Vísir - 24.06.1964, Blaðsíða 6

Vísir - 24.06.1964, Blaðsíða 6
6 — Fiskimál framh. at bls 16 VÍSIR ammmssam Miðvikudagur 24. júní 19S4. Ræða P. Jensen j um stöðlun. — Alþjóðleg stöðlun í fiskiðnaði getur sparað stórfé og margvíslega erfiðleika. Norðurlöndin hafa mik- I illa hagsmuna að gæta í þessum ; efnum og skoðanir þeirra og hags l munir hljóta að skipta miklu í um ! ræðum um þessi mál, sagði danski verkfræðingurinn Poul Jensen á norrænu fiskimálaráðstefnunni í gær. Jensen kvað nauðsynlegt að koma á stöðlun umbiiða, vigtar og jafnvel vörugæða, eins og á sér stað um ýmsar aðrar vörutegur.dir. Norðurlandaráð gekkst fyrir stofnun nefndar til að fjalla um stöðlunina og í Matvæla- og land- búnaðarstofnun Sþ, FAO, hefur stöðlun verið til umræðu í nokk- urn tíma. Hins vegar eru allar við- ræður tiltölulega skammt á veg komnar. Samt hafa nokkur lönd þegar fallizt á alþjóðlegar reglur um stöðlun á mjólkurvörum. Poul Jensen taldi nauðsynlegt fyrir Norðurlöndin að hafa sam- vinnu I stöðlun í fiskiðnaðinum og taka málið föstum tökum þar sem búast mætti við að það gæti haft verulega þýðingu í heimsverzlun- inni í framtíðinni. Á ráðstefnunni I gær voru sýnd ar kvikmyndir frá fiskrannsóknum við Grænland Poul Hansen frá Dan mörku flutti skýringar. Magnús Andersen, ráðherra .rá i Danmörku var I forsæti ráðstefn- | unnar I gær. í gærkvöldi sátu þátttakendur j kvöldverðarboð samtaka fiskfram I ieiðenda og fiskútflytjenda að Hót- i el Sögu. i Hætt hefur verið við fyrirhug- j aða heimsókn f Hvalstöðina f Hval | firði í dag vegna veðurs, eftir há I degi. í þess stað verða sýndar ís- j landskvikmyndir I hátíðasal há- j skðlans kl. 14. | — Kaupmenn Framhald af bls. 16. i efnum, ef það mætti verða til þess j að auka framleiðni verzlunarinn- i ar, bæta þjónustu við neytendur i og draga úr dreifingarkosnaði, en ' einmitt með þessu gætu kaupmern i lagt' drjúgan skerf til þess að varð- veita þann árangur, sem náðst hef- ur í efnahagsmálum þjóðarinnar á ' undanförnum árum og stuðlað að auknum hagvexti. Að lokinni ræðu formanns flutti Sveinn Snorrason skýrslu fram- kvæmdastjórnarinnar um störf stjðmarinnar á liðnu starfsári sem verið hefur eitt umsvifamesta og erilsamasta I sögu samtakanna. Viðskiptamálaráðherra, dr. Gylfi 1 Þ. Gfslason heimsótti fundinn og j hélt ræðu um efnahagsmálin, þró- ' un þeirra að undanförnu og horf- ur. Hefur úrdráttur úr ræðu ráð- herrans verið birtur f dagblöðum. Á fundinum rfkti mjög mikill ein j hugur um störf Kaupmannasam- takanna og létu fulltrúar aðildarfé- laganna, en þau eru 17 að tölu auk einstaklinga, í ljós eindreginn stuðning við þau mál, sem stjórn- in hefur haft til meðferðar á sl. starfsári. Fulltrúi einstaklinga í stjórn Kaupmannasamtakanna var endur- kjörinn Sigurður ÓIi Ólafsson, kaup maður á Selfossi, og oddamaður f stjóm Kaupmannasamtakanna kos- inn af aðalfundi var einróma end- urkjörinn Sigurður Magnúss. kaup maður f Reykjavík. Fundurinn gerði ýmsar samþykkt ir og ályktanir, m.a.: 1) Áskorun t:I Atvinnumálaráðuneytisins um end- urskoðun löggjafar um verzlun og verzlunaratvinnu. 2) Itrekaðar voru fyrri áskoranir til ríkisstjómarinn- ar og stjómar Seðlabankans um að x hlutazt verði til um að Verz'.unnr banka íslands verði sem allra fyrst veitt heimild til þess að /erzla með erlendan gjaldeyri. 3) Áherzia var á það lögð, að halda bæri á- fram þeirri stefnu er núverandi stjórnarvöld hafa tekið til aukins frjálsræðis f verðlagsmálum og mn flutningsmálum. 4) Fullum stuðn- ingi fundarins var lýst við utefnu stjórnar Kaupmannasamtakanna og aðgerðir f lokunarmálunum, jafn- framt beindi fundurinn áskomn til borgarstjórnar Reykjavfkur um að aðhafast ekki f lokunarmálunum, neitt sem til þess væri fallið að auka á misrétti verzlana. 5) Fund- urinn mótmælti þeirri hækkun sem orðið hefur á söluskatti og smásöluverzluninni er gert að inn- heimta, og ítrekaði fyrri ályktanir um að lögbundið yrði algert jafn- rétti í skattamálum, þannig að öll atvinnufyrirtæki hafi sömu skyldu til skattgreiðslu, hvort sem þau væru í einkaeign, félaga eða op- inberra stofnana. ÍÞRÓTTIR — Framh. af bls. 2i Keflavfkurliðið heldur forystu f 1. deild eftir þennan leik með 7 stig, en eini leikurinn sem eftir er í fyrri umferðinni er jeikur þeirra við KR. Vinni KR þann leik, verð- ur KR efst með 8 stig eftir fyrri umferðina. Keflavíkurliðið átti mjög góðan leik á köflum, og þá einkum f fyrri hálfleik. Högni bar hita og þunga dagsins í vörninni og eflaust hefði Þróttur farið með sigur af hólmi, ef hans hefði ekki notið við. í fram línunni var áberandi líflegastur Rún ar „bítill" Guðmundsson. Hann leikur v. útherja og hefur ekki ver ið með fyrr f vor, og verður ekki með í næstu Ieikjum, þar eð hann heldur nú f hljómleikaferð með „bftlunum“. Hólmbert Friðjónsson varð að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik vegna meiðsla. Steinn Guðmundsson, Fram, dæmdi leikinn, sem var erfiður f dómi, og fórst honum heldur slæ- lega. a. Handbolti — Framhald af bls. 2. fyrlr leiki sfna um heigina koma þær saman f Valsheimilinu kl. 12 hvern keppnisdag og verða saman þar til að Ieik kemur. 1 undirbúningsnefnd mótsins eru Axel Einarsson, formaður, Jóhann Einvarðsson, Sigurgeir Guðmannsson, Valgeir Ársæls- son, Valgeir Ársælsson og Rún- ar Bjarnason. Niðurröðun Ieikjanna er þessi: Föstudagur 26/6: kl. 20.00 Island—Svíþjóð kl. 21.00 Noregur—Finnland kl. 22.00 Danmörk —Svfþjóð Sunnudagur 28/6: kl. 20.00 Island-Finnland kl. 21.00 Noregur—Svíþjóð kl. 22.00 Danmörk — Island Þriðjudagur 30/6: kl. 19.00 Finnland—Danmörk kl. 20.00 Noregur—Island kl. 21.00 Svíþjóð-Finnland kl. 22.00 Danmörk—Noregur Leikjatfmi er 2x20 mfn, en hlá 10 mínútur. — Lodge Framh. af 5 sfðu. tryggja Scranton nægilegt fylgi til þess að hann yrði valinn en ekki Goldwater, kunni Lodge að verða sá, er menn að lokum komi sér saman um sem forsetaefni flokks- ins. Ákvörðun Lodge er fagnað mjög af hinum frjálslyndari mönn- um f flokki republikana, en eftir Goldwater er haft, að Lodge hafi unnið vanþakklátt verk í Saigon, og gaf f skyn að hann hefði verið búinn að fá sig fullsaddan á því, — en minntist ekkert á, að Lodge hefði sagt orsök lausnarbeiðninn- ar, að hann ætlaði að ganga út i bardagann heima og styðja Scran- ton. — Mildð úrfelli Framh. af bls. 16. miklum spjöllum á vegum f Barða- strandarsýslu, að tvær heiðar urðu algerlega ófærar yfirferðar í heilan sólarhring. Það voru Kleifaheiði og Þingmannaheiði. Gera má líka ráð fyrir að þar uppi hafi rignt ennþá meira heldur en nokkru sinni niðri f byggð. Rann úr veginum á mörg- um stöðum og komst engin bifreið eftir honum. Strax þegar dró úr mesta óveðr- inu, voru vinnuflokkar sendir á vettvang og eru þeir enn að störf- um uppi á báðum heiðunum. Vega- málastjóri tjáði Vísi f morgun, að nú myndu stórar og kraftmiklar bifreiðar, svo og jeppar, komast Ieiðar sinnar, en heiðamar væru ennþá ófærar minni bifreiðum. Cfr þvf mun þó rætast fljótlega. Vísir hefur fregnað að vegir hafi spillzt meir eða minna á rigning- arsvæðinu, þótt hvergi séu þvílik brögð að þvf sem á heiðunum í Barðastrandarsýslu. Jón Eyþórsson veðurfræðingur sagði í viðtali við Vísi í morgun, að líkur bentu til óþurrkatfðar hér sunnanlands næstu daga. Þó skyldu menn ekki óttast samfellt hrakviðr: dögum saman, því senni- Iega myndi birta til og sjá til sólar annað veifið. á sjúkrahúsinu á Selfossi. Leit var þegar hafin að Gunn- ari og fjörur gengnar. I gær var höfnin slædd og fjörur enn gengnar. Bátinn hefur rekið, en ekkert hefur sézt af piltinum. Gunnar mun vera Skagfirðing Or að hætt, en hefur haft bú- setu ásamt fjölskyldu sinni á Þorlákshöfn undanfarið. Gunnar var um tvítugt. — Viðkiptamál Framh. af bls 1 ur á 2ja til 3ja ára fresti f fram- tíðinni. lsland tók þátt í viðskiptaráð- stefnunni f Genf og átti fjögurra manna sendinefnd af hálfu Is- lands sæti á ráðstefnunni. Nefnd ina skipuðu þessir menn: Guð- mundur 1. Guðmundsson, utan- rfkisráðherra, formaður, Pétur Thorsteinsson ambassador, Odd- ur Guðjónsson viðskiptaráðun., sem var varaform., og Einar Benediktsson deildarstjóri. Sátu tveir þeirra síðast nefndu ráð- stefnuna allan tímann, en utanrfkisráðherra og ambassa- dor íslands í Parfs sátu síðasta hluta ráðstefnunnar. Vfsir náði f morgun tali af Einari Benediktssyni deildar- stjóra, en hann er nýlega kom- inn heim. Tók hann einnig þátt í störfum Gatt-ráðstefnunnar 4. — 6. maf svo og nefndarstörfum, er fram hafa farið á vegum GATT sfðan. Innti blaðið hann frétta af GATT-viðræðunum. hafa mætt á nefndarfundum í maímánuði. Einar sagði, að ís- lendingar og Norðmenn legðu aðaláherzlu á það f tollamála- viðræðum GATT að fiskur og fiskafurðir fengju sömu með- ferð og iðnaðarvörur, en yrðu ekki flokkaðar undir landbúnað- arvörur. Engin afstaða hefði þó enn verið tekin til þessarar ósk- ar okkar og Norðmanna. — Jakob Jakobss. Framh. af bls. 1. venju snemma í sjónum, enda eru komin afbragðs átuskilyrði fyrir Austurlandi, sem fyrr seg- ir. Við rannsóknirnar f fyrra og aftur núna urðu rússnesku síid- arrannsóknarmennirnir varir við töluvert magn af ungri, norskri síld langt austur f hafi, miðja vegu milli Islands og Noregs. I fyrra varð sú raunin á. að síld þessi gekk á miðin við Austfirði seinnihluta vertíðar, eða í ág- úst. Fari nú sem þá, eiga is- lenzkir síldveiðisjðmenn von á góðri sendingu, er lfður á sum- arið. Erfitt að manna togarana Erfiðlega hefur gengið að manna togaraflotann að undanförnu. Að vlsu hafa margir togaranna haft úr ágætum mannskap að velja. Marg- ir skipstjóranna kvarta sáran and- an mannaleysinu, en einum togara hefur verið lagt af þess völdum, — Sly S Framh. af bls. -íínj 1 I4- - r‘-Áv>] >il - II. út í mb. Klæng, sero lá- á höfninni í Þorlákshöfn. Af ein- hverjum orsökum hefur bátnum hvolft á leiðinni. Það næsta, sem vitað var, var, að fólk sá mann hanga f legufærum mb. Þorláks II. Var brugðið skjótt við og fór mb. Sæborg frá Rifi að Þor- láki II. og bjargaði manninum, sem þá reyndist vera Pálmi Jóns son. Var þetta um eittleytið og mun þá Pálmi hafa hangið f bátnum um hálftfma. Var hann nær rænulaus, þegar að var kom ið og missti þegar meðvitund, þegar honum var bjargað. Ligg- ur hann nú með lungnabólgu Einar sagði, að upphaflega hefði þess verið vænzt, að Gatt fundurinn f maí, þ. e. Kennedy- umferðin, yrði upphaf raunveru- legra samninga um hina 50 prs. rn-gagnkyæro.U tollalækkun. En svo hefði ekki orðið. Væri nú allt útlit fyrir, að raunverulegir samningar myndu ekki hefjast fyrr en í haust. Einar sagði, að ísland gæti vegna bráðabirgðaaðildar sinn- ar að GATT tekiö þátt í öllum nefndarstörfum og kvaðst hann Togararnir sigla til heimahafn.ar með afla sinn og var Hailveig Frððadóttir að Iand| í gær í Reykjavíkurhöfm 140 toripum, en Egill Skallagrímssön er á leið til lands með sinn afia. Engir Færeyingar munu nú vera ráðnir á togarana eða a.m.k. var Ingimar Einarssyni hjá Félagi ísl. botnvörpuskipaeigenda ekki kunn- ugt um það þegar rætt var v:ð hann í gær. Hafnarfjörður Umboðsmaður blaðsins í Hafnarfirði er Guðrún Ásgeirsdóttir, Garðavegi 9, sími 50641. - SÝ NI N G á framleiðsluvörum DEUTSCHE LINOLEUM-WERKE A.-G.: Linoleum-gólfdúkar. Lincrusta-veggdúkar. Deliflex-vinyl-asbest-gólf- og veggflísar. Deliplast-gólfflísar úr PVC. Deliplan-gólfdúkar og-flísar úr PVC. Platino-plastgólfdúkar með filt eða kork undirlagi. og COVERALL-gólfteppi úr ull, Perlon og Dralon er í sýningar- sal Byggingaþjónustu A.Í., Laugavegi 26. — Sýningin er opin dag- lega kl. 13.00-18.00, til 27. júní. ÁRNI SIEMSEN, umboðsverzlun

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.