Vísir - 19.08.1964, Blaðsíða 1

Vísir - 19.08.1964, Blaðsíða 1
SIGLUFJARÐARSKARÐ AÐ LOKAST VEGNA SNJÓA Kuldahrct hefur gengið yfir I Samkvæmt upplýsingum frá 1 anlands, mest á Nautabúi í Skaga- norðanvert landið s.I. sólarhring j Veðurstofunni í morgun nær norð- firði, 12 mm. Þar var 1 stigs hiti með allmikilli rigningu í byggð en | anáttin yfir allt land, er yfirleitt í morgun. Á Grímsstöðum á FjöL- snjókomu eða slyddu víða til fjalla. ' köld og fylgir henni Urkoma norð- Framh. á bls. 6. Johnson forsetí stóð á hlaðiHvíta hússins og hauð forsætisráðherra velkominn Samtal Vísis við Bjarna Benediktsson í gær Bjarni Benediktsson forsæt- isráðherra heimsótti í gær Lyndon B. Johnson forseta Bandaríkjanna i Hvíta húsínu. Hann gekk með honum í stund- arfjórðung í garðinum fyrir framan Hvíta húsið. Síðan héldu þeir i skrifstofu forsetans og röbbuðu þar saman í um 20 mínútur. Þá sat forsætisráðherra mið- degisverðarboð Dean Rusk ut- anríkisráðherra og átti viðræð- ur við hann um alþjóðamál. Loks ók Bjarni Benediktsson til hermannagrafreitsins í Arl- ington, þar sem hann lagði blóm sveig á leiði Kennedys forseta. Vísir átti í gær símtal við for sætisráðherra og bað hann um að greina frá því helzta sem gerzt hefði í Washingtonheim sókn hans. Hann skýrði frá því, að þegar hann kom að Hvíta húsinu hafi forsetinn staðið úti á hlaðinu og boðið sig velkominn. Fóru þeir fyrst í gönguferð um garð Hvíta hússins, sem er eins og stór skemmtigarður með trjám og gosbrunnum. Þeir ræddu ým islegt saman á göngu sinni um garðinn. Forsetinn minntist á- nægjulegrar heimsóknar sinnar til íslands tveimur mánuðum áður en Kennedy forseti lét iíf- ið. Hann minntist þess og með nokkrum gamanyrðum, að iít- ill hópur manna í Reykjavík hefði gengið að sér og boríð fram mótmæli. Spurði hann hvort þeir gerðu þetta oft. Leið þeirra lá fram að grind- verkinu sem er umhverfis garð inn. Stóð fjöldi fólks þar fyrir utan til þess að fá tækifæri til að heilsa upp á Johnson for- seta, en forsætisráðherra kvaðst hafa notið góðs af og forsetinn kynnt hann fyrir fólkinu, sem forsætisráðherra íslands, vii'a- ríkis Bandaríkjanna. Þeir gengu enn um garðinn og voru þar meðal annars að leik hundarnir tveir, sem frægir urðu á sínum tíma þegar Johnson forseti tók þá upp á eyrunum. Eftir þetta var gengið til skrif stofu forsétans í Hvíta húsinu. — Við ræddum aðeins um al- menn mál, sagði Bjarni Beue- diktsson, röbbuðum saman um Bandaríkjaþing ,en komum að- eins lítillega inn á forsetakosn- ingarnar, sem standa fyrir dyr- um í Bandaríkjunum. Dætur Johnsons forseta eru nú á ferða- lagi um Bandaríkin og sjáífur fer hann bráðlega í kosninga- ferðalag um landið. Heimsókn mín, sagði forsætisráðherra, mun hafa verið síðasta slík op- inber heimsókn til forsetans fyr ir flokksþing demokrataflokks- ins. Ekki var um það að ræða, Frh. á 6. síðu. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra LAXÁR VIRKJUNIN KÆGIR ÍKKI FYRIR ALUMINIUMVIRKSMIDJU — segir Eiríkur Briem, rufmugnsveitustióri 90 þús. kilówatta virkjun við Brúar í Laxá með 395 millj. kwst. orkuvinnslu á ári mundi ekki nægja okkur, ef við ætluð- um okkur að ráðast í byggingu aluminiumverksmiðju segir Ei- rikur Briem, rafmagnsveitustjóri ríkisins í stuttu viðtali við Vísi. Við þurfurn 500 millj. kwst. á ári ef við ætlum að koma á fót stóriðju. Núverandi stöðvar Laxár framleiða 95 millj. kw.st. og þvi fengjust ekki nema 300 millj. i viðbót. Eiríkur sagði, að í áætlunum um Búrfellsvirkjun hefði verið reiknað með að reisa 210 þús. BLA-ÐiÐ í DAG BIs. 3 Franskar flugvélar í Reykjavík. 5— 4 íslendingar björg- uðu lffi okkar. 7 Bretar eignast verksmiðjutogara. — 8 Flokksþing demo- krata í Bandaríkjun- um. — 9 Gorch Fock fyrst í höfn. kw. orkuver í áföngum. 105 þús. kw. fyrst. Af því mundi aluminiumverksmiðja taka 60 þús. kw. I áætlunum Laxárvirkjunarstjórnar væri hins vegar reiknað með 90 þús. kw. virkjun. Hið uppsetta afl skipti þó ekki höfuðmáli heldur orkuvinnslan á ári. Laxárvirkj- unarstjórn reiknaði með að 90 þús. kw. orkuver við Laxár mundi framleiða 395 millj. kw. st. á ári, en það væri alltof lít- ið ef ráðast ætti í byggingu aluminiumverksmiðju. Það þyrfti a.m.k. 500 millj. kw. st. á ári. 105 þús. kw. virkjun við Búrfell mundi geta unnið allt upp í 1 milljarð kwst. á ári. Eirikur sagði, að' markaður- inn fyrir rafmagn væri fyrst og fremst fyrir sunnan, og hann kvaðst telja rétt að reisa nýja- stórvirkjun þar sem markaður- inn væri í stað þess að reisa virkjun fyrir norðan og flytja rafmagnið þvert yfir landið á markað fyrir sunnan. Hins veg- ar væri auðvelt að leggja ódýra línu að sunnan norður til þess að mæta aukinni þörf nyðra fyrir aukið rafmagn. Lfnan yrði ódýrari eftir því sem minna raf- magn væri flutt. En þrátt fyrir það þó hann teldi nauðsynlegt að virkja Þjórsá fyrir stóriðju, kvaðst hann telja, að fullnaðar- virkjun Laxár ætti einnig að koma síðar, því að hans dómi væri Láxá mjög vel fallin til virkjunar. SENDMRRA fSLANDS / BONN FALIN RANNSÓKNÁ BARNSRÁNÍ Sá atburður skeði hér nýlega að þýzkur maður, Gert Killiuh að nafni, sem hefur unnið hér sem húsgagnasmiður undanfar in ár, og var giftur Kristínu Hallgrimsson, Vesturvallagötu 6B hér í borg, fékk leyfi Krist- ínar til að fara með barn þeirra Iris Margréti Friedu, þriggja ára í stutta ferð austur að Laugav- vatni. Þangað fór hann sem snöggvast með barnið, en i stað þess að skila því, fór hann suð- ur á Keflavíkurflugvöll og bað- an með þotu frá Pan American til Þýzkalands, og neitar að láta barnið af hendi. Vísir hafði tal af ráðuneytisstjóranum i utan- ríkisráðuneytinu í dag í sam- bandi við þetta barnsrán, sem verður að kallast svo. Hann kvaðst að beiðni móður barn?1 ins og vandamanna hér iieima hafa talað við Magnús V. Magn ússon, ambassador íslands í Vestur-Þýzkalandi og falið hon- um aðgerðir í þessu máli. Vísir átti einnig stutt viðtal við móður barnsins. Hún kvaðst ekkert geta gert annað en að bíða eftir ákvörðun þýzkra stjórnvalda í málinu og vonað í lengstu lög að þau virtu úr- skurð íslenzkra stjórnvalda um yfirráðarétt yfir barninu. Móðir barnsins átti við það, að sl. vor fengu þau hjónin skilnað að borði og sæng og úrskurð um þann skilnað frá dómsmálaráðuneytinu. Þar er fram tekið að móðirin ein hafi forræði yfir barninu, og var það úrskurðað eftir að leitað hafði verið umsagnar barna- verndarnefndar, og hún mælti einróma með þvi að móðurinni væri dæmt forræði barnsins. Engu að siður leyfði móðir barnsins föður þess að sjá bað öðru hverju og hafa það jafnvel hjá sér stund og stund, eins og eðlilegt má teljast. En þann trúnað misnotaði faðirinn jafn hörmulega og lýst hefur verið hér að framan.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.