Vísir - 16.02.1965, Blaðsíða 5

Vísir - 16.02.1965, Blaðsíða 5
VlSTR . ÞriSjudagnr 16. febróar 1965. 5 útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í morgLui FUNDUR í DOWNING STREET10 UM 15% TOLLINN Bankastjóri Englandsbanka varar við frámhaldserfiðleikum Varpað eiturgassprengjum og skotið á fólkið. Blóðugar óeirðir á Indlandi Á fjórum dögum voru yfir 60 menn vegnir í óeirðum á Ind- landi, aðallega i Madras-ríki, en miklu fleiri særðust og svo mik il spjöll voru unnin, að heil hverfi eru í rústum í sumum borgum. Til óeirðanna var stofn að af stúdentum til þess að ■mótmæla ákvörðun ríkisstjóm- arinnar, að láta Hindi verða hið opinbera mál landsins. Stú- dentarnir vilja ensku sem opin- bert mál og telja það affarasæl ast sér og jafnvel landinu þar sem deilur um Hindi og önnur mál á Indlandi mundu tvistra þjóðinni. Flestir þeirra, sem drepnir voru féllu fyrir kúlum lögreglumanna og hermanna. í hefndarskyni vom tveir lög- reglumenn teknir og brenndir á báli og nokkrir menn frömdu sjálfsmorð í mótmælaskyni. — Indira Gandhi upplýsinga- málaráðherra hafði farið til Madras og boðað, að ef deil an leiddi til sundrungar Ind- verja en ekki einingar, eins og tilgangurinn hefði verið, yrði stjórnin að taka málið til nýrr ar athugunar. «------------------------------ Stjómarfundur var haldinn í London í gær um 15% innflutn ingstollinn. Harold Wilson forsætisráð- herra Bretlands kvaddi helztu ráðherra sína á fund í nr. 10 Downing Street í gær og voru efnahagsmálin á dagskrá og eink anlega, hvort fært væri að byrja þegar í næsta mánuði að sýna lit á, að verða við kröfunum um lækkun á 15% innflutnings- tollinum, sem sætt hefir mikilli gagnrýni meginlandsþjóðanna í Fríverzlunarbandalagi Evrópu, en Bretland er aðili að þessu bandalagi (EFTA), sem kunnugt er. Framundan er ráðherrafund- ur í EFTA og má búast við mik- illi gagnrýni þar, ef tollurinn verður látinn haldast óbreyttur enn um sinn. En hvað sem ofan á hefir orð ið — og um það mun verða kunnugt í dag — er það erfið- leikum bundið fyrir brezku stjórnina, að lækka tollinn þeg- ar, eða eftir að birtar voru ó- hagstæðar skýrslur um verzlun- arjöfnuðinn í janúar. Þó búast menn hálft í hvoru við lækkun. Cromer lávarður, aðalbanka- stjóri (governor) Englands- banka, flutti ræðu í gær á fundi skozkra bankastjóra, og varaði við hættunum, sem eru enn á næsta leiti á Bretlandi, vegna erfiðleikanna á sviði efnahags- og atvinnulífs. Framh. á bls. 6 í STUTTU MÁLI ★ Þingið í ísrael hefur sam þykkt, að formaður viðskipta samninganefndarinnar f Bonn Felix Shinaar, skuli ekki hverfa þangað aftur eins og sakir standa. Áður hafði Esh- kol forsætisráðherra sagt, að ísrael gæti ekki sætt sig við, að vestur-þýzka stjómin hætti að selja ísrael vopn. ★ í Kuulu Lumpur, höfuð- borg Malajsíu, hafa 150 menn verið handteknir fyrir undir- róður gegn stjóminni. ★ Razak, varaforsætisráð- herra Malajsíu, hefir hvatt all ar Asíu- og Afrikuþjóðir til stuðnings við Malajsíu 1 bar- áttu hennar. ★ 50.000 stúdentar og verka menn fóru í mótmælagöngu nýlega í Jakarta. Mótmælt var loftárásum Bandaríkja- manna á N.-Vietnam. ★ Indverska stjómin hefir svarað orðsendingu frá í nóv- ember og farið fram á, að Kína samþykki Colombo- málamiðlunartillögumar — en þær gera ráð fyrir, að Kínverjar dragi herlið sitt á Ladac-svæðinu frá landamær unum, þannig að 20 , kíló- metra breitþ vopnlaust þelti myndist. Borgaraleg stjórn í Suður-Vietnam Mynduð hefur verið ný stjórn í Suður-Vietnam — hin níunda á 16 mánuðum. Forsætisráð herra er dr. Phan Huy Quat, fyrrverandi utanríkisráðhcrra. Það vou hernaðarleiðtogarn- ir sem útnefndu dr. Quat. Þeir hverfa aftur til skyldustarfa sinna í hernum_ m.a. Khan, þeg- ar stjórnin er komin á lagg irnar, en áskilja sér rétt til þess að hafa afskipti af stjórn málalegum deilum, sjái þeir á- stæðu til. Maxwell Taylor ræðir ,tak- markaðan tilgang'loftárása Maxwell Taylor., ambassador Bandaríkjanna í Saigon, Suður-Vi- etnam, svaraði í fyrrad. fyr'irspurn- um í sjónvarpi í Saigon, og sagði að ioftárásirnar gegn Norður-Viet nam hefðu „takmarkaðan tilgang" þ.e. þann, að sannfæra leiðtogana í Hanoi um, að framhaldsárásir Viet Cong með stuðningi þeirra á hernaðarbækistöðvar og aðrar stöðvar í Suður-Vietnam yrðu ekki þolaðar heidur gerðar gagn- árásir, þar til þær yrðu stöðvaðar. Hann kvað gagnárásirnar hafa meiri sálræn áhrif en hernaðarleg. 1 Norður-Kóreu hefur verið birt sameiginleg yfirlýsing Kosygins forsætisráðherra Sovétríkjanna og Kim II Sung forsætisráðherra Norður-Kóreu. í henni saka þeir Bandaríkin um glæpsamlegar styrjaldarárásir á Norður-Vietnam, krefjast brottflutn ings alls herafla Bandaríkjanna Hermenn stjórnarinnar í Suður-Vietnam skjóta inn í runna á varðgöngu. Það er aldrei að vita, nema þar kunni að leynast Vietcong-skæruliði. Maxwell Taylor. þaðan og heita Norður-Vietnam stuðningi, án þess að gera nánari grein fyrir honum. Þeir heita og Indonesiu stuðningi í baráttu þeirra gegn Bandaríkjamönnum og Bretum, sem beir segja fylgja „nú tíma nýlendustefnu." gagnvart Indonesiu. Kosygin forsætisráðherra kom á- samt fylgdarliði við í Vladivostock og Iagði af stað þaðan flugleiðis til Moskvu snemma f gærmorgun. Meðan á flugferðinni stóð sendi hann Chou En Lai forsætisráðherra Kína skeyti og lét í ljós von um framhaldsþróun sovézk-kínverskr- ar vináttu og samstarf.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.