Vísir - 19.06.1964, Blaðsíða 13

Vísir - 19.06.1964, Blaðsíða 13
13 VÍSIR . Föstudagur 19. júní 1964. mtmx&armx&sr/st „Hlaðborð77 í Hlégarði NÝLEGA byrjaði veitingahúsið Hlégarður í Mosfellssveit nýstár- lega starfsemi. Mun það á kvöldin og uni helgar hafa kaffisölu í hin- um vistlegu húsakynnum sínum, sem hafa verið endurbætt stóriega í vetur. LouffsirdalsviElsir - F'óstudag kl. 20.30 Fram — Þréftur MÓTANEFND Minni ávísana- svik en áður Að fengnum upplýsingum frá rannsóknarlögreglunni hefur fæick að mjög kærum út af innistæðu- Iausum ávísunum síðustu mánuð- ina. Áður var þetta hreinn farallur og menn virtust leika það aftur og aftur að gefa út ávísanir fyrir stærri eða smærri fjárhæðum án þess að innistæða væri fyrir beim. Eftir að Seðlabankinn herti éftir- Iit með þessu athæfi og beitti við- urlögum án miskunnar hefur þetta gjörbreytzt til hins betra. Magnús Eggertsson rannsóknar- lögreglumaður tjáði VIsi að það bærust að vísu nokkrar innistæðu- lausar ávísanir ásamt kærum frá Seðlabankanum, en það væri elcici nema brot af því sem áður hefði verið. t>á gat hann þess og að fá- einir einstaklingar eða lögfræðing- ar þeirra hefðu kært yfir inni- stæðulausum ávísunum, en yfir- leitt væri þar um gamlar ávísanir að ræða, sem gefnar hafa verið út fyrir löngu, en legið einhvers staðar áður en þær bárust lög- reglunni í hendur. I Það var vissulega kominn tími tíl að kippa þessu í lag, því að á- vísanir voru I margra augum oró- inn hæpur gjaldmiðill og sumir neituðu algerlega að taka við þeim sem greiðslu. Slys í Kópavogi Á þriðjudagsmorguninn slasaðist 12 ára gömul telpa alvarlega er bifreið var ekið á hana á Kópa- vogshálsi. Þetta skeði kl. langt gengin 9 gegnt biðskýlinu á Kópavogshálsi. Telpan, Gréta Hermannsdóttir, Álfhólsvegi 50 í Kópavogi, var að fara yfir götuna, en þá bar að stóra ameríska bifreið, sem var á norð- urleið, og mun hafa verið á mjög mikilli ferð eftir hemlaförunum að dæma. Bifreiðin skall á telpunni og Gréta litla kastaðist í götuna. Ekki veit blaðið um meiðsli henn- ar, en þau munu hafa verið all- mikil, því hún var flutt í Landa- kotsspítala að bráðabirgðaathugun í slysavarðstofunni lokinni. Frá Stýrimannaskólanum 2 me^in með ^t^rimannaprófi verða væntan- lega ráðnir til að veita forstöðu 4ra mánaða námskeiðum til undirbúnings fyrir hið minna fiskimannapróf, sem haldin verða á ísafirði og í Neskaupstað á hausti komanda verði næg þátttaka fyrir hendi. Umsóknir ásamt kröfum um kaup og dvalarkostnað sendist undirrituðum fyrir lok júlímánaðar. Vænt- anlegir nemendu1' á þessum námskeiðum sendi undirrituðum umsóknir sínar einnig fyrir júlílok. S!fólastjóri Stýrimannaskólans Leigid bát, sp sjálf ba’tIlíS '* BAKKAGtRÐ113 s*mar 34?so & 33412 I1IW1 illl ITM V' ■HaBTWK«H58S:æS3«.SETr3 í þessu skyni er hingað kominn danskur hljómlistarmaður. I Hlé- garði verður komið upp svo- nefndu hlaðborði, sem er borð hlaðið góðum veitingum, sem gest- ir geta veitt sér af að vild. Hlégarður hefur opið alla daga nema mánudaga frá kl. 21—23.30 en á sunnudögum frú kl. 15 til 17. Er ekki að efa að fjölmennt verður í Hlégarði, enda mikil umferð um veginn að öllu jöfnu. Benda má á að ný og glæsileg sundlaug hefur verið opnuð skammt frá og verður líka án efa vinsæl af Reykvíking- um. Vélin yðar þarfnast sérstaks þvottaefnis — þessvegna varð DIXAN til. DXIAN freyðir lítið og er því sérstaklega gott fyrir sjálfvirkar þvottavélar. DIXAN fer vel með vélina og skilar beztum árangri. einnig hvað viðkemur gerfiefnum. DIXAN er í dag mest keypta efni í þvotta- vélar í Evrópu. DIXAN er framleitt hjá HENKEL í Vestur- Þýzkalandi. DIXAN ER SÉRSTAKT ÞVOTTADUFT FYRIR ALLAR TEGUNDIR ÞVOTTAVÉLA.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.