Vísir - 13.08.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 13.08.1965, Blaðsíða 8
8 V í S í R . Föstudagur 13. ágúst 1965. VÍSIR heimi, Baikalvatn í Síberíu; kom izt leiðar sinnar um Austurlönd á íslenzku blaðamannaskírteini, þegar vegabréf dugði ekki til . . og þegar ég óskaði eftir blaða- viðtali, kvaðst hann eiginlega ekkert hafa að segja . . . Otgefandi: Blaðaútgáfan VISIR Ritstjórl: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axe! Thorsteinson Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ö. Thorarensen RitstjórnarskrifstotUT Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Askriftargjald er 80 kr. á mánuði I lausasölu 7 kr. eint. — Sími 11660 (5 Hnur) Prentsmiðja Vísis - Edda h.f Hverjir fóru hrakfarir? Þjóðviljanum fellur að vonum illa þegar á það er minnt, hvernig ástatt er í herbúðum íslenzkra kommúnista. Blaðið hefur þó sjálft neyðzt til að játa að „ágreiningur hefur verið um skipulagsmál“. En eins og margsinnis hefur verið bent á með fullgild- um rökum, hefur þessi ágreiningur náð miklu lengra en til skipulagsmálanna einna. Hann var m.a. um það í sumar, hvort verkalýðsfélögin ættu að gera nokkra kjarasamninga. Það er alkunna, að meðal svæsnustu kommúnistanna var enginn vilji til samn- inga. Það er því hlálegt þegar þeir eru nú að þakka sér að samið var. Þeir spilltu fyrir samningum eftir megni og það sem Þjóðviljinn kallar nú sigur verka- lýðshreyfingarinnar, var ósigur kommúnista og hjálp- arkokka þeirra í Framsókn, sem börðust með öllum ráðum gegn því að samið yrði. Það þarf meira en litla óskammfeilni til þess að halda því fram, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi farið hrakfarir í þessum samningum. I fyrsta lagi var það nú ekki hann sem slíkur, er samdi. I öðru lagi héldu Sjálfstæðismenn því aldrei fram, að verkalýðs- stéttirnar ættu ekki að fá kjarabætur. Þvert á móti var það vilji Sjálfstæðismanna og stjórnarflokkanna beggja, að rétta hlut þeirra lægst launuðu, alveg eins og stjórnin bauðst til að beita sér fyrir þegar júní- samkomulagið í fyrra var í undirbúningi. Það er því algerlega út í hött að vera að tala um ,örlagaríkan ósigur Sjálfstæðisflokksins“ í þessu sambandi. Þjóðviljinn segir að það hafi verið eitt helzta á- hugamál Sjálfstæðisflokksins áratugum saman að „einangra kommúnista.“ Það er rétt að Sjálfstæðis- menn hafa löngum haldið því fram að kommúnistar væru miklir óþurftarmenn í verkalýðshreyfingunni og a.m.k. svæsnustu þeirra mættu helzt aldrei nálægt samningum koma. Þeir létu þetta sjálfij ásannast nú í sumar, þegar þeir gengu berserksgang til þess að spilla fyrir samningum og notuðu m.a. aðstöðu sína við Þjóðviljann til þess. Það getur því varla verið ann- að en hagur fyrir verkalýðssamtökin að einangra slíka menn. Þeir koma alls staðar fram sem friðar- spillar og hafa margsinnis sýnt að þar eru ekki hags- munir verkafólksins sem þeir eru að hugsa um, held- ur sú niðurrifsiðja sem þeir hvarvetna ástunda. Kommúnistarnir við Þjóðviljann og sálufélagar þeirra hafa ekki enn fyrirgefið þeim, sem semja vildu og sömdu gegn vilja þeirra. Enn logar allt í ófriði innan flokksins. Þar er hver höndin upp á móti ann- arri og óséð enn, hvernig þeirri styrjöld lýkur. Ólafur Ólafsson kristniboði sjötugur „Impossible... “ Ólafur Ólafsson er borinn og barnfæddur uppi í Norðurárdal, og í þann tíð var löng leið lír Borgarfirðinum inn fyrir kln- verska múrinn. Þau voru mörg systkinin, en Ólafur kveður enn ótímabært að hann fari að segja frá uppvaxtarárunum, það verði sagt frá ætt hans og æskustöðv um í eftirmælagreinunum þegar þar að kemur. — En ég vil taka það fram, að ég ólst upp með góðu fólki, og svo vænt þykir mér um æskustöðvarnar að enn er mér á hverju vori eitthvað svipað inn anbrjósts og strokuhesti, eink- anlega ef ég kem upp á Akra- nes. Ljúft er mér og að minn- ast foreldra minna og sveitunga; fátækt var almenn þá, en hjálp- semi og góðvild líka. Einkum var presturinn, séra Gísli Einars son að Hvammi I Norðurárdnl, bróðir Indriða Einarssonar rit- höfundar og faðir Sverris Gísla sonar bændaforingja og þeirra systkina, úrvals maður, og ekki var kona séra Gísla, frú Vigdís, honum síðri að mannkostum — Það var í Hvammi, sem ég hlut þá litlu menntun, sem ég naut fyrir ferminguna. Var þar hálfan mánuð við nám, en því lauk dálítið skemmtilega. Þá mun það hafa verið gert að skyldu í fyrsta skipti, að böm skyldu ljúka prófi. Það var Sig Það verður annað en gaman fyrir þig að vinna úr þessu öllu saman, segir Ólafur Ólafsson kristniboði og brosir við, þegar okkur kemur saman um að slá botninn í afmælisviðtal, sern hefur staðið samfleytt tvær klukkustundir. — En þú kallar þetta yfir þig, bætir hann við; ekki er það að mínum vilja að farið sé að gera veður út af því að ég er að verða sjötugur K Satt bezt að segja finnst mér það ekki þess virði, og það ligg ur við að ég kvíði því að verða vændur um einskonar auglýs- ingahneigð, fyrir ykkar atbeina. í rauninni er eðlilegt að Ólafi skuli ekki finnast þetta afmæli sitt sæta tíðindum. Hann er ekki kominn að sjötugu enn, hvorki í sjón né hugsun; tággrannur, teinréttur og kvikur í hreyfing- um, glaður og reifur — rétt eins og ég man eftir honum fyr ir mörgum áratugum, þegar ég undraðist það stórlega sem ungl ingur, að kristniboði skyldi bera með sér slíkt fjör og léttleika : fasi og framkomu. Þá fannst mér einhverra hluta vegna, að þeir hlytu að vera hátíðlegir, þungbrýndir og miklir að vallar sýn. Ólafur brosir enn, þegar ég segi honum frá þessu, — Ég hef verið léttur í hreyfing um og léttur í skapi alla ævi, segir hann. Það hefur fylgt mer hvert sem ég hef farið. Og Ólafur Ólafsson krist.ri: boði hefur viða farið um ævina. Hann hefur dvalizt full fjórtán ár með elztu og fjölmennustu menningarþjóð heims í víðlend asta ríki veraldar. Siglt um mesta fljót heims dögum saro- an á fljótabát, aldafornum ao allri gerð; orðið að flýja sókn innrásarherja, ekki átt um ann- að að velja en að opna hús sitt. fyrir vopnuðum ránsflokkuro hermanna, sem höfðu allar eigur hans og eiginkonu hans á brott með sér — og þakkað guði, að ekki hlauzt enn verra af. Hann hefur staðið á tindi Fúsiyama í Japan, dáðst að náttúrufegurð- inni við dýpzta stöðuvatn : urður Þórðarson, skáld frá Arn- arholti, sem kom og prófaði okk ur. Honum hefur víst fundizt ég standa mig sæmilega eftir at- vikum, því að lítlu síðar skrifaði hann bræðrum mínum og hvatti þá til að bindast samtökum um að koma mér í skóla. Ekki varð ég þess þó neitt var á prófinu, að hann áliti mig öðium þar fremri — nema í landafræðir.ni, þar hrósaði hann mér fyrir frammistöðuna. En þetta varð mér mikil uppörvun og í raun- inni urðu þessi ummæli hans til þess að ég fór í Hvítárbakka- skólann haustið 1912, þar sem ' í -’á Flatbotna fijótabátur, sem Ölafur ferðaðist með ásamt fjölskyldu sinni, þegar hann lagði af stað heimleiðis i seinna skiptið. Þessi gerð fljótabáta er ævaforn, en þar sem stórfljót og skipgengir skurðir liggja víða um kínversku sléttuna, eru bátar notaðir til alira flutninga. Rabhað við fyrsta íslenzka kristniboðann, Olaf Olafsson, er veröur 70 ára á morgun

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.