Vísir - 21.12.1964, Blaðsíða 1

Vísir - 21.12.1964, Blaðsíða 1
VISIR 54. árg. - Mánudagur 21. desember 1964. - 283. tbl. Stal bifreið og olli stórtjóai Fáum mínútum fyrir miðnætti i fyrrinótt varð ofsaharður árekstur á Bergstaðastræti er drukkinn og réttindalaus piltur ók stolinni bif reið á ljósastaur, umferðarskilti og síðast á bifreið unz hann nam staðar Telja má hreina mildi að piitur- inn skyldi hvorki slasa sjálfan sig né annað fólk, en litlu munaði, að því að talið er. Bíllinn, sem lenti fyrir árekstrin um var leigubifreið, sem numið hafði staðar fyrir utan Bergstaða- stræti 70 á meðan bílstjórinn tók ökugjald af farþega sínum. Þetta var bifreiðin R-1403. Kvaðst bíl- Framh. á bls. 6. Luciu- hátíð S.l. Iaugardag lögðu Lucian, þernur hennar og litlu bömin, sem sjást á myndinni, leið sina á Elliheimilið til þess að syngja fyrir gamia fólkið, og færa því birtu { svartasta skammdeginu. Er þetta siður, sem hefur tfðk- azt mörg undanfarin ár. Að þessu sinni var Lucian Sigrún Gisladóttir, en litlu krakkamir em þau Helga Ásmundsdóttir og Emil J. Ragnarsson. Sprengjuæði grípur um sig meðal unglinga í ýmsum hverfum Reykjavikur dundu sprengingar fram eftir kvöldi í gærkvöldi og fram á nótt og fjölmargar kvartanir bámst Iög reglunni út áf þessu viðs vegar að úr borglnni. Lögreglan reyndi að sinna þess um kvörtunum eftir megni, en að vfsu með nokkuð misjöfnum ár- angri. Þ6 náði lögreglan I nokkra pilta sem höfðu sprengjur (kín- verja) I fórum sínum og við yfir- heyrslur f gærkvöldi sannaðist að ein verzlun hér í borg stundaði óleyfilega sölu á þessum sprengj- um. Þá fann lögreglan dýnamitstúbu f fórum stálpaðs pilts, 17 eða 18 ára að aldri- og var hann búinn að stinga kínverja inn í túbuend- ann. Ef þetta hefði spmngið er Framh. á bls. 6. * Utvarps- umræður í kvöld f kvöld fara fram á Alþingi útvarpsumræður um söluskatts- frumvarpið. Ræðumenn Sjálfstæðisflokks •ins verða Bjami Benediktsson [forsætisráðherra og Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra. ■ Ræðumenn Alþýðuflokksins verða þelr Emil Jónsson sjávar-; •útvegsmálaráðherra og Gylfi Þ. ÍGfsIason viðskiptamálaráðherra, Framsóknarflokksins þeir Þórar-; •inn Þórarinsson, Jón Skaptason [og Einar Ágústsson og Alþýðu-; handalagsins þeir Eðvarð Sig- 'urösson og Hannibal Valdemars- son. Aiþingi mun verða frestað 22. desember, eða á mo.öun oj kvatt saman á ný ekki sfðar en • 1. febrúar 1965. LAOIÐ I DAG BIs. 8 og 9: Fyrsti snjé bfllinn á Islandi — 19: Hofstaöa-Maria — 22: Viðtal við Finn Sigmundsson — 24 og 25: Kertasník- ir og Ketkrókur í Reykjavlk ÚTBODSl ÝSIHS AB SJÓN■ VARPSSTÖB [R TILBÚIN Pétur Guðfinnsson rúðinn skrifstofustjóri ísl. sjónvurpsins — Viðtul við Vilhjulm Þ. Gísluson útvurpsstjóru Undirbúningi að íslenzku sjónvarpi er haldið áfram af fullum krafti. Hefur þegar ver- ið ráðinn skrifstofustjóri þess, undirbúið útboð f senditæki og tudiotæki, leitað hófanna um kaup á erlendu sjónvarpsefni, og gerð athugun um fslenzka menn, sem hafa kynnt sér sjón- varpsmál. Vísir átti í morgun tal við Vilhjálm Þ. Gfslason útvarps- stjóra, en þessi mál hafa að mestu leyti verið í hans hönd- um sfðan sjónvarpsnefndin skil- aði áliti f vor, en útvarpsráð hefur einnig haft þau til með- ferðar. — Pétur Guðfinnsson hefur verið ráðinn skrifstofustjóri sjón varpsins og er von á honum hingað til lands um áramótin, en hann hefur starfað lengi f Strassbourg. Það er fyrsta starf- ið, sem ráðið hefur verið í, en innan skamms verða auglýst tvö önnur störf við sjónvarpið, og verður annað líklega tæknistarf en hitt dagskrárstarf. — Sæmundur Óskarsson verk fræðingur fór utan á okkar veg- um til þess að kynna sér og bera saman sjónvarpsstöðvar er lendis Hann er kominn aftur fyrir stuttu og er að ganga frá álitsgerð um sjónvarpssending- ar, þar sem m. a. er útboðslýs- ing í tækin og uppsetningu þeirra. Þetta er hægt að bjóða út hvenær sem er og verður gert fljótlega. Otboðið er miðað við stöð á Vatnsenda, sem hafi Framh. á bls. 6. Pétur Guðfinnsson. íslenzkt skip í hörðum árekstri í svartaþoku Cardi NK 120 laskoðist og strandaði í reynsluferðinni í gærmorgun, þegar verið var ..ð reyna nýtt skip, E..rða NK 120, fyrir mynni ’axelfur i Þýzkal .di, lenti það f hörðum árekstri við 5500 tonna skip, laskaðist og strandaði á rifi. Enginn slasaðist af þeim, sem um borð voru, er. skipið var með skipstjóra frá skipasmíða- stöðinni þýzkan hafnsögu- mann. Skipið var ekki enn kom- ið I heridur væntanlegs eiganda, Síldariðjunnar á Norðfirði, en öll áhöfn skipsins var komin til Hamborgar, tilbúin að taka Við því. Ef ek' t hefði komið fyrir, hefði Barði lagt af stað til ís- lands í d"\ Enn hafa ek'-i borizt nákvæm ar fregnir af árekstrinum, en svo virðist, sem hann hafi órð- ið mjög harður, en blindaþoka var á þessum slóðum í gærmorg un. Við áreksturinn kom 2—3 metra gat á Barða og mikill leki. Rak Barða upp á rif I mynni Saxelfur. Þegar Vis'ir hafði í morgun tal af Desa, umboðsmönnum Framh. á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.