið • varð, en þá var m.s. Gullfoss staddur 20 sjómíl- ur norðvestur af Vestmannaeyj- um. Skeði þetta kl. 1.40 eftir miðnætti í nótt. Áhorfandinn að slysinu gerði þegar í stað aðvart á stjórn- pall. Skipið var samstundis stöðvað og farið á staðinn þar sem slysið varð. Þar var bjarg- hring kastað út og svipast um eftir manninum, en honum skaut ekki upp svo séð yrði og sást aidrei til hans. Skipið sigldi í stærri og smærri hringi um slysstaðinn til kl. 3.20 í nótt að sýnt þótti Frh. á 6. bls. Hin opinbera heimsókn Krúsévs í Danmörku er hafin, og er hon- um vel tekið. Politiken segir í forsíðufrétt í gær uni koinu hans í fyrradag, að hann hali ekki verið búinn að vera marg ar mínútur í Danmöcku, pr öll- um var ljóst, að hér var maður sem hafði þau áhrif á viðhorf allra, að menn voru alvörugefn ir, er hann var það, og kátir og brosandi er sá gállinn var á honum, — og í fyrstu var hann alvörugefinn, en er hann fór að spauga eitthvað við forsæiisráð herrafrúna, og menn sáu þau brosa, verkaði það á alla, og glaðlyndið brauzt fram á báða bóga. Og þvi fjær sem hann var öllu formlegu því betur virtist hann kunna við sig, seg- ir blaðið. í dag kynnir Iírúsév sér iand búnað á Fjóni, en sá er einn höfuðtilgangur ferðarinnar, að kynnast landbúnaði Dana, og lifnðarháttum þjóðarinnrr, Framhald á bls. 6. Krag forsætisráðherra flytur ræðu á Löngulínu og býður Nikita Krúsév velkominn til Danmerkur. Frá vinstri: Andrei Gromiko utanríkis- g ráðherra, frú Levytehines, kona sovézka ambassadorsins í Khöfn, Krúsév, Nina Krúsév, hinn danski túlkur hennar, Sigrid Schact, frú Helle Virkner Krag, forsætisráðherrann og túlkur hans. Yzt til hægri þrjár dætur Krúsévs, Yuila Gontar, Rada Adsjubej, og Eliza. Krúsév vel tekið i HEILDARUn ISLENDINGASA GNA GEF- IN ÚT í EINTÖKUM í S VlÞJÓD Einstæð&ar afbistrfeir ð kynningu íslenzkra fornrita Eitt af stærri bókaforlögum Sviþjóðar, Steinsvik bókaútgáf- an i Stokkhólmi, er nú að Ijúka útgáfu á íslendingasögunum, sem á sér enga hliðstæðu ann- ars staðar í heiminum. Það er að gefa út nú í haust heildar- útgáfu á I'slendingasögunum í sænskri þýðingu. Verður þetta glæsileg útgáfa í fimrn binduni og verður fylgt eftir með sterkri söluherferð, sem þýðir að út- gáfufyrirtækið reiknar með því að af þessari útgáfu seljist tiu þúsund eintök. Steinsvik forlag ið er einmitt frægt fyrir stórar fjöldaútgáfur og takist þessi fyrirætlun, er hér um að ræða einstæða útbreiðslu á íslend- ingasögunum. Nú um þjóðhátíðardaginn 17. júní dvöldust hér á landi eig- andi bókaforlagsins Bjarne Steinsvik og þýðandinn Aake Ohlmarks og var erindi þeirra að færa að gjöf eintök af þessu verki, í fyrsta lagi forseta fs- lands og í öðru lagi Landsbóka- safninu. Hér er sem fyrr segir um að ræða heildarþýðingu á fslend- ingasögunum. Allar sögur, sem til þeirra teljast, eru teknar með, líka allir þættir, og þótt hér sé um að ræða útgáfu er- lendis, eru sögurnar þýddar í heild, ekkert stytt og engu sleppt. Til dæmis má geta þess, að hin mikla Landnámabók er meðal efnis fyrsta bindis. Otgefandinn, Bjarne Steins- vik, hefur frá þvi á unglings- aldri verið mikill aðdáandi Is- lendingasagnanna. Hann er norskur að ætt, en fluttist sfðar til Svíþjóðar og gerðist þar stór útgefandi. Hann segir að aðdáun sín á Islendingasögunum ráði miklu, en þykist þó vita af við skiptareynslu sinni, að út- Fjölmenrt Hátíðahöldin í gær fóru ekki einasta vel fram í Reykjavík. Hvarvetna úti á landsbyggðinni voru útisamkomur með fjöl- mennasta móti og sólskinsveður á flestum stöðum. Akureyri. Um morguninn þann 17. voru að venju skólaslit í Menntasköl- anum og afhenti Þórarinn Björnsson skólameistari nýstú- dentum skírteini sín. Jubileum stúdentar, 10, 25 og 30 ára, af- cvá hstíðahöldunum á Akureyri í gær. breiðsla verksins sé tryggð. Fram að þessu hafi sænsk al- þýða aðeins haft óljósar hug- myndir urn hinar svokölluðu ís- lenzku ættasögur, en hann ætl- ar sér að gera henni ljóst, það sem hann sjálfur hefur lengi Framhald á bls. B Sjónvarpið: EKKI ÁSTÆÐA TIL AÐGERÐA Emil Jónsson, sem gegnir störfum utanríkisráðherra i fjarveru Guðmundar I. GuS- mundssonar, hefur svarað bréfi þeirra Jónasar Árnasonar og Ragnars Arnalds um sjónvarps- stöðina á Keflavíkurflugvelli. Svarið er á þessa leið: ,,Út af bréfi yðar dagsettu 15. þ. m. varðandi sjónvarps- sendingu frá Keflavíkurvelli, skal eftirfarandi tekið fram: Eins og kunnugt er hefur ut- anríkisráðuneytið veitt sérleyfi til sjónvarpsreksturs á Kefla- víkurvelli, en hefur engin af- skipti haft af dagskrárefni þess né senditíma, og sér ekki á- stæðu til aðgerða í tilefni fyr- irspurnar yðar“. 17. júní hátíðahöld hentu skólanum gjafir. Sjálf há tiðahöldin hófust kl. 2 e. h. með ræðu bæjarstjórans, Magn- úsar Guðjónssonar. Því næst messaði séra Pétur Sigurgeirs- son og gengið var fylktu liði á íþróttasvæðið. Þar fór fram margs konar iþróttakeppni og Ingvar Gislason alþm. flutti ræðu. Akranes. Þar voru sarntvinnuð hátíða- höld lýðveldisafmælisins og ald arafmælis kaupstaðarins. Þau hófust kl. 1,15 með skrúðgöngu. Jóhannes Ingibjartsson form. hátíðarnefndar setti hátíðina, séra Jón Guðjónsson flutti ræðu, fjallkonan ávarpaði mann fjöldann og skátar sýndu „100 ár í svipmyndum". Um kvöldið flutti bæjarstjórinn, Björgvin Sæmundsson, ávarp, Kjartan Ói afsson brunavörður flutti ávarp í bundnu og óbundnu máli frá Framh. á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.