Vísir - 07.07.1964, Blaðsíða 8

Vísir - 07.07.1964, Blaðsíða 8
V1SIR . Þriðjudagur 7. júlí 1964. 8 Utgefandi: Blaðaútgðfan VISIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axe) Thorsteinson Fréttastjðrar: Þorsteinn ó. Thorarensen Björgvin Guðmundsson Ritstjðrnarskrifstofur Laugavegi 178 Augiýsingar og afgreiðsla Ingðlfsstrœti 3 Áskriftargjald er 80 krðnur á mánuði. I lausasölu 5 kr. eint. — Sfmi 11660 (5 linur) Prentsmiðja Vlsis. - Edda h.f. Mannréttindalögin ]\fannréttindalögin bandarísku eru síðasta skrefið til fulls jafnréttis hvítra manna og svartra í Bandaríkj- unum. Með samþykkt þeirra og staðfestingu er enn eitt af hugsjónamálum John F. Kennedys orðið að veruleika. Enginn mun búast við því, að framkvæmd jafnréttislaganna gangi þrautalaust. Árekstrar eru þeg- ar hafnir, en það er einörð stefna sambandsstjómar- innar, að framfylgja lögunum með atfylgi lögreglu og dómsyfirvalda. Óhjákvæmilega leiðir samþykkt laganna hugann að því hvemig ástandið er í öðmm löndum. Menn minnast Gyðingaofsókn- anna í Sovétríkjunum og einnig þess, að fyrir austan jámtjald eru menn unnvörpum fangelsaðir og líflátnir án þess að hlutlaus, hlutlæg og opinber réttar- höld hafi farið fram. Þar skortir þegnana enn fmm- stæðustu mannréttindi, eins og t. d. ferðafrelsi. Aðeins litlum hópi sanntrúaðra er leyft að ferðast til útlanda, en þorri þjóðarinnar bundinn þessum átthagafjötmm nútímans. Vissulega væri tímabært að þjóðir Austur- Evrópu færu að dæmi Bandaríkjamanna og tryggðu þegnum sínum hin sjálfsögðustu mannréttindi. Kyndugur áróður |>jóðviljinn reynir á sunnudaginn að telja lesendum sínum trú um að það hafi verið verklýðshreyfingin, sem knúið hafi ríkisstjómina til þess að beita sér fyrir þeim framfaramálum, sem í samkomulaginu í maí fel- ast. Slík fjarstæða er varla svaraverð. Það er stefna ríkisstjómarinnar, sem nú verður framkvæmd í hús- næðismálunum, en ekki einhver einkastefna Hanni- bals. Á síðasta ári jók ríkisstjómin húsnæðislánin um milljónatugi. Áætlun um enn meiri framfarir var lögð fram af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í marz. Kjami þeirrar áætlunar var svo tekinn upp í samkomulagið. Vandræðin austanlands það er vandræðaástand, sem ríkir í síldarstöðvunum austan lands þessa dagana. Tugir skipa biða allt upp í 3 sólarhringa eftir því að fá landað afla sínum. Skipin hafa stækkað mjög síðustu árin og stórvirk veiðitækni innleidd, en á sama tíma hefir þróun síldarverksmiðj- anna orðið sáralítil. Flutningur síldarinnar með sér- stökum skipum er þrautalending, en engin frambúðar- lausn. Að vísu er skiljanlegt, að menn hafi verið hik- andi við að byggja stórar verksmiðjur fyrir austan, þar sem síldin er mikill duttlungafiskur og búast má við, að hún hverfi aftur norður fyrir land, þegar minnst varir. En það sjónarmið má ekki verða alls ráðandi. Hin stórvirka veiðitækni kallar á stærri verksmiðjur til nýtingar síldarinnar austan lands. Fyrsta heimsóknardaginn var hádegisveizla í konungshöllinni við enda Karl Johansgötu og er mynd in tekin af ólafi konungi og Krúsév við það tækifæri. NORÐURLANDAHEIM- SÓKN KRJÚSÉVS LOKttJ Noregsheimsókn Krúsévs er lokið og þar með Norðurlanda- heimsóknum hans. Hann kom og sá, og ferðin að því leyti gagnleg, vegna aukinna kynna, en hann sigraðl ekki. 1 norskum blöðum kemur þó fram, að það hafi orðið því léttara yfir Krúsév sem lengur leið á Noregsheimsóknina, en það var stundum þungt yfir hon um framan af, en við og við brá hann þó fyrir sig glensi og gerðist gáskafullur, eins og þeg- ar hann var áhorfandi og fylgd- arlið hans að sýíiingu þjöð- dansaflokks á Bygdoy, en þar varð hann gripinn dansgleði „og sveiflaði frú Gerhardsen í hring á danspallinum og Ger- hardsen líka,“ en hvergi naut Krúsév sín betur en f rigninga- bænum Björgvin, en Björgvinjar búar fögnuðu honum vel og af nokkurri forvitni — í glampandi sólskini. Fýrir komu Krúsévs til Norð- urlanda var allmikið rætt um ýmis samtök í Noregi um að menn létu sig heimsókn hans engu eða sem minnstu varða, en þótt honum væri f fyrstu tekið „fremur kuldalega, en alls ekki óvinsamlega," eins og sagt var f einni frétt, bar ekki mikið á andúð manna, en ekki féll það í góðan jarðveg er Krúsév fór að tala um það í fyrirlestri í Osló, að Noregur og Danmörk ættu ekki að vera f Norður-At- lantshafsbandalaginu, heldur að- hyllast hugmyndina um hlut- Hann kom, x laus Norðurlönd sem hluta kjamorkuvopnalauss svæðis o. s.frv., en Gerhardsen forsætis- ráðherra hafðl tilkynnt fyrir komuna, að landvamir Noregs yrðu ekki & dagskrá, heldur við- skipti, menningarleg tengsl og slíkt. GAGNLEGT FRIÐSAMLEGU SAMSTARFI. í sameiginlegri yfirlýsingu Gerhardsens og Krúsévs er heit ið að vinna að friðsamlegu sam- starfi f heiminum og aukinni af- vopnun. Og þeir Iýstu sig sam- mála um Og hafa áhuga á menningarlegu og viðskiptalegu samstarfi Norðmanna og Rússa. Eftir Krúsév- er haft, að það sé gagnlegt friðsamlegu sam- starfi, að Norðmenn vilji ekki að kjarnorkuvopn séu staðsett í landi þeirra. FRJÁLSLEGAST í NOREGI. í Noregi fannst Krúsév frjáls- legast. Þar gættu hans helmingi færri lögreglumenn en í Dan- mörkú, en í Stokkhólmi gætti herlið kastalans sem hann bjó i auk vopnaðrar lögreglu. 1 Björg vin þakkaði hann lögreglunni sérstaklega fyrir að hafa gefið sér tækifæri til þess að heilsa upp á og spjalla við alþýðufólk. „Björgvin heillaði Krúsév", sím uðu fréttaritarar Aftenposten í Oslo. Dagskráin var frjálsleg og laus við of mikinn hátíðabrag, og það að þvf viðbættu, að að- streymi fólks þar sem Krúsév kom, var miklu meira en annars staðar þar sem hann kom, virt- ist hafa örvandi áhrif á hinn sovézka forsætisráðherra, sem við ýmis tækifæri en trausta Björgvinjar-lögreglu nálægt sér, gat spjallað við fólk, kátur og brosandi". Meðal annars kom Krúsév á hið fræga fisksölutorg (fiske- brygge) og var svo mikil þröng, að lögreglan varð að setja upp bráðabirgðagirðingar, til þess að hann kæmist leiðar sinnar. í ræðu þar í borg sló hann á létta strengi og talaði m. a. um kritinn milli Björgvinjar og Oslo í gamansömum tón. HÚSIN, SEM EKKI ÞARFNAST VIÐGERÐAR í 1000 ÁR. Á Landaas, þar sem verið er að reisa nýjan kennaraskóla, hélt Krúsév því fram, að þótt „norskir snikkarar væru sovézk- um fremri“ gætu Norðmenn margt lært af Rússum á sviði húsabygginga Þar þrumaði hann yfir norskum smiðum og gortaði af framförum á sviði húsagerðar f Sovétrikjunum. „Þar byggjum við hús, sem standa í 1000 ár, án þess að gera þurfi við þau“, sagði hann, og „eldlegum áhuga og brá fyrir I augum hans þessum glettnisglömpum, sem eru sérkennandi fyrir hann“ og talaði svo hratt, að túlkurinn átti í mestu erfiðleikum með að skila frá sér á norsku þvf, sem hann sagði, en Krúsév talaði um húsasmíðar yfirleitt og í einstök um atriðum sem væri hánn sér- fræðingur á þessu sviði. Hann lofaði margt, en gagnrýndi sumt, en þá bætti hann við: Móðgizt ekki — vinir segja hver öðrum sannleikann. SOVÉZKAR STYRJUR. í heimsókn f lagardýra-safnið Nordnes færði Krúsév safninu lifandi fiska að gjöf m. a. marg- ar tegundi af sovézkum styrjum, en þær voru fluttar til Björgvinj ar í tönkum nýs sovézks fiski- skips. EFTIRHREYTA Eitt Hafnarblaðanna hefir eins konar eftirhreytu rnn Norður- landaheimsóknimar, er Krúsév er á heimleið frá Noregi. Hann vann engan sigur fyrir sjálfan sig með heimsóknum sínum, segir blaðið. Eftir árekstralaus kynni í Danmörku mætti hann andúð í Sviþjóð og jók neikvæð áhrif með þekkingarleysi sfnu, en í Noregi fitjaði hann upp á viðkvæmasta sovézk-norska mál inu — þvf um Svalbarða, en af- staða Noregs f þvi máli, er að . þar og á Bjarnarey sé enginn vígbúnaður og hlutleysi eyjanna tryggt með alþjóðasamkomu- Iagi. Það hafi haft minni áhrif, að hann gat ekki stillt sig um að spjalla um hlutlaus Norðurlönd og að Noregur og Danmörk ættu að snúa baki við Nato — „Það er tómt mál,“ segir blaðið, „að tala um hlutleysi og hefir svo verið siðan síðari heimstyrj- öldinni lauk — og er ekki virt af sovétStjórninni sjálfri". sá, en sigraði ekki

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.